Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Page 7
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994
23
Messur
Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Org-
anleikari Sigrún Steingrimsdóttir. Laufey
Sigurðardóttir leikur á fiðlu. Halla Jónas-
dóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja stól-
vers. Barnaguðsþjónusta i safnaðarheimili
Árbæjarkirkju kl. 11. Umsjón hafa Arna,
Guðrún og sr. Þór. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
Áskirkja: Barna- og fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11.00. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Bessastaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Bragi Friðriksson.
Breiðholtskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta
við upphaf barnastarfs kl. 11. Barnakórinn
syngur. Organisti Daníel Jónasson. Vænst
er þátttöku fermingarbarna og foreldra
þeirra. Fundur með foreldrum fermingar-
barna að lokinni guðsþjónustu. Samkoma
Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gisli
Jónasson.
Bustaðakirkja: Upphaf vetrarstarfs.
Barnamessa kl. 11.00. Hvetjum foreldra til
þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl.
14.00. Einsöngur Guðbjört Kvien. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Fjölmennum í
messur við upphaf vetrarstarfs. Pálmi Matt-
hiasson.
Digraneskirkja: Biskup Islands, herra Öl-
afur Skúlason, vígir Digraneskirkju I Kópa-
vogi sunnudaginn 25. september kl. 16.
Sóknarnefnd.
Dómkirkjan: Hámessa kl. 11.00. Prestur
sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syng-
ur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson.
Barnastarf i safnaðarheimilinu á sama tima.
Léttur hádegisverður I safnaðarheimilinu
eftir messu. Allir velkomnir.
Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Prestursr. Guðmundur Karl Ágústsson.
Organisti Lenka Mátéova. Barnaguðsþjón-
usta á sama tíma. Prestarnir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavik:
Guðsþjónusta kl. 11.00. Fermdir verða
bræðurnir Stefán Aðalsteinn og Samúel
Þórir Drengssynir, Silakvísl 12, Reykjavik.
Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson.
Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Nýr sunnudagapóstur. Valgerður, Hjört-
ur og Rúna aðstoða. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Bjarni Jónatansson. Sr. Vigfús Þór
Arnason.
Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00.
Messa kl. 14.00. Prestur sr. Halldór S.
Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson.
Grindavíkurkirkja: Messa kl. 14. Ein-
söngur Hulda Guðrún Geirsdóttir. Kór
Grindavíkurkirkju syngur. Organisti Siguróli
Geirsson. Barn borið til skírnar. Altaris-
ganga. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.
Sóknarprestur.
Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 11.
Hallgrimskirkja: Kl. 10.00. Söfnuðurinn
syngur. Fræðsla og söngæfing i umsjá Harð-
ar Áskelssonar. Messa og barnasamkoma
kl. 11.00. Organisti Hörður Áskelsson. Sr.
Karl Sigurbjörnsson.
Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Mikill söngur og gleði. Sr. Helga
Soffia Konráðsdóttir. Messa kl. 14.00. Org-
anisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson.
Fundur með foreldrum fermingarbarna
sunnudagskvöld kl. 20.30.
Hjallakirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl.
11. Barnastarfið hefst. Fjölmennum. Organ-
isti Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Sr. Kristján
Einar Þorvarðarson.
Kársnesprestakall: Barnastarf I safnaðar-
heimilinu Borgum kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigur-
geirsson.
Kaþólska kapellan, Keflavik: Messa kl.
14.
Keflavíkurkirkja: Messa kl. 11 (altaris-
ganga). Prestur: Sigfús Baldvin Ingvason.
Kór Keflavikurkirkju syngur. Orgapísti: Einar
Örn Einarsson. Prestarnir.
Kirkja heyrnarlausra: Dagur heyrnar-
lausra: Messa i Áskirkju v/Vesturbrún á degi
heyrnarlausra. Guðmundur Ingason talar I
tilefni dagsins. Táknmálskórinn syngur und-
ir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Sr. Miyako
Þórðarson.
Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Siðasta guðsþjónustan fyrir vigslu Digra-
neskirkju sem biskup Islands, herra Ólafur
Skúlason, vígir kl. 16. Organisti Örn Falkn-
er. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Landspítal-
inn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman.
Langholtskirkja, kirkja Guðbrands bisk-
ups: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefáns-
son. Kór Langholtskirkju syngur. Barnastarf
á sama tíma. Molasopi að messu lokinni.
