Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 Frumsýning í Háskólabíói: Kiefer Sutherland og Woody Harrelson leika aðalhlutverkin í hinum bráð- Ernie Hudson leikur Sam Shaw, lögreglumann i New York, sem kynnrst fyndnu Kúrekum sem neyðast til að fara til New York. Pepper. Kúrekar í New York Woody Harrelson og Kiefer Sut- herland leika aðalhlutverkin í hasar- og gamanmyndinni The Cowboy Way eða Kúrekar í New York sem Háskólabíó hefur tekið til sýningar. Brian Grazer framleiðir myndina en hann framleiddi einnig Parenthood og Kindergarten Cop. Gregg Champi- on leikstýrir. Söguhetjurnar eru tveir kúrekar viUta vestursins, Sonny og Pepper, sem lenda stöðugt í ævintýrum og klassískum skotbardögiun í New Mexico. Ekki er of hlýtt á milli þeirra í upphafi sögunnar. Þeir neyðast þó til að láta af öllum væringum sín á milli þegar aldavinur þeirra heggja, Nacho, hverfur skyndilega í New York. Sonny og Pepper ákveða að söðla hesta sína og ríða til New York til þess að leita félagans. Að sögn Grazers gefur það mikla möguleika á hraða, spennu og skemmtun aö koma tveimur nútíma kúrekum fyrir í stórborginni New York. í ferðinni komast söguhetjurn- ar að því að þeir verði að læra að treysta hvor öðrum til þess að kom- ast út úr kröggum New York borgar lifandi. Fyrir tökur myndarinnar lagði Grazer mikið á sig með viðtölum við nútíma kúreka ásamt því að rann- saka líferni þeirra. Dylan McDermott, sem lék félaga Chnts Eastwood í In the Line of Fire, leikur Stark, bófaforingjann sem ber ábyrgð á hvarfi Nachos. Stuttmyndin Ertu sannur? eftir Lýð Árnason og Jóakim Reynisson er í stutt- myndasamkeppninni. Háskólabíó: Stuttmynda- og heim- ildarmyndahátíð Nordisk Panorama, norræna stutt- mynda- og heimildarmyndahátíðin stendur nú yfir í Háskólabíói. Helsti viðburður hátíðarinnar er keppni um bestu stuttmyndina 1994 og bestu heimildarmyndina 1994. Alls eru 57 myndir í keppninni, þar af eru fjórar frá íslandi, en til viðbótar eru um 30 myndir á ýmsum hliðarsýningum. Samtals eru því nálægt 90 myndir sýndar á hátíðinni. Borgin gefur 25.000 kr. fyrir bestu norrænu stuttmyndina og mennta- málaráðuneytið sömu upphæð fyrir bestu norrænu heimildarmyndina. Þá verða veitt nokkur aukaverðlaun: Ríkisútvarpið veitir áhorfendaverð- laun og kaupir viðkomandi mynd til sýningar og fleiri myndir fá heiðurs- verðlaun. Verðlaunaafhending með málsverði og skemmtiatriðum fer fram á Hótel Sögu á laugardags- kvöld. í dag hefjast sýningar kl. 10.15 og lýkur kl. 23. Sýningar hefjast síðan aftur á laugardag kl. 11 og lýkur þeim um kl. 19 á laugardagskvöldið. Maðurinn í mánanum er dönsk mynd sem keppir til verðlauna á hátíðinni. Frumsýning í Regnboganum: Ástriðu- fískurinn í dag frumsýnir Regnboginn bandarísku kvikmyndina Passion Fish eða Ástríðufiskinn. Myndin vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út í Bandaríkjunum í árslok 1992 og var talið að aðalleikaramir, þær Mary McDonnell og Alfre Wood- ard, ættu mikla möguleika á að verða tilnefndar til óskarsverðlauna. Myndin fjallar á dramatískan en nærfærinn og grátbroslegan hátt um samband tveggja kvenna sem lífið hefur leikið grátt á misjafnan máta. Líf sápuóperustjömunnar May- Alice tékur miklum breytingum þeg- ar hún lamast fyrir neðan mitti í bíl- slysi. Hún dregur sig út úr skarkal- anum og leitar á æskuslóðimar í fenjum Louisiana og lokar sig þar inni með aðra höndina á fjarstýringu sjónvarpsins en hina um flöskuháls- inn. Hún nýtur umönnunar nokk- urra hjúkrunarkvenna sem hún hrekur frá sér með munnsöfnuði og þrákelkni þangað til blökkustúlkan Chantelle tekur starfið að sér. Fyrst í stað virðist allt ætla að fara í sama farið en smám saman styrkist sam- band þessara ólíku kvenna. Þær deila :neð sér sorgum og sigrum og smám saman rennur upp fyrir May- Alice að hún getur einnig látiö gott af sér leiða. Leikstjóri og höfundur handrits er John Sayles sem vakið hefur athygli fyrir myndir á borö við Retum of the Secaucus Seven og Baby It’s You. Ivan grímrni ÍMIR Ballettinn Ivan grimmi, sem sfjórinn S. Eisenstein voru sam- saminn var viö tónlistina í sam- starfsmenn um árabil og samdi þá nefndri kvikmynd, veröur sýndur Prokofiev meöai annars tónlistina í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnu- við kvikmyndimar Alexander dag kl. 16. Báöir hlutar myndar Névskífoglvangrimmilogn. Síð- Sergeis Eisensteins vom sýndir hjá ari myndin var fullgerð á árunum MÍR fyrr i mánuðinum. 