Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 2
24 Bflar i \ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Ný Skoda Felicia frumkyimt í Prag: Teikning Bertones snotruð til Þótt kommúnismanum heföi veriö hrundið og nýir tímar gengið í garö hjá Skoda, eins og í Tékklandi al- mennt, þótti ekki ástæöa til að hverfa að öllu leyti frá grunnteikningu Ber- tones. Ákveðið var að snotra hana aðeins til og færa hana að kröfum tímans, útlitslega og tæknilega. Nið- urstaðan er Felicia, bíll sem er fjór- úm sentímetrum lengri og 1,5 sentí- metrum breiðari, nútímalegur bíll sem þó minnir í útliti að mörgu leyti á Favoritbílinn sem hann leysir af hólmi. Það fyrsta sem vakti athygli undir- ritaðs á kynningunni austur í Prag var hve fallegt handbragð er á þess- um bíl. Öll bil, svo sem milli vélar- hlífar og bretta og kringum hurðir, eru jöfn og lagleg, eins og maður á að venjast á bílum vestrænna fram- leiðenda en austurevrópsku fram- leiðendunum hefur ekki þótt svo nauið síðustu áratugina. Lakkáferð- in er áberandi góð. Felgurnar á þess- um nýja Skoda eru býsna laglegar, Skoda Automobiloya a.s. kynnti nú um mánaðamótin nýjan bíl. Þessi nýi bíll heitir Skoda Felicia og leysir af hólmi Skoda FavoritForman-bílana sem íslendingar þekkja. Þó að kynningin væri stutt er óhætt að fullyrða að með þessum nýja bíl hafa Skodaverksmiðjumar tekiö stökk inn í nútíðina og eru komnar með bíl sem keppir á jafnréttisgrund- velli við helstu merki í minni milli- stærðarflokki. Þetta er ekki bara Skoda, þetta er Volkswagen Skoda. Sem varla er að undra: í desember 1991 eignaðist Volkswagen 31% hlut í Skodaverksmiðjunum og bætti þar með Skodamerkinu við þau þrjú sem fyrir voru í Volkswagen-samsteyp- unni, sem auk VW eru Audi og Seat. Þetta var aðeins fyrsta skrefið; í næstu tveimur skrefum auka Volkswagenmenn hlutdeild sína upp í 70% hlut í Skoda Automobilova en tékkneska ríkisstjórnin 30%, og þannig er meiningin að þetta verði frá og með 1996. Markmiðið: að kom- ast í fremstu röð Undirbúningur að Skoda Felicia var kominn af stað þegar kaupin við Skoda Felicia nokkrartölur: Vél: 4 strokka vatnskæid, þver- stæð framan í. 1289 cc, 40/55 kw/hö eða 50/68 kw/hö, 94 Nra v. 3250 sn.mín. eða 100 Nra v. 3750 sn.mín. Rafeindastýrð einspíssa innspýting, Bosch-Monomo- tronic, tölvustýrö rafeinda- kveikja. Minni vélin notar 92 okt- ana bensín en sú stærri 95 okt- ana. Meðaleyðsla samkvæmt meginlandsstaðli 7,1 1 á 100 km fyrir minni vélina, 6,9 fyrir stærri vélina. Fimm gíra kassi, handskiptur; sjálfskipting væntanleg síðar. Lengd-breidd-hæð: 3855-1635- 1415 mm. Hjólhaf, milli fram- og afturása: 2450 mm. Ytra beygjuþvermál: 10,5 m. Eigin þyngd: 920/930 kg. Farangursrými: 2721 með aftur- sætin uppi, 967 1 með aftursæti niðurlögö. Umboð: Jöfur hf. Gabriel höggdeyfar fyrir fólksbila, jeppa og vörubíla Ath. útvegum verkstæðispláss Verslið hjá fagmönnum - hagstætt verð QSvarahlutir HAMARSHÖFÐA1 • 67 67 44 Skottið opnast vel, bæði upp og niður, og er auðvelt að athafna sig við það. Hlerinn er opnanlegur með lykli innan frá eða með fjarstýringu við ökumannssæti. Volkswagen voru gerð. Aður hafði VW látið Skoda í té nokkra tækni- þekkingu og lánað sérfróða menn til ráðgjafar um nýja bílinn sem átti að taka við af FavoritForman. Mark- miðið var þá þegar skilgreint að nokkru: að koma Skoda í fremstu röð f? aÁtit IroLta Lamui uaxn ! OssEHOAR V0LV0 850 GLE í sínum flokki hvað snerti „customer satisfaction" - ánægju viðskiptavina með framleiðsluna. Nýi Skodinn átti áfram að vera í minni millistærð, fimm manna fjögurra hurða fjöl- skyldubíll. Favorit tók á sínum tíma við af 105, 120 og 130-bílunum frá Skoda, bílum með vélina aftur í og aftur- hjóladrifnum. Þannig byggingarlag var orðið gamaldags; krafan var um vélina frammi í og framhjóladrif. Skodamenn gengu í smiðju til Berto- nes hins ítalska sem teiknaði Skoda Favorit fyrir þá. Tæknilega og stjóm- unarlega voru Tékkar með sitt kommúníska stjómskipunarkerfi þó ekki ekki tilbúnir að fylgja snoturri teikningu Bertones eftir með bfl sem stæðist samkeppni við algengustu tegundir vestantjaldslanda sem var að hluta viðurkennt með verðlagn- ingunni sem