Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Síða 4
20 FÖSTUDAGUR 21. OKTÖBER 1994 Sýningar Asmundarsafn Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Ásmund Sveinsson og Kristin E. Hrafnsson sem ber yfirskriftina „Hér getur allt gerst". Sýningin er opin alla daga kl. 10-4 og mun standa til áramóta. Café Mílanó Faxafeni11 Þar stendur yfir samsýning listakvenna frá Stúdíói Höfða. Sýningin stendurtil 29. októb- er og er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud. og laugard. og.kl. 9-23.30 sunnud. Eden Hveragerði Sigurður Jónsson frá Einarsstöðum sýnir málverk unnin í olíu og akrýl sem hann hefur málað síðustu ár. Um er að ræða marg kyns verk, t.d. landsllagsmyndir, portrettmyndir og götumyndir. Allar myndirnar eru til sölu. Sýn- ingin stendur til 31. október. Gallerí Álafoss Mosfellsbæ í gamla Álafoss-húsinu stendur yfir málverka- sýning Tolla. Sýningin mun standa til 29. október og er opin kl. 13-18. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvik Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axels- dóttur, Helgu Ármannsdóttur, Elínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdótturog Margrétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Borg Gunnar Örn sýnir í Galleríi Borg. Verkin eru öll til sölu. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og 14-18 um helgar en henni lýkur 30. október. Gallerí einn einn Skóla vörðustig 4a Þar stendur yfir grafíksýning Grétu Mjallar Bjarnadóttur. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og stendur til 27. október. Gallerí Fold Laugavegi118d Á morgun verður opnuð málverkasýning Hrings Jóhannessonar í Galleríi Fold. Þar verða sýndar 25 pastelmyndir. Opið daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Greip Hverfisgötu 82 Á morgun kl. 17 opnar Bjarni Hinriksson myndlistarsýningu. Sýningin ber yfirskriftina Myndasögur og maurakallar. Til sýnis verður myndasagan Vafamál og nokkrar yngri og eldri maurakallateikningar. Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11-14. Gallerí Regnbogans Þar stendur yfir sýning á málverkum Egils Eðvarðssonar. Egill sýnir olíumálverk úr mynd- röðinni Árstíðirnar. Galleríið er ávallt opið þegar kvikmyndasýningar standa yfir. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1 Þar stendur yfir sýning Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur á einþrykkjum. Sýningin stend- ur til 26. október. Galleríið er opið þriðjud- laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18. Lok- að mánudaga. Gallerí Sólon íslandus Þar stendur yfir sýning Önnu Jóhannsdóttur á olíumálverkum. Sýningin stendur til 24. október og er opin alla daga kl. 11-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Lind Völundardóttir er með sýningu á uppi- standandi myndverki. Sýningin stendur til 27. október og er opin á verslunartímum á virkum dögum kl. 10-18. Hafnarborg Strandgötu 34 Þar stendur yfir myndverkasýning Gísla Sig- urðssonar. Sýningin stendur til 31. október. i Sverrissal stendur yfir sýning Sæmundar Valdimarssonar sem ber yfirskriftina Skógar- menn. Sýningin stendur til 31. okt. Sýningar- salir eru opnir kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. Kaffistofan er opin kl. 11-18 virka daga og 12-18 um helgar. Kaffibarinn Ari í Ögri Ingólfsstræti Þar stendur nú yfir sýning Carls-Heinz Opol- ony á vatnslitamyndum. Myndirnar verða til