Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 Sýningar Ásmundarsafn Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Ásmund Sveinsson og Kristin E. Hrafnsson sem ber yfirskriftina „Hér getur allt gerst". Sýningin er opin alla daga kl. 10-4 og mun standa til áramóta. Café Mílanó FaxafeniH Þar stendur yfir myndlistarsýning Hildar Walt ersdóttur. Þema sýningarinnar er Afríka. Verk in eru að mestu unnin í olíu á striga en einn- ig eru verk unnin með kol á pappír. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud. og laugard. og kl. 9-23.30 sunnud. Eden Hveragerði Þar stendur yfir málverkasýning Elvars Þórðar sonar. Sýningin stendur yfir um óákveðinn tíma. Galleri Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axels- dóttur, Helgu Ármannsdóttur, Elínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdótturog Margrétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Borg Þar stendur yfir sýning á málverkum sem fara á málverkauppboð sunnudaginn 6. nóvemb- er. Sýningin er opin frá kl. 12-18. Gallerí einn einn Skóla vöröustig 4a Þar stendur yfir myndlistarsýning Ásgeirs Lár- ussonar. Á sýningunni eru sýndar innsetning- ar. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 til 11. nóvember. Gallerí Fold Laugavegi118d Síðasta sýningarhelgi á verkum Hrings Jó- hannessonar. Á sýningunni eru sýndar 25 pastelmyndir. Opið daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Greip Hverfisgötu 82 Þar stendur yfir myndlistarsýning Bjarna Hin- rikssonar. Sýningin ber yfirskriftina Mynda- sögur og maurakallar. Til sýnis er myndasagan Vafamál og nokkrar yngri og eldri maurakalla- teikningar. Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opiö alla daga kl. 11-18 nema laugardaga frá kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi Gallerí Regnbogans Þar stendur yfir sýning á málverkum Egils Eðvarðssonar. Egill sýnir olíumálverk úr mynd- röðinni Árstíðirnar. Galleríið er ávallt opið þegar kvikmyndasýningar standa yfir. Gallerí Úmbra Amtmannsstig 1 Þar stendur yfir sýning Höskuldar Harrýs Gylfasonar á dúkristum. Sýningin stendur til 16. nóvember. Galleríið er opiö þriðjud- laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18. Lok- að mánudaga. Gallerí Sólon íslandus Þar stendur yfir sýning Árna Vals Árnasonar á smámyndum. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 6. nóvember. Galleríið er opið alla daga frá kl. 11-18. Geysishúsið Á horni Aöalstrœtis og Vesturgötu Þar stendur yfir sýningin „Handverk og iðn- mennt". Sjö félög og stofnanir iðnaðarmanna, sem eiga stórafmæli á þessu ári, halda sameig- inlega sögusýningu og starfskynningu í tilefni þessara tímamóta. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 11-16. Götugrillið Borgarkringlunni Þar stendur yfir sýning Þórarins Blöndals á Ameríkumanni í París. Á sýningunni eru 4 verk, unnin í olíu á pappír. Verkin eru hugleið- ing um vatn, stíflur, vatnsleiðslur, rör, fossa o.fl. Sýningin er sölusýning og stendur til 10. nóvember. Hafnarborg Strandgötu 34 Á morgun kl. 14 verður opnuð samsýning sjö myndlistamanna. Þeir sem sýna eru: Bjarni Daníelsson, Björgvin S. Haraldsson, Edda Óskarsdóttir, Gunnlaugur S. Gíslason, Helga Júllusdóttir, Lísa K. Guðjónsddóttir og Pétur Bjarnason. Á sýningunni eru málverk, skúlp- túrar og grafík. Sýningin stendur til 21. nóv- ember. Opið