Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1995, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 23 Fréttir Vestmannaeyjar: Skipum og bátum fækkar en hlut- deild í af la eykst Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum; Áriö 1984 voru 60 skip og bátar gerðir út frá Vestmannaeyjum og hélst sú tala lítiö breytt til 1987. Þá fjölgaði þeim ört og voru orðnir 79 1990. Mest munaði um báta undir 12 tonnum. Þeim fjölgaði úr 9 árið 1984 í 20. Einnig fjölgaði stærri bátum og skipum á tímabilinu. En í lok 1993 hafði þeim fækkað í 69 og er fækkun- in mest á bátum undir 12 tonnum. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar um bolfiskkvóta, vinnslu og skipastól Vestmannaey- inga sem nær ekki lengra en til árs- ins 1993. Var skýrslan unnin að beiðni bæjarstjórnar Eyja. Sé litið á tölur frá Útvegsbændafé- lagi Vestmannaeyja Mtur dæmið tals- vert öðruvísi út en í félaginu eru út- gerðarmenn báta og skipa yfir 12 tonnum. 1985 voru 51 bátur og skip innan félagsins og er sú tala htið breytt til 1988. Þá fer þeim að fjölga. 1989 eru þeir 58 og mestur er íjöldinn 1990 þegar þeir voru 60. Upp frá því fer þeim að fækka, voru 46 á síðasta ári en í dag eru þeir 39. Hefur þeim fækkað um þriðjung á 4 árum. Á sama tíma hafa Eyjamenn aukið hlutdeild sína í bolfiskkvóta landsmanna, úr 8,5% árið 1985 í 10,3% á yfirstandandi fiskveiðiári. Magnús Kristinsson, formaður Út- vegsbændafélagsins, segir að skýrsl- an hafi ekki komið á óvart og sé hún í samræmi við tölur félagsins. „Skipum hefur fækkað mikið en það er þó huggun harmi gegn að við höfum haldið hlutdeild okkar í afla- heimildum og gott betur. Það er engu að síður hryllilegt að horfa á eftir öllum þessum bátum. Það er ansi dapurt að flotinn skuli vera kominn niður fyrir 40 skip í þessari stærstu verstöð landsins og nú er svo komið að héðan má ekki fara meiri kvóti eða fleiri skip,“ sagði Magnús. Akranes: Rætt við ráðherra um sýslumannsembættið Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi; Gísli Gíslason bæjarstjóri og Gunn- ar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Akraness, fóru á fund Þorsteins Páls- sonar dómsmálaráðherra í síðustu viku og ræddu við hann um málefni sýslumannsembættisins. Gísli segir að þeir hafi lagt á það þunga áherslu við ráðherra að hann færi ástandið á sýsluskrifstofunni til betri vegar. „Við ræddum almennt við ráð- herra um áhyggjur okkar af því að svo viröist sem ekki sé starfsfriður hjá embættinu vegna innanhúss- deilna. Fréttir hafa birst af deilum og kærum milh einstakra starfs- manna. Það er alvarlegt mál þegar æðstu embættismenn kæra hver annan,“ segir Gísli. Svör Þorsteins Pálssonar voru á þá lund að verið væri að vinna í máhnu en Gísli sagðist ekki eiga von á niöurstööu í því á næstunni. Keflavlkurflugvöllur: Afmæli Anna Sigríður Bjömsdóttir Anna Sigríöur Björnsdóttir, fisk- vinnslukona og húsmóðir, Heiðar- hrauni 48, Grindavík, varð fimmtug ígær. Starfsferill Anna fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seyðisfirði til tíu ára aldurs og síðan í Hafnarfirði. Er Anna giftist byrjuðu þau hjónin búskap í Hafnarfirði og þar bjuggu þau til 1980 er þau fluttu til Grinda- víkur þar sem þau hafa búið síðan. Anna starfar við fiskvinnslu hjá Vísihf.