sýnis næstu vikur og eru til sölu. Kjarvalsstaðir Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Magn- úsar Pálssonar. Sýningin er opin daglega kl. 10-18 og stendur til 23. október. Kaffistofa Kjarvalsstaða er opin á sama tíma. Listahúsið Þingi Hólabraut 13, Akureyri Á morgun kl. 16 verður opnuð sýning á verk- um Birgis Snæbjarnar Birgissonar. Á sýning- unni verða málverk auk bókverka. Sýning Birgis stendur til 30. október og er opin dag- lega kl. 14-18. Listgallerí Listhúsinu i Laugardai Þar stendur yfir útgáfusýning bókarinnar Læknabókin, heilsugæsla heimilanna. List- galleríið er opið 10-18 virka daga og 10-16 á laugardögum. Listasafn Akureyrar Sigurður Árni Sigurösson sýnir verk sín í öllum 3 sölum Listasafsins á Ákureyri. Sýningin stendur til 2. nóvember. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Listasafn ASÍ Grensásvegi Á morgun kl. 14 opnar Hringur Jóhannesson málverkasýningu. Þar verða sýnd 30 olíumál- verk. Sýningin er opin daglega kl. 14-19. Lokað miðvikudaga, síðasti sýningardagur er 6. nóvember. Listasafn Einars Jónssonar Njaröargötu, sími 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Höggmynda- garðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyjugötu. Sæmundur Valdimarsson sýnir i Sverrissal í Hafnarborg. DV-mynd GVA Tvær sýningar í Hafnarborg: Skógarmenn og Tíminn og hverfulleikinn Núna stendur yflr sýningin Skóg- armenn í Sverrissal í Hafnarborg. Á sýningunni eru 32 verk Sæmundar Valdimarssonar sem unnin eru í rekavið. Fyrir um fimmtán árum fór Sæmundur að setja saman myndir úr steinum og rekaviði. Þessi verk hans voru fyrst sýnd í Gallerí SÚM árið 1974, á sýningu á alþýðulist sem þar var haldin. Um svipað leyti hóf hann að vinna stærri skúlptúra úr rekaviöi. Sæmundur hélt sína fyrstu einkasýningu áriö 1983 en sýning hans í Hafnarborg nú er sú tólfta í röðinni, þar af ein í Ósló. Sæmundur hefur einnig tekið þátt í samsýning- um hér heima og í Hollandi. Sæmundur er fæddur árið 1918 á Krossi á Barðaströnd. Hann var bú- settur þar til fullorðinsára og stund- aði ýmis störf til sjós og lands sam- hliða bústörfum. í Hafnarborg stendur einnig yfir sýning á verkum Gísla Sigurðssonar. Sýnd eru 30 verk unnin með bland- aðri tækni en yfirskrift sýningarinn- ar er Tíminn og hverfulleikinn. Um það yrkisefni fjalla öll verkin á einn eða annan hátt og þau eru unnin á síðustu fjórum árum. Flestar myndannna eru unnar með olíulit á léreft en einnig notar Gísli blaðgull svo og samklippur úr papp- ír. Hann fylgir sýningunni úr hlaði með pisth í sýningarskrá þar sem hann útskýrir muninn á innhverfri og úthverfri myndhst. Sýningarsahr eru opnir frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Alda Armanna Sveinsdóttir sýnir verk sín í Garðabæ. AldaÁr- mannaí Garðabæ Núna stendur yfir málverkasýning í Sparisjóðnum í Garðabæ á verkum Öldu Ármönnu Sveinsdóttur. Á sýn- ingunni sýnir Alda ohuverk, meðal annars hluta af sýningunni Gyðjur í íslensku samfélagi og myndir sem eru unnar í framhaldi af því, mynd- unum fylgja ljóðrænir textar sem tengjast efni myndanna. Alda hefur haldið fjölda einkasýn- inga hérlendis og erlendis, auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga. Hún var með sýningu á Nordisk Forum í Finnlandi í haust, Gyðjur í íslensku samfélagi. Hún var einnig þátttak- andi fyrir íslands hönd í Kollektiv Intemational Maleri í Finnlandi 1.-6. ágúst síðastliðinn. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30-16 alla virka daga til 30. nóvember. Gallerí Greip: Myndasögurog maurakallar Bjarni Hinriksson opnar myndhst- arsýningu í Galleríi Greip að Hverf- isgötu 82 á laugardag kl. 17. Þetta er fyrsta einkasýning Bjarna en hann hefur tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ber yfirskriftina Myndasögur og maura- kallar. Til sýnis verður myndasagan Vafamál og nokkrar yngri og eldri maurakahateikningar. Vafamál er unnin eftir sögu Jóns Karls Helga- sonar sem aftur byggir á Vafþrúðnis- málum úr Eddukvæðum. Hinn forni texti er látinn halda sér og íléttaður inn í vilhgöngur tveggja drengja sem um leið eru sögumenn. Hringur Jóhannesson sýnir á tveim- ur stöðum um helgina. Hringur í ASÍ Hringur Jóhannesson opnar mál- verkasýningu í Listasafni ÁSÍ á laug- ardag kl. 14 en þar verða sýnd rúm- lega 30 olíumálverk. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19, lokað miðviku- daga. Sýningunni lýkur 6. nóvember. Einnig opnar hann. sýningu í Gallerí Fold á laugardag kl. 14.30. Sýningin er opin frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl. 14-18. Drengur með veiðistöng, eitt verka Birgis. Þing: Málverk og bókverk Sýning á málverkum og bókverk- um verður öpnuð í Listhúsinu Þingi, Hólabraut 13, Akureyri, á laugardag kl. 16 á verkum Birgis Snæbjarnar Birgissonar. Hann stundaði nám við Myndhstarskólann á Akureyri, Myndhsta- og handíöaskóla íslands, auk náms í Strasbourg í Frakklandi. Þetta er þriðja einkasýning Birgis en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur 30. október. Ólöf Nordal í Gerðubergi Núna stendur yfir sýning á verkum Ólafar Nordal í Menningarmiðstöð- inni í Gerðubergi. Á sýningunni, sem ber nafnið Sjálfsmyndir, eru skúlp- túrar og teikningar. Sýningin er opin frá kl. 10-21 mánudaga th fimmtu- daga og 13-17 föstudaga til sunnu- daga. Sýningunni lýkur6. nóvember. Sýningar Listasafn íslands Síðasta sýningarhelgi sýningarinnar i deigl- unni 1930-1944, frá alþingishátíð til lýðveld- isstofnunar - íslenskt menningarlíf á árunum 1930-1944. Safnið er opið alla daga nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Kópavogs- Gerðarsafn Hamraborg 4, Kópavogi, sími 44501 Á morgun kl. 14 opnar Ragnhildur Stefáns- dóttir sýningu á skúlptúrum. Sýningin er opin alla daga kl. 12-18 nema mánudaga og henni lýkur sunnudaginn 6. nóvember. Kaffistofan er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Islandsmerki og súlur Sigurjóns Ólafssonar heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um að ræða hátíðarsýningu í tilefni af 50 ára af- mæli lýðveldisins. Sýningin mun standa til áramóta. Safnið er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Gerðubergi 3-5, Reykjavík Þar stendur yfir myndlistarsýning Ólafar Nord- al. Á sýningunni, sem ber nafnið Sjálfsmynd- ir, eru skúlptúrar og teikningar. Sýningin er opin kl. 10-21 mánudaga-fimmtudaga og kl. 13-17 föstudaga-sunnudaga. Sýningunni lýkur 6. nóvember. Þar stendur einnig yfir yfir- litssýning sem ber yfirskriftina islenska ein- söngslagið. Á sunnud. í okt. og nóv. verða íslenska einsöngslaginu gerð skil með fyrir- lestrum, Ijóðasöng og hljóðfæraleik. Sýningin stendur til 1. desember. