Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 27 Tækni - tölvur Nýherji þjónustar Intemetsnotendur: Leið til að minnka samskiptakostnað starfsmanna. Fjárfestingin getur því verið mikil nema að fyrirtækin komi sér í samband hjá okkur.“ Aðspurður segir Baldur að við- brögð við Internetsþjónustu Nýherja hafi verið góðar. Fyrirtækið hafi far- ið rólega af stað, byrjað fyrir ári í tilraunaskyni en núna væru áform uppi um að efla þjónustuna. „Við ætlum að gera þjónustuna að stærri og virkari þætti í okkar starf- semi. Hátt í annað hundrað notendur og þónokkur fyrirtæki hafa tengst Internetinu í gegnum okkur.“ - Hver er helsti kostur fyrir fyrir- tæki við að tengjast Interneti? „Fyrir þau er þetta leiö til að minnka samskiptakostnað til út- landa. Þau fá líka greiðari leið til al- mennra samskipta. Forráðamenn eða starfsmenn fyrirtækja geta rætt saman, skipst á gögnum og hleypt mönnum að tölvukerfum hver ann- ars.“ Baldur segir þaö gríðarlega mikil- vægt að fyrirtæki hugi að öryggis- þættinum þegar tengjast eigi Inter- neti. „Internetið er ekki annað en þjóð- vegur sem hver og einn getur ferðast um. Það eru alls konar menn sem ferðast um þennan þjóðveg í öðrum tilgangi en aðrir. Þeir eru kannski að leita að viðkvæmum upplýsingum í hagnaðarskyni. Því verða menn að byggja upp svokallaða eldveggi eða vörn gegn óboðnum gestum. Það er hluti af þeirri þjónustu sem við bjóð- um upp á, að sjá um öryggisþáttinn." Baldur segir að viðskiptaleg hlið Intemet og Apple-umboðið Fyrir Macintosh-tölvueigendur rukka fyrir er auðvitað leiðbein- hefur Apple-umboðið verið í sam- ingar, áskrift og notkun. Ef menn starfi við Miðheima í Tæknigarði ætla að vera í þessu myndræna um tengingu við Intemetið. Apple- umhverfi þá 'þarf öflugt mótald. umboðið býður almennum tölvu- Það má ekki vera minna en 14.400 notendum tengingu við Miðheima bita að stærð. Allar venjulegar fyrir upphringisamband. Síðan er Macintosh-tölvur duga,“ sagði Apple-umboðiö auðvitað tengt við Valdimar. Intemet um háhraöanet Pósts og Valdimar sagði aö mikill sparn- síma. Valdimar Óskarsson sagði aður væri fólginn í því fyrir Apple- við DV að tölvunotendur gætu líka umboðið og viöskiptavini þess að komist í samband við Apple- vera tengdir Interneti. Þarna væru umboðið um Internetið. menn að greiða fast gjald, óháð „Þeir sem þekkía vel til í báðum notkun, og auðveldara yröi að „tölvuheimunum“ segja að hug- sækja nýjar uppfærslur. búnaður eins og Mosaik sé „Internet er tískuorðið i dag. Það skemmtílegri á Macintosh-tölvu en eru allir að spá 1 þetta,“ sagði Valdi- PC-tölvum. Hugbúnaðurinn sem mar og bætti þvi við að Apple- þarf til að komast í samband við umboðið væri að koma sér upp Internet fylgir stýrikerfi okkar eða heimasíðu á Internetinu. er ókeypis. Það sem Miðheimar Nýherji hf. við Skaftahlíð býður upp á tvenns konar þjónustu vegna Inter- netsins, annars vegar fyrir einstakl- inga og hins vegar fyrir fyrirtæki. Baldur Johnsen, tölvunarfræðingur hjá Nýherja, sagði í samtali við DV að þessi þjónusta yrði sífelit viða- meiri hjá fyrirtækinu. „Við ýmist leyfum mönnum að komast í samband með Unix-tölvu, sem er tengd Interneti, og þar geta menn unnið og notað allar þær auð- lindir sem Internetið býður upp á, eða menn geta tengst með svokölluðu slip-sambandi og fengið myndrænt notendaviðmót á Internetið, svona svipað og Mosaik-hugbúnaðurinn. Það sem er frábrugðið okkar þjón- ustu miðað við aðra er að við byggj- um hana á föstu áskriftargjaldi pr. mánuð. Þannig að gjaldið er óháð notkun," segir Baldur. Gátt að Interneti Fyrirtækjaþjónusta Nýherja bygg- ist á því að gera fyrirtækin að fullum þátttakanda í Interneti. Baldur segir að Nýherji virki því sem nokkurs konar gátt að Interneti fyrir fyrir- tækin. „Þá geta fyrirtækin tekið til sín sjálf þá hluti sem þau vilja af netinu. Við bjóðum fjölbreytta tengimögu- leika, s.s. x-25, upphringisamband eða jáfnvel fastlínutengingu. Við sjáum um rekstur á þessu sambandi og sjáum til þess að það gangi þokka- lega. Vilji fyrirtæki tengjast Interneti krefst það töluverðrar þekkingar Baldur Johnsen hjá Nýherja sér um þá deild sem snýr að Internetsnotend- um. DV-myndGVA Internets sé stöðugt að aukast. Þetta sé markaður tengdur 30-A0 milljón- um manna. Netfangjafndýr- mætt og þorskkvóti „íslensk fyrirtæki eru smám sam- an að uppgötva þennan möguleika. í dag eru ákveðnar takmarkanir á því hvað menn mega gera hér innan- lands. Viðskiptalegar takmarkanir eru settar af þeim félagskap sem rek- ur Internetið. En þessir hlutir eru í mikilli gerjun nákvæmlega núna. Upphaflega var Intérnetið notað af rannsóknaraðilum og menntastofn- unum en núna stendur til að stofna hlutafélag um þá starfsemi sem SUR- ÍS hefur haft með höndum. Á næstu mánuðum verður fyrst fýsilegur kostur að tengjast Interneti í við- skiptalegum tilgangi. Þess veröur ekki langt að bíða að netfóng á Inter- neti verði orðin jafn algeng og fax- númer fyrirtækja. Sumir ganga jafn- vel svo langt að spá því að ef fyrir- tæki verði ekki tengd Interneti innan ákveöins tíma þá hreinlega verði þau ekki með í viðskiptum. Menn spá því einnig að það að eiga Internets-net- fang verði jafn dýrmætt og að eiga kvóta í þorskinum," segir Baldur Johnsen hjá Nýherja. HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOW'S LAUNAKERFI Frá kr. 14.940.- KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11 - SÍMI 568-8055 Vilt þú taka skref inn í framtíðina? Það eru viðurkennd Novell námskeið framundan. Hafðu samband við okkur núna ef þú vilt auka við menntun þína í Novell netkerfum. Þinn er ávinningurinn! Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 nashuaíe« ★ MesA seldu Ijósritunarvélar á íslandi! ★ Faxtæki ★ Fjölritar ★ Kjölbinditæki Vönduð þjónusta og traustar véiar tryggja vinninginn ! Verib velkomin í vinningsliðið! Umboð: Hljómver, Akureyri Póllinn, Isafirði Geisli, Vestmannaeyjum ARMULA 8 - SIMI 588-9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.