Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 21 Mokka: Jenny Holzer Núna stendur yfir sýning á verkum Jenny Holzer en hún er einn af virtustu listamönnum samtímans. Sýningin er hluti sýningar sem haldin var í Bar- bara Gladstone Gallery í New York á nýliðnu sumri. Sýndar eru 14 ljósmyndir af skinni óg á það hefur Jenny handritað texta. Sýningin nefnist Lostamorð og íjallar um nauðg- anir á konum í Bosníu. Hafnarborg: Gluggað Margrét Þ. Jóelsdóttir opnar myndlistarsýningu sína Gluggað í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar á laugardag kl. 14. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamynd- ir, pastelmyndir auk frístandandi verka. Ekkert verkanna hefur verið sýnt opinberlega. Sýningin er opin alla daga frá kl. 12-18 nema þriðjudaga. Hafnarborg: Söngtónleikar Söngtónleikar verða haldnir í Hafnarborg á sunnudag kl. 20.30. Það eru Erna Guðmundsdóttir sópran og Hólmfríður Sigurðar- dóttir píanóleikari sem halda tón- leikana. Erna Guðmundsdóttir söng á unglingsárum í kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Hún lauk síðan tónmenntakenn- araprófi frá Tónhstarskólanum í Reykjavík en jafnframt stundaði hún nám við söngdeild sama skóla hjá Rut Magnússon og El- ísabetu Erlingsdóttur. Lúðrasveit Reykjavikur Lúðrasveit Reykjavíkur hefur starf sitt á þessu hausti með fjöl- skyldutónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag kl. 15. Slíkir íjölskyldutónleikar verða mánaðarlega í vetur. Efnisskrá tónleikanna verður af léttara tag- inu, þekkt dægurlög og djass- sveifla ásamt klassískum verkum úr söngleikjum og óperum. íslensk grafík- sýning í Svíþjóð Á laugardag verður opnuð í Stokkhólmi grafíksýning sjö ís- lenskra hstamarma. Sýningin er haldin í Galerie Plaisiren í Hass- elbyhöll og er í boði norrænu menningarmiðstöðvarinnar. Kramhúsið: Opiö hús Á sunnudag kl. 17. verður opið hús í Kramhúsinu við Bergstaða- stræti. Starfsemi hússins verður kynnt og kennarar Kramhússins leika ókeypis fyrir almenning. Flutt verða verkin Hillingar eftir Önnu E. Borg og Ólöfu Ingólfs- dóttur og Eitthvað ósagt sem er einþáttungur eftir Tennessee WiÚiams. Flytjendur eru Stein- unn Ólafsdóttir leikari og Anna E. Borg. Iðnnemasambandið: 50 ára afmæli Iðnnemasamband íslands verö- ur 50 ára í dag. í tilefni þessara merku tímamóta efnir stjórn sambandsins til afmælisdag- skrár. í dag er opið í húsnæði Iðnnemasambandsins að Skóla- vörðustíg 19. Þingmenn, sveitar- stjórnarmenn og ráðherrar heim- sækja iðnmenntaskóla allt í kringum landið til aö skoða að- stöðuna. Á laugardag verður há- tíðarsamkoma í Borgarleikhús- inu kl. 14. Að kvöldi laugardags- ins verður afmælisfagnaður á Ömmu Lú. Húsið verður opnað kl. 19 en borðhald hefst kl. 20. Borgardætur skemmta á Ömmu Lú og Flosi Ólafsson flytur pistil um íslenska iönaðarmenn. Borgarleikhúsið: Leynimelur 13 Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í gær hinn sprellfjöruga gamanleik Leynimel 13. Höfundamir eru þrír og kölluðu sig gjarna Þridrang en það eru þeir Indriði Waage, Haraldur Á. Sigurðsson og Emil Thoroddsen. Þeir stóðu um árabil fyrir sýningum á försum og gamanleikjum í Iðnó sem þýðendur, höfundar, leikarar og leik- stjórar. „Leikritið var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1968. Ég hef komist að því að Leynimelur 13 er nokkurs konar mýta meö þjóðinni þar sem svo mörg áhugaleikfélög hafa gert leikritið vinsælt. Ég vona aö þetta fólk gleðjist yfir því sem það sér hjá okkur,“ segir Ásdís Skúladóttir leik- stjóri. Hugmyndin að verkinu er sótt í þá staðreynd að á þessum árum var gíf- urlegur húsnæöisskortur í Reykja- vík og Alþingi setti lög þar sem með- al annars var bannaö að taka íbúðar- herbergi til annarra nota en íbúðar. Sú saga komst á kreik að húsaleigu- nefndir myndu fá heimild til að leigja ónotuð herbergi í íbúðum fólks. K.K. Madsen klæðskerameistari er nýfluttur í villu sína að Leynimel 13 þegar Alþingi setur þessi neyðarlög, húsið hans er tekið eignarnámi og afhent skrfl af götunni. Áður en var- ir er húsið fullt af vægast sagt skraut- legum persónum. I helstu hlutverkum eru Þröstur Leó Gunnarsson, Guðlaug E. Ólafs- dóttir, Guðmundur Ólafsson, Guð- Sprellfjöruga