Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Page 8
V'
26
Hljómföng
Ýmsirflytjendur:
Smekkleysa í
hálfa öld
Á þessari plötu eru 17 lög sem kalla
mætti óð bílskúrsins til lýðveldisins.
Hér má heyra í hljómsveitum eins
og Exemi, Funkstrasse, Yukatan,
Kolrössu krókríðandi, Kala, Losi,
2001, Curver, Rúnari Júlíussyniog
UnunogBjörk.
Smekkleysa.
Verð: 1.999 kr.
Magnús Eiríksson
20 BESTU LÖGIN
Magnús Eiríksson:
20 bestu lögin
Upphaflegar útgáfur tuttugu bestu
laga Magnúsar Eiríkssonar í flutn-
ingi Pálma Gunarssonar, Ellenar
Kristjánsdóttur, Ragnhildar Gísla-
dóttur, hans sjálfs o.fl. Á plötunni
má heyra lögin Braggablús, Garún,
Sölvi Helgason, Ó þú, Reyndu aftur
o.fl.
Spor.
Verð: 1.599 kr.
Ýmsirflytjendur
Innrás
Þrettán hljómsveitir og söngvarar
úr Keflavík láta gamminn geysa á
þessari plötu sem ber undirtitilinn
komflex og kanaúlpur. Meðal þeirra
sem fram koma á plötunni eru Deep
Jimi and the Zep Creams, Texas Jes-
us, Kolrassa krókríðandi, Rúnar Júl-
íusson, Guðmundur Þ. Guðmunds-
son, Stulli og Hlynur ofl.
Geimsteinn.
Verð: 1.999 kr.
Bama- og jólaplötur
Haukur Morthens:
Hátíð í bæ
„Þessi hæggenga hljómplata frá
Hljóðfæraverslun Sigríðar Helga-
dóttur býður upp á 20 eldri og yngri
jóla- og bamasöngva sem margir em
í nýstárlegum búningi. Þeir em
sungnir af hinum góðkunna og vin-
sæla söngvara Hauki Morthens við
undirleik hljómsveitar. Útsetningar
gerði Ólafur Gaukur." Þessi orð má
lesa innan í titilblaðijólaplötimnar
Hátíð í bæ sem fyrst var gefin út fyr-
ir 30 árum. Það rifjast sjálfsagt upp
ljúfar minningar hjá mörgum sem
reka augun í þessa plötu í rekkum
plötuverslana fyrir jólin enda er upp-
“-WIONO
HÁTÍÍÍBÆ
20 JÓtA OG
BARNASÖNGVAR
HAUKUR
MORTHENS
UtiMMUMZÍUÍ
i «nrxrv ss */»< m
CQMðtW rftt i t.-M
*tiu*!u?ss - ióusvnxo*
t:*W !:U *T* • y*i> £* it-tVtí
*f:
Mt1 Jvl - :<ÚM mwiws **f
SfSVA tnt*t MAHMA MW
vát*.!avmtua - «**
J&HXKS**.V( tíDitMKW
>.ixM rs
« íkv wa * m «*«*
eaato *i>m Arn s»
MH!< UMIiWAMT!:* S*«n
VXKM VIH - ttm sr*»
riríwiwin »:>.r ■ HtiMra
VIK MtlVS IIV fc:H
mnalegt umslag gömlu plötunnar
látið halda sér, í breyttri stærð þó.
Platan var tekin upp í mono eða
„einóm“ og er það enn.
Faxafón/Japis.
Verð: 1.999 kr.
Ýmsirflytjendur:
Senn koma jólin
Ný jólaplata með átta nýjum og
þremur sígildum jólalögum. Flytj-
endur ellefu jólalaga á þessari plötu
eru: Andrea Gylfadóttir, Björgvin
Halldórsson, Ellen Kristjánsdóttir,
Helga Möller, Laddi, Margrét Eir,
Sigríður Beinteinsdóttir og Stefán
Hilmarsson. Um verkstjóm og út-
setningar sá Þorvaldur B. Þorvalds-
son nema Máni Svavarsson og Ari
Einarsson í sínu laginu hvor. Hinrik
Bjarnason samdi texta við sjö nýju
laganna en hann hefur einna mesta
reynslu í aö gera texta við erlend
jólalög.
