Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1995, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1995, Page 17
16 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 17 íþróttir Gullverðlaun hjá Hjalta í Danmörku Hjalti Ólafsson, karatemaður úr Þórshamri, vann til gullverð- launa á alþjóðlegu karatemóti í Danmörku en mótið fór fram um síðustu helgi. Hjalti keppti í 70-80 kg flokki og voru keppendur í flokknum um 40. Alls kepptu 110 keppendur á mótinu og komu þeir frá 10 þjóöum. Hjalti hefur áður staðið sig vel á erlendri grundu en hann fékk silfurverðlaun í opnum flokki og bronsverðlaun í +80 kg flokki á opna sænska meistaramótinu í október. Skíðadeild Uift- urs20ára Helgi Jónsson, DV, ÓlaMrði; Skiðadeild Leifturs varð 20 ára fyrri laugardag og af því tilefni var opið hús i Skíðaskálanum. Boðiö var upp á kaffl og meölæti. Þar var einnig skíöamarkaður og gat fólk keypt, selt eöa skipt allra handa skiöabúnaði. Trappatonifer fráSæjurum Nú er orðið ljóst að Giovanni Trappatoni þjálfari er á fórum frá Bayern Munchen. Ástæður fyrir ákvörðun hans hafa komið fram en þær má rekja til fjölskyldu- og tungumálaerfiðleika: Trappa- toni, sem er 55 ára að aldri, segist enn fremur vera óhamingjusam- ur í Múnchen. Hann ætlar að vera með liöið út tímabilið en segist vera tilbúinn að fara fyrr heim til ítalíu. Chris Kiwomya 230 milljóna virði Dómstóll hefur komist að þeirri niöurstöðu að enska knatt- spyrnufélagínu Arsenal sé skylt aö greiða Ipswich um 230 milljón- ir kröna fyrir Chris Kiwomya sem félagið fékk til liösins fyrir skömmu. Félögin komust ekki að samkomulagi og var dómstóll því kallaður til. Stanley Matthews áttræður Stanley Matthews, einn snjall- asti knattspyrnumaöur heims á sjötta áratugnum, er áttræður í dag. Matthews lék i 33 ár sem atvinnumaður, í 19 ár með Stoke og 114 ár með Blackpool, og spil- aði sinn síðasta leik flmm dögum eftir fimmtugsafmælið, áriö 1965. Hann tók þátt í sýningarleikjum fram undir sjötugt og er enn við bestu heilsu. í viötali í tilefni afmælisins sagði Matthews meðal annars að hann sæi mest eftir þvl að hafa hætt of snemma. „Ég hefði hæg- lega getað spilað í fimm ár I við- bót!" sagði þessi snjalli úthetji sem vann hug og bjarta knatt- spyrnuáhugamanna um allan heim með hraða sínum og snilli. Matthews var fyrstur kjörinn knattspyrnumaður ársins í Eng- landi, áriö 1948, og lilaut eínnig fyrstur nafnbótina knattspymu- maður árins i Evrópu, árið 1956. Þegar hann hætti, árið 1965, var hann aðlaður, íyrstur breskra knattspymumanna. Matthews lék 84 landsleiki fyrir Englands hönd, þann síðasta áriö 1957 en þá var hann 42 ára. Matthew Simmons sem varö fyrir barðinu á Eric Cantona: Hrækti á Cantona og úthúðaði móður hans - Cantona segir framkomu sína óafsakanlega og sér eftir öllu Eric Cantona segir að framkoma sín gagnvart áhorfanda á heima- velli Crystal Palace á dögunum sé ófyrirgefanleg og hann iðrist þess mjög er hann gerði. Komið er á daginn að áhorfandinn sem Can- tona réöst á heitir Matthew Simm- ons og hefur margoft verið dæmdur • fyrir afbrot í Englandi. Hann er í banni á mörgum knattspyrnuvöll- um í Englandi og hefur einnig ver- ið handtekinn á völlum víða um Evrópu. Móðir Cantona, Eleonore, sem er 54 ára, ræddi við son sinn í síma skömmu eftir atvikið. í samtali þeirra kom fram að Simmons kall- aði móður Cantona öllum illum nöfnum sem ekki er hægt aö birta á prenti. Það var þegar Cantona heyrði þessi ókvæðisorð um móður sína að hann æddi að áhorfandan- um og gerði þaö sem hann gerði. í Frakklandi er það litið mjög alvar- legum augum ef talað er illa um mæður einhvers og í móögandi tón. Móðir Cantona sagði einnig: „Það sem Cantona gerði var rangt og hann veit það. Hann var undir miklu álagi og ummæli áhorfand- ans um mig voru það sem fyllti mælinn. Við sáum atvikið í sjón- varpi í kvöldfréttunum en í franska sjónvarpinu var ekki sýnt hvað áhorfandinn gerði við Cantona. Hann hringdi í okkur stuttu seinna og reyndi að vera rólegur í síman- um enda er faðir hans mjög veikur og var nær dauða en lífi eftir erfið veikindi á dögunum. Hann sagði okkur að áhorfandinn hefði hrækt á sig og farið mjög móögandi orðum um mig.