Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1995, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1995, Page 20
32 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 Fréttir_______________________________________dv Verk án útboða fyrir milljarð hjá borginni árið 1993: Eitt smáf yrirtæki með verk fyrir 43 milljónir Fyrirtækið Húsalagnir hf. fékk verk fyrir röskar 43 milljónir króna án útboða hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar árið 1993 eða tæp fimm prósent af þeirri upphæð sem borgin greiddi fyrir verk án útboða sem hefðu átt að heyra undir Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborgar. Fyrirtækið fékk tæpar 33 milljónir króna fyrir viðhaldsverk á vegum Skólaskrifstofu, Dagvistar barna og wwvvwwww SMÁAUGLÝSINGADEILD OPIÐ: Virkadaga frákl. 9-22, laugardaga frákl. 9-16, sunnudaga frákl. 18-22. 9 9*11*50 Verð kr. 39,90 mín. Dregið daglega og stjörnumáltíð fyrir tvo frá McDonald's fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spumingunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síðasta fóstudag. íleiri borgarstofnana og 10,5 milljónir fyrir nýbyggingar á vegum borgar- innar. Samkvæmt upplýsingum hjá Borgarendurskoðun var stór hluti af greiðslunum vegna ófyrirséðra viðhaldsverka í skólum. „Það er ákaflega óeðlilegt að á sama tíma og ýmsir aðilar eru að berjast af mikilli hörku í útboðum hjá Inn- kaupastofnun til aö fá smáverk upp á 2-3 milljónir geti einn aðili sem enginn þekkir verið með áskrift að verkefnum upp á 40-50 milljónir. Þegar svona er staðið að málum er svokölluð jafnræðisregla brotin því að þá hafa ekki allir sömu möguleika á að vinna fyrir borgina," segir Al- freð Þorsteinsson, formaður stjórnar Innkaupastofnunar. í skýrslu um innkaup og verktaka- greiðslur fram hjá samþykktum Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborgar árið 1993 kemur fram að borgarsjóð- ur hafi greitt tæpan milljarð til inn- kaupa og verka án útboða. Heildar- kostnaöur vegna viðhalds og vinnu á vegum borgarstofnana nam íimm milljörðum króna það ár en innkaup á vegum stofnunarinnar námu að- eins 1,5 milljörðum króna. Stjórn Innkaupastofnunar Reykja- vikurborgar leggur til að skipuð verði nefnd til að fara ofan í útboðs- mál stofnunarinnar, fara yfir reglur hennar og koma meö tillögur til úr- bóta. Búist er við að tillagan verði lögð fram í borgarráði á þriðjudag og niðurstöður liggi fyrir fljótlega. Ekki náðist í Guðlaug R. Níelsson, framkvæmdastjóra Húsalagna, í gær. SalanáÚA: Viðræður í fullum gangi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Viðræðunefhd bæjarstjórnar Akureyrar hefur nú fundað með þremur þeirra aðila sem lýst hafa áhuga á að kaupa hlutabréf bæj- arins í Útgerðarfélagi Akur- eyringa, en stefnt er aö þvi að ljúka viöræðunum fyrir helgi. í gær ræddu fulltrúar Akur- eyrarbæjar við forsvarsmenn Kaupfélags Eyfirðinga, og síðan við forsvarsmenn Lífeyrissjóös Norðurlands og starfsmenn ÚA, sem komu saman til viðræðna. í dag efu áformaðar viöræður við eigendur Samherja og síðan við fulltrúa frá Skandia. Þá er fyrirhugaður viðræðu- fundur við fulltrúa Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á morgun. Aö þvi loknu er beðið niðurstaðna kannana sem verið er að vimia fyrir Akureyrarbæ á áhrif þess að flytja sölumál ÚA frá SH til íslenskra sjávarafuröa hf. Þegar þetta liggur fyrir kemur að þvi að bæjarstjórnarmenn taka ákvöröun um hvort selja eigi 53% hluta bæjarins í ÚA, hverj- um verður selt ef af því verður og hvort bærinn selur allan hlut sinn. Einn maður slasaðist alvarlega I árekstri við strætisvagn við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar um miðj- an dag í gær. Strætisvagninn hafnaði bílstjóramegin á fólksbíl sem var að koma eftir aðrein frá Háaleitisbraut inn á Miklubraut. Tækjabíll slökkviliðsins var fenginn til að ná ökumanni fólksbtlsins úr flakinu. Bilstjóri strætisvagns- ins hlaut minniháttar meiðsl. DV-myndS 99*17*00 - hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan. Borgarráö: Auglýsir starf forstöðumanns Kjarvalsstaða Borgarráð hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra að auglýsa stöðu forstöðumanns Kjarvalsstaða lausa til umsóknar þar sem kveðið er á um þá meginreglu í reglum um réttindi og skyldur starfs- manna Reykjavíkurborgar að aug- lýsa lausar stöður til. umsóknar. Menningarmálanefnd borgarinnar var áður búin að leggja til við borg- arráð að endurráða Gunnar Kvar- an í starf forstöðumanns næstu sex árin. í bókun sjálfstæðismanna í borg- arráði segir að með tillögu sinni hafi borgarstjóri niðurlægt stjóm menningarmálanefndar með eftir- minnilegum hætti og telur ótrúlegt sambandsleysi milli borgarstjóra og Guðrúnar Ágústsdóttur og Guð- rúnar Jónsdóttur, fulltrúa Reykja- víkurlistans í nefndinni. Guðrúnar Ágústsdóttir lét bóka að hún teldi rétt að borgarráð léti auglýsa stöðuna í ljósi athuga- semda frá samtökum myndhstar- manna við tillögu menningarmála- nefndar. Rétt sé að koma til móts við óskir samtaka myndlistar- manna um auglýsingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.