Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 13 Merming Einar Már Guðmundsson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Fullur af þakklæti og jákvæðum hugsunum „Þetta er stórt mál og maöur er fullur af þakklæti og jákvæöum hugsunum. En ég þarf aö fá tíma til aö átta mig á þessu. Þaö er ekki auð- velt aö leggja mat á þýðingu verð- launanna alveg á stundinni og í ljósi sögunnar ber aö varast stóryrtar yf- irlýsingar," sagöi Einar Már Guð- mundsson rithöfundur við DV. Einar hlaut í gær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók sína Engla alheimsins. Verölaunaféö nemur um 3,5 milljónum króna. Verk Einars var valið úr hópi 11 tilnefndra verka frá öllum Norðurlandaþjóðun- um. í bókinni fjallar Einar um hvernig geðveiki leggst á ungan mann sem tekinn er úr leik, lífið á geðsjúkra- húsi og vangaveltur um lífið innan og utan veggja þess. Bókina tileinkar hann látnum bróður sínum, Pálma Arnari Guðmundssyni. Einar var að vonum ánægður með að hljóta bókmenntaverðlaunin og meðan blaðamaður og ljósmyndari dokuðu við á heimili hans í gærdag hringdu og klingdu síminn og dyra- bjallan til skiptis; blómvendir og heillaóskaskeyti bárust í bunkum. í umsögn um bókina segir norræna dómnefndin meðal annars: „Með hjálp ljóðrænnar geðveilu kemst les- andinn í kynni við hugsanir og veru- leika hins geðveika. Húmorinn dreg- ur fram alvöruna og einfaldleikinn kaldhæðnina." Númer eitt, tvö og þrjú að skrifa Einar lætur verðlaunin þó ekki raska ró sinni að marki. „Ég er búinn að vera atvinnurithöf- undur það lengi að verðlaun sem þessi koma manni ekki úr jafnvægi varðandi áform og störf þó meira rót verði á manni um stundarskir. Hlut- verkið að setjast niöur og skrifa er og verður númer eitt, tvö og þrjú hjá mér.“ Einar var ekki með bók fyrir síð- ustu jól en okkur lék forvitni á að vita hvort bók kæmi frá honum á þessu ári. „Verðlaun eins og þessi, þar sem fjármunir eru veittir, gefa manni færi á hugsa minna í aflahrotum og vertíðum. Ég hef alltaf gefiö mér tíma í mínar bækur og unnið út frá ein- kunnarorðunum: „Eins fljótt og ég get, eins lengi og ég þarf.“ Það verður bara að koma í ljós hvenær ég sendi eitthvað frá mér.“ Okkar orð í háu gengi - En hvaða þýðingu hafa þessi verð- laun fyrir íslenska rithöfunda? „íslendingar fá þessi verðlaun með skömmu millibili síðustu átta ár. Það segir einfaldlega að okkar orð eru í háu gengi og gefur vísbendingu um það að í sagnalist okkar hafl verið umbrotatímar. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis hefur aukist á undanfórnum árum, einkum og sér í lagi á Norðurlöndum. Síðan er hefð fyrir því að utan Norðurlanda sé áhuginn mestur hjá Þjóðverjum. En það eru hærri múrar í kring um eng- ilsaxneska bókmenntaheiminn. Þeg- ar athyglin beinist að einum höfundi í þessu samhengi getur það þó breyst Með glæsilegri bókmenntaaf- rekum síðari ára - sagðifuHtrúibókmenntanefndarDV „Persónulýsing aðalpersónunn- ar, Páls, er með glæsilegri bók- menntaafrekum síðari ára, skrifuð af mikilli frásagnarlist þar sem saman fara djúpur skilningur á lífsvandanum, væntumþykja og tO- finning fyrir persónunni, stórgóð- ur húmor og markviss heildarsýn sem gefur okkur samfellda sögu úr marglitum brotum," sagði Gisli Sigurðsson, formaður dómnefndar um bókmenntir,, þegar hann af- henti Einari Má Guðmundssyni í fyrra Menningarverðlaun DV fyrir skáldsöguna Engla alheimsins. Gísli sagði skáldsögu Einars Más gera allt í senn: „Hún fangar lesandann með stíl- galdri sínum, skapar heildstæða persónu og breytir og eykur við mannskilning okkar um leið og hún afhjúpar margt af því sem við kjósum venjulega að sópa undir teppið í samfélamnu. . .1 Englum alheimsins er reynt cið skilja þá ólíku strauma sem leika um sturl- aðan huga og viö finnum sterklega fyrir þeirri óviðráðanlegu veiki sem leggst á hæfileikaríkan ungl- ing. Við kynnumst því hvernig hann heldur persónuleikaeinkenn- um sínum og nær sambandi við annaö fólk í þeirri blöndu bilunar og mannlegra tilfinninga sem við eigum öll sameiginlegar en hann ræður ekki við og er þess vegna úr leik.