alla daga frá kl. 12-18, lokað þriðjudaga. Kaff i 17 Laugavegi 91 Þar stendur yfir samsýning átta listamanna sem verslunin Smíðar og skart stendur fyrir. Sýningin samanstendur af myndum og verk- um unnin í smíðajárn, leir og gler. Sýningin er opin á verslunartíma frá kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16 á laugardögum. Kaffibarinn Ari í Ögri Ingólfsstræti Þar stendur yfir sýning Carls-Heinz Opolony á vatnslitamyndum. Myndirnar verða til sýnis næstu vikur og eru til sölu. Kjarvalsstaðir Á morgum kl. 16 verður formlega opnuð yfir- litssýning á verkum Errós undir yfirskriftinni „Gjöfin". Haustið 1989 færði Erró Reykjavík- urborg að gjöf stórfenglegt safn eigin lista- verka. Verkin eru alls um 2.700 talsins. Á þessari sýningu verður stór hluti gjafarinnar sýndur. Sýningin verður opin daglega til 4. desember frá kl. 10-18. Kaffistofan verður opin á sama tlma. Kringlan Á morgum verður opnuð sýning á átta gríðar- stórum verkum eftir Erró sem hann gerði á árunum 1955-1957. Verkin eru hluti af gjöf sem Erró gaf Reykjavíkurborg árið 1989. Sýn- ingin verður opin til 4. desember á afgreiðslu- tíma Kringlunnar. Listgallerí Listhúsinu í Laugardal Þar stendur yfir handverkasýning Bjargar Frið- riksdóttur. Á sýningunni eru saumaðar mynd- ir og bútasaumur. Sýningin stendur til 13. nóvember. Listgalleríiö er opið 10-18 virka daga og 10-16 um helgar. Listamaðurinn við nokkur verka sinna. DV-mynd GVA Erró á Kjarvalsstöðum - hefur gefíð Reykjavík um 2700 myndir „Það er mjög fín aðstaða hér, þetta er á heimsmælikvarða. Hér er allt svo vel skipulagt og menn taka vel til hendinni," segir listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, betur þekktur sem Erró. Á morgun verður opnuð á Kjar- valsstöðum sýning á hluta af þeim verkum sem Erró hefur fært Reykja- víkurborg að gjöf. Listamaðurinn gaf borginni um 2500 myndir fyrir rúm- um fimm árum og verður hluti þeirra sýndur eins og fyrr segir. Frá því að gjöfin var afhent hefur Erró verið stöðugt að færa borginni myndir aö gjöf og lætur nærri að þetta séu nú um 2700 verk sem listamaðurinn hef- ur gefið. Sýningin á Kjarvalsstöðum stend- ur til 4. desember en á næstunni verður einnig opnuð sýning á verk- um Errós á Akureyri. Gunnlaugur, Lísa, Pétur, Helga, Björgvin og Edda. Bjarni var fjarverandi. Nýlistasafnið: Sjónþing Bjama Sjónþing eftir Bjama H. Þórarins- son verður opnað í Nýlistasafninu á morgun. Þetta mun vera 7. sjónþing sinnar tegundar. Sjónþing er vett- vangur nýjunga í listum og vísind- um. Þingið spannar ýmsar nýjungar sem höfundur þess hefur verið að fást við og þróa sl. sjö ár. Elísabet Jökulsdóttir Sjö í sal í Hafnarborg áMokka A morgun verður opnuð samsýn- ing sjö myndlistarmanna í Hafnar- borg. Þeir sem sýna eru Bjarni Daníels- son, Björgvin Sigurgeir Haraldsson, Edda Oskarsdóttir, Gunnlaugur Stef- án Gíslason, Helga Júhusdóttir, Lísa K. Guðjónsdóttir og Pétur Bjarnason. Þessir myndlistarmenn hafa um ára- bil verið samstarfsmenn við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Á sýningunni eru málverk, skúlpt- úr og grafík. Olíu- og pastellitir Hrings Hringur Jóhannesson sýnir nú myndir sínar á tveimur stöðum - í Listasafni ASÍ við Grensásveg og í Gallerí Fold á Laugavegi 118d (gengiö inn frá Rauðarárstíg). Sýningunum lýkur um helgina. Hringur er tvímælalaust í fremstu