Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 Kóramót í Perlunni Allumfangsmikið kóramót verður í Perlunni tvær helgar í desember. Hátt í tvö þúsund manns munu syngja á mótinu. Dagana 3. og 4. desember syngja um eitt þúsund börn frá 24 kór- um. Dagana 10. og 11. desember syngja kórar fullorðinna og eru þar á meðal kirkjukórar, starfs- mannakórar og kórar eldri borg- ara. Þetta er annað árið í röð sem Perlan býður upp á kóramót sem þetta. Kvennakór Reykjavíkur í Hallgríms- ldrkju Kvennakór Reykjavíkur heldur aðventutónleika í Hallgríms- kirkju í kvöld, fóstudagskvöld, kl. 20.30. Auk kórfélaga koma fram smærri hópar, félagar úr Karla- kórnum Fóstbræörum, Sönghóp- urinn Vox Feminae ásamt ein- söngvurum, þeim Björk Jónsdótt- ur, sópran, og Þorgeiri Andrés- syni, tenór. Á efnisskránni verður íslensk jóla- og aðventutónlist frá ýmsum tímum. ísafjörður: Jólatorgssala Sigurjón J. Sigurösson, DV, ísafiröi: Hin árlega jólatorgssala Styrkt- arsjóðs húsbyggingar Tónlistar- skóla Ísaíjarðar verður haldin á Silfurtorgi á laugardag kl. 15.15. Barnakór Tónlistarskólans syng- ur nokkur jólalög með aðstoð fé- laga úr Sunnukórnum. Á meðan geta menn gætt sér á heitu kakói og lummum. Verið er að prenta jólakort sem seld verða til styrkt- ar byggingu tónlistarskólahúss og verða þau seld á laugardag. Sturlungu- dagur Stofnun Árna Magnússonar efnir til Sturlungudags í Árna- garði við Suðurgötu á laugardag í framhaldi af lestrum úr Sturl- ungu og umQöllun um hana í Þjóðarþeli Ríkisútvarpsins. Kl. 14-18 verður opin sýning á Sturlungahandritum frá ýmsum öldum og kl. 16 verða fluttir þrír stuttir kynningarfyrirlestrar í stofu 201 í Árnagarði. Á sýning- unni gefst gestum kostur á að skoða útgáfubækur stofnunar- innar og festa kaup á þeim þenn- an dag með 25% afslætti. Djass í Perl- unni Samtök um tónlistarhús standa fyrir djasstónleikum í Perlunni í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Þar koma fram margir af helstu djasstónhstarmönnum landsins ásamt Niels-Henning Örsted Ped- ersen sem kemur sérstaklega til landsins til að spOa á þessum tón- leikum. íslensku listamennirnir eru hljómsveit Guðmundar Stein- grímssonar með Andreu Gylfa- dóttur, Bubba Morthens, Ragnari Bjarnasyni og fleiri. Sigurður' Flosason kemur með Rythma- sveit FÍH-skólans, einnig hljóm- sveit Tómasar R. Einarssonar og Guðmundur Andri Thorsson söngvara. Þjóöarbókhlaóan: Opið hús Opið hús verður í nýopnaðri Þjóðarbókhlöðu á laugardag og sunnudag frá kl. 10-18 báða dag- ana. Almenningi gefst kostur á að skoða hið nýja húsnæði ásamt því verða námsmenn frá Stúd- entaráði Háskóla íslands með tónlistaratriði og upplestra frá kl. 13-17. Góð bók í Geysishúsinu: Upplestur úr nýjum bókum Á laugardag kl. 14 verður opnuð sýning á nýjum íslenskum bókum og bókagerð í Geysishúsinu við Aðal- stræti. Það er Bókasamband íslands sem stendur fyrir sýningunni. Rit- höfundar lesa þar upp úr verkum sínum fyrir gesti og verður lögð sér- stök áhersla á upplestur fyrir börn. Sýndir verða ýmsir gripir sem tengj- ast bókum og bókaútgáfu, meðal annars fágætar prentvélar. Gefið hefur verið út veggspjald sem hefur verið sent skólum, bókasöfnum og bókaverslunum. „Við erum að reyna að benda á það að bók er fyrir alla lesendur en ekki einhvern sérstakan hóp. Það er at- vinnuskapandi starfsemi sem þarna á sér stað, iðnaður sem veltir miOj- örðum. Þetta skiptir þjóðhagslega miklu máli því við viðhöldum menn- ingu okkar í gegnum bækur t.d. með því að lesa fyrir börn,“ segir Ingi Bogi Bogason, stjórnarmaður í Bóka- sambandi íslands. Á sýningunni verða handrit rithöf- undarins Einars Kárasonar til sýnis eða frá því hann byrjaði að skrifa og fram tU dagsins í dag. Einar byrjaði að skrifa í stílabækur en er nú tölvuvæddur eins og flestir aðrir. Á laugardag kl. 15 verður dagskrá fyrir börn þar sem Elías Snæland, Guðjón Sveinsson, Iðunn Steinsdótt- ir, Olga Guðrún Ámadóttir og Stein- unn Jóhannesdóttir koma fram og lesa úr nýjum verkum sínum. Á sunnudag hefst dagskráin kl. 15 með því að Árni Bergmann, Nína Björk Árnadóttir, Páll Pálsson, Pétur Gunnarsson og SUja Aðalsteinsdóttir flytja úr verkum sínum. Sýningunni lýkur 11. desember," segir Ingi Bogi. Viðamikil bókasýning