Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Qupperneq 9
I ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 OlgaGuðrún: Babbidí-bú Fyrir tuttugu árum söng Olga Guö- rún á plötunni Eniga meniga sem vakti gífurlega lukku. Nú syngur Olga Guðrún á plötunni Babbidí-bú sem hefur að geyma 14 frumsamin lög og texta eftir hana sjálfa. Söng- hópur bama aðstoðar í nokkrum lög- um. Um útsetningar sá Margrét Örn- ólfsdóttir en hljóðfæraleikur er í höndum hennar, Gunnars Þórðar- sonar, Péturs Grétarssonar, Edw- ards Frederiksen, Einars Kristjáns Einarssonar, Kjartans Valdimars- sonar, Kristins Svavarssonar, Péturs Hjaltested, Sigurðar Rúnars Jóns- sonar og Örnólfs Kristjánssonar. Ofurmús/Japis. Verð: CD 1.999/snælda 1.499 kr. Svanbildur og Anna Mjöll: Litlu börnin leika sér Mæðgurnar Svanhildur Jakobsdótt- ir og Anna Mjöll Ólafsdóttir syngja hér 19 sígild og ný barnalög og eina lagasyrpu. Titill plötunnar er sóttur í íslenskt þjóðlag og þjóðvísu, Litlu börnin leika sér. Um útsetningar og gítarleik sá Ólafur Gaukur en hann samdi tvö laganna. Með honum leika Pétur Hjaltested, forritun, hljómborð oghljóðgerflar, ogBlásarakvintett Reykjavíkur; Bernharður Wilkin- son, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarínett, Jósef Ognibene, horn, ogHafsteinn Guð- mundsson, fagott. Tónaljón/Japis Verð: CD 1.999/snælda 1.499 kr. Leikrit: Kardemommu- bærinn Hið sígilda barnaleikrit Thorbjörns Egners fæst nú í fyrsta sinn á geisla- plötu. Á plötunni er 20 mínútna við- bótarefni sem ekki var aö finna á upphaflegu útgáfunni. Textar og fjöldi litmynda fylgir í 24 síðna bækl- ingi. Leikstjórn er í höndum Klem- ensar Jónssonar. Hulda Vaitýsdóttir þýddi leiktextann en Kristján frá Djúpalæk ljóðin. Spor Verð: CD 1.599/snælda 1.199 kr. Strumparnir: Bjóða gleðileg jól Teiknimyndafígúrurnar strumpam- ir hafa notið mikilla vinsælda hjá börnum. En þeir kunna hka að syngja og það gera þeir á þessari plötu með aðstoð vinar síns, Ladda, sem hefur kennt þeim að tala ís- lensku. Hér syngja strumparnir 15 jólalög til að stytta sér stundir fram að jólunum. Platan er endurútgefm en hún kom fyrst út fyrir 9 árum. Einu lagi hefur reyndar verið bætt við. Textarnir fylgja í textariti sem inniheldur jólamyndir af strumpun- um. Spor. Verð: CD 1.599 kr./snælda 999 kr. Leikrit: Dýrin í Hálsaskógi Eitt þriggja sígildra barnaleikrita eft- ir Thorbörn Egner sem Spor endur- útgefur fyrir þessi jól. Á plötunni er 20 mínútna viðbótarefni sem ekki er að finna á upprunalegu útgáfunni. Textar ogfjöldi htmynda fylgir í 20 blaðsíðna textariti. Leikstjórn er í höndum Klemensar Jónssonar. Hulda Valtýsdóttir þýddi leiktextann en Kristján frá Djúpalæk ljóðin. Með helstu hlutverk fara Árni Tryggva- son, Bessi Bjarnason, Baldvin HaU- dórsson, Emilía Jónasdóttir og Ævar Kvaran. Spor. Verð: CD 1.599 kr./snælda 1.199 kr. HörðurTorfa: Barnagaman Leikarinn og laga- og ljóðahöfundur- inn Hörður Torfa hefur sentfrá sér snældu sem kaUast barnagaman. Á snældunni er að fmna 9 lög og ljóð en þannig er um hnútana búið að á A-hlið snældunnar eru lögin sungin en á B-hliðinni er aðeins undirleikur svo að allir geti sungið með. Öll lögin eiga það sameiginlegt að vera samin í leikhúsi og flutt þar af bömum og unghngum undir stjóm Harðar. Textarfylgja. Ofar/Skífan. Verð: snælda 1.399 kr. Ýmsirflytjendur: Ævintýri gljúfrabúanna Bamaplata með ævintýrinu um gljúfrabúana. Sögumaður er Bene- dikt Árnason. Meðal leikenda eru Flosi Ólafsson, Edda Heiðrún Bac- hmann, Sigríður Hannesdóttir, Ben- óný Jónsson og Lúfa, sem er höfund- ur ævintýrisins ásamt Benóný Jóns- syni. Lúfa/Rauði dregilhnn. Verð: CD 1.999 kr./snælda 1.499 kr. Djass ogblús Tríó Ólafs Stephensen: Píanó, bassi og tromma Ólafur Stephensen leikur hér á píanó, Guðmundur R. Einarsson á slagverk og Tómas R. Einarsson á bassa 18 djasslög, fimmtán eftir er- lenda höfunda, tvö eftir Ólaf Steph- ensen og síðan kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson. Meðal erlendu laganna eru I Hear Music, No Blues, Don’t Get Around Much Anymore og I’m Tru’ With Love. Öll lögin eru útsett af Ólafi Stepensen. Tríóið hefur leikið saman af og til í tvö ár og er af