röð núlifandi íslenskra myndlistar- manna. Verkin, sem hann sýnir nú, eru unnin á tveimur síðustu árum með og olíu- og pastellitum. Reyðarfjörður: MyndirÁs- geirs Smára Gallerí Fold heldur sýningu á myndum Ásgeirs Smára Einarssonar í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði um helgina. Ásgeir Smári, sem er fæddur í Reykjavík 1955, stundaði nám við Myndhsta- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám í Stuttgart í Þýska- landi. Hann er þekktur fyrir myndir sínar af mannlífi í borgum og bæjum. Ásgeir Smári hefur dvalist í Dan- mörku undanfarin ár og eru flestar myndirnar unnar þar. Listamaðurinn við eitt verka sinna. Sýningin verður opin á morgun frá kl. 10-18 og á sunnudaginn frá kl. 13-18. Sýning á verkum Ehsabetar Jök- ulsdóttur verður opnuð á Mokka á morgun. Elísabet er rithöfundur að upplagi en á þessari sýningu kveður. hins vegar viö nýjan og óvenjulegan tón í myndheimi listakonunnar. Inni á kaffihúsinu hefur Ehsabet komiö fyrir lifandi fiskabúrum sem hvert og eitt geymir vatnstæran og einfaldan heim úr huga hennar. Spænskur málari í Portinu Spænski málarinn Antonio Hervás Amezcua opnar sýninguna Straum- ar-Corriente í Portinu í Hafnarfiröi á morgun en sýningarverkin eru unnin á íslandi og Spáni. Amezcua er brautskráður frá Escuela de Artes Aplicadas y Oficios Artistioc 1978 og er lærður sem lista- kennari. Hann hefur haldið fjölmarg- ar einkasýningar í heimalandi sínu, Bandaríkjunum og ísrael. Sl. sumar dvaldi hann á íslandi í boði spænsku ræðismannsskrifstof- unnar. Amezcua ferðaðist um landið og hreifst af fegurð þess. Nú í sumar fékk hann tækifæri til að koma til landsins, að þessu sinni í boði List- amiöstöðvar Hafnarfjarðar í Straumi. Sýningar Listasafn Akureyrar Kaupvangsstræti 4 Á morgum verður opnuð útgáfusýning á 2. bindi Sögu Akureyrar. Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin frá kl. 14-18. Listasafn ASÍ Grensásvegi Málverkasýningu Hrings Jóhannessonar lýkur nú um helgina. Þar eru sýnd 30 olíumálverk. Sýningin er opin daglega kl. 14-19, lokað miðvikudaga. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, simi 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Höggmynda- garðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyjugötu. Listasafn islands Þar stendur yfir sýning á úrvali verka Ásgerð- ar Búadóttur. í verkum sínum túlkar Ásgerður kenndir sínar til landsins með svipuðum hætti og frumherjarnir í islenskri list og notar eigin- leika miðilsins til hins ýtrasta. Sýningin verður opin daglega nema mánudaga frá kl. 12-18 og stendur til 18. desember. Kaffistofa safns- ins er opin á sama tíma. Listasafn Kópavogs- Gerðarsafn Hamraborg 4, Kópavogi, sími 44501 Síðasta sýningarhelgi Ragnhildar Stefánsdótt- ur á skúlptúrum. Sýningin er opin alla daga kl. 12-18 nema mánudaga. Kaffistofan er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 islandsmerki og súlur Sigurjóns Ólafssonar heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um að ræða hátíðarsýningu í tilefni af 50 ára af- mæli lýðveldisins. Sýningin mun standa til áramóta. Safnið er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Listasafn Háskóla íslands i Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listmunahús Ófeigs Skólavöröustíg 5 Þar stendur yfir myndlistarsýning Ásgeirs Lár- ussonar. Sýnd eru oliuverk. Sýningin stendur til 13. nóvember og er opin frá kl. 10-18 virka daga og 11-16 laugardaga og 14-18 sunnu- daga. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Geröubergi 3-5, Reykjavík Þar stendur yfir myndlistarsýning Ólafar Nor- dal. Á sýningunni, sem ber nafnið Sjálfsmynd- ir, eru skúlptúrar og teikningar. Sýningin er opin kl. 10-21 mánudaga-fimmtudaga og kl. 13- 17 föstudaga-sunnudaga. Sýningunni lýkur 6. nóvember. Þar stendur einnig yfir yfir- litssýning sem ber yfirskriftina Islenskg ein- söngslagið. Á sunnud. í okt. og nóv. verða íslenska einsöngslaginu gerð skil með fyrir- lestrum, Ijóðasöng og hljóðfæraleik. Sýningin stendur til 1. desember. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi26 Ástríður H. Andersen sýnir málverk í sýningar- sal Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Sýn- ingin er opin frá kl. 13-17 daglega og stend- ur til 5. nóvember. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Á morgum verður opnuð sýning á verkum eftir Elísabetu Jökulsdóttir. Á sýningunni þýð- ir Elísabet hugsun sina yfir í áþreifanleg efni og hluti úr hversdagslífinu. Sýningin stendur yfir í einn mánuð. Opið er kl. 9.30-23.30 alla daga nema sunnudaga kl. 14-23.30. Messtofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Sérsafn á sviði lækningaminja. Í safninu eru sýndar minjar sem tengjast sögu heilbrigðis- mála á islandi frá miðri 18. öld og fram til okkar daga. Á tímabilinu 15. september 1994 til 14. maí 1995 verður ekki opið á neinum tilteknum tíma en safnið einungis opið sam- kvæmt umtali. Er þeim sem hafa áhuga á að skoða safnið bent á að hafa samband við skrifstofu þess í síma 611016. Nýlistasafnið v/Vatnsstig 3b Á morgum kl. 16 verður opnað í Nýlistasafn- inu sjónþing eftir Bjarna H. Þórarinsson. Sjón- þing er vettvangur nýjunga í listum og vísind- um. Sjónþingið stendur öllum opið á sýning- artíma safnsins dagana 5.-20. nóvember. Gestur í Setustofu að þessu sinni er Erling Klingenberg. Sýningarnar eru ópnar daglega frá kl. 14-18 á sýningartíma og þeim lýkur sunnudaginn 20. nóvember. Norræna húsið Síðasta sýningarhelgi á vefjarlist eftir dönsku listakonuna Ruth Malinowski. Á sýningunni eru veggteppi sem listakonan hefur unnið á þessu og síðastliðnu ári. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur 6. nóvember. Leiðintil lýóveldis Viðamikil samsýning Þjóðminjasafns og Þjóö- skjalasafns á munum, Ijósmyndum, skjölum, búningum, vaxmyndum og mörgu öðru, sem tengist sögu sjálfstæðisbaráttunnarfrá dögum Fjölnismanna 1830 til lýðveldishátíðar 1944, er í Aðalstræti 6 -gamla Morgunblaðshúsinu. Sýningin mun standa til 1. desember. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Portið Strandgata 50, Hafnarfjöröur Spænski málarinn Antonio Hervás Amezcya onar sýninguna Straumar - Corriente laugar- daginn 5. nóvember kl. 14. Sýningin stendur til 20. nóvember, og er opin daglega frá kl. 14- 18, nema þriðjudaga. Sýningarverkin eru unnin á Íslandi og Spáni. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði, sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Safn Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti 74, simi 13644 Nú stendur yfir sýning á myndum sem Ás- grímur málaði á Þingvöllum. Sýningin mun standa fram í nóvember. Safnið er opið laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.