Alþýðublaðið - 25.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.08.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Steinolía fæst í Kaupfélaginu í Gamlabankanum Simi 1026. I. O. G. T. „Víking-ur" fundur á íöstud. kemur kiukkan 8V2. — Aríðandi mál á dagskrá. Allir mæti! — Æ. T. Von hefir alt til lifs- ins þarfa. Komið því þangað sem þið fáið nauðsynjar ykkar á sama stað, með sanngjörnu veiði Mikl- kr vörur fyririiggjandi. Aftur er komið góða og failega iýsið, nauðsynlegt fyrir eldri og yngri, sem þuria að fita sig; það gerir ungdóminn hraustan. Komið i Von og gerið kaup þar. Sími 448. Virðingarfylst. Gunnar S. Sigurðss. Versl. Hverfisg. 56 A. Nýkomið: Flugnayeiðarar. Sultu- tau í iausri vigt. Saumamaskínu olía og hin ágæta steikarfeiti, ódýrari en áður. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Alþýdubladid er ódýrasta, ijölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaup- ið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Ritstjóri og ábyrgðarmaðar: ólafur Friðriksson. Fientsmiðjan Gutenbere. Carlt Etiar: Æstin vaknar. morguninn, meðan sólin skein inn um gluggann, grá- þrösturinn söng á stráþakinu, og meðan hún rendi augunum yfir opin koffort og öskjur, sem geymdu skart- gripi þá, munaðarvörur og glingur, sem hún hafði safn- að saman á íerð sinni um höfuðborgir Evröpu, Þegar þessir vökudraumar höfðu þannig dvalið fyri.r henni nokkra stund, kallaði hún á kynblendingstúlkuna og lét hana klæða sig. Hún heyrði málróm Jakobs úti. Hún fór út að glugganum, tók hægt og gætilega upp ofurlítið horn af gluggaskýlunni og leit út. Þarna stóð hann með flaxandi hárið, berhálsaður og klæddur ís- lenzkri peysu gráröndóttri. Stóru sjóstígvélin sfn hafði, haDn hengt á snúru og var nú í ákafa að bera á þau svínafeiti. Elinoru hrilti við; þetta var hræðileg sjón. Hún slepti horninu og fór frá glugganum. Gengt þess- um beinharða veruleika hlaut sérhver draumsýn að hverfa. Lesley og dóttir hans eyddu öllum deginum í það, að koma sér fyrir 1 nýja bústaðnum; en þangað höfðu . helstu húsgögnin úr klefum yfirmanna skipsins verið flutt. Magdalena gat engu orði upp komið af undrun, þegar hún um kvöldið kom inn í herbergi Elinoru. Veggirnir, fátæklegu, voru klæddir persneskum silki- vefnaði og gólfið þakið ábreiðum, hægindum og kodd- um með ýmiskonar austurlenskum litum. Hitasvækja þrungin ilmi gaus á móti henni. I þessari hrúgu af hægindum og koddum lá Elinora og blaðaði í mynda- bók. Elinora, sem daginn áður hafði komið á móti henni í gamalli og óhreinni sjóúlpu Jakobs, og sem hafði orðið að gera sér föt hennar að góðu, var nú breytt orðið í dásamlega dýs, umvafin skýi, flos og silkis, mynd, tekin úr hinum austurlensku æfintýrum. Hið smágjörva, mjallhvíta andlit með áhyggulaUsa bros- ið og dökku sigursælu augun, og snjóhvítu liltu hénd- urnar, átti einmitt heima innan um þessa viðhöfn sem var daglegt brauð ungu stúlkunnar heima. í miðju herberginu lá kynblendingurinn í þjóðbúning sínum og glápti upp í loftið. Hún lá á skinni af ind- verskum tfgris og virtist úttroðni hausinn og gulu, tindrandi augun vera með lífi. Hvorug þeirra stóð á fætur, þegar Magdalena kom í dyrnar. Hún þorði ekki að koma inn. Elinóra rétti hendurnar < móti henni, brosti og sagði: „Hvf standið þér þarna? — Þér skoðið mig svo ná- kvæmlega. Hún Ayscha þarna vildi hafa þetta svona. Okkur leiddist og við vissum ekki hvernig við áttum að eyða ttmanum. Svo bjó hún mig upp á. — Komið þér nú hérna, elsku Magdalena! setjist þér hérna hjá mér, þá skal eg sýna yður alla þá skrítnu muni, sem eg kem með frá Indlandi." Ayscha klappaði lof 1 lófa, neyddi Magdalenu til þess að sitjast á gólfið og helti úr hverri öskjunni eftir aðra fyrir fætur hennar. Hún horfði á steinhissa. Fyrri hluta dagsins fór ferjan frá Sámsey með ensku yfirmennina og hásetana til Árósa. í tilefni af .því átti Lesley lávarður tal við dóttur sína um það, hvenær hún mundi tilbúin að fara úr eynni. Elinora var blíð og eftirlát, auðvitað vildi hún fara strax, ef faðir henn- ar vildi það; en hún þóttist bara viss um það, að hún mundi ekki ná lifandi til Englands, ef hún ekki hvíldi sig að minsta kosti neilan mánuð eftir öll þessi áföll. Þá var það mál útrætt, og 1 bráðina var ekki talað meira um ferðalagið. Lesley lávarður lét Pétur Bos fægja byssur sínar og tók að skjóta seli með Jakob á skerjunum þar í nánd. Hálfur mánuður leið, fremur tilbreytingarlítið. Þegar selirnir voru að velli lagðir, tók lávarðurinn til að fiska. Þegar vont var veður, var hann heima og fylti dagbók slna með upplýsingar um Ibúa og lifnaðarháttu á Sámsey Fiskimennirnir blessuðu ríka manninn, sem gekk um kota þeirra, eins og hann ætti þar heima, og sem brosti Æ! fintýrið eftir Jack London, er nú fullprentað á ágæt- an pappir með mynd höfundarins. Þetta er ein- hver allra skemtilegasta saga Londons, sem er meðal frægustu rithöfunda siðari ára. — Bókin er yfir zoo síður og kostar að eins 4 kr. send frítt hvert á land sem er gegn póstkröfu. Bók- hlöðuverð er 6 kr. Kaupendnr Alþýðublaðsins fá söguna fyrir kr. 8,60 Sendið pantanir sem fyrst til Alþýdublaðsins, Reykjavlk. Ath. Skrifið á pöntunina hjá hverjum þið kaupið Alþýðublaðið, ef þið kaupið það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.