Spor.
Verð: CD 2.199 kr./snælda 1.599 kr.
Guðmundur Ólafsson:
Jólasögur
Á þessari snældu les leikarinn Guð-
mundur Ólafsson sígildar og nýjar
jólasögur. Á A-hlið snældunnar era
sögurnar Grýla gamla og jólasvein-
amir eftir Kristján T. Jóhannsson
og Jólasveinamir 13 eftir Jóhannes
úr Kötlum. Á B-hlið em Jólagrautur-
inn í þýðingu Þorsteins Jónssonar,
Jólakötturinn bregður sér í bæinn
eftir Iðunni Steinsdóttur og Jólin og
tröllafjölskyldan sem einnig er eftir
Iðunni. Sögutími er 90 mínútur.
íslensk tónbönd.
Verð: snælda 1.000 kr.
Ýmsirflytjendur:
Þegar ég verð
stór
Sjötta platan í Bamagæluflokknum.
Hér er að fmna 20 sígild lög frá ýms-
um tímum með jafnmörgum flytj-
endum. Meðal laga em Sagan af
Gutta, Smiðjukofmn, Krummavísa,
Tóti tölvukall, Snati og Óli, Dýrin í
Afríku o.fl. Meðal flytjenda em
Laddi, Ríó tríó, Katla María og Pálmi,
Svanhildur Jakobsdóttir, Haukur
Morthens, Helena Eyjólfsdóttir,
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994
BessiBjamason,
o.fl. Með plötunni fylgir 20 síðna
textabók með teikningum.
Spor.
Verð: CD 1.599 kr./snælda 1.199 kr.
BERÍMSICOBREK
S o G U í< O G S O N C; U
SÓGUMADUZ: GUDMUNÓUR ÓiAFSSON
SOMGUr?: SíGRÚM fcVAÁRMANNSDÓn-R
GUDRÚM GUNNARSDönIR
HfctGA STCFrfcNSEM
Ýmsirflytjendur:
Bernskubrek,
sögur og söngur
Á þessari 45 mínútna löngu snældu
er að finna sögur og söng fyrir böm.
Söngurinn er í flutningi Sigrúnar
Evu Armannsdóttur, Guðrúnar
Gunnarsdóttur og Helgu Steffensen
en sögumaöur er Guðmundur Ólafs-
son. Meðal efnis er: Grísinn sem vildi
þvosér. Litimir, Allireigaað. . .,
Pálína, Ár barnsins og Litla stjarnan.
íslensktónbönd
Verð: snælda 1.200 kr.
THORBJÖRN SONER
Barnaleikrit:
Verkstæði
jólasveinanna
Hér er á ferðinni barnaleikrit sem
naut mikilla vinsælda á sínum tíma
en hefur veriö ófáanlegt í mörg ár.
Nú má fá þetta leikrit Thorbjöms
Egners á geislaplötu með endurbætt-
um hljómi. Leikstjóri er Baldvin
Halldórsson en þýðandi verksins er
Hulda Valtýsdóttir. Leikendur em:
Helgi Skúlason, Brynja Benedikts-
dóttir, Klemens Jónsson, Helga Val-
týsdóttir, Indriði Waage, Þorgrímur
Einarsson, Bessi Bjarnason og Ómar
Ragnarsson.
Spor.
Verð: 1.599 kr.
Pálmi Gunnarsson:
Jólamyndir
Pálmi Gunnarsson tekst hér á við
mörg sígild jólalög sem yljað hafa
mönnum um jólin í mörg ár auk
þriggja nýrra laga. Jólamyndir era
tileinkaðar minningu söngvarans
Sigurðar Ólafssonar sem þótti stór-
brotinn maður og söngvari af guðs
náð. Með Pálma á plötunni leika
margir af helstu tónlistarmönnum
landsins. Sonur hans, Sigurður
Helgi, syngur með Pálma í laginu
Ljós í myrkri og í tveimur lögum
nýtur hann aðstoðar dóttur sinnar,
Ragnheiðar. Alls eru lögin 12, þar á
meðal Litla vina (til Ninnu), Frost-
rós, Óskalistinn, Bestajólagjöfin,
Jólamyndir, Vinur, Ljós í myrkri og
Nóttin var sú ágæt ein.