Laugarneskirkja: Messa ki. 11.00. Barna-
starf á sama tíma. Organisti Jónas Þórisson.
Sr. Ólafur Jóhannsson.
Mosfellsprestakall: Messa i Mosfells-
kirkju kl. 14.00. Rútuferð frá safnaðarheimil-
inu kl. 13.30. Barnastarf I safnaðarheimilinu
kl. 11.00. Bill frá Mosfellsleið fer venjulegan
hring. Jón Þorsteinsson.
Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 14. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organisti
Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11.00.
Organisti Viera Gulasciova. Prestur sr. Sol-
veig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á
sama tima I umsjá Elinborgar Sturludóttur
og Sigrúnar Ivarsdóttur.
Skagamenn hafa oft haft ærna ástæðu til að fagna á undanförnum þremur árum og á laugardaginn munu þeir
nær örugglega fagna þriðja meistaratitlinum í röð. Á myndinni eru Mihajlo Bibercic, Sigurður Jónsson og Alexand-
er Högnason eftir einn sigurleikinn í sumar. DV-mynd Brynjar Gauti
íslandsmótinu í knattspymu lýkur á morgun:
Bikarinn á Skagann
þriðja árið í röð?
- fylgir Þór eða Breiðablik Stjömunni niður í 2. deild?
íslandsmótinu í knattspyrnu lýkur á
laugardaginn en þá fer fram 18. og
síðasta umferð Trópídeildarinnar. Þá
fæst endanlega úr því skorið hvort
Skagamenn eða FH-ingar hampa ís-
landsmeistaratitlinum og hvort Þór
eða Breiðablik fylgir Stjörnunni riið-
ur í 2. deild. Staða Skagamanna er
mjög vænleg í efsta sætinu og full-
víst má telja að þeir tryggi sér ís-
landsmeistaratitilinn þriðja árið í
röð. Eigi FH-ingar að tryggja sérfitil-
inn verða þeir að treysta á að Skaga-
menn tapi fyrir Eyjamönnum og
vinna Framara með tveggja stafa
tölu.
Stjarnan er þegar faRin en það
verða annaðhvort Þórsarar eða Blik-
ar sem fylgja Garðbæingum niður.
Staða Þórsara er mjög slæm og eigi
þeir að halda sæti sínu verða þeir að
vinna sigur á Keflvíkingum og stóla
á að Stjaman leggi Breiðabhk að
velh. Knattspyrnan er óútreiknanleg
og því getur allt gerst ennþá í botn-
baráttunni.
Leikirnir á laugardaginn hefjast
allir klukkan 14 og eru þessir:
Akranes-IBV.... Fram-FH Akranesvöhur Laueardalsvöhur
Þór-Keflavík Akureyrarvöllur Stjarnan-Breiðablik....Stjömuvöhur Valur-KR Hlíðarendi
Staðan fyrir lokaumferðina er
þessi: Akranes .17 12 3 3 30-10 36
FH .17 10 3 4 24-15 33
Keflavík .17 7 7 3 32-21 28
KR .17 7 6 4 28-18 27
Valur .17 7 4 6 23-25 25
Fram .17 4 8 5 26-28 20
ÍBV ,17 4 7 6 21-24 19
UBK .17 5 2 10 20-34 17
Þór ,17 3 5 9 24-34 14
Stjaman .17 2 5 10 17-36 11
Hver verður markakóngur?
Fyrir lokaumferðina hefur Serbinn
Mihajlo Bibercic, framheiji Skaga-
manna, tveggja marka forskot á Keíl-
víkinginn Óla Þór Magnússon í bar-
áttunni um markakóngstitihnn.
Margir markaskorarar eru í hnapp
á eftir þeim og víst er að keppnin um
guh, silfur og bronsskóinn verður
hörð og einhverjir þessara kappa
koma alveg örugglega til með að
halda sig sem mest í vítateig and-
stæðinganna. Staða markahæstu
leikmanna fyrir lokaumferðina er
þessi:
Markahæstir:
Mihajlo Bibercic, ÍA...........12
Óli Þór Magnússon, ÍBK.........10
Bjarni Sveinbjörnsson, Þór......9
Ragnar Margeirsson, ÍBK.........9
Ríkharður Daðason, Fram.........9
HelgiSigurðsson, Fram...........8
Hörður Magnússon, FH............8
Sumarliði Amason, ÍBV...........8
Eiður S. Guðjohnsen, Val........7
Leifur G. Hafsteinsson, Stjörn..7
Útivist:
Haustlita-
ferðí
Þórsmörk
Útivist stendur fyrir hausthta- og
grihveisluferð í Bása um helgina.