var mun lægri en á vest- antjaldsbílum eða japönskum í sama stærðarflokki. Favorit hafði marga galla en var verulega endurbættur þegar Volkswagen komst almenni- lega með fingurna í spilið. Samt var ástæða til að gera ennþá betur. Hægt er að leggja niður aftursætið 40/60. likar því sem nú gerist á Volkswagen Golf. Bertone hlýtur að vera nokkuð sáttur við lagfæringuna sem Tékk- Til sölu Volvo 850 GLE, árg. 1993, ekiirn 28.000 km, 5 cyl., 20 ventla vél með beinni innspýtingu, 143 hestöfl, sjálfskiptur, 4 gíra með vetrar-, sport- og spar-stillingu, vökva-, velti- og aðdráttarstýri, leðuráklæði á sætum og stýri. Rafdrifnar rúður, speglar og læsingar, framdrifinn með spólvörn, ABS-hemlakerfi, iitnbyggður barnastóll í aftursæti, útvarp og segulband með 8 hátölurum, dökkgrár metallic, stunar- og ný vetrardekk. Verð 2.450.000. - Með 6 mánaða ábyrgð. Opið laugardaga frá kl. 10-16. BRiMBORG Faxafeni 8 - sími 91-68 58 70 ar/Þjóðverjar hafa gert á teikning- unni hans. Vélarhúsið lækkar mun meira fram, framljósaklasarnir ganga út á brettin, afturhlutinn er mýkri og rennilegri. Mest munar ef til vill um hliðarlínurnar, stansaða línu neðan til á hurðum og frambretti með hlífð- arlista og aðra íbjúga neðan við glugga sem gefa bílnum mjúklega bogadregið „mitti“. Grillið er næsta lítið breytt frá Favorit og er kannski sá partur endursköpunarinnar sem lakast hefur tekist. Allt nýtt að innan Að innan er allt nýtt: ný formmót- uð og bólstruð klæðning innan í hurðum, nýtt mæiaborð og fram- rúðusylla, ný sæti. Stýrishjólið er nýtt, ný gírstöng og - þaö sem kannski skiptir mestu máli - allt önnur tilfinning en í Favoritbílnum. Sætin virðast, af stuttum kynningar- akstri, afbragðsgóð, og það er einnig þægileg tflfmning að tylla sér í aftur- sætið. Hurðirnar lokast meö nokkuð þéttu hljóði, enda læsingamar frá Volkswagen. Vélar eru tvær í boði, 40 kw og 50 kw, eða 55 og 68 hestafla. Sá sem við íslendingarnir fengum að fara skreppitúrinn á var með stærri vél- inni. Satt að segja var það sá þáttur sem okkur fannst helst athugaverð- ur, vinnslan fremur slöpp. Snúnings- vægið er 100 Nm við 3750 sn. mín., og við þau gírhlutfóll sem Felicia hefur er þetta slakasti punkturinn við bflinn. Það þarf að gefa honum ansi röskan snúning til að láta hann svara sæmilega; samt er hann gefinn upp með aðeins 14 sekúndur úr kyrr- stöðu í 100. Mér fannst hann ekki þurfa á fimmta gírnum að halda fyrr en í 120 og hámarkshraði er gefinn upp 150. Að vísu fór reynslubíllinn í 160 undan halla á stuttri hraðbraut sem tækifæri gafst til að reyna hann á. Hljóólátur, með góða fjöðrun Gírkassinn er með sömu hlutföll- um og kassinn í Favoritbílnum en breyttur og bættur að ýmsu leyti, meðal annars með styttri gírstöng. Skiptingar eru auðveldar og þægileg- ar og yfirleitt afar auðvelt og þægi- legt að aka þessum bíl. Bremsur eru fyrirtaks góðar en það finnst við ákveðnar aðstæður aö aflstýrið vant- ar. Þaö er þó væntanlegt á næsta ári og ekki víst að hingað komi neinir bílar án þess. Það sem lyftir þessum bíl þó i nýjar hæðir miðað við Skodabíla síðustu áratuga er ekki síst tvennt: prýðileg fjöðrun og þar með veggrip og hve hljóðlátur hann er. Grunnplatan í bílnum er að verulegu leyti gamla Favorit-platan en þó með stórbreyttri fiöðrun og bættri. Þar naut sín þekk- ingin frá Volkswagen þegar grunn- plötunni var breytt til þess að gefa sem alla mest hjólhaf og traustasta fiöðrun, gormafiöðrun með dempara inni í á hverju hjóli, MacPherson að framan en eltiarmur með vindikross- örmum og jafnvægisstöng að aftan. Þó að hraðbrautin fyrrnefnda væri vægast sagt ósléttur og vondur vegur vottaði aldrei fyrir því að bíllinn yrði losaralegur eða veggripið slaknaði. Þarna hefur vel tekist til. Miðað við aðra bíla í sínum stærð- arflokki virðist Skoda Felicia af þess- ari stuttu viðkynningu einnig vera ágætlega hljóðlátur. Vélar- og gír- hijóð er mjög viðunandi í honum, sömuleiðis vindhljóð, og veghljóö var heldur ekki til vansa í þessum stutta kynningarakstri. Þetta atriöi er þó til endurskoðunar við ítarlegri reynsluakstur og íslenskar aðstæður þegar þar að kemur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.