Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1995, Page 11
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995
Sviðsljós
Æft fyrir íslandssmótið í 5. flokki.
DV-myndir Hafdís Bogadóttir, Djúpavogi
Andrés umsjónarmaður í anddyri hussins ásamt Halli
Kristjáni, Árnýju, Jóni og Hjálmari.
11
Blórn fyrir.
„bóndann“
á bóndadaginn
Blómaverslanir
Blómaframleidendur
íslandsmót
á Djúpavogi
Það rættist langþráður draumur
hjá Djúpavogsbúum þegar glæsilegt
íþróttahús var tekið í notkun í byrjun
október sl. Aðsókn hefur veriö mjög
góð að sögn Andrésar Skúlasonar
umsjónarmanns, einnig í ljósabekk
og saunabað. Mót hafa verið haldin
í knattspyrnu og badminton og
mættu þar keppendur víða að af
Austfjörðum. Þá var Austurlands-
riðill íslandsmótsins í innanhúss-
knattspyrnu í 5. aldursflokki haldinn
þar.
Reglulegir fundir mmmmm—mm—m
Borgarstjórnar Reykjavíkur
eru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur
fyrsta og þriðja fimmtudag
hvers mánaðar kl. 17:00.
Fundirnir eru opnir almenningi og
er þeim jafnframt útvarpað á
AÐALSTÖÐINNI FM 90.9.
Það var margt til skemmtunar á Djúpavogi fyrstu daga nýja ársins og meðal þess var að börnin á leikskólanum
Bakkatúni fóru með fóstrum sinum og þágu Ijúffengar veitingar i hlýlegum sal Hótel Framtíðar. Nutu þau þar
gestrisni gestgjafanna, mæðginanna Ágústu og Arnórs. DV-mynd Hafdís Bogadóttir, Djúpavogi
_______________Menning
Góð dægradvöl
Menningarfélag Bessastaðahrepps, „Dægradvöl",
stóð fyrir tónleikum í íþróttahúsi hreppsins á mánu-
daginn var. Þetta voru einleikstónleikar, þar sem ung-
verski píanóleikarinn Miklós Dalmay lék verk eftir
þá Beethoven, Chopin og Liszt.
Dægradvöl er nýstofnað menningarfélag og hefur
það staðið að tveimur uppákomum áður, en þetta voru
fyrstu einleikstónleikarnir. Salur íþróttahússins er
mjög þurr í hljómi og hljóðfærið sem Dalmay lék á
var aðeins „baby-grand" flygill, en mjór er mikils vís-
ir og vonandi á félaginu eftir að vaxa fiskur um hrygg.
Tónleikarnir hófust á Þrem bagatellum op. 33 eftir
Beethoven. Dalmay lék þær af miklu öryggi og smekk-
vísi og áberandi var sparleg notkun pedals þannig að
aflt heyrðist skýrt, en tækni hans er slík aö þoldi það
vel. Þetta átti enn frekar við um næsta verk tónleik-
anna, Pathétique-sónötu Beethovens, op. 13 í c-moll.
Allt var hér kristalklárt og mótað af ákveðni og ör-
yggi. Undirritaður saknaði örlítið meiri andstæðna í
túlkun Dalmays á síðasta þættinum, en verkið var
eigi að síður mjög vel leikið.
Ballaða í f-moll eftir Chopin var næst á efnis-
skránni. Þetta er mjög lauslega kompónerað verk, en
erfitt í flutningi. Dalmay lék verkið tæknilega mjög
Tónlist
Áskell Másson
örugglega, en tæplega af nægilega skáldlegri innsýn.
Pedalnotkun hans var nú mun meiri og átti það vel
við. Þrír Mazúrkar eftir Chopin fylgdu í kjölfarið og
nú lék Dalmay af meiri „elastík" og skáldlegar.
Tónleikunum lauk með Ungverskri rapsódíu nr. 13
eftir Franz Liszt. Hér lék Dalmay við hvern sinn fing-
ur í bókstaflegri merkingu, því allt var til staðar sem
maður getur óskað eftir í flutningi þessa verks; spenna
í hryn, miklar andstæður í tóni, svellandi kraftur og
frábær tækni.
Miklós Dalmay hefur komið fram á fjölda tónleika
í mörgum löndum, unnið til verölauna í keppnum og
leikið á geislaplötu. Hann er nú búsettur á Blönduósi
og kennir við Tónlistarskólann þar. Þetta voru „deb-
ut“-tónleikar Dalmays hér á landi. Menningarfélaginu
„Dægradvöl" er þakkað fyrir að hafa staðið að kynn-
ingu á þessum frábæra unga listamanni.
Skrifstofa
borgarstjóra
■f':; -iö-; \ - ■/;: ' /. tc'ú'Cú-'
:.........
(J>
a>
CO
(0
c
o>
xO
<
MYNDBANOAGETRAUN
BONUSVIDEO
9 9*17*50
Myndbandagetraun Bónusvídeós er
skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga
þess kost aö vinna gjafakort meö úttekt á þrem
myndbandsspólum frá nýrri og stórglæsilegri
myndbandaleigu Bónusvídeós aö Nýbýlavegi
16. Þaö eina sem þarf aö gera er aö hringja í
síma 99-1750 og svara fimm laufléttum
spurningum um myndbönd. Svörin viö
spurningunum er aö finna í blaöauka DV um
dagskrá, myndbönd og kvikmyndir sem fylgir DV
á fimmtudögum.
Dregið daglega úr pottinum!
Daglega frá fimmtudegi til miövikudags veröa
nöfn þriggja heppinna þátttakenda dregin úr
pottinum og hreppa þeir hinir sömu gjafakort
frá Bónusvídeói. Allir sem svara öllum fimm
spurningunum rétt komast í pottinn. Munið aö
svörin viö spurningunum er að finna í
myndbandaumfjöllun DV á fimmtudögum.
Nöfn vinningshafa veröa birt I blaðauka DV um dagskrá,
myndbönd og kvikmyndir í vikunni á eftir.
BONUSVIDEO
Nýbýlavegi 16. Síml 5644733
Opiö virka daga frá 10 - 23.30.
Laugard. og sunnud. frá 12 • 23.30