Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 14
30 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 Tækni - tölvur dv Landupplýsingakerfi frá ESRI: ArcView 2 kynnt á ráðstefnu Arcí S - á Hótel Sögu 3. febrúar Arcís er félagsskapur þeirra aðila á íslandi sem nota landupplýsinga- kerfin Arclnfo, ArcCad og ArcView frá ESRI, Environmentan System Research Institute, í Bandaríkjun- um. Félagið var stofnað í október 1993 og heldur sína fyrstu notenda- ráðstefnu á Hótel Sögu 3. febrúar nk. Á ráðstefnunni verður m.a. kynnt ný útgáfa af ArcView sem nefnist ArcView 2. Reiknað er með á annað hundrað þátttakendum á ráðstefn- una. Meðal þeirra aðila sem nota land- upplýsingakerfi frá ESRI, og eru fé- lagar í ArcíS, eru flestar stofnanir Reykjavíkurborgar, Almannavarnir Hugbúnaðarframleiðandinn WRQ, sem hefur aðsetur í Seattle í Banda- ríkjunum, hefur vakiö athygli um allan heim fyrir hugbúnaðinn Reflection. Reflection opnar notend- um PC- og Macintosh-tölva greiða leið að HP/3000, Dec/VMS og Unix- tölvum. Nú hefur WRQ sent frá sér lausnir fyrir notendur AS/400-tölva og IBM-stórtölva. Áð sögn Jónasar R. Sigfússonar, sölu- og markaðs- stjóra Boöeindar, munu þessar nýju lausnir veita áður óþekkta mögu- leika. Tvenns konar lausnir koma frá Reflection, annars vegar Reflection AS/400 og Reflection 3270. Reflection AS/400 Með Reflection AS/400 er skjá- hermir fyrir alla IBM 5250 skjái og hermi fyrir 3812 módel 1 prentara og skráarflutningur með FTP,. PC- Support, Drag and drop og SQL data query. Tölvunet sem þessi lausn styður eru PC-Support, Netware for SAA, NS/Router, TCP/IP og DOS ríkisins, Veðurstofa íslands, Umferð- arráð, Póstur og sími, Orkustofnun, Landmælingar ríkisins, Landsvirkj- un og Landgræðsla ríkisins. Alls eru rúmlega 100 aðilar skráðir í ArcíS. Hugbúnaðurinn frá ESRI, sem fyrst og fremst er fyrir Windows, býður ekki aðeins upp á kortagerð heldur að vinna fjölmargar upplýs- ingar á kortin. Um ArcView 2 er það helst að segja að það færir gögn frá hinum venjulega notanda. Sem dæmi er hægt að fá mannfjöldatölur frá Hagstofunni og hreppakort frá Land- mæhngum og tengja þær upplýs- ingar saman. GEODATA AS. í Noregi er umboðs- TELNET support. Kröfur sem Reflection AS/400 gerir til búnaðar eru 386/486 eða Pentium-tölva með aðili ESRI þar og á Islandi. Fulltrúi Geodata á íslandi frá árinu 1990 er Óskar J. Óskarsson. Svo má geta þess að umboðsaðili ESRI í Litháen er verkfræðistofan Hnit. Tölvuvæðing snjóflóðavarna Á notendaráðstefnunni 3. febrúar verða flutt nokkur fróðleg erindi. Meðal fyrirlesara verða Magnús Már Magnússon, snjóflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, sem mun fjalla um tölvuvæðingu snjóflóðavarna. Sann- arlega orð í tíma töluð. a.m.k. 4Mb minni og VGA-litaskjá, MS Windows 3.1 eða nýrra og TCP/IP, PC-Support eða NS/Router. Einnig verður sýnt hvernig tengja má GPS-staðsetningarbúnað við ArcView 2. T.d. má setja upp kort af Reykjavík sem sýnir hvar GPS-tæki eru staðsett i borginni. Þá munu full- trúar frá slökkviliðinu í Reykjavík, umferðardeild borgarinnar og Örku- stofnun flytja erindi á ráðstefnunni. í tengslum við ráðstefnuna verður efnt til samkeppni um bestu kort, teikningar og/eða myndir sem unnin hafa verið á Arclnfo, ArcCad eða ArcView. Verðlaun verða svo veitt í kvöldverðarboði ArcíS í Skíðaskál- anum í Hveradölum að kvöldi 3. febr- úar. Reflection3270 Með Reflection 3270 fylgir skjá- hermir fyrir IBM 3270 skjái og herm- ir fyrir 