Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1995, Síða 13
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995
13
Þessar frásagnir herma aö upp-
lýsingamar hafl borist þeim fyrir-
hafnarlaust frá tilteknu ráöuneyti,
þar sem aðstoðarmaöur ráðherra
haíi sent á faxi nýjar upplýsingar
um nýtt hneyksli í hvert sinn sem
ráðamönnum þar á bæ þótti um-
fjöllun um það síöasta vera farin
að dofna. Það fylgdi sögunni að
ráðherrann í „upplýsingaráðu-
máli, og var þó ekki úr háum söðli
að detta. Að þau skyldu láta nota
sig á þennan hátt í ófrægingarher-
ferð í metorðakapphlaupi manna
er með öllu óverjandi og setur þau
í flokk með hundunum sem att er
á refinn í hefðarsporti enska aðals-
ins.
Þegar upp er staöið frá svona leik
vaknar hjá manni sú spurning
„Að þau skyldu láta nota sig á þennan
hátt í ófrægingarherferð 1 metorða-
kapphlaupi manna er með öllu óverj-
andi og setur þau í flokk með hundun-
um sem att er á refinn í hefðarsporti
enska aðalsins.“
Siðbót eða bðf aveiðar
Hroki og oflæti
Hér veröur hvorki lagt mat á
ágæti refsins né Guðmundar Árna,
umræðuefnið er aðferðir veiði-
mannanna. Þó skal þess getið aö í
upphafi eineltisins hafði ég nokkra
samúð með starfssystkinunum
vegna þess að Guðmundur Árni
kom fram við þau af slíkum hroka
og yfirlæti að helst verður jafnað
við framkomu Davíðs Oddssonar
mestan hluta stjórnmáiaferils
hans. Mér virtist Guðmundur Árni
þó lítið hafa brotið af sér umfram
það sem hann hafði séð til annarra
og reyndari stjórnmálamanna, en
í oflæti sínu virtist hann ekki telja
sig þurfa að hylja sporin.
Þetta tvennt hélt ég að væru
ástæður þess að svo hörð hríð var
gerð að þessum tiltekna manni, en
ég þóttist líka viss um að þar yrði
ekki látið við sitja, því að frétta-
menn vita manna best að fáir
stjórnmálamenn eru alsaklausir af
að hafa sveigt lög lands og siðferðis
svolítið - og allt upp í talsvert -
sjálfum sér, flokknum og góðum
stuðningsmönnum til hagræðis.
Þar er því af nógu að taka ef á ann-
að borð er ætlunin að bæta siðferði
í íslenskum stjórnmálum.
„Upplýsingaráðuneytið“
Nú hafa mér borist frásagnir af
Guðmundur Arni Stefansson, fyrrverandi ráðherra, kynnir blaðamönnum skýrslu um embættisfærslu sína.
Það væri ofsögum sagt að undirrit-
aður hefði fyllst aðdáun á stéttar-
systkinum sínum fyrir unnin afrek
á sviði siðbótar í stjórnmálum þeg-
ar þau lögðu einn mann í einelti
og höfðu af, með ótrúlega ófag-
mannlegum vinnubrögðum, að
velta honum úr ráðherrasæti. Að
því fengnu skelltu þau saman
skoltum og siðbótarherferðin var á
enda.
Aðferðina mætti kalla bófaveiðar
og líkja við skemmtun enskra tild-
urmenna sem skartklæddir í hóp
saman stíga á hestbak og þeysa
vítt um velli og hafa her hunda í
fylgd sinni til að elta uppi einmana
ref, sem á sér auðvitað engrar und-
ankomu auðið. Eflaust skála þeir
sem öttu flflunum á foraðið fyrir
sjálfum sér og vel unnu verki í lok-
in.
fréttastofum fjölmiðla þess efnis að
ástæðan til eineltis við Guðmund
Árna hafi hvorki verið sú sem ég
hélt og þá ekki heldur sú að frétta-
menn hafi verið svo ötulir að afla
upplýsinga um meintar ávirðingar
ráðherrans, né réttlætisást þeirra.
Ööru nær.