verður opnuð á morgun í Geysishúsinu. DV-mynd GVA Þórdís Arnljótsdóttir er höfundur og leikstjóri. Hlaðvarpinn: Björt ogjóla- sveina- fjölskyldan Á laugardag verður opið hús í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Dag- skráin er sérstaklega hugsuð fyrir börn og foreldra. í boði verður graf- ikkennsla í GrafikkjaUaranum þar sem foreldrar geta unnið með börn- um sínum undir leiðsögn lista- manna. í Stígamótum verður opið hús frá 12-17 en þar verður boðið upp á fræðslu og viðtöl, sem og almennar upplýsingar um starfsemi Stígamóta. í Kaffileikhúsinu hefjast síðan sýn- ingar á laugardag á jólasýningunni Björt og jólasveinafjölskyldan. Þór- dís Arnljótsdóttir leikkona er höf- undur og leUcstjóri jafnframt því sem hún leikur öU hlutverkin í sýning- unni. Sýningar verða kl. 14 og 16 þennan dag. Litla stúlkan Björt týnist í jólaös- inni og gömul kona bjargar henni. Sú gamla segir henni frá því hvemig jólin vom í gamla daga og fer með þulur og kvæði um hana Grýlu. Langur laugardagur: Tilboð í tilefni dagsins Langur laugardagur verður á morgun á Laugaveginum. Kaup- menn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir löngum laugardögum fyrsta laugardag hvers mánaðar. Fyrirhugað er að fá harmonikuleik- ara úr Harmonikufélagi Reykjavíkur til að leika fyrir vegfarendur. Cote d’or fillinn verður fyrir utan Hag- kaup í Kjörgarði og gefur vegfarend- um góðgæti. Bangsaleikurinn verður í gangi ásamt mörgu fleiru. Verslanir verða opnar frá kl. 10-18 og á sunnu- dag kl. 13-17. Hlini í Kram- húsinu Hlini kóngsson verður sýndur í Kramhúsinu kl. 14 á sunnudag. Furðuleikhúsið frumsýndi leikritið fyrr á þessu ári og hefur það verið sýnt í leikskólum að undanförnu. Núna gefst öðrum en leikskólabörn- um tækifæri á að koma og sjá þetta íslenska ævintýri. Margrét Kr. Pét- ursdóttir, Eggert Kaaber og Ólöf Sverrisdóttir leika hlutverkin í sýn- ingunni. Hlini kóngsson verður í Kramhús- inu. Hulda Jónsdóttir, sópran, leikur Maríu og Jósef syngur Halldór Björnsson, baríton. DV-mynd ÞÖK Tónlistarskóli Kópavogs: Hinfyrstujól Óperuiðja Tónlistarskóla Kópa- vogs flytur söngleikinn Hin fyrstu jól eftir Englendinginn Michael Hurd í Kópavogskirkju á laugardag kl. 14 og á sunnudag kl. 11 í tengslum við fjölskyldumessu. Það eru söngnemar Tónhstarskól- ans sem munu flytja söngleikinn sem þau Anna Sigurkarlsdóttir og Magn- ús Guðjónsson þýddu yfir á íslenskt mál. Verkið segir frá fæðingu Jesú Krists. Alls taka þrettán söngnemar og kór þátt í helgileiknum. Leikstjóri er Anna Júlíana Sveinsdóttir. 25 Þjóðleikhúsið Vaid öriaganna sunnudagkl. 20.00 Snædrottningin sunnudag ki. 13 Gauragangur laugardag kl. 20.00 Litlasviðiö Dóttir Lúsifers laugardag kl. 20.30 Smíðaverkstæðið Sannar sögur af sálarlffi systra sunnudagkl. 20.00 Borgarleikhúsið Stóra sviðið Leynimelur 13 laugardag kl. 20 Hvaö um Leonardo? föstudag kl. 20 Litla sviðið Óskin laugardag kl. 20 Islenska óperan Hárló fostudag 11 24 laugardag kl. 23. Frú Emilía Kirsuberjagarðurinn föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20 Kaffileikhúsið Eítthvaö ósagt föstudag kl.21 Jólasýning fyrlr börn laugardag kl. 14.00 og 16.00 Eitthvaó ósagt laugardag kl. 21 Möguleikhúsi Aðventutón- leikar Fílharmóníu Aðventutónleikar Söngsveitarinn- ar Fílharmóníu verða haldnir á sunnudag kl. 17 og mánudag kl. 21 í Kristskirkju, Landakoti. Flytjendur auk söngsveitarinnar eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, og nokkrir hljóðfæraleikarar. Stjórnandi er Úl- rik Ólason og raddþjálfari Elísaþet Erlingsdóttir. Flutt verður flölbreytt dagskrá íslenskra og erlendra tón- verka sem mörg tengjast aðventu og jólum. Bamabókasýn- ing á Akureyri Barnabókasýning verður opnuð í Deiglunni á Akureyri á morgun kl. 14. Á sýningunni er lögð áhersla á myndskreytingar í barnabókum og mikilvægi þess að hinn sjónræni þáttur barnabókmennta sé vandað- ur. Sýndar verða valdar barnabækur og frumteikningar nokkurra hsta- manna. OÍMA ijjlf !f|fjLjjf=5_g 9 9*17*00 Verð aðeins 39,90 mín. 11 Dagskrá Sjónv. St. 2 rásar 1 4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 (U Myndbandagagnrýni Isl. listinn -topp 40 7] Tónlistargagnrýni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.