Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 5
21
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994
Fallhlífarstökk
ogfjallabjörgxm
Flugbjörgunarsveitin í Reykja-
vík verður með fiallabjörgunar-
sýningu á Kjörgarðshúsina við
Laugaveg á morgun kl. 13.30-16
og fallhlífarhópur sveitarinnar
verður með fallhlífarstökkssýn-
ingu í Hljómskálagarðinum kl.
13.30 sama dag.
Þá verður fullkomnasti íjar-
skiptabíll landsins og snjóbíll
sveitarirmar til sýnis á Laugaveg-
inum. Jafnframt verða félagar
sveítarinnar með tannbursta-
sölu.
Íslandsmótí
hársnyrtiiðn
íslandsmeistaramótiö í hár-
snyrtiiðn verður haldið á Hótel
Loftleiðum á sunnudaginn og
hefst keppni kl. 10 f.h. Keppt
verður í hárskurði og hárgreiðslu
ásamt parakeppni og hugarflugi
en í því síðastnefnda er um að
ræða samstarf hárgreiðslu og
fórðunar. Keppendur verða á
fjórða tug. Jafhframt verða tísku-
sýningar og hárgreiðslusýning.
BasarHús-
mæðrafélagsins
Húsmæörafélag Reykjavíkur
heldur sinn árlega basar að Hall-
veigarstöðum við Tungötu á
sunnudaginn. Að venju er mikið
úrval af alls konar handavinnu
en allur ágóði af sölu basarmuna
fer til Hknarmála. Basarinn hefst
kl. 14.
Málverkaupp-
boðáHótelSögu
Galierí Borg heldur málverka-
uppboð á Hótel Sögu á sunnudag-
inn og hefst það kl. 20.30. Boðin
verða um 80 verk, flest eftir
gömlu meistarana. Uppboðsverk-
in verða til sýnis í Gallerí Borg
við Austurvöll fram til kl. 18 á
sunnudag.
MálþingíViðey
í tilefni af ártíð (200) Skúla
Magnússonar landfógeta efnir
Reykjavíkurborg til málþings í
Viðeyjarstofu á morgun. Farið
verður úr Sundahöfn kl. 9.30 en
málþinginu lýkur kl. 17. Forseti
borgarstjómar, Guðrún Ágústs-
dóttir, stjómar málþinginu en
henni tii aðstoðar verður sr. Þór-
ir Stephensen, staðarhaldari í
Viðey.
Tónlistardagar
Dómkirkjimnar
Dómkórinn heldur tónleika í
Háteigskirkju á morgun kl. 17 en
þar verða flutt tvö verk eftir Petr
Eben. Á sunnudag veröur allra-
heilagramessa í Dómkirkjunni
kl. 11 þar sem Kammerkór kirkj-
unnar syngur. Sama dag kl. 17
leikur Petr Eben á orgelið í Hall-
grímskirkju.
ElfarGuðni
íEden
í Eden í Hveragerði stendur nú
yfir sýning á verkum Elfars
Guðna. Á sýningunni, sem lýkur
4. desember, em 44 myndir.
Kvermakórinn í
Hveragerðis-
kirkju
Áskriftartónleikar Tónlistarfé-
lags Hveragerðis og Ölfuss verða
haldnir í Hveragerðiskirkju kl.
17 á sunnudaginn. Kvennakór
Reykjavíkur kemur þar fram.
Mannlífið verður væntanlega iðandi á Laugaveginum á morgun.
Langur laugardagur
- með tilheyrandi uppákomum
Á morgun verður svokallaður
„langur laugardagur" sem kaup-
menn við Laugaveg og Bankastræti
standa að. Þessi dagur er ávallt fyrsta
laugardag hvers mánaðar og nú er
að sjálfsögðu ekki brugðið út af van-
anum.
Hagkaup, Kjörgarði, býður upp á
harmoníkuleik og glímusýningu og
skyr verður selt á gamlan máta úr
trogi eftir hádegið. Þá verður
Bangsaleikurinn í gangi en verslanir
og veitingahús verða með tilboð í til-
efni dagsins.
Hljómsveitin Lipstick Lovers
skemmtir vegfarendum á milli kl. 14
og 16 fyrir utan veitingahúsið Tvo
vini og Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík kemur í heimsókn og sýn-
ir búnað sinn eins og greint er frá
annars staðar á síðunni.
Leikfélag Selfoss:
Beðið eftir Godot
Við bíðum eftir Godot verður
frumsýnt hjá Leikfélagi Selfoss á
sunnudaginn. Leikritið er eftir
Samuel Beckett en leikstjóri er Ey-
vindur Erlendsson sem einnig gerði
leikmynd og þýddi verkið.