Kjallaririn
Sigurjón Vaidimarsson
blaðamaður
hvort blaðamannastéttin ætti ekki
að beina siðbótarátaki sínu inn á
við í fyrstu umferð, þ.e.a.s. ef sið-
væðingarhjal hennar og heilög
vandlæting þegar rætt er um spill-
ingu í opinberu lífi er henni annað
og meira en uppsláttarfrétt dags-
ins. Sigurjón Valdimarsson
neytinu" hafi talið Guömund Árna
hættulegan keppinaut um valda-
stöður á næsta flokksþingi.
Siðvæðingarhjal
Þetta þóttu mér vondar fréttir,
þær settu starfssystkin mín í enn
verra ljós en þau voru fyrir í þessu
Verktakar og stjórnmál
Það er orðið deginum ljósara að
það er kominn tími til þess að tak-
ast á við vanda verktakanna sem
geta ekki lengur framfleytt sér og
sínum án þess að vera inni á gafli
hjá stjórnmálaflokkum eins og hjá
krötum í Hafnarfirði.
Fyrir heilum fjórum árum kynnti
ég uppkast að lögum um verktaka
þar sem ofangreindar fyrirgreiðslur
gætu aldrei átt sér stað. Og til þess
að gefa þessu máli eins mikla vigt og
hægt var þá gekk ég tO liðs við krata
í Reykjavík af öllum flokkum.
Ákafi í fyrirgreiðslum
Jón Sigurðsson, þáverandi iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, sagöi þá
varðandi verktakalögin að slík lög
yrðu aldrei sett og eftirmaður hans,
Sighvatur Björgvinsson, tók sér
góðan tíma til að skoða málið, einar
tvær mínútur áöur en hann kvað
upp þann úrskurð að það að setja
lög yfir verktaka samræmdist ekki
íslenskum lögum. - Ef til vill vissi
hann meira um máhð en hann vildi
láta í ljós á þeim tíma.
Alla vega var Alþýðuflokkurinn
þá á kafi í fyrirgreiðslum til Jó-
hanns Gunnars Bergþórssonar o.fl.
sem hefur skfiið eftir sig sviðna
jörð um aflt land. Það eru margar
fjölskyldurnar sem eiga um sárt að
binda í fjárhagslegum skilningi og
mörg fyrirtækin sem hafa orðið að
hætta rekstri sem er bein afleiðing
umsvifa Jóhanns og hans verk-
takafyrirtækja sem eru orðin
KjáUaririn
Njáll Harðarson
framkvæmdastjóri
nokkuð mörg og er Hagtak eitt
þeirra, Hagvirki enn eitt, sem nú
er dáið, og Hagvirki Klettur er líka
gengið á vit hinna.
Þá er Fórnarlambið gott dæmi
um kennitöluleik Jóhanns þar sem
kröfuhöfum er storkað með eigna-
flutningum rétt fyrir gjaldþrot, en
þegar fyrirtæki eru rekin gjald-
þrota um langan aldur þá eru menn
að sjáflsögðu að seilast í fé ann-
arra. Önnur góð dæmi um það eru
MOdigarður heitinn og EG.
Skelfileg tilhugsun það!
Verktakalög eru til þess sniðin
að setja verktökum og öðrum sem
takast á hendur sjálfstæðan rekst-
ur leikreglur sem koma í veg fyrir
undirboð og klíku útdeOingu verk-
efna eins og gert er í Hafnarfirði.
Jafnframt eru þau til þess að bjarga
mönnum frá því að gerast verktak-
ar án þess að vita nákvæmlega
hvað þeir eru að fara út í.
Sigurður Reynisson í Artaki hef-
ur sjálfur krýnt sig sem frumkvöð-
ul og brautryðjanda í því að láta
alla vinna sem verktaka og komast
þannig hjá launatengdum gjöldum.
Svo rammt kveöur að þessu að nú
er talaö um að sjómenn gerist verk-
takar hver fyrir sig. Þetta er ein
leiðin tll þess aö lækka rekstrar-
kostnað fyrirtækja þar sem verk-
takar og einyrkjar hafa að sjálf-
sögðu ekki nein verkalýðsfélög til
þess að vernda hagsmuni sína.
Það að Alþýðuflokkurinn vildi
ekki taka þetta mál til athugunar
er mikið umhugsunarefni, ef til
vOl hefur þeim verið ljóst að ef lög
yrðu sett um viðskiptasiðferði
verktakageirans þá væri ekki hægt
að hafa menn eins og Jóhann krata
góðan og hjá ríkinu yrðu menn að
fara að gera verktökum jafnt undir
höfði í útboðum. Þetta hefði jafnvel
getaö leitt tO þess að byggingariðn-
aðurinn færi að sýna hagnað og
bankarnir þyrftu ekki að afskrifa
eins mikið og skuldbreyta. Skelfi-
leg tílhugsun það!