PC&CO/Japis
Verð: CD 1.999,- kr./snælda 1.499 kr.
Ýmsirflytjendur:
Börn og dagar
Sígild plata fyrir böm á öllum aldri
sem ekki hefur verið fáanleg í mörg
ár en hún var fyrst gefin út 1978.
Platan er í anda Vísnaplatnanna góð-
kunnu. Flutt em ellefu lög Magnúsar
Sigmundssonar við ljóð Kristjáns frá
Djúpalæk og má nefna lög eins og
Smalastúlkuna, Ungamóður og
Gömlu mylluna. Flytjendur em
Ragnhildur Gísladóttir, Pálmi Gunn-
arsson, Kór Öldutúnsskóla, Björgvin
Halldórsson og Magnús Sigmunds-
son.Textarfylgja.
Skífan.
Vérð: 1.699 kr.
---SÖNG-
ÆYINTÝRIÐ
Ýmsirflytjendur:
Rauðhetta og
Hans og Gréta
Sígild ævintýri í söngleikja og sögu-
formi eftir Gylfa Ægisson. Flytjend-
ur eru Laddi, Páll Óskar Hjálmtýs-
son, Áróra og Gylfi Ægisson.
Gimsteinn.
Verð: CD 1.490 kr./snælda 990 kr.
Eva Ásrún Albertsdóttir:
Þrjár
sögusnældur
Á þessum þremur sögusnældum les
Eva Ásrún Albertsdóttir þrjú sígild
ævintýri: Alfinn álfakóng, Dísu ljó-
sálf og Dverginn Rauðgrana og brögð
hans.
Japis.
Verð: 999 kr. hver snælda
Þrjú á palli:
Hátíð fer að
höndum ein
Hér er á ferðinni sérstök j ólaplata
sem kom fyrst út 1971. Hugmyndin
var að gera jólaplötu sem eingöngu
byggðist á gömlum íslenskum þjóð-
lögum sem fmna mátti í handritum
eða vom varðveitt í þjóðlagadeild
hljóðritasafns Ríkisútvarpsins. Nú
er þessi í fyrsta skipti fáanleg á
geislaplötu þar sem heyra má
ævagömul jólalög, sálma, stemmur
og þjóðlög í einstökum flutningi.
Hljómurinn hefur verið endurbættur
með hjálp nýjustu tækni. Þrjú á palli
vom: Troels Bendtsen, gítar og söng-
ur, Edda Þórarinsdóttir, söngur, og
Halldór Kristinsson, gítar og söngur.
Til aðstoðar voru Ríkharður Örn
Pálsson, kontrabassi, og Claes HeO-
mann, flauta.
Spor.
Verð: 1.599 kr.
Snælda og snúðarnir:
Komdu kisa mín
Þessi barnaplata kom út á hljóm-
plötu árið 1983 og varð þá þekkt
meðal barna sem kisuplatan. Nú hef-
ur hún verið endurútgefin á geisla-
plötu. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)
syngur lög Jóhanns Helgasonar við
ljóð ýmissa höfunda sem tekin em
úr samnefndu kvæðakveri. Ragn-
hildur Gísladóttir útsetti lögin og
stjómaði upptökum auk þes að leika
á slagverk og hljómborð. Textablað
fylgir en á plötunni em eflefu lög.
Hugverkaútgáfan/Japis.
Verð: CD 1.999 kr./snælda 1.499 kr.
Ýmsirflytjendur:
11 jólalög
Jólaplatan 11 jólalög var fyrst gefln
út 1978 en er nú í fyrsta skipti fáan-
leg á geislaplötu. Platan naut mikiUa
vinsælda, ekki síst lögin Lítið jólalag
og Þorláksmessukvöld. Þá má einnig
nefna Það á að gefa bömum brauð,
Yfir fannhvíta jörð, Einmana á jóla-
nótt og sígUdan flutning Pálma
Gunnarssonar á Faðir vor. Söngvar-
ar á þessari plötu em Ragnhildur
Gísladóttir, Pálmi Gunnarsson,
Laddi, Magnús Kjartansson og
Diddú.
Skífan.
Verð: CD 1.699 kr./snælda 1.199 kr.