3287 módel 1 prentara og skráarflutningur með IND$FILE, FTP og Drag and drop. Tölvunet sem lausnir styður eru WRQ TCP/IP og flest önnur TCP/IP, ásamt öllum TCP/IP sem styðjast við Windows Socket. Kröfur sem Reflection 3270 gerir til búnaðar eru IBM-stórtölva með einu af eftirtöldu: IBM TCP/IP fyrir MVS (5735-FAL), IBM TCP/IP fyrir VM (5735-HAL), Fibronics KNET og Int- erlink’s SNS/TCPaccess. Sem dæmi um notkun á Reflection má geta þess að með Reflection 3270 er hægt að tengjast Skýrr um Inter- netið. Einnig má nota Reflection til að annast samskipti við tölvur Há- skólans og flesta tölvubanka. Reflection er nú í notkun hjá vel á annað þúsund notendum á íslandi. Umboðsaðili er Boðeind á Seltjarnar- nesi. IBM stokk- ar spilin Forráðamenn Intemationai Business Machines, IBM, í Bandaríkjunum ákváðu nýlega stórtækar aðgerðir í endurskipu- lagningu á rekstri og sölumálum hugbúnaðardeildar fyrirtækis- ins. Síðustu misseri hefur IBM fækkað starfsfólki í höfuðstöðv- unum og viðar. Jafnframt hafa þónokkrar breytingar verið gerð- ar á „toppnum“ og yfirmannalið- ið yngt upp. Verðlækkun ábeinlínu- þjónustu Fyrirtækið CompuServe i Bandaríkjunum, sem hefur sér- hæft sig í beinlínuþjónustu fyrir tölvur (on-line service), tilkynnti nýlega helmingsverðlækkun á þjónustu sinni. Þykir mönnum þetta vísbending um harðnandi samkeppni um áskrifendur á tölvunetkerfum. Sem dæmi um kostnaðinn hjá CorapuServe lækkaði fyrirtækið áskrlftina úr 660 kr./klst. niöur í 330 kr./klst. Mánaðargjald er um 680 krónur. Til samanburðar kostar aðgangur að Interneti á íslandi tæplega 2.000 krónur hjá Miðheimum. Jafnhörð sam- keppni og í Bandaríkjunum er greinilega ekki komin til íslands, enda tæknin á bernskuskeiði hér á landi. Stríð hjá Sega og Nintendo Frá Bandarikjunum hárust þær fréttir nýlega að samkeppni tölvuleikjaíramleiðendanna Sega og Nintendo myndi enda með striði á þessu ári. Ástæðan er sí- fellt fullkomnari tækni við gerð tölvuleikja og hörð samkeppni við tæknina sem geisladiskamir, CD-ROM, bjóða upp á. Sérfræðingar telja ekki fleiri möguleika á gerö 16 bæta leikja því framtiðin sé fólgin í 32 eða 64 bæta tölvuleikjum. Þegar eru komnir fram leikir af þessari teg- und. Þetta kom fram á stórri tölvusýningu í Las Vegas í byrjun janúar. Þar voru allír helstu tölvuleikjaframleiðendur heims með stóra sýningarbása. Auk Sega og Nintendo má nefna At- ari, Sony, 3DO og Philips. Geisladisk- ar auka sölu á tölvum vestanhafs Á sömu sýningu í Las Vegas voru geisladiskar fyrirferðar- miklir enda er talað um 1994 sem ár geisladisksins i tölvuheimin- um. Á sýningunni kom fram að sala á einkatölvum í Bandaríkj- unum heföi í fyrsta sinn nálgast sölu á sjónvarpstækjum eða fyrir 550 milljarða árið 1994. Ástæöan fyrir þessari aukningu er einkum geisladiskarnir, að mati sérfræð- inga. Reiknað er meö að íjöldi geisla- diskatitla fyrir tölvur muni tvö- faldast á næstu árum. Um leið er búist við að sjónvarpiö, mynd- bandið og tölvan sameinist á einn skjá. Þá er spuming hvort mynd- bandstæknin verði ekki aö víkja fyrir geisladiskunum eða jafnvel einhverri annarri tölvutækni. -Reuter Á þessum tveimur kortum af sama svæði í Reykjavík má sjá mismunandi upplýsingar. Þetta eru meðal þeirra kosta sem landupplýsingakerfin frá ESRI bjóða upp á. Notendur IBM AS/400 tölva: Reflection-hugbúnaður veitir nýja möguleika Skjámynd af Reflection 3270 hugbúnaöi frá WRQ, Walker Richer & Quinn, í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.