“ Gerir þú þér grein fyrir því hvað þú hefur gert? Eiginkona Cantona, Isobelle, frétti ekki um atvikið fyrr en Cantona kom heim frá leiknum gegn Crystal Palace, seint á laugardagskvöld. Hún varð öskureið og sagði við Cantona: „Gerir þú þér grein fyrir þvi hvað þú hefur gert? Þú átt 6 ára son og annað barn á leiðinni. Þú ættir að hugsa um fjölskyldu þína og börnin. Þú hefðir getaö slasað þig og hafnað í fangelsi." Móðir Cantona segist vonast til þess að honum verði fyrirgefið. „Ég elska England vegna þess hve fólk- ið þar tók vel á móti syni mínum. Cantona hefur liðið mjög vel í Eng- landi og þar ætlar hann sér að búa og ala upp sín böm. Hann hefur einnig sagt að hann ætli sér að veröa framkvæmdastjóri hjá ensku knattspyrnuliði. Hann tekur knatt- spyrnuna mjög alvarlega. Ef hann tapar er hann eyðilagður maður. Leikmenn í Frakklandi hugsa ein- göngu um peningana. Að tapa eða vinna skiptir þá ekki máli. Cantona setur sér markmið fyrir hvert keppnistímabil. Hann er mjög mið- ur sín og er vel meðvitaður um það hvað hann hefur gert af sér. Hann er líka mjög leiður yfir þeim skaða sem hann hefur unnið félagi sínu,“ segir Eleonore. Eleonore heldur áfram: „Þetta verður ekki endirinn á ferli Can- tona. Ef Englendingar fyrirgefa honum leikur hann áfram í Eng- landi. Ef ekki þá fer hann bara eitt- hvað annað. Auðvitað vill hann leika áfram með Manchester Un- ited. Hann hefur lengi haldið upp á þetta fræga félag og sem barn gat hann talið upp alla leikmenn í byrj- unarliði félagsins," segir Eleonore. Ekki vandaðar kveðjurnar í ensku blöðunum Eric Cantona hefur prýtt heilsíður enskra dagblaða marga undan- farna daga og þar eru honum ekki vandaðar kveðjurnar. Jafnan er stutt í afbrýöisemi og öfund breskra blaða ef erlendir leikmenn gera betur en heimamenn í enska boltanum. Eric Cantona hefur gert marga frábæra hluti hjá Man. Utd og að margra mati besti leikmaður- inn á Bretlandi. Þegar hann svo misstígur sig fær hann eins og aðr- ir erlendir leikmenn heldur betur meðferðina í ensku blöðunum. Afbrot Cantona er mjög alvar- legt. Man. Utd hefur þegar dæmt hann í leikbann út tímabilið og til að greiða á þriðju milljón króna i sekt. Reiknað er með því að lokaniður- staða í máli Cantona liggi fyrir eft- ir tvær til þrjár vikur. Flestir reikna með því að hann fái 12-18 mánaöa leikbann en Cantona er 28 ára gamall. Vladlmir Maximov, þjálfari Rússa: „Okkar uppskrift er mikil vinna“ Rússland er núverandi heims- meistari í handknattleik og hefur verið stórveldi í íþróttinni um ára- tuga skeið. Á dögum Sovétríkjanna voru langflestir bestu leikmennimir rússneskir og eftir umskiptin miklu stóð Rússland uppi sem langsterk- asta handboltaþjóðin. Aðeins Hvít- Rússar geta að einhverju leyti staðið uppi í hárinu á þeim. Það hefur lengi verið talað um Rússland sem óþrjótandi auðlind af handboltamönnum, og víst er að þar hefur um árabil komiö maður í manns stað. En að sögn yfirþjálfara rússneska landsliðsins, Vladimirs Maximovs, eru vandamálin í hand- boltanum í landinu mörg og vaxandi og útlitið ekki bjart. í tengslum við mót sem rússneska Vladimir Maximov hefur náð frá- bærum árangri með Rússa. landsliðið tók þátt í skömmu fyrir áramót í Þýskalandi skýrði Maximov í fyrsta skipti frá stöðu mála í hand- boltanum í heimalandi sínu og þar kom margt athyglisvert í ljós. Handboltinn á enga möguleika í þessu stóra og fjölmenna landi eru aðeins 50 meistaraflokksliö karla og þau leika í fjórum deildum. Út- breiðslan er ekki mikil