Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 25 Bílar Hátækni á bak við glerið Enn ny tækni 1 billjosum fra Hella: „Margur er knár þótt hann sé smár“ er nokkuð sem segja má með sanni um nýjustu aukaljósin frá Hella sem nýlega komu fram á sjónar- sviðið. Ljósið er ekki nema 12 sentimetra breitt og sex og hálfur sentí- metri á dýpt. í stað þess að vera með gler sem sér um að stýra því hvert Ijósið kastast er það tölvuteiknaður Ijósbotninn sem sér um að kasta Ijósinu fram á veginn þannig að það nýtist sem best. Enn á ný kemur þýski ökuljósa- framleiðandinn Hella fram á sjón- arsviðið með nýja gerð aukaljósa. Hella varð fyrstur framleiðenda til að koma fram með svokallað FF- ljós, sem stendur fyrir „free-form“, en með þvi er átt við sérstaka hönn- un ljósbotnsins sjálfs. „Micro FF“, en svo kallast þetta nýja ljósker, er fyrsta aukaljósið frá Hella sem er þannig hannað að glerið framan á ljósinu stjórnar því ekki hvernig ljósgeishnn kastast fram á veginn. Það er sem sagt ljós- botninn, eða öllu heldur form hans, sem sér um að kasta ljósinu rétt fram á veginn. Glerið sér aðeins um að vemda og loka ljósinu. Hella notaði þennan tölvuteikn- aða ljósbotn fyrst árið 1988 í fjölda- framleidd ökuljós en ári síðar komu fyrstu aukaljósin fram á sjónarsviöið. Meginhönnun ljóss- ins byggist á því að sérhver hluti ljósbotnsins sér um að kasta ljós- inu rétt fram á veginn fyrir fram- an. Þetta þýðir að tölvuteiknaður ljósbotninn nýtir ljósið frá perunni til fulls og stýrir því nákvæmlega fram á veginn. í kjölfar þessara nýju ljósa komu svokölluð „fiskaugu" fram á sjón- arsviðið en það er ný gerð auka- ljósa, einkum þokuljósa, sem bygg- ist á sterkri linsu fyrir framan ljós- gjafann. Slík ljós hafa rutt sér mjög til rúms á undanfórnum árum vegna þess hve vel þau henta í rign- ingu og skafrenningi. Auk ljósanna frá Hella eru það shk ljós frá IPF, sem Bílabúð Benna selur, og PLAA, frá Heklu, sem hafa náð vinsældum á markaðnum hér. Þessi nýja tækni hefur það í för með sér að hægt er að minnka ljós- in mikið án þess að ljósmagnið frá þeim rýrist. Micro FF-ljósið er með um 80 gráðu ljósgeisla og nær að lýsa upp miðju vegarins ásamt vegköntun- um. Ökumenn njóta kostanna helst við akstur í þoku. Blár hlífðar- skjöldur fyrir framan peruna sér um að „klippa" ljósgeislann í sund- ur og koma í veg fyrir að ökumaður fái glýju í augun. Sjáíft ljósopið er aðeins 92 sinn- um 61 millímetri. Ljósið í heild er 120 mm breitt, 65 mm djúpt og 112 mm hátt og það vegur aðeins um 400 grömm. Auðvelt er að festa það með einni skrúfu úr miðjum fætin- um eða með sérstökum festibún- aði, sem einkum er ætlaður plastst- uðurum á mörgum nýju bílunum. Hægt er að setja Micro FF á aha bíla, jafnt upprétt og „á hvolfi“. Hér sést stærðin á Ijósinu vel en þaö vegur aðeins um 400 grömm. Búið er að gefa því viðurkenningu, bæði innan ECE-staðla Evrópu- bandalagsins og SAE í Bandaríkj- unum. Að sögn Gunnars Jóhannssonar hjá Jóhanni Ólafssyni og Co, um- boðsaðila Hella á íslandi, er stutt 1 það að þessi htlu en aflmiklu Ijós komi á markað hér á landi og má reikna með því að parið komi til með að kosta um tíu þúsund krón- ur. Á myndinni er Erna Sigurðardóttir, sölumaður hjá Toyota, að afhenda Oddi og Þóru nýja bílinn. Toyota-umboðið: Rúmlega 13 prósent sölu- aukning frá fyrra ári - eitt þúsundasti bíllinn á árinu afhentur nýlega Nú brunarhreinsiefnabættShell- bensín um landið í Renault bíl- um. Hér standa þeir kampakátir við frönsku gæðingana, Heiðar Sveinsson, sölustjóri hjá Bila- umboðinu hf„ og Þórir Haralds- son, framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs hjá Skeljungi hf. Mynd: DV-bílar ÞÖK Shell kaupir Renault Sú var tíðin að samasemmerki var sett mihi tegundarheitisins Renault og ódýrra smábíla. Re- nault