Lagt verður af stað kl. 20. Hausthtir
eru famir að prýða Þórsmörkina og
Goðalandið. Farið verður í fjölbreytt-
ar gönguferðir með fararstjórum,
snæddur sameiginlegur kvöldverður
á laugardag og síðan taka ahir lagið
á kvöldvökunni.
Á laugardag verður lagt af stað kl.
9 á Fimmvörðuháls. Gangan hefst við
Skógafoss og er Skógánni fylgt svo
langt sem kostur er. Eftir næturgist-
ingu í Fimmvörðuskála er haldið
niður í Bása en af Bröttufönn er stór-
kostlegt útsýni inn á hálendið.
Á sunnudag kl. 10.30 er farin dags-
ferð í Brynjudal og Leggjabrjót.
Gengið er að hluta th um gamla þjóð-
leið sem lá th Þingvaha. Farið verður
frá Brynjudal og gengið undir
Botnssúlum yfir Leggjabrjót og end-
að við Svartagil.
Lagt verður af stað frá Skógafossi
Handbolti:
Önnur umferd
í Nissandeild
Önnur umferð Níssandeildarinn-
ar í handknattleik, 1. deild karla,
verður leikín á sunnudag og leik-
irnir þessir:
FH-KR...........kl. 20.00
UMFA-Selfoss....kl. 20.00
Víkingur-IR.....kl. 20.00
Stjarnan-KA.....ki. 20.00
Valur-Haukar....kl. 20.00
HK-ÍH...........kl. 20.30
Körfubolti:
Reykjavíkur
og Reykja-
nesmót
Á Reykjavíkurmótinu í körfu-
knattleik eru þrír leikir á sunnu-
dag. KR og Valur leika I meistara-
flokki kvenna klukkan 18 I Haga-
skóia. Klukkan 20 eigast sömu
félög við í meistaraflokki karla í
Austurbergi og strax á eftir eða
um klukkan 21.30 leíka Leíknir
og ÍR. Þá verður spilað I Reykja-
nesmótínu I körfuknattleik. Á
föstudag klukkan 20 leika UBK-
iBK I Digranesi. Á laugardag
klukkan 16 leika I Strandgötu í
Hafnarfirði UMFG-Haukar og á
sunnudag er stórleikur í Njarðvík
en þá taka heimamenn á móti
Grincivíkingum og hefst leikurinn
klukkan 20.
Golf:
Tvö opin
mót á laugar-
daginn
Annað styrktarmót GR verður
haldið á Grafarholtsvelli á laugar-
daginn. Leiknar verða 18 holur,
punktakeppni stabieford 7/8
forgjöf. Hjá golfklúbbum Keili í
Hafnarfirði verður haldið opið
golfmót á laugardaginn.
íslandsmót
í kumite
íslandsmótið i karate, kumite
hlutinn, fer fram í íþróttahúsi
Hagaskóla á laugardaginn og
hefst klukkan 14.20 en úrslit hefj-
ast klukkan 17. Keppnisgreinar
eru niu talsins og er keppt i karla-
og kvennaflokki.
Ferðafélagið:
Landmanna-
laugarog
Þórsmörk
Ferðafélag íslands stendur fyrir
dagsferð að Hrafntinnuskeri í til-
efni víglu nýs gistiskála. Lagt
verður af stað frá Umferðarmið-
stöðinni austanmegin og Mörk-
inni 6 kl. 8 á laugardagsmorgun.
Einnig stendur Ferðafélagið
fyrir helgarferð í Landmanna-
laugar og Jökulgil. Það liggur til
suðausturs frá Landmannalaug-
um upp undír Torfajökul. Jökul-
gil er rómaö fyrir litfegurð fjalla
sem að þvi líggja.
Ferðafélagið fer síðast en ekki
síst í haustlitaferð í Þórsmörk á
föstudagskvöld. Á sunnudag ki.
10.30 verður farið í dagsferð að
Sogi-Ölfusvatnsvík og Nesja-
völlum. Kl. 13 fer Ferðafélag ís-
lands í fjölskyldugöngu I Heið-
mörk.