Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1994, Blaðsíða 6
26
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
Daens er baráttusaga íbúa í spunaverksmiðju.
Klerkinum Adolf Daens er gert að velja milli stjórnmálanna og hempunnar.
Háskólabíó:
Háskólabíó frumsýnir kvikmynd-
ina Daens í leikstjórn Stijn Coninx.
Myndin var framlag Belga til óskars-
verðlaunanna 1993. Daens er bar-
áttusaga sem gerist í Belgiu á önd-
verðri nítjándu öldinni í skugga iðn-
byltingarinnar. Myndin gerist í smá-
bænum Aalst þar sem flestir íbúarn-
ir vinna í spunaverksmiðju. í græðgi
sinni innleiðir eigandi spunaverk-
smiðjunnar nýjar og stórhættulegar
vinnuaðferðir til að hámarka gróða
Daens
sinn og verður vinnuálagið til þess
að slysum og dauðsföllum fjölgar
verulega. Á sama tíma eru í mótun
stórkostlegar umbætur á kosninga-
löggjöfmni í Belgíu og fá alhr karl-
menn óháð stöðu og eignum kosn-
ingarétt. Stefna þær breytingar al-
ræðisvaldi eignastéttarinnar í voða
sem verður til þess að þeir herða tök
sín á verkalýðnum.
Klerkurinn Adolf Daens talar tæpi-
tungulaust um samfélagsóréttlætið
úr predikunarstól sínum og samein-
ast að lokum verkalýðnum í barátt-
unni. Hann býöur sig fram á móti
málpípu iðnrekendanna í kosningum
sem snúast ekki einatt um völd held-
ur einnig mannréttindi. Með klækja-
brögðum tekst valdaklíkunni að
sverta Daens fyrir páfavaldi og er
honum gert að velja milli hempunn-
ar og stjórnmálanna.
í verksmiðjunni glatast enn eitt líf
í fjárhirslu verksmiðjueigandans og
verkalýðurinn grípur til sinna ráða
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Kvikmyndin þykir afar áferðarfalleg
og hefur fengið fjölda verðlauna á
kvikmyndahátíðum. Má nefna verð-
laun fyrir bestu kvikmyndatöku á
kvikmyndahátíðinni í Chicago og
áhorfendaverðlaunin á 5éme Re-
contres Cinématographiques á
Canneshátíðinni 1993. /
Regnboginn:
Undirleikarinn
Regnboginn hefur tekið til sýninga
frönsku kvikmyndina
L’accompagnatrice eða Undirleikar-
ann sem byggist á frægri og áhrifa-
mikilli skáldsögu eftir Ninu Ber-
berova. Myndin hefur vakið verð-
skuldaða athygli víða um lönd og
gagnrýnendur hafa keppst við að
hlaða á hana lofl.
Undirleikarinn gerist veturinn
1942-1943 og segir frá sérstöku sam-
bandi frægrar óperusöngkonu og
uppburðarlítillar stúlku sem ræðst
til hennar sem undirleikari. Sagan
hefst í París undir þýsku hernámi
þar sem undirleikarinn Sophie sog-
ast inn í ástir og afbrýði, póhtík og
stríðsátök. Sophie slæst í for með
húsbændum sínum þegar þau vecða
að flýja land áleiðis til Englands. Á
flóttanum magnast spenna í þessum
htla hópi og Sophie flækist stöðugt
meira í net tilfmninga og átaka. Þaö
stefnir í mikið uppgjör.
Valinn hópur leikara fer með
helstu hlutverk enda þykir leikur
vera með afbrigðum góður. Fremst
fer Romane Bohringer sem hlaut ses-
ar-verðlaunin fyrir túlkun sína í
Trylltum nóttum. Faðir hennar, hinn
góðkunni Richard Bohringer, leikur
eiginmann söngkonunnar frægu sem
Elena Safonova leikur.
Nú standa yfir sýningar á kvikmyndinni Heilagt hjónaband í Háskólabíói.
Susan Walker hefur glatað trúnni á jólasveininn en hittir þá fyrir hinn eina
sanna jólasvein.
Sambíó og Borgarbíó:
Kraftaverk
AiIIII
S 5 *~* •*** **~ £* _
— liðll miwjW —- «51 ..—
9 9*1 7*00
Verö aöeins 39,90 mín.
gy
gj
Í3l
Krár
Dansstaðir
Leikhús
Leikhúsgagnrýni
Bíó
Kvikmgagnrýni
Rall í bíó-
salMÍR
ájóhim
Kvikmyndin Rah verður sýnd í bíó-
sal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudag
kl. 16. Þetta er mynd frá áttunda ára-
tugnum, gerð í Lettlandi undir stjórn
Aloiz Brents. í kvikmyndinni segir
frá því hvernig alþjóðlegir hsta-
verkabraskarar og þjófar leita allra
ráða til að komast yfir dýrmæt hsta-
verk og smylga þeim milli landa.
Þeir reyna meðal annars að smygla
verkunum með rallbílum sem taka
þátt í aksturskeppni mhli Moskvu,
og Berlínar með viðkomu í Varsjá.
Meðal leikenda eru Vitautas Tomk-
us, Roland Zegorskis og Valentinai
Titova.
Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri
hafa tekið til sýninga jólamyndina
Miracle on 34th Street eða Krafta-
verk á jólum eins og hún nefnist á
íslensku. Með aðalhlutverkin fara
þau Richard Attenborough, Mara
Whson og Elizabeth Perkins. Mynd
þessi er endurgerð klassískrar
myndar frá 1947 þar sem segir frá
hinni sex ára gömlu Susan Walker
sem hefur glatað trúnni á jólasvein-
inn. Mamma hennar hefur fyrir
löngu sagt henni frá leyndarmálinu
um sveinka og svo virðist sem jóla-
óskir Susan muni aldrei rætast. En
þessi jól eiga eftir að koma á óvart.