framleiðir enn hagkvæma smábíla en er jafnframt einn stærsti vörubílaframleiðandi heims. Þetta eru útgerðarmenn íslenskra vörubíla famir að skiija og æ algengara verður að sjá Re- nault vörubíla á íslenskum veg- um. Nýlega keypti olíufélagið Skelj- ungur tvo fýrstu vörubílana af Renault gerð. Þetta eru öflugir bílar og vel búnir, með 300 lítra ohutank með læstu loki. Af stað- albúnaöi má nefna hækil (undi- rakstursvörn á kansellímáli), lóð- rétt púströr, verkfærasett, tjakk og útvarp, svo að nokkuð sé nefnt. Vélarnar eru 226 hestöfl, 850 Nm. v. 1300 sn. mín., 6 gírar. Burður á öxlum er 7.500 kg að framan, 13.000 kg að aftan, nið- urgírun i hiólnöfum og driflás. Fjöðrun er parabólufjaörir með dempurum og jafnvægisstöng aftan og framan. Nýlega fengu hjónin Oddur Þ. Her- mannson og Þóra Þórarinsdóttir af- hentan nýjan Corolla Liftback. Það sem var merkilegt við afhendingu þessa bíls var að þetta er eitt þúsund- asti nýi bíhinn sem Toyota-umboðið afhendir á þessu ári. Salan hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og er Toyota með rúmlega 13% aukn- ingu á milh ára þrátt fyrir að heildar- sala á bílum hafi á sama tíma dregist saman um tæp 10%. Markaðsforysta Toyota hefur verið afgerandi og eru nú seldir tæplega 400 fleiri Toyotabílar en af nokkurri annarritegund. „Nýafstaðinrýming- arsala á nýjum bílum af ’94 árgerð mæltist vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Loftur Ágústsson, aug- lýsingastjóri Toyota, „og nú er svo komið að aðeins fáa bíla á eftir að afhenda viðskiptavinum og minnir lagerstaðan einna helst á þegar sala á bílum var með mesta móti ’86 og '87. Við erum bjartsýnir á að haustið verði gott í sölu og höfum undirbúið okkur samkvæmt því en við munum kynna árgerðir 1995 fyrri partinn í september. Um leið verðum við með forsýningu á nýjum bíl frá Toyota sem farið hefur sigurför um heiminn undanfama mánuði og verður að öh- um hkindum tilnefndur sem þátttak- andi í keppninni um „bíl ársins“. $ SUZUKI -MV .... Tegund Arg. EklnnStgrverð Suzuki SwHtGL 1300,4 d. '90 36 þ. 670 þ. Suzukl Swift GL1300,4 d. '91 58 þ. 690 þ. Suzuki SwHt GL, 3 d., sjálfsk. '91 19 þ. 715 þ. Suzuki SwiftGL, 3d. '89 78 þ. 430 þ. Suzuki Swifi GL, S d. '89 55 þ. 490 þ. Suzuki Swifl GL, 3 d., sjáHsk. '91 30 þ. 690 þ. Suzuki Vitara JLX, 3 d. '91 80 þ. 1.180 þ. Suzuki Vilara JLX, 5 d. '92 52 þ. 1.750 þ. Suzuki Samurai 413 '88 90 þ. 570 þ. SuzukiSamural413 '91 35 þ. 830 þ. SuzuklSamura!413 '91 66 þ. 795 þ. SuzuklSamurai413 '93 9þ. 1.150 þ. Subaru coupé 1800, ssk., 4x4 '89 83 þ. 760 þ. Econoilne E-350 4x4,36" dekk '85 92 þ. 1.590 þ. FordBroncoXLT '87 80 þ. 990 þ. LadaSport '90 51 þ. 400 þ. Nissan king cab dísil '91 36 þ. 1.380 þ. Mazda323LX,3d. '88 118 þ. 450 þ. Subaru1800,4d. '86 105 þ. 540 þ. Dodge Dakota pickup, ssk., vsk. '90 34 þ. 1.450 þ. Dalhatsu Applause XL1600, '91 30 þ. 970 þ. ssk. MMC Colt, 3 d., sjálfsk. '88 88 þ. 530 þ. DalhatsuCharade,3d. '88 102 þ. 340 þ. MMC Colt GL, 3 d. '91 86 þ. 650 þ. Ral Horino sendibill '92 15 þ. 690 þ. Peugeot205|unior,5d. '91 65 þ. 450 þ. Skoda Favorit '89 79 þ. 150 þ. Daihatsu Charade CX, 5 d., ssk. '86 91 þ. 250 þ. RatUno45,3d. '88 103 þ. 180 þ. Daihatsu Charade TS, 3 d. '87 81 þ. 280 þ. ToyotaCorolla1300,4d. '87 102 þ. 420 þ. $ SUZUKI ■ðW ■ ....... ■ SUZUKI BÍLAfí HF. SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100 Munid eftir 6-36, 6 mánaða ábyrgð og 36 mánaða greiðslukjörum eða Visa-Euro-greiðslum. Sími 642610 MMC Lancer GLX 1500 ’90, 5 gíra, 4 dyra, rauður, ekinn 80 þús. km. Verð 850.000 kr. Peugeot 405 GR 1900 '92, sjálfsk., 4 dyra, Ijósdrapp., ekinn 52 þús. km. Verð 1.170.000 kr. OPIÐ: virka daga frá kl. 9.00-18.00, laugardaga frá kl. 12.00-16.00. NOTAD/R B/IAR Skeljabrekka 4, Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.