gamanleikritið Leynimelur 13 verður sýnt föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld kl. 20.00. rún Ásmundsdóttir, Hanna María Jón Hjartarson, Karl Guðmundsson, Karlsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Katrín Þorkelsdóttir og fleiri. Leikfélag Akureyrar: Karamellu- kvömin Leikfélag Akureyrar frumsýnir á laug- ardag kl. 17 Karamellukvörnina eftir Evert Lundström og Jan Moen, í leikstjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur. Karamellukvörnin er gamanleikur meö söngvum fyrir alla fjölskylduna. Þar segir frá því þegar fólkiö, sem vinnur á bak við tjöldin í leikhúsinu, tekur eftir því að sal- urinn er fullur af börnum sem eru komin tfl þess að sjá hið vinsæla leikrit Kara- mellukvörnina. Það er bara einn hængur á: Sýningin á ekki að vera fyrr en daginn eftir og það er enginn leikari í húsinu. Leiktjaldamálararnir, smiðurinn, skúr- ingakonan, saumakonan og gjaldkerinn eiga ekki annars úrkosti en að bjarga málunum og þau leika Karamellukvörn- ina hvert með sínu nefi. Með helstu hlutverk fara Dofri Her- mannsson, Aðalsteinn Bergdal, Sigurþór Albert Heimisson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Þórhallur Gunnarsson og Bergljót Arn- Leikfélag Akureyrar sýnir Karamellukvörnina. alds. Ráðstefna í Odda í dag og laugardag verður haldin ráðstefna í Odda á vegum félagsvís- indadeildar og viðskipta- og hag- fræðideildar. Ráðstefna þessi sam- anstendur af stuttum erindum þar sem nýjustu rannsóknir defldanna eru kynntar. Ráðstefnan er ætluð jafnt leikum sem lærðum og er leit- ast við að koma niðurstöðum til skila á einfóldu og skýru máli. Frá kl. 10-12 í dag verða kynntar rannsókn- araðferðir í bókasafns- og upplýs- ingafræði. Kl. 13-14 í dag verður far- ið í rannsóknir í uppeldis- og mennt- unarfræði. Frá kl. 14-15 er aðferða- fræði á dagskrá og á milli kl. 15 og 17 eru kynntar rannsóknir í stjóm- málafræði, hagfræði og þjóðfræði. Ráðstefnan hefst síðan aftur kl. 10 á laugardagsmorgun en þá verða kynntar rannsóknir í hagfræði og félagsráðgjöf. Frá kl. 13-15 verður sálfræði og mannfræði á dagskrá og frá kl. 15-17 verður umræða um stöðu rannsókna í félagsvísinda- deild. íslenski dansflokkurinn sýnir Danshöfundakvöld i Tjarnarbiói í kvöld og laugardagskvöld kl. 20 og á sunnudag kl. 15. Þjóðleikhúsið Stóra sviðiö Vald örlaganna sunnudag kl. 20.00 Smiðaverkstæðið Sannar sögur af sálarlífi systra sunnudag kl. 20.00 Borgarleikhúsið Stóra sviðíð: Leynimolur13 föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 sunnudag kl. 20.00 Litla sviðið Oskln föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 sunnudag kl. 20.00 Hótel ísland Grease föstudag kl. 22.00 laugardag kl. 22.00 íslenska óperan Hárið föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 Tjarnarbíó Danshöfundakvöld föstudagkl. 20.00 laugardag kl. 20.00 sunnudagkl. 15.00 Leikfélag Akureyrar Karamellukvörnin laugardag kl. 17.00 sunnudagk. 14.00 Þorbjörg mótar mannslíkama i mis- munandi stellingum. Mótaðir mannslíkamar Sýning á verkum Þorbjargar Páls- dóttur stendur yfir í Galleríi 1 1. Á undanfórnum áratugum hafa verk Þorbjargar verið auðþekkt: manns- líkamar í mismunandi stellingum mótaðir í hæsnanet sem ýmist eru styrkt með polyester eða gipsbönd- um. Á þessari sýningu gefur annars vegar að líta fjóra nýja skúlptúra frá þessu ári af mannslíkömum og hins vegar verk frá upphafi listferils Þor- bjargar sem hófst fyrir tæpum fimm- tíu árum en frá þeim tíma sýnir hún einkum teikningar og málað postul- ín. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og lýkur 29. september. Furðuleikhúsið frumsýnir Hlina kóngsson. Furðuleikhúsið: Hlini kóngsson Furðuleikhúsið frumsýnir í Tónabæ á sunnudag kl. 17 íslenska ævintýrið Hlina kóngsson. Furðu- leikhúsiö var stofnað síðasta sumar þegar leikaramir Margrét Kr. Pét- j ursdóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Egg- ert Kaaber voru ráðin af Reykjavík- urborg til þess aö leika í Fjölskyldu- og húsdýragaröinum. Með þessari sýningu vilja leikar- amir kynna galdur leikhússins fyrir\ bömum og þá möguleika sem þau hafa til að skapa sínar eigin sýningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.