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Skagaleikflokkurinn frumsýnir
leikritið Mark eftir Skagamanninn
Bjarna Jónsson í Bíóhöllinni í kvöld
og eru ráðgerðar flmm sýningar á
verkinu. Leikritið er frumraun
Bjarna sem leikskálds. Mark fjallar
um ungt fólk og þátttakendur í sýn-
ingunni eru íjölmargir. Leikstjóri er
Fimm leikarar taka þátt í sýning-
unni. Þeir eru Sigurgeir Hilmar Frið-
þjófsson, Steindór Gestsson, Guðjón
Björnsson, Davið Kristjánsson og
Magnús Eyjólfsson.
Sigrún Valbergsdóttir.
Ungt fólk er í aðalhlutverkum í
Marki. Verkið snýst að miklu leyti
um ástir knattspyrnuþjálfara og þótt
höfundurinn telji að verkið geti gerst
hvar sem er hefur það sterk tengsl
við Akranes. Verkið er ekki gaman-
leikur en höfundurinn lofar skemmt-
un engu að síður.
Tónleikar í
Hafnarborg
Ingunn Ósk Sturludóttir mezzósópr-
an og Guðrún Anna Tómasdóttir
píanóleikari halda tónleika í Hafnar-
borg á sunnudaginn kl. 20.30. Á efn-
isskránni eru m.a. verk eftir Brahms,
Edward Grieg og Atla Heimi Sveins-
son.
Bíóhöllin á Akranesi:
Mark á Skaganum
í sýningunni er stuðst við leikdæmi.
Boðið í leikhús með Brynju og Erlingi
í Kafflleikhúsinu er nú verið að
sýna „Boðið í leikhús með Brynju
og Erlingi". Um er að ræða sérstaka
kvöldstund þar sem fjallað verður
um sýninguna á leikritinu Dags hríð-
ar spor sem fyrst var frumflutt í Þjóð-
leikhúskjallaranum 1980.
Leikstjórarnir Brynja Benedikts-
dóttir og Erlingur Gíslason'munu
segja frá verkinu með leikdæmum
en höfundurinn, Valgarður Egilsson,
læknir og skáld, ásamt Þóri Stein-
grímssyni mun taka þátt í leik og
frásögn.
Þjóðleikhúsið
Stóra sviðið
Gauragangur
föstudag kl. 20.00
Gaukshreiðrið
laugardagkl. 20.00
Snædrottningin
sunnudag kl. 14.00
Lítiasviðið
Dóttir Lúsifers •
laugardag kl. 20.30
Smíðaverkstæðið
Sannar sögur af sálarlífi systra
laugardag kl. 20.00
sunnudagkl. 20.00
Borgarleikhúsíð
Stóra sviðið:
Leynimelur 13
laugardag kl. 20.00
Hvað um Leonardo?
föstudag kl. 20.00
sunnudagkl. 20
Litla sviðið
Óskin
föstudagkl. 20.00
laugardag kl. 20.00
íslenska óperan
Hárið
föstudag kl. 24.00
laugardag kl. 24.00
Tjarnarbió
Sannurvestri
föstudag kl. 20.30
Leikfélag Akureyrar
Karamellukvömin
laugardag kl. 14.00
BarPar
föstudagkl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Frú Emilia
Kirsuberjagarðurinn
laugardag kl. 20.00
sunnudagkl. 20.00
Kaffileikhúsið
Boðið í teikhús meö Brynju og Erlingi
föstudagk!.21.00
Eitthvað ósagt
laugardag kl. 21.00
Nemendaleikhúsið
Trúðar
laugardagkl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
Leikféiag Dalvíkur
Land mins föður
fóstudag kl.21.00
laugardag kl. 21.00
Skagaleikflokkurinn
Mark
föstudagkl. 20.30
sunnudagkl. 15.00
Síðustu verk
Kristins
Opnuð hefur verið sýning á verk-
um Kristins Péturssonar í sýningar-
salnum Önnur hæð að Laugavegi 37.
Um er að ræða málverk á striga,
merkt 1979, og eru þau því í hópi síð-
ustu verka listamannsins.
Fæst þeirra hafa verið til sýnis
áður. Þau eru mjög persónuleg og að
mörgu leyti framsækin. Kristinn var
fæddur 1896 en hann lést fyrir þrett-
án árum.
Karlakvart-
ettinn
Út í vorið
Karlakvartettinn Út í vorið heldur
tvenna tónleika á Vesturlandi um
þessa helgi. í kvöld í Dalabúð í Búð-
ardal kl. 20.30 og á morgun í Stykkis-
hólmskirkju kl. 17.
Efnisskráin mótast mjög af þeirri
hefð sem ríkti meðal íslenskra karla-
kvartetta fyrr á öldinni og hefur helst
verið sótt í sjóði Leikbræðra og MA-
kvartettsins.