1944 og 1945 en seinni hluti hennar Rússamir Sergei Prokofiev, tón- var reyndar ekki sýndur opinber- skáldið fræga og kvikmyndaieik- lega fyrr en 1958. Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími 11384 Speed ★★ Ógnarhraðskreiö mynd um fifldjarfa löggu í baráttu við geðbilaðan sprengjuf- íkil. Ágæt skemmtun. -GB Umbjóðandinn ★★★ Góð spennumynd eftir skáldsögu Johns Grishams. aldrei þessu vant er myndin betri en bókin. Susan Sarandon og Tommy Lee Jones sýna bæði stórleik. -HK BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Sannar lygar ★★'/2 Risa-mynd frá Cameron og Co sem stenst ekki samanburð við fyrri myndir hans vegna ómerkilegrar sögu. Er samt ágætis skemmtun með mikilfenglegum hasaratr- iðum og góðum húmor inn á milli. Einnig sýnd í Háskólabíói. -GE Valtað yfir pabba ★!! Of mikið byggt upp á barnastjörnunni Macauley Culkin sem stendur sig alls ekki nógu vel. Rétt sæmileg fjölskylduaf- þreying. -HK Maverick ★★★ Vestrar eru yfirleitt grafalvarlegar myndir þar sem mönnum stekkur sjaldan bros. Ekki hér. Gamanið er i fyrirrúmi og það í stórum skömmtum. -GB Steinaldarmennirnir ★l/2 Fred og Barney eru ekki svipur hjá sjón í þessari misheppnuðu útfærslu á ævin- týrum teiknimyndahetjanna. -GB SAGA-BÍÓ Sími 78900 HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Blóraböggullinn ★★'/2 Skemmtileg dæmisaga frá Coen-bræðr- um sem hafa séð mikið af gömlum mynd- > um og vilja votta þeim virðingu sína. -GE Kika ★★ Þrátt fyrir litríkar persónur og skemmtilega spretti er nýjasta kvikmynd Almodovars samanbarningur af hlutum sem hann hefur gert áður og betur. Veronica Forque er athyglisverð í titilhlutverkinu. -G E Fjögur brúðkaup ★★★ Breskur húmor eins og hann getur bestur orðið i bráðskemmtilegri kvikmynd með rómatísku yfirbragði. Kvikmynd sem kem- uröllum ígottskap. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Endurreisnarmaðurinn ★,/2 Einstaklega heimskuleg saga sem hefði getaö gengið upp ef aðstandendur hefðu ekki farið að taka hana alvarlega. Penny Marshall og Danny de Vito hafa bæói gertbetur. -HK Apaspil ★★ Sniðug barnamynd um þjófóttan apa- kött. Sagan er sáraeinföld en myndin er gerðafáhugaogsæmilegumkrafti. -GE Krákan ★★ '/2 Myrk myndasaga er orðin að hefðbundn- ari formúluhasar en nógu dökk til að vera töff og virkilega smart gerð. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Allir heimsins morgnar ★★★ Heillandi, dramatísk kvikmynd um sannan tónlistarmann, sorg hans sköpunargleði og skapbresti sem láta engan ósnortin. Mynd sem sameinar áhuga á tónlist og kvikmyndum. -HK Flóttinn ★★'/2 Spennumynd frá áttunda áratugnum, uppfærð á máta þess tíunda með góóum. árangri. Gott dæmi um þá breytingu sem orðið hefur í frásagnartækni kvikmynd- anna. -GE Gestirnir ★★★ Franskur tímaflakksfarsi af bestu gerð þar sem fornir riddarar glíma við hversdags- hluti ársins 1992. -GB Kryddlegin hjörtu ★★★ Heillandi frásagnarmáti í bragðmikilli og dramatískri mynd þar sem ýkjukennd sagnahefð nýtur sín vel. Athyglisverð og vel leikin kvikmynd í háum gæðaflokki. -HK Píanó ★★★ '/2 Píanó er einstaklega vel heppnuð kvik- mynd, falleg, heillandi og frumleg. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótík með öll- um sínum öfgum er myndin aldrei yfir- þyrfhandi dramatísk. -HK STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Ulfur ★★•/2 Vel gerð og leikin mynd um forleggjara sem breytist í úlf en herslumuninn vantar. -GB Gullæðið ★'/, Heldur bragðdauft framhald ævintýra borgarabúanna úti I auðnum Ameríku i leit að gulli, bæði ekta og í sjálfum sér. -GB Bíódagar ★★★ Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og mannlega kvikmynd um æskuár ungs drengs í Reykjavík og í sveit. Sviðsmynd einstaklegavel heppnuð. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.