Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 10
26 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 Tækni - tölvur Fyrir tæplega þremur árum tóku þrír kennarar og einn tölvunarfræö- ingur sig til og stofnuðu íslenska menntanetiö. Fyrirtækið var stofnaö aö frumkvæði Péturs Þorsteinsson- ar, þáverandi skólastjóra Grunn- skólans á Kópaskeri. Bakgrunnur netsins var nefnilega tölvumiðstööin Imba sem Pétur haföi verið meö í þróun frá árinu 1988. íslenska menntanetið er tölvunet og tengir saman langflestar skóla- stofnanir landsins auk þess aö vera einn þeirra aðila sem býður tengingu við Intemetið. Auk Péturs eru eig- endur íslenska menntanetsins þau Lára Stefánsdóttir, Jón Eyfjörð og Björn Þór Jónsson tölvunarfræðing- ur. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú 6 talsins við þrjár miðstöðvar í land- inu; í Reykjavík og á Akureyri og Kópaskeri. Markmið íslenska menntanetsins er að auka samskipti skóla á milli og við umheiminn í gegnum Inter- netið. Að sögn Péturs hefur áhuginn á Intemeti aukist það mikið að ís- lenska menntanetið er farið að bjóða almennum tölvunotendum utan skólakerfisins þjónustu sína. Um 3000 notendur em tengdir ís- lenska menntanetinu og telur Pétur að um 2000 þeirra séu virkir. Þar af eru almennir notendur utan skóla- kerfisins orðnir um 400 talsins. Eins og áður sagði eru miðstöðvar íslenska menntanetsins þrjár. í hús- næði Kennaraháskólans í Reykjavík, á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra á Akureyri og í vélasal Menntanetsins á Kópaskeri. Tengipunktum fjölgað Innanlandssamband íslenska menntanetsins er rekið á háhraða- neti Pósts og síma. Netið hefur 45 símalínur; 30 í Reykjavík, 10 á Akur- eyri og 5 á Kópaskeri. Menntanetið vinnur að því að fjölga tengipunktun út um land þannig aö fleiri tölvunotendur eigi þess kost að tengjast Intemet á inn- Eigendur og hluti starfsmanna Islenska menntanetsins velta fyrir sér nýjungum á Veraldarvefnum. Sitjandi er Lára Stefánsdóttir en fyrir aftan hana eru Jón Eyfjörð, Pétur Þorsteinsson, Þorvaldur Arnarson og Linda Björk Bergsveinsdóttir. anbæjarsímgjaldi. í þvi felst gríðar- legur spamaður fyrir landsbyggðar- fólk, enda nær sjöfaldur kostnaðar- munur á innanbæjarsímgjaldi og langlínugjaldi. Á þessari stundu á Menntanetið í viðræðum við aðila á ísafirði, Héraði, Suðumesjum, Vest- urlandi og Vestmannaeyjum. Til að allir landsmenn eigi þess kost að tengjast Intemeti á innanbæjarsím- gjaldi þarf 15-20 tengipunkta og Menntanetið er að leita að samstarfs- aðilum á meðal heimamanna víðs- vegar um land með lausnir á þessu sviði. Auk þess leggur Menntanetiö áherslu á að þessir hlutir verði leyst- ir í góðu samstarfi við Póst og síma og SURÍS. Upplýsingavefur á 5 tungumálum um ísland Annað stórverkefni sem Mennta- netið er að hleypa af stokkunum er yfirgripsmikil og vönduð landkynn- ing á Internetinu. Hugmyndin er að byggja upp upplýsingavef á 5 tungu- málum um Island og íslensk mál- efni; land, þjóð, tungu, menningu, sögu og viðskiptalíf, og fá til verksins sérfræðinga á ýmsum sviðum auk ljósmyndara og útlitshönnuða. Hug- myndin hefur þegar verið kynnt fyr- ir allmörgum aðilum úr hópi emb- ættismanna og fyrirtækja og hvar- vetna hlotið góðar undirtektir. Þess má geta að Hewlett Packard á íslandi hefur nú þegar veitt hugmyndinni öflugt brautargengi með því að leggja til hluta þess vélbúnaðar sem til þarf. „Ég tel að mikilvægi þess að ísland sé kynnt á menningarlegan hátt á Internetinu verði seint fullmetið. Á næstu dögum mun Menntanetið snúa sér til valinna samstarfsaðila varðandi uppbyggingu og fram- kvæmd þessa mikla verkefnis,“ segir Pétur Þorsteinsson. íslenska menntanetið stendur í stórræðum: Undirbýr kynningu um ísland á Intemeti - í samstarfi við sérfræðinga á ýmsum sviðum Islenska menntanetið Vesturland, væntanleg miöstöó ísafjörð'ur, V væntanleg miöstöð w * w Akureyri, miöstöð Internet Reykjavík, mlöstöö ( Kópasker, mlöstöö J Háhraðanet Pósts og síma j Egilsstaöir, \ væntanleg miöstöö SURÍS Suöurnes, væntanleg miöstöð Vestmannaeyjar, væntanleg miöstöö Þorvaldur Arnarson og Jón Eyfjörð við hluta innhringimótalda Menntanets- ins í Kennaraháskólanum í Reykjavík. DV-myndir GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.