Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1994, Qupperneq 4
20 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1994 Bestu fréttaljósmyndir ársins 1994 eru sýndar í Kringlunni. Kringlan: Fréttaljósmyndasýning '94 Sýningar Ásmundarsafn Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Ásmund Sveinsson og Kristin E. Hrafnsson sem ber yfir- skriftina „Hér getur allt gerst". Sýningin er opin alla daga frá 10-4 og mun standa til áramóta. Café Mílanó FaxafeniH Nú stendur yfir samsýning listkvenna frá Stúdíó Höfða. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9- 23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud., laugard. og sunnud. kl. 9-23.30. Eden Hveragerði Þar stendur yfir sýning Sigmars V. Vilhelmssonar á vatnslitamyndum og pennateikningum. Einnig sýnir Bragi Einarsson pennateikningar, vatnslita- myndir og kolateikningar af ýmsu þekktu fólki og Hvergerðingum. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Vesturíslenska listakonan Móa Romig Boylessýn- ir verk sín dagana 17. september til 2. október. Verk Móu eru mjög óvenjuleg og vinnur hún úr ýmsum efnum, t.d. tuskum, leir, pappa, tré o.fl. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 12-18 en frá 14-18 um helgar. Gallerí Ásmundarsal Freyjugötu 41 Laugardaginn 1. okt. opnar Árni Rúnar Sverrisson málverkasýningu. Á sýningunni eru stór olíumál- verk sem öll eru máluð á striga. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Gallerí Birgis Andréssonar Kristján Steingrímur Jónsson sýnir verk sín í Gall- eríi Birgis Andréssonar. Sýninguna kallar Kristján Steingrímur „Horfur". Sýning þessi er innsetn- ing/installation þar sem allt rými sýningarsalarins er nýtt sem ein heild. Sýningin er opin á fimmtu- dögum frá kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. Gall- erí Birgis er til húsa á Vesturgötu 20, á horni Vest- urgötu og Norðurstigs. Gallerí Borg Um helgina verður sýning á málverkum sem verða á uppboði 6. október. Sýningarsalurinn er opinn frá kl. 12-18. Gallerí einn einn Skóla vöröustíg 4a Laugardaginn 1. október kl. 16 opnar Gunnar M. Andrésson sýningu sem ber yfirskriftina „Gegnumlýsingar" og samanstendur af mynda- röðum sem unnar eru á röntgenfilmur. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 en henni lýkur fimmtudaginn 13. október. Gallerí Fold Laugavegi118d Laugardaginn 1. október opnar Ásgeir Smári Ein- arsson sýningu á olíumyndum. Sýninguna nefnir Ásgeir Smári „Danska daga". Á sama tíma er kynning á myndum Kristínar Arngrímsdóttur í kynningarhorni gallerísins. Opið daglega frá kl. 10- 18 nema sunnudaga frá kl. 14-18. Sýning- unni lýkur 16. október. Gallerí Greip Hverfisgötu 82 Laugardaginn 1. október kl. 16 veröur opnuð myndlistarsýningin „Salon 1994". Markmið sýn- ingarinnar er að skapa raunverulegt andrúmsioft á einfaldan hátt úr línum og litum en prúðbúnir sýningargestir munu slðan bæta sínu við og bera það út í haustið. Listamennirnir og -konurnar eru Birgir Andrésson, Húbert Nói Jóhannesson, Krist- inn E. Hrafnsson, Kristján Steingrímur Jónsson, Bjarni H. Þórarinsson, Jónas Sen, Georg Guðni .Hauksson, Haraldur Jónsson, Daníel Þ. Magnús- son, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Daöi Guöbjörnsson, Jón Óskar Hafsteinsson, Hulda Hákon, Sigurður Árni Sigurðsson, Tumi Magnússon, Steingrlmur Eyfjörð Kristmundsson, Rúrí, Svava Björnsdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Halldór Ásgeirsson, Kristján Guðmundsson, Hannes Lárusson og Anna Valsdóttir. Sýningin stendur frá 1. til 19. október og er opin daglega frákl. 14-18. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugar- daga kl. 11-14. Gallerí Regnbogans I Regnboganum er nú sýning á málverkum Egils Eðvarðssonar. Á sýningunni mun Egill sýna olíu- málverk úr myndröðinni Árstíðirnar. Galleríið verð- ur ávallt opið þegar kvikmyndasýningar standa yfir. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1 Þar stendur yfir 9. einkasýning Guðrúnar Gunnars- dóttur. Á sýningunni eru Þráðarverk, unnin úr vír og gúmmíi. Sýningin stendur til 5. október. Gallerí- ið er opið þriðjud.-laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18. Lokað mánudaga. Galterí Sólon íslandus Þar stendur yfir myndlistarsýning Thors Vilhjálms- sonar rithöfundar. Þar sýnir hann myndir, unnar með blandaðri tækni (vatnslitamyndir, krítarteikn- ingar og gvass) sem hann hefur unnið áð undanf- arin ár jafnframt ritstörfum. Sýningin stendur til 3. október og er opin alla daga frá kl. 11-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Eggert Pétursson sýnir í Galleríi Sævars Karls til 6. okt. Verkin á sýningunni eru máluð meö mörg- um lögum lita og olíu á striga. Þau eru unnin á undanförnum þremur árum. Sýningin er opin á verslunartímum á virkum dögum frá kl. 10-18. Hafnarborg Strandgötu 34 Þar stendur yfir myndlistarsýning Margrétar Þ. Jóelsdóttur sem kallast „Gluggað". Á sýningunni eru ollumálverk, vatnslitamyndir og pastelmyndir, auk frístandandi mynda en ekkert verkanna hefur áður verið sýnt opinberlega. Sýningin stendur til 10. október og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. i Sverrissal er sýning á vatnslita- myndum eftir Jóhannes Kjan/al. i kaffistofunni standa Dröfn Guömundsdóttir og Margrét Guð- mundsdóttir fyrir sýningu sem ber nafniö „Gler og grafik". Dröfn sýnir glerskúlptúra en Margrét grafíkmyndir. Margrét sýnir einnig videomynd sem er 15 mín. löng og valin hefur verið á ýmsar norr- ænar hátíðar. Myndin verður sýnd á sunnudögum kl. 16 meðan á sýningunni „Gler og grafík" stend- ur yfir. Kaffistofan er opin alla daga frá kl. 10-18. Kjarvalsstaðir Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Magnúsar Pálssonar. Magnús hefur um langt árabil verið í fremstu röö íslenskra framúrstefnulistamanna og einkum unnið skúlptúra, umhverfisverk og per- formansa. Sýningin er opin daglega og stendur til 23. október frá kl. 10—18. Kaffistofa Kjan/als- staða verður opin á sama tíma. I dag verður opnuð í Kringlunni ljósmyndasýningin World Press Photo ’94 sem er þekktasta sam- keppni í heiminum á sviði fréttaljós- myndunar. Sýningin, sem er bæði á 1. og 2. hæð Kringlunnar, stendur til 15. október. Níu manna dómnefnd velur verð- launamyndirnar og í ár verður sýn- ing á verðlaunamyndunum sett upp í um 70 borgum og 30 löndum. Veitt eru verðlaun fyrir þrjár bestu mynd- Akureyri: Feðgar fagna 40 ára sýningarafmæli Feðgarnir Kristinn G. Jóhannsson og Gunnar Kristinsson opna sýningu á nýjum verkum sínum í Listhúsinu Þingi á Akureyri á morgun. Fjörutíu ár eru síðan Kristinn sýndi fyrst málverk að Hótel Varð- borg á Akureyri og er sýningin nú m.a. sett upp af því tilefni. Gunnar stundar nám í Þýskalandi og er að sýna verk sín í fyrsta skipti. Á sýn- ingunni í Þingi sýnir hann þrjár ljós- myndaraðir en Kristinn sýnir olíu- málverk. Sýning þeirra feðga verður opin daglega kl. 16-19 en kl. 14-19 um helgar til sunnudagsins 16. október. Sænskir listamenn hjá Ófeigi Sýning sænsku listamannanna Irisar og Ulfs Liljeblad verður opnuð í dag kl. 17 í Listmunahúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Iris, sem er á tíræð- isaldri, er fyrrverandi tollfulltrúi. Á sýningunni verða einnig verk Ulfs, skúlptúrar úr tré og bronsi, svo og vatnslitamyndir, grafíkverk og teikningar. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 til 26. október. Hafsteinn Austmann í Norræna húsinu Núnastenduryfirsýningáverl1 m Hafsteins Austmanns í Norræna húsinu. Þar gefur að líta myndir unnar í olíu og vatnsliti og spanna þær 10 ára tímabil á hstferli lista- mannsins. Hafsteinn hefur haft myndlistina að aðalstarfi frá unga aldri og hefur haldið fjölmargar sýn- ingar heima og erlendis. Hann hefur verið kennari við Myndlista- og handíðaskólann um langt árabil. Þessi sýning, sem er sett upp í tilefni af sextugsafmæli Hafsteins, ætti að gefa glögga mynd af ferh hans þenn- an tíma. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 14-19 og henni lýkur 9. október. irnar í hverjum flokki, bæði fyrir myndaraðir og einstakar myndir. Sýningin er flokkuð í fréttaskot, fólk í fréttum, vísindi og tækni, daglegt líf, íþróttir, listir, náttúru og um- hverfi og almennar fréttir. Alls eru um 190 myndir. Fréttaljósmynd ársins var valin mynd sem kanadíski ljósmyndarinn Larry Toweh tók af drengjum á Gazasvæðinu með trébyssur á lofti. Sýningin er opin á afgreiöslutíma Á laugardag kl. 14 verður opnuð sýning á verkum Árna Rúnars Sverrissonar í Gallerí Ásmundarsal, Freyjugötu 41. Á sýningunni eru stór olíumálverk sem öll eru máluð á striga. Magnús Theodór Magnússon, Teddi, opnar sýningu í Ráðhúsi ReyKjavíkur á laugardag kl. 16. Sýn- ingunni lýkur 10. október. „Ég sýndi fyrst árið 1984 á slökkvi- stöðinni því ég er gamall brunavörð- ur og hef haldið átta sýningar. Við opnunina verður harmóníkuleikur og léttar veitingar," segir Teddi í samtali við DV. Tré er sá efniviður sem Teddi vinn- ur með. Sumt er innflutt með skipum, Kringlunnar sem er frá kl. 10-18.30 mánudaga til fimmtudaga, til kl. 19 á fóstudögum og til kl. 16 á laugar- dögum. Vakin er athygli á því að í vetur er verið að gera tilraun með að hafa opið í Kringlunni fyrsta sunnudag hvers mánaðar og nú um helgina er Kringluhelgi en þá er opiö í verslunum og veitingastöðum verslunarmiðstöðvarinnar frá kl. 13-17 á sunnudag. Sýningin ber yfirskriftina Hamráð sem merkir óvissa, vafri, innri bar- átta en það eru viðfangsefni Árna Rúnars. Sýningin er opin aha daga frá kl. 14-18. annað hefur flutt sig sjálft á öldum hafsins og loks rekið hér á land. Stoð- ir gömlu hafnarinnar í Reykjavík hafa einnig endað í vinnustofu Tedda og breytt þar um ásýnd. Teddi er víð- förull maður og á ferðum sínum um heiminn hefur hann gjaman tekið margs konar efnivið með sér heim. „Þetta eru verk úr stoöum gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Ég hegg og saga í þær og bý til form,“ segir Teddi. Sýningar Kringlan 30. september verður opnuð Ijósmyndasýningin World Press Photo '94 sem er þekktasta sam- keppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar. Sýningin er bæði á 1. og 2. hæð og er opin á afgreiðslutíma Kringlunnar sem er frá 10-18.30 mánudaga til fimmtudaga, til kl. 19 á föstudögum og til kl. 16 á laugardögum. Sýningin stendur til 15. október. Listgallerí Listhúsinu í Laugardal Þar stendur yfir útgáfusýning bókarinnar, „Lækna- bókin, heilsugæsla heimilanna". Listgalleriið er opið 10-18 virka daga, og 10-16 á laugardögum. Listasafn Akureyrar Laugardaginn 1. október kl. 16 opnar Sigurður Ámi Sigurósson sýningu á verkum sinum í öllum 3 sölum Listasafsins á Akureyri. Þar verða til sýn- is málverk, teikningar og módel af görðum. Sýn- ingin stendur til 2. nóvember. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14—18. Listasafn ASÍ Grensásvegi Laugardaginn 1. október kl. 15 opnar Valgerður Hafstað sýningu sína. Sýningin mun standa yfir í tvær vikur. Opið daglega kl. 14-19 nema mið- vikudaga. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyjugötu. Listasafn íslands i tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins stend- ur nú yfir sýningin i deiglunni 1930-1944, Frá alþingishátíð til lýðveldisstofnunar - islenskt menningarlíf á árunum 1930-1944. Sýningin mun standa yfir fram í október. Safnið er opið alla daga nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Kópavogs- Geröarsafn Hamraborg 4, Kópavogi, sími 44501 Kristin Þorkelsdóttir opnar sýningu á vatnslita- myndum laugardaginn 1. október kl. 14. Sýning- una nefnir Kristín Fjalladans. Kristín ferðast um landið í sumarbirtunni og málar landslagsmyndir sínar utandyra. Sýningin, sem er sölusýning, er opin alla daga frá kl* 12-18. Lokað mánudaga. Kaffistofan opin á sama tíma. Sýningunni lýkur 16. október. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 íslandsmerki og súlur Sigurjóns Ólafssonar heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um að ræða hátíðarsýningu í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis- ins. Sýningin mun standa til áramóta. Safnið er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Að- gangur að safninu er ókeypis. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Geröuberg 3-5, Reykjavik Þar stendur yfir sýning Ingu Svölu Þórsdóttur. Á sýningunni eru skúlptúrar og tilheyrandi textar, video, Ijósmyndir og teikningar. Sýningin er opin frá kl. 10—21 mánudag til fimmtudag og frá kl. 13- 17 föstudag til sunnudags. Sýningunni lýkur sunnudaginn 2. október. Sunnudaginn 2. október kl. 14 verður opnuð í Menningamiðstöðinni Gerðubergi yfirlitssýning sem ber yfirskriftina is- lenska einsöngslagið. Ásýningunni verða um 200 Ijósmyndir af tónskáldum og flytjendum islenskra einsöngslaga með skýringartextum. Einnig verða sýndar söngskrár, nótnahandrit, veggspjöld og aðrir munir sem segja sögu sönglífs á islandi frá því um miðja síðustu öld. Á sunnud. í okt. og nóv. verða íslenska einsöngslaginu gerð skil með fyrirlestrum, Ijóðasöng og hljóðfæraleik. Einnig sér Sverrir Guðjónsson söngvari um leiðsögn um sýn- inguna. Sýningin stendur til 1. desember. Mokkakaffi v/Skólavöröustig Þar stendur yfir sýning á verkum Jenny Holzer en hún er einn af virlustu listamönnum sam- tímans. Hluti sá sem er til sýnis á Mokka saman- stendur af 14 Ijósmyndum af skinni og á það hefur Jenny Holzer handritað texta en texti hefur verið aðalviðfangsefni hennar til þessa. Sýningin nefnist „Lostamorð" og fjallar um nauðganir á konum í Bosníu. Tilvitnanir sem ritaðar eru á hör- undið eru tilvitnanir í fórnarlömb, gerendur og áhorfendur/syrgjendur. Textann vann Jenny Holzer upp úr vitnisburðum og fréttum, skrifaði á skinn sem síðan var Ijósmyndað. Sýningin stendur yfir í mánuð. Opið er frá kl. 9.30-23.30 alla daga nema sunnudaga frá kl. 14-23.30. Messtofusafn Neströó, Seltjarnarnesi Sérsafn á sviði lækningaminja. i safninu eru sýnd- ar minjar sem tengjast sögu heilbrigðismála á is- landi frá miðri 18. öld og fram til okkar daga. Á tímabilinu 15. september 1994 til 14. mai 1995 verður ekki opið á neinum tilteknum tíma en safn- ið einungis opið samkvæmt umtali. Er þeim sem hafa áhuga á að skoða safnið bent á að hafa sam- band við skrifstofu þess í síma 611016. Nýlistasafnið v/Vatnsstig Þar stendur yfir sýning á verkum Ólafs Lárussonar myndlistamanns. i neðri sal vinnur hann innsetn- ingu og I efri sölum verða sýnd verk unnin í bland- aða tækni. Gestur í setustofu að þessu sinni er Arnfinnur R. Einarsson. Hann sýnir úrval mynd- banda og tölvuverk. Safnið er opið daglega frá 14- 18. Sýningarnar standa til 9. október. Norræna húsið Stendur yfir sýning Hafsteins Austmanns á olíu- málverkum og vatnslitamyndum. Til sýnis eru verk sem unnin voru á timabilinu frá 1984 til 1994. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19 og lýkur 9. október. i andyri Norræna hússins stendur yfir sýning á auglýsingaveggspjöldum af norrænum kvikmyndum. Veggspjöldin spanna 30 ára timabil norrænna kvikmyndaauglýsinga. Leiðin til lýðveldis Viðamikil samsýning Þjóðminjasafns og Þjóð- skjalasafns á munum, Ijósmyndum, skjölum, bún- ingum, vaxmyndum og mörgu öðru, sem tengist sögu sjálfstæðisbaráttunnar, frá dögum Fjölnis- manna 1830 til lýðveldishátíðar 1944, hefur veriö opnuö í Aðalstræti 6 - gamla Morgunblaðshús- inu. Sýningin mun standa til 1. desember. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sýningarsal- ur Þjóðminjasafnsins v/Suðurgötu verður lokaður til 1. október. Málverkin á sýningunni kveikja hugsanir um tengsl okkar við skaparann og stöðu okkar í sköpuninni. Hamráð í Gallerí Ásmundarsal Ráöhúsið: Trélistaverk Tedda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.