og vinsæld- imar takmarkaöar, og aðeins um 300 áhorfendur mæta að meðaltali á leiki úrvalsdeildarinnar, sem er skipuð átta liðum. Handboltinn á enga möguleika í samkeppninni við stóru íþróttagreinarnar, knattspyrnu og íshokkí og sést aldrei í sjónvarpi. Það var ekki einu sinni sýnt frá Evrópu- keppni landsliða í Portúgal síðasta vor en Rússar léku þar til úrslita gegn Svíum. Ferðast til að standa undir kostnaði Rekstur landsliðsins kostar um 18 milljónir króna á ári og fjármagn til þess fæst ekki innanlands, vegna verðbólgu og lítils áhuga styrktarað- ila. Til að standa undir rekstrinum hefur landsliðið þurft að ferðast mik- ið um Vestur-Evrópu og leika þar vináttuleiki og taka þátt í mótum, gegn greiðslu. Enn fremur em leik- menn seldir til Vestur-Evrópu til að ná upp í kostnað. En þrátt fyrir þetta ná Rússar alltaf árangri. „Okkar uppskrift er mikil vinna og það sem heldur okkur gang- andi er löngunin til að vera bestir í heiminum," segir Maximov og víst er að það munu teljast óvænt tíðindi ef hann snýr ekki heim með verð- launapening frá HM á íslandi í vor. Kvennakarfa: Grindavík vann Keflavík Grindvíkingar sigruðu Keflvík- inga, 59-49, í 1. deild kvenna á íslandsmótinu í körfuknattleik í gærkvöldi. Staöan í hálfleik var jöfn, 27-27. Svanhildur Káradótt- ir skoraði 14 stig fyrir Grindvík- inga og Anna Dís Sveinbjörns- dóttir 13 stig. Björg Hafsteinsdótt- ir og Anna María Sveinsdóttir 14 stig hvor fyrir Keflavík. Valur vann Njarðvík í sömu keppni í Njarðvík í gærkvöldi, 49-50. Staöan í hálfleik var, 23-25 fyrir Val. Linda Stefánsdóttir skoraði 22 stig fyrir Val og Pálína Gunnarsdóttir 12. Víkingursigraði Víkingur sigraði Stúdínur, 3-2, í 1. deild kvenna i blaki í Víkinni i gærkvöldi. Eins og úrslit leiks- ins gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi. í kvöld Handbolti - Nissandeildin: FH - Víkingur...........20.00 Selfoss - Haukar........20.00 Handbolti - 1. deild kvenna: KR-Haukar...............21.30 (Austurbergi) Handbolti - 2. deild: Fylkir - Grótta.........20.00 Keflavík - Fjölnir......20.00 Norðurlandamótið í keilu: Opnunarathöfn...........13.15 Tvímenningur karla......14.00 Tvímenningur kvenna.....18.00 • Dennis Rodman var enn einu sinni i sviðsljósinu i nótt með SA Spurs. Rodman skoraói sigurkörfu Spurs gegn Sacramento. NBA-deildin í nótt: Pippen í stuði Scottie Pippen átti stórleik og var allt í öllu hjá Chicago sem sigraði LA Lakers í nótt. Pippen var í miklu stuði og skoraði 34 stig og tók 13 fráköst. Úrslit í nótt urðu annars þessi: NY Knicks-Golden State..........90-87 Milwaukee-Dallas..............107-105 Washington-Charlotte............88-97 Houston-Denver..................86-74 LA Lakers-Chicago.............115-119 Sacramento-SA Spurs.............96-97 B.J. Armstrong skoraði 25 stig fyrir Chicago og Toni Kukoc 22. Nick Van Exel skoraöi 27 stig fyrir Lakers og átti auk þess 16 stoðsendingar. Elden Campbell skoraði 21 stig, Eddie Jones 20 og Vlade Divac skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. • Milwaukee vann mjög nauman sigur gegn Dallas. Vin Baker skoraði 3ja stiga körfu og tryggði Milwaukee sigurinn þeg- ar 2 sekúndur voru eftir. Glenn Robinson skoraði 38 stig fyrir Milwaukee og er það met hjá honum. Jim Jackson skoraði 26 stig fyrir Dallas og Jamal Mashburn skor- aði 24 stig. • Dennis Rodman kom mikið við sögu er SA Spurs marði sigur gegn Sacra- mento. Hasnn „tippaði" knettinum í körfu Sacramento þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka og Spurs vann nauman sigur. Davis Robinson var með 23 stig og 13 frá- köst og Sean Elliott 19 stig. Mitch Rich- mond skoraði 33 stig fyrir Sacramento og Sþud litli Webb var með 13 stig. • Derek Harper skoraöi 26 stig fyrir NY Knicks gegn Golden State. Patrick Ewing var með 19 stig og 14 fráköst. Tim Hardaway skoraði 24 