Manni dettur ósjálfrátt í hug Ru-
anda, þar sem flóttafólkið er notað
tO tekjuöflunar. Ég hef nú snúið
mér að því að starfa með Þjóðvaka
af fullum krafti þar sem þessi mál
og önnur réttlætismál hafa fengið
góðan hljómgrunn enda enginn
klíkuskapur þar í gangi við áhrifa-
menn í þjóðfélaginu.
Njáll Harðarson
„Verktakalög eru til þess sniöin aö setja
verktökum og öörum sem takast á
hendur sjálfstæðan rekstur leikreglur
sem koma í veg fyrir undirboð og klíku
útdeilingu verkefna eins og gert er í
Hafnarfirði.“
Meðoc ámótl 1
„Flakkarinn“ á S-vestur homið
Efþað
jafnarvægi
atkvæða
„Ef það get-
ur orðið til að
jafna vægi at-
kvæða i þá átt
semvarþegar
síðast var
breytt kosn-
ingálögunum
að festa
„fiakkarann"
á S-vestur
horni lands-
ins, það er Reykjavík eða Reykja-
neskjördæmi, þá tel ég það vera
mjög eðlOegt. Við erum að sjálf-
sögðu að vinna að þessu til þess
að reyna að jafna vægi atkvæð-
anna í þá veru sem það var þegar
síðustu breytingar á kosninga-
lögunum voru framkvæmdar.
Hvort það næst einhver meiri
árangur heidur en það skai ég nú.
ekki segja um. Mér sýníst þetta
hins vegar vel geta verið einn lið-
ur í því að lagfæra þetta. Hvort
það að festa „flakkarann" þama
er nægOegt tO að jafha vægi at-
kvæða fer að sjálfsögðu alveg eft-
ir því hverju við ætlum að ná
fram. Ef við ætlum að ná sama
jafnvægi og var við síðustu breyt-
ingu, 1987, þá getur þetta veriö
iíður i því. En það er vafasamt
að eitthvað meira en það náist
fram með þessu. Það em uppi
háværar raddir um aö jafna at-
kvæðavægi aö einhverjuleyti nú
án stjórnarskrárbreytinga. Því er
trúlegt aö ekki verði gengið
iengra en þetta nú. Og ég vO taka
fram að ég sé ekkert athugavert
viö að festa „flakkarann" þama
telji menn þaö ieysa einhvern
vanda.“
Leysir ekki
vandann
„Þetta
krukk í kosn-
ingaiögin sem
sumir eru að
taia um að
gera, ein-
Itverja smá
uppálöppun í
sambandi við
jöfnun á vægi
atkvæöa, er
að mínu viti
rangt Það gerir ekki nokkurn
mann ánægðan. Það breytir held-
ur ekki kerfinu í neinum aðaiatr-
iðum. Þess vegna tel ég að menn
verði að vanda sig mödu meira
við þá breytingu sem verði gerð.
Það að fara að festa „flakkar-
ann“ í Reykjavík og Reykjanes-
kjördæmi er bara til málamynda
handa þeim sem em óánægðir.
Þaö eitt jafnar ekki vægiatkvæða
í iandinu. Ef það er einh ver mein-
ing í því hjá mönnum aö jafiia
atkvæðisréttinn i iandinu og
sætta ólík sjónarmið þar um þarf
svo margt annað og fleira að
koma til. Það skiptir svo sáralitlu
mál hvort einn þingmaður er
fluttur tii að þaö er brosiegt að
telja það eitt leysa einhvem
vanda. Ég vO ekki að menn séu
að einhverju krukki sem engu
máli skiptir. Ég tel að staðan eins
og hún er nú sé ekki óviðunandi.
Það er hins vegar óviöunandi ef
ekki er hægt aö fá almenning í
iandinu tíl að sætta sig við ríkj-
andi kerfl. Þess vegna verður að
breyta því fáist almennir kiós-
endur ekki til að að sætta sig við
það eíns og þaö er.“
Jóhonn Ársætsson
þinglsmaður.
Jóna Valgerður Kristj-
ónsdóttir þingkona.