Susan mun fá þá allra dýrmætustu
gjöf sem hægt er að hljóta, eitthvað
th aö trúa á. Mamma hennar, sem
rekur verslun, ræður th sín eldri
mann th að leika jólasvein og áður
en varir segist hann i raun vera al-
vöru jólasveinn. Til að sanna mál
sitt verður sveinki að mæta fyrir
rétt og færa sannanir fyrir því að
hann sé hinn eini sanni jólasveinn.
Leikstjóri myndarinnar er Les May-
field, California Man, en framleiö-
andi er enginn annar en John Hug-
hes, sá hinn sami og gerði Aleinn
heima eða Home Alone.
BÍÓBORGIN
Sími11384
Sérfræðingurinn *
Stailt.T skrokkar og kraftmiklarsprengjur
en.samt grútmáttlaus mynd um svik og
hefndir. -GB
í blíðu og stríðu ★★
Áfengisvandamál og upplausrt fjöl-
skyldu í dramatískri kvikmynd sem ekki
fer almennilega af stað fyrr en eftir með-
ferð. -HK
Fæddir morðingjar ★★
Amerískír fjölmiðlar og ofbeldisdýrkun
og Oliver Stone á útopnu. -GB
Speed ★★
Ógnarhraðskreið mynd um fífldjarfa
löggu í baráttu við geðbilaðan sprengju-
fikil.Ágætskemmtun. -GB
Umbjóðandinn ★★★
Góð spennumynd eftir skáldsögu Johns
Grishams. Aldrei þessu vant er myndin
betri en bókin. Susan Sarandon og
Tommy Lee Jones sýna bæði stórleik.
-HK
BÍÓHÖLLIN
Slmi 78900
Villtar stelpur ★
Grútmáttlaus „kvennavestri" um fjórar
hórur á flótta undan karlpenirtgnum i
leit að alvöru peningum og betra lífi.
-GB
Forrest Gump ★★★
Einstaklega Ijúf og mannleg kvikmynd
sem lætur engan ósnortin. Undraverðar
tæknibrellur sem heílla og stórleikur
Toms Hanks er það sem hæst ber. Einn-
ig sýnd I Háskótabfói -HK
Sannar lygar ★★'A
Risa-mynd frá Cameron og Co sem
stenst ekki samanburð við fyrri myndir
hans vegna ómerkilegrar sögu. Ágætis
skemmtun með mikilfenglegum hasar-
atriðum og góðum húmor inn á milli.
-GE
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
Skýjahöllin ★★ 'A
Nýjasta Islenska kvikmyndin er um æv-
intýrí Emils og Skunda. Einföld og öll á
hægum nótum en er hin besta skemmt-
un fyrir fjölskylduna, sérstaklega þó
börnín. i -HK
HÁSKÓLABÍÓ
Sími 22140
Heilagt hjónaband ★
Misheppnuð gamanmynd um árekstur
mismunandi lífsskoðana og heimferð
hins villuráfanai sauðar, eða þannig.
-GB
Þrír litir: Hvítur ★★
Gráglettinn annar hluti þrfleiks Ki-
eslowskis um einkunnarorð frönsku
byltingarinnar. Hérþaðer jafnréttið. -GB
Næturvörðurinn ★★★
Framúrskarandi danskur gæðahúð-
artryllir um ævintýri næturvarðar í lik-
húsi. -GB
Bein ógnun ★★ 'A
Harrison Ford berst gegn óvinum amer-
isks lýðræðis, utanlands og ínnan, I
sannkallaöri stórmynd. -GB
Fjögur brúökaup ★★★
Breskur húmor.eins og hann getur best-
ur oróið i bráðskemmtilegri kvikmynd
meðrómatiskuyfirbragði. -HK
LAUGARÁSBÍÖ
Slmi 32075
Ný martröð ★★
Freddy Krueger leikur lausum hala i Los
Angeles ag er nú farinn að erta leikarana
sem léku í fyrstu myndinni. Snjöll út-
færsla á gamalli klisju, góð fram að lo-
kakaflanuni. -HK
Gríman ★★★
Snilldarbrellur sem samlagast skemmti-
legum tilburðum hjá Jim Carey gera
Grlmuna nánast að leikinni teiknimynd.
Góðskemmtunfyríralla. -HK
REGNBOGINN
Símí 19000
Reyfari ★★'/■
Töff og smart Tarantino um undirheima-
lýð í Los Angeles, iskalt en ekki nógu
gott. -GB
Lilli er týndur ★★
Fjörug mynd um hrakfarir þriggja bófa
sem ræna níu mánaða gömlum snáða,
Teiknimyndmeðlifandifólki. -GB
Ailir heimsins morgnar ★★★
Heillandi, dramatlsk kvikmynd umsann-
an tónlistarmann, sorg hans, sköpunar-
gleði og skapbresti sem láta engan ós-
nortinn. IVIynd sem sameinar áhuga á
tónlistogkvikmyndum. -HK
STJÖRNUBÍÓ
Simi16500
Það gæti hent þig *★
Þægileg og átakalaus skemmtun um
lottóvinningshafa sem gefur gengil-
beinu helminginn. Góöir leikarar komast
velfráþunnrisögu. -HK
Bíódagar ★★★
Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og
mannlega kvikmynd um æskuár ungs
drengs í Reykjavik og í sveit. Sviðsmynd
einstaklega vel heppnuð. -HK
Flóttinn frá Absolom ★
Slök framtiðarmynd urn lif i leynilegri
fanganýlendu og átök tveggja fanga-
hópa. -GB