Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 Háskólabíó: Þrír litir: Hvítur Verk Kieslowskis hafa fengið ótal viðurkenningar. Atriði úr Þrir litir: Hvítur. Háskólabíó frumsýnir í dag kvik- myndina Þrír litir: Hvítur en hún er önnur myndin í þríleik pólska leik- stjórans Krysztofs Kieslowskis. Hann sækir heiti myndanna í htina þrjá í franska fánanum, bláan, hvít- an og rauðan, en litirnir eru tákn hugsjóna frönsku byltingarinnar; frelsis, jafnréttis og bræðralags. Hvítur táknar jafnrétti og í mynd- inni kynnumst við Karol, pólskum hárgreiðslumeistara sem er giftur hinni gullfallegu, frönsku Dom- inique, sem Juhe Delpy leikur. Þau búa í París en Karol hefur aldrei náð að festa rætur þar og sálarlífið er svo aumt að hann er ófær um að gagnast eiginkonunni. Hún fjarlægist hann og heimtar skilnað sökum þess að hann geti ekki fullkomnað hjóna- band þeirra. í dómsalnum frnnur Karol mjög til vanmáttar síns þar sem franskan er honum ekki töm og vörn hans verður klén. Karol flýr á kostulegan hátt aftur th Póhands þar sem mafíustarfsemi og svartamarkaðsbrask er allsráð- andi. Hann nær þar á kostulegan hátt að byggja upp viðskiptaveldi en undir niðri krauma sárindi gagnvart eiginkonunni og hann hyggur á hefndir. Vígstöðvarnar velur hann sjálfur sem og vopnin en spurningin er hvort hefnd leiði til jafnréttis. Þrír htir: Hvítur þykir sýna nýja og gamansama hhð á Kieslowski þar sem hann leikur sér á kómískan hátt að þeim frumstæða kapítalisma sem ríkir í austantjaldslöndunum þar sem skrýtnustu fuglar verða stór- kapítahstar á skjótum tíma. En eins og alltaf hjá Kieslowski er rómantík- in aldrei langt undan og áhorfendur þekkja eflaust þá undiröldu sem ein- kennir ahar myndir hans. Þríleikur Kieslowskis hefur verið margverðlaunaður á kvikmyndahá- tíðum en í þessum mánuði verður í Háskólabíói, á vegum Hreyfimynda- félagsins, boðið upp á sýningar á fyrri verkum hans. Mary Stuart Masterson, Andie MacDoweli og Madeleine Stowe í hlutverkum sínum. Potjomkin í MÍR Kvikmynd Sergeis Eisenteins frá árinu 1925, Beitiskipið Potjomkin, verður sýnd í bíósal MÍR í.sunnu- daginn. Þetta er ein frægasta kvikmynd allra tíma og á heimssýningunni í Brussel 1958 útnefndu 117 kvik- myndagagnrýnendur, frá fjölmörg- um löndum, hana bestu kvikmynd sem gerð heíöi verið th þess tíma. í myndinni er fjallað um uppreisn sjóhða á beitiskipinu Potjomkin fursta af Tavríu árið 1905. Saltkrákan í Norræna húsinu Á sunnudaginn verða sýndir í Norræna húsinu þrír sænskir þættir um lífið á Saltkrákunni. Sól, skemmtheg ævintýri og uppá- tæki einkennir lífið á eyjunni Salt- kráku í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þar eyðir Melkersonfjöl- skyldan sumarfríunum sínum. Þar er alltaf líf og fjör og krakkarnir eyða tímanum m.a. í að róa á prömmum og fara í ahs kyns ævintýraleiðangra. Sambíóin: Villtar stelpur Drew Barrymore leikur vændiskonu sem er á flótta undan réttvísinni. Sambíóin hafa tekiö til sýninga vestrann Bad Girls eða Villtar stelp- ur eins og hann heitir á íslensku. Með aðalhlutverkin fara fjórar þekktar kvenstjörnur, þær Andie MacDoweh (Four Weddings and a Funeral), Mary Stuart Masterson (Fried Green Tomatoes), Madeleine Stowe (Blink) og Drew Barrymore (Poison Ivy). Myndin gerist í villta vestrinu á 19. öld og segir frá fjórum ungum konum sem vegna bágra aðstæðna neyðast til að stunda vændi. Þegar ein þeirra lendir svo í vandræðum með „kúnna“ er henni ætlaöur staður í gálganum. Þetta sætta starfsfélagar hennar sig ekki við og koma th bjarg- ar á elleftu stundu. Flóttinn er hafinn og nú eru þær orðnar útlagar í heimi karlmanna. Saman lenda þær í ótrú- legustu ævintýrum, bankaráni, skot- bardögum og æshegum eltingaleikj- um - ávallt í leit að betra lífi en um leið á flótta undan því gamla. Leikstjóri myndarinnar er Jon- athan Kaplan, sá hinn sami og gerði m.a. The Accused, Love Field, Unlawful Entry og Immediate Fam- ily- Myndin er einnig sýnd í Nýja bíói í Keflavík