fyrir Golden State. Hakeem Olajuwon skoraði 25 stig og tók 13 fráköst þegar Houston vann Denver í leik sterkra varna. Olajuwon varði fimm skot í leiknum. Otis Thorpe skoraði 15 stig fyrir Houston, Mario Elhe 12 og Vernon Maxwell 10. Rodney Rogers var stigahæst- ur hjá Denver með 23 stig. • Muggsy Bouges skoraöi 20 stig fyrir Charlotte gegn Washington og Hersey Hawkins bætti 17 við. Scott Burrell og Larry Johnson skoruðu 15 stig hvor fyrir Charlotte. Cálbert Cheaney skoraði 23 stig fyrir Washington. Glæsilegt íslandsmet Eydísar í Finnlandi Eydís Konráösdóttir setti í gær ís- 1:15,87 mínútu og varð í 7. sæti af 11 landsmet í 50 metra baksundi í 25 metra keppendum. laug á heimsbikarmóti í Espoo í Finn- Elín Siguröardóttir varð í .16. sæti af landi. Eydís synti á 30,83 sekúndum og 18 keppendum í 50 metra skriðsundi á varð í 9. sæti af 11 keppendum. Hún 27,51 sekúndum. varð einnig í 9, sæti í 200 metra bak- Magnús Már Ólafsson varð í 23. sæti sundi, af 10 keppendum, á 2:23,66 mínút- af 26 keppendum í 100 metra skriðsundi um. ; á 53,35 sekúndum. Lára Hrund Bjargardóttir setti nýtt Magnús Konráðsson varð í 15. sæti af telpnamet í 100 metra bringusundi á 17 keppendum í 200 metra bringusundi mótinu í gær. Lára synti vegalengdina á á 2:24,31 mínútum. Íþróttír íslendingum boðið til Chile - landsliðið í knattspyrnu leikur í Santiago 22. apríl íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu hefur verið boðið til Chile og leikur það við heimamenn 22. apríl í höfuðborginni, Santiago. Eggert Magnússon, formaöur KSÍ, sagði í viðtali við DV í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að taka þessu boði Chilemanna. Eggert sagði að farið yrði í þessa ferð með sterkasta lið sem völ væri á. Þetta Borgarráð ákvaö á fundi sínum í gær að veita fimm milljónir króna í hönnun á yfirbyggðri 50 metra sund- laug. Steinunn Óskarsdóttir, formað- ur Iþróttaráðs Reykjavíkur, tilkynnti ákvörðun þessa á aðalfundi Ólymp- íunefndar Islands í gærkvöldi og fékk hún lófaklapp þingheims fyrir. Yfirbyggð 50 metra sundlaug hefur um árabil verið eitt af baráttumálum sundmanna og má hiklaust fullyrða að í sumum tilfella hefur aðstöðu- leysi, sem sundmenn hafa búið viö, staðið sundíþróttinni fyrir þrifum. Mjög brýnt er að 50 metra yfirbyggð sundlaug verði risin þegar smáþjóða- leikarnar verða haldnir á íslandi 1997. Með ákvörðun borgarráðs í gær var fyrsta skrefið tekið í þeim efnum. Sigmar Þröstur Óskarsson, mark- vörður KA, er mesti vítabani 1. deild- arinnar í handknattleik. Sigmar Þröstur varði fjögur vítaköst í tveim- ur leikjum KA um helgina, tvö gegn ÍR og tvö gegn KR, og hefur þar með varið 18 slík í deildinni í vetur. Það er þremur meira en næsti maður, Norðurlandamótið í keilu verður sett í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð klukkan 13.15 í dag og keppnin hefst klukkan 14. Þá fer fram keppni í tví- menningi karla og úrslit þar ættu að ráðast nálægt klukkan 17. Síðan hefst tvímenningur kvenna verður fyrsti leikur þjóðanna inn- byrðis. „Það kom boð frá knattspyrnu- sambandi Chile og þess var óskað að fá landsleik við okkur. Við telj- um þetta gott verkefni og góðan undirbúning fyrir komandi leiki í Evrópukeppninni. Það hefur reynst erfitt að fá landsleiki og þvi var gott að fá þetta boð frá Chile- Steinunn Óskarsdóttir sagði í sam- tali við DV í gærkvöldi að með bygg- ingu innisundlaugar í huga væri horft til tveggja byggingarstaða, Borgarholtshverfisins og Laugar- dalsins. Borgarholtshverfið væri góður staður með samhliðauppbygg- ingu hverfisins í huga. Hvað Laug- ardalinn áhrærir væri ljóst að lag- færinga væri þörf á sundlauginni þar og væri þá hægt að nota nýju laugina á meðan hún væri í viögerö. „Fagna ákvörðunni en skammur tími til stefnu" „Aö sjálfsögðu fagna ég þessari ákvörðun. Þetta er aðeins byrjunin og vonandi