gamla skólanum þar sem það mætir stundvíslega og leik- ur af fmgrum fram. Þeir félagar segja lögin sérstaklega valin fyrir þá sem telja sig ekki hafa ánægju af djass- tónlist. Skífan. Verð: 1.999 kr. J.J. Soul Band: Hungry for News Höfundar efnis á þessari plötu eru Ingvi Þór Kormáksson hljómborðs- leikari og J.J. Soul sem syngur og leikur á ásláttarhljóðfæri. J. J. Soul er breskur að ætt og uppruna en hefur verið búsettur hér á landi um skeið. Tónhstin á diskinum er íjöl- breytt en blúsinn oftast nálægur. í hljómsveitinni eru einnig Stefán Ing- ólfsson bassaleikari og Trausti Ing- ólfsson trommuleikari. Gestaspilar- ar eru Þórður Árnason, Eövarð Lár- usson, Vilhjálmur Guðjónsson, Ari Einarsson, Stefán S. Stefánsson og Reynir Sigurðsson. Hrynjandi/Japis. Verð: CD 1.999 kr./snælda 1.499 kr. Guðmundur Ingólfsson Guðmundur Ingólfsson Guðmundur er einn frægasti djass- leikari landsins fyrr og síðar. Hér er arfleiíðar hans minnst á tveimur geislaplötum sem spanna langan og htríkan feril. Þegar ákveðið var að gefa út plötu með hljóðritunum Guð- mundar óraði engan fyrir hve mikið vár til með Guðmundi og eru vísast ýmsar hljóðritanir enn ófundnar. Ákveðið var að velja aðeins upptökur frá árunum 1977-1991 á plöturnar og í huga haft að gefa sem gleggsta mynd af Guðmundi eins og aðdáend- ur hans muna hann best. Lögin eru ahs 26 og lengdin vel yfir tvær klukkustundir. Velflestir djassleik- arar íslendinga koma við sögu á plöt- unum. Vandaöur upplýsingabækl- ingurfylgir. Jazzís/Japis. Verð: 2.499 kr. Reykjavík Jazz Quartet: Hot house Kvartettinn skipa nokkrir af helstu spámönnum djassins hér á landi: Sig- urður Flosason, Tómas R. Einarsson, Eyþór Gunnarsson og Einar Sche- ving. Með þeim á þessari plötu blæs trompetleikarinn Guy Barker. Upp- tökur voru gerðar í djassklúbbnum Ronnie Scotts’ Club í London í febrú- ar á þessu ári. Á plötunni eru leikin bæði frumsamin lög og standardar í djassi. R.S. Jazz House/Japis. Verð: 1.799 kr. Tómas R. Einarsson: Landsýn Kontrabassaleikarinn Tómas R. Ein- arsson hefur hér samið lög við ljóð margra íslenskra skálda og fær ýmsa listamenn til að syngja þau, þar á meðal Ragnhildi Gísladóttur, Berg- þór Pálsson, Björgvin Hahdórsson, Pálma Gunnarsson og Einar Öm Benediktsson. Meöal flytjenda tón- hstarinnar era Frank Lacy, Eyþór Gunnarsson og Pétur Östlund. Jazzís/Japis Verð: CD 1.999 kr./snælda 1.499 kr. 27 Hljómföng Sígild tónlist Auöur Hafsteinsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir: Nocturne Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari leika hér 20 lítil verk eftír ýmis tónskáld; Beethoven, Schum- ann, Fauré og Shostakovich. Auður hefur komið víða fram sem einleik- ari og í kammermúsík á alþjóðlegum vettvangi. Hún er einn af stofnend- um Trio Nordica og leikur einnig með Caput kammerhópnum. Stein- unn Bima starfaði um tíma á Spáni þar sem hún kom fram á ýmsum tónhstarhátiðum sem einleikari og flytjandi kammertónlistar. Hún hef- ur haldið tónleika víða um heim. Japis. Verð: 1.999 kr. Sinfóníuhljómsveit íslands: Alfvén Sinfóníuhljómsveit íslands var hrós- að í hástert af breskum gagnrýnend- um fyrir þessa geisaplötu sem hefur að geyma verk eftir sænska tón- skáldið Hugo Alfvén; Sænska rapsódíu No 1, Op. 19 - Miðsumar- vöku, sænska rapsódíu No. 2, Op. 24 - Uppsalarapsódíu, sænska rapsódíu No. 3, Op. 47 - Dalarapsódíu, Sögur úr skerjagarðinum, Op. 20 og harm- kvæði úr Gústaf Adolf konungi II, Op. 49. Stjómandi hljómsveitarinnar erPetriSakari. Chandos/Japis. Verð: 1.490 kr. ALFVEN SwecfUte í.cgend <*i Ihr f.k-gy # 6«*tfev Adolf II SuU« ' iœiiuw SVMPHONÍ OKUO.STIIA PBTRI SAKAHI Gunnar Kvaran og Haukur Guölaugsson: J.S. Bach Gunnar Kvaran sellóleikari leikur hér tvær svítur eftír J.S. Bach, Svítu í G-dúr og Svítu í d-moh, og fimm önnur verk eftir Bach ásamt Hauki Guðlaugssyni sem leikur á orgel. Saman leika þeir meðal annars Slá þú hjartans hörpustrengi og Ave Maria. Gunnar er marglofaður og verðlaunaöur sehóleikari sem oft- 1 sinnis hefur leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hann er félagi í TríóiReykjavíkur. Japis. Verð: 1.999 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.