“ Verk Einars Más Ljóð: Er nokkur í kórónafótum hér inni? (1980) Sendisveinninn er einmanna (1980) Róbinson Krúsó snýr aftur (1981) Klettur í hafi (1991) Skáldsögur: Riddarar hringstigans (1982) Vængjasláttur í þakrennum (1983) Eftirmáli regndropanna (1986) Rauðir dagar (1990) Englar alheimsins (1993) Smásögur: Leitin aö dýragarðinum (1988) Barnasögur: Fólkið í steininum Hundakexið Kvikmyndahandrit: Börn náttúrunnar, ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni (1991) Bíódagar, ásamt Friöriki Þór Frið- rikssyni (1993) Þrír íslenskir handhafar bókmenntaverðlaunanna: Hlutu allir Menningar- verðlaun DV árið á undan Einar Már Guðmundsson og eiginkona hans, Þórunn Jónsdóttir, skoða fyrsta fréttaskeytið þar sem greint er frá því að Einar hljóti bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1995. DV-mynd GVA því þá skoða menn landsvæðið um leið.“ Á áttunda áratugnum þá voru við- brigöi ef íslensk bók kom út á öðru tungumáli en á síðari árum er ekki óalgengt að sjá 5-10 bækur þýddar erlendis. Um þessar mundir eru nokkrir tugir íslenskra bóka vænt- anlegir eða komnir út hjá erlendum forlögum. Kastljósið á íslenska rithöf- unda „Þarna hefur Norræni þýðingar- sjóðurinn náttúrlega haft áhrif og aukin samskipti á menningarsviðinu á Norðurlöndum auk þess sem sú tilfmning virðist farin að gerjast utan Norðurlanda að það séu mjög spenn- andi hlutir að gerast þar. Gott dæmi eru bækur eins og Lesið í snjóinn og Heimur Soffíu." Einar var á norrænni bókmennta- ráðstefnu í Munchen í nóvember. Þá sagði maður frá stóru forlagi honum að það hefði verið að gefa út norræn- ar bókmenntir um nokkurt skeið. „Hann sagði að aðrir forleggjarar hefðu verið að gefa þeim olnbogaskot fyrir að gefa út þessa snjókarla að norðan. En nú hefur viöhorfið snúist við og viðkomandi forlag er öfundað af sínum sterka norræna höfunda- lista. Það er svolítið óútreiknanlegt hvernig sviðsljósið flyst milli svæða en ég vona að verðlaunin beini er- lendu kastljósi að íslenskum rithöf- undum í ríkari mæli.“ Menningarverðlaun DV virðast hafa verulegt forspárgildi ef litið er til þeirra þriggja íslensku höfunda sem hampað hafa bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs síðastliðin átta ár. Allir verðlaunahafarnir hlutu Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir árið áður en þeir hlutu bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Einar Már Guðmundsson er fimmti íslendingurinn sem hlýtur bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs en þau voru stofnuð 1962. Ólafur Jó- hann Sigurðsson hlaut verðlaunin fyrstur Islendinga 1976 og Snorri Hjartarson hlaut þau 1981. Það var ekki fyrr en 1988 að íslendingar kom- ust aftur á blað og síðan hafa þrír íslenskir rithöfundar hampað verð- laununum. Thor Vilhjálmsson hlaut verðlaun- in 1988, Fríða Á. Sigurðardóttir 1992 og nú Einar Már Guðmundsson. Þessir rithöfundar eiga alhr sameig- inlegt að hafa hlotið Menningarverð- laun DV fyrir verðlaunabækur sínar árið áður. Thor Vilhjálmsson fékk Menningarverðlaun DV fyrir bók sína, Grámosinn glóir, 1987. Fríða Á. Sigurðardóttir hlaut Menningar- verðlaun DV fyrir skáldsöguna Með- an nóttin líður. í fyrra hlaut síðan Einar Már Guðmundsson Menning- arverðlaun DV fyrir Engla alheims- ins. Athygli vekur að hann var ekki tilnefndur til íslensku bókmennta- verðlaunanna í fyrra. Einar Már Guðmundsson, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1995, tekur við Menningarverðlaunum DV fyrir bókmenntir í fyrra. DV-mynd GVA Thor Viihjálmsson tekur við Menn- ingarverðlaunum DV fyrir bók sína Grámosinn glóir. Ári síðar hlaut hann bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir bókina. Fríða Á. Sigurðardóttir tekur við Menningarverðlaunum DV fyrir bók sína Meðan nóttin liður. Ári síðar hlaut hún bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir bókina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.