íGrindavík. Fjölskylda Anna giftist 18.12.1965 Enok Bjama Guðmundssyni, f. 23.10.1943, stýrimanni. Hann er sonur Guð- mundar Sveinbjörnssonar sjó- manns og Eneku Hildar Enoksdótt- ur húsmóður sem bæði eru látin. Synir Önnu og Enoks era Sigurð- ur Enoksson, f. 17.2.1965, bakari, kvæntur Ásgerði H. Króknes og eru böm hans Enok Steinar, f. 1.2.1992, og Hrafnhildur Anna, f. 4.8.1994; Ómar Enoksson, f. 22.2.1973, nemi. Hálfsystkini Önnu, sammæðra, eru Leifur, f. 27.6.1946, d. 3.1.1977; Steinar.f. 26.11.1954,búsetturá Þingeyri, kvæntur Sigríði Gunnars- dóttur og á hann fimm börn og eitt Anna Sigriður Björnsdóttir. fósturbarn; Guðr.ý, f. 24.3.1952, bú- sett í Hafnarfirði, gift Árna Þor- steinssyni og á hún þrjú börn; Stein- unn Lilja, f. 24.9.1959, búsett í Hafn- arfirði, gift Kristni Kristinssyni og áhún þrjúbörn. Hálfsystir Önnu, samfeðra, er Guðný Björnsdóttir, búsett á Vopnafirði, og auk þess tvö systk- ini, búsett í Bandaríkjunum. Foreldrar Önnu: Björn Guð- mundsson verkamaður og Katrín Sigurðardóttir húsmóðir. Fósturforeldrar Önnu: Sigurður Dagnýsson og Helga Sveinsdóttir. SNJOBILL TIL SOLU Slökkviliðsmenn löggiltir fagmenn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Þetta er meiriháttar viðurkenning eftir áratuga baráttu starfsmanna fyrir löggildingu. Þetta er í fyrsta skipti sem slökkvihðsmenn okkar fá pappíra upp á að þeir séu löggiltir fagmenn," sagði Haraldur Stefánsson, slökkvihðsstjóri Keflavíkurflugvallar. Robert Blake, yfirmaður flotastöðv- arinnar á KeflavíkurflugveUi, afhenti slökkvihðsmönnum skírteini; löggild- ingu frá bandariska ríkinu sem viður- kennir í fyrsta skipti fagheitið slökkvil- iðsmaður innan vamarmálastofnunar USA. Hjá slökkvihðinu era 78 fastirr- áðnir brunaveröir. Þá starfa 36 fastir starfsmenn hjá flugþjónustudeild slökkviliðsins sem jafnframt gegna störfum sem brunaverðir og björgun- armenn efdr þörfum, vel þjálfaðir sem varalið í hópslysum og eldsvoðum. Slökkvihðsmennimir eru alhr íslend- ingar. Haraldur Stefánsson slökkviliösstjóri óskar Línu Kjartansdóttur tii ham- ingju. Hún er yfirmaður i brunaeftirliti. Akranesbær kaupir jörð á 20 milljónir Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Skrifað var undir samninga um kaup Akranesbæjar á landi Innsta- Vogs 27. janúar og er kaupverð 20 mihj. króna. Jörðin var í eigu Ás- mundar hf„ eignarhaldsfélags sem er í eigu barna Þórðar Ásmundsson- ar. Bærinn hefur lengi haft áhuga á að kaupa jörðina en fyrirhugaö er að þar verði útivistarsvæði bæj- arbúa. Jörðin er yfir hundrað hekt- arar að stæ.rð eða sem svarar um helmingi Neðri-Skagans, að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra. Greiddar vora 10 mihjónir við und- irritun samnings og aðrar 10 milljón- ir eftir 2 mánuði. Kaupin veröa fjár- mögnuð með lántöku. KÁSSBOHRER FLEXMOBIL FM 23.150 K Mjög öflugur 10 manna bíll. Upplýsingar í síma 984-55155. Á hvaða tíma S6ITI er! 99•56*70 I Aðeins 25 kr. mín. Sama verð fvrir alla landsmenn. Áskrifendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum ^ wwwv AUGLYSINGAR Þverholti 11 -105 Reykjavík Simi 563 2700 - Bréfasími 563 2727 Græni siminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga ki. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugib! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.