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi26 Á morgun kl. 15 opnar Ástríður H. Andersen málverkasýningu í sýningarsal Menningar- stofnunar Bandaríkjanna. Sýningin verður opin kl. 13-17 daglega og stendur til 5. nóv- ember. Mokkakaffi v/Skólavörðustig Þar stendur yfir sýning á verkum Jenny Holz- er en hún er einn af virtustu listamönnum samtímans. Hluti sá sem er til sýnis á Mokka samanstendur af 14 Ijósmyndum af skinni og á það hefur Jenny Holzer handritað texta en texti hefur verið aðalviðfangsefni hennar til þessa. Sýningin nefnist Lostamorð og fjallar um nauðganir á konum í Bosníu. Sýningin stendur yfir út október. Opið er kl. 9.30-23.30 alla daga nema sunnudaga kl. 14-23.30. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Sérsafn á sviði lækningaminja. i safninu eru sýndar minjar sem tengjast sögu heilbrigðis- mála á islandi frá miðri 18. öld og fram til okkar daga. Á tímabilinu 15. september 1994 til 14. maí 1995 verður ekki opið á neinum tilteknum tíma en safnið einungis opið sam- kvæmt umtali. Er þeim sem hafa áhuga á að skoða safnið bent á að hafa samband við skrifstofu þess í síma 611016. Nýlistasafnið v/Vatnsstig 3b Þar standa yfir 4 sýningar. Gerður Leifsdóttir sýnir í Setustofu Ijósmyndir og verk úr kros- sviði. Hreinn Friðfinnsson sýnir 1 verk, glerhill- ur með álímdum formum úr silfurpappír sem varpa frá sér Ijósi og skuggum. Ingileif Thorlacius sýnir 5 skúlptúra úr fatnaði og ýmsum búsáhöldum. Níels Hafstein og Har- aldur Níelsson sýna verk sem unnin eru und- ir áhrifum stríðsleikja, 10 metra langan út- saumaðan refil og samhangandi teikningar. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14-18. Þeim lýkur sunnudaginn 30. október. Norræna húsið Þar stendur yfir sýning á vefjarlist eftir dönsku listakonuna Ruth Malinowski. Á sýningunni eru veggteppi sem listakonan hefur unnið á þessu og síðastliðnu ári. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur 6. nóvember. Leiðin til lýðveldis Viðamikil samsýning Þjóðminjasafns og Þjóð- skjalasafns á munum, Ijósmyndum, skjölum, búningum, vaxmyndum og mörgu öðru, sem tengist sögu sjálfstæðisbaráttunnar frá dögum Fjölnismanna 1830 til lýðveldishátíðar 1944, er í Aðalstræti 6 - gamla Morgunblaðshúsinu. Sýningin mun standa til 1. desember. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sýning- arsalur Þjóðminjasafnsins v/Suðurgötu verður lokaður til 1. október. Portið Strandgötu 50, Hafnarfirði Á morgun lýkur sýningunni Stefnumót trúar og listar. Þar sýna 27 listamenn 30 verk sem unnin hafa verið sérstaklega af þessu tilefni. Sýningin er opin kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði, simi 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Safn Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti 74, sími 13644 Nú stendur yfir sýning á myndum sem Ás- grímur málaði á Þingvöllum. Sýningin mun standa fram í nóvember. Safnið er opið laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga kl. 13-17. Sparisjóðurinn í Garðabæ Garðatorgi 1 Þar stendur yfir sýning Öldu Ármönnu Sveins- dóttur myndlistarkonu. Myndirnar eru til sölu. Sýningin er opin á afgreiðslutima Sparisjóðs- ins kl. 8.30-16 alla virka daga til 30. nóvemb- er. Stöðlakot Við Bókhlöðustíg 6 Síðasta sýningarhelgi á listvefnaði eftir Ólöfu Einarsdóttur. Sýningin er opin alla daga vik- unnar kl. 14-18. Henni lýkur 23. október. Upplýsingamiðstöð ferðamála Akranesi Þar stendur yfir sýning Péturs Stefánssonar á teikningum. Sýningin stendurtil 3. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.