um helgina. Hreyfimyndafélagið sýnir Hárið Hreyfimyndafélagið sýnir um helgina kvikmyndina Hárið sem byggð er á söngleiknum vinsæla sem sýndur hefur verið við miklar vin- sældir hér á landi í sumar. Kvikmyndaútfærslan á hippasöng- leiknum vinsæla, Hárinu, var gerð árið 1979 eða um áratug eftir að söng- leikurinn haföi gert aht vitlaust á Broadway. Aðalsöguhetjan i Skýjahöllinni, sem sýnd er i Sambíóunum, grípur til þess ráðs að selja DV til þess að verða sér úti um peninga. Önnur islensk kvik- mynd, sem sýnd er í bíóhúsunum þessa dagana, er Bíódagar Friðriks Þórs Friðrikssonar í Stjörnubíói. Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími 11384 I blíðu og stríðu *★ Áfengisvandamál og upplausn fjöl- skyldu i dramatiskri kvikmynd sem ekki fer almennilega af stað fyrr en eftir meðferð. Gott að hafa vasaklútinn viðhöndina. -HK Fæddir morðingjar ★★ Amerískir fjölmiðlar og ofbeldisdýrkun og Oliver Stone á útopnu: Skotið yfir markið. -GB Speed ★★ Ögnarhraðskreið mynd um fífldjarfa löggu í baráttu við geðbilaðan sprengjufíkil. Ágætskemmtun. -GB Umbjóðandtnn ★★★ Góð spennumynd eftir skáldsögu Johns Grishams. Aldrei þessu vant er myndin betri en bókin. Susan Saran- don og Tommy Lee Jones sýna bæði stórleik. -HK BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Forrest Gump ★★★ Einstaklega Ijúf og mannleg kvikmynd sem lætur engan ósnortin. Undraverð- ar tæknibrellur sem heilla og stórleikur Toms Hanks er það sem hæst ber. Einnigsýnd í Háskólabíói -HK Sannar lygar ★★ 14 Risa-mynd frá Cameron og Co sem stenst ekki samanburð við fyrri myndir hans vegna ómerkilegrar sögu. Er samt ágætis skemmtun með mikilfengleg- um hasaratriðum og góðum húmor inn á milli. Einnig sýnd í Háskólabíói. -GE SAGA-BÍÓ Simi 78900 Skýjahöllin ★★14 Nýjasta íslenska kvikmyndin er um ævintýri Emils og Skunda. Einföld og öll á hægum nótum en er hin besta skemmtun fyrir fjölskylduna, sérstak- lega þó börnin. -HK HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 IVIæturvörðurinn ★★★ Framúrskarandi danskur gæðahúð- artryllir um ævintýri næturvarðar í lík- húsi. -GB Bein ógnun ★★14 Harrison Ford berst gegn óvinum am- erísks lýðræðis, utanlands og innan, i sannkallaðristórmynd. -GB Isabelle Eberhart ★ Óspennandi mynd um spennandi ævi franskrar kvenútgáfu af Arabiu-Lárusi. -GB Fjögur brúðkaup ★★★ Breskur húmor eins og hann getur bestur orðið í bráðskemmtilegri kvik- mynd með rómatísku yfirbragði. Kvik- mynd sem kemur öllum i gott skap.-HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Gríman ★★★ Snilldarbrellur sem samlagast skemmtilegum tilburðum hjá Jim Car- ey gera Grímuna nánast að leikinni teiknimynd. Góð skemmtun fyrir alla. Flóttinn frá Absolom "HJr Slök framtíðarmynd um líf í leynilegri fanganýlendu og átök tveggja fanga- hópa. Einnig sýnd i Stjörnubíói. -GB REGNBOGINN Sími 19000 Reyfari ★★ !4 Töff og smart Tarantino um undir- heimalýð í Los Angeles, iskalt en ekki nógugott. -GB Lilli er týndur ★★ Bráðfjörug mynd um hrakfarir þriggja bófa sem ræna níu mánaða gömlum snáða. Teiknimynd með lifandi fólki. -GB IMeyðarúrræði *'4 Yfirdrifin uppfærsla á ástarsögu sem ekki á að taka alvarlega en er þrátt fyrir það of klisjukennd og ósannfær- andi. -GE Allir heimsins morgnar ★★★ Heillandi. dramatísk kvikmynd um sannan tónlistarmann, sorg hans, sköpunargleði og skapbresti sem láta engan ósnortinn. Mynd sem sameinar áhugaátónlistogkvikmyndum. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi 16500 Það gæti hent þig ★★ Þægileg og átakalaus skemmtun um lottóvinningshafa sem gefur gengil- beinu helminginn. Góðir leikarar kom- ast ágætlega frá þunnri sögu. -HK Úlfur ★★'4 Vel gerð og leikin mynd um forleggj- ara sem þreytist í úlf en herslumuninn vantar. -GB Bíódagar ★★★ Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og mannlega kvikmynd um æskuár ungs drengs i Reykjavík og í sveit. Sviðs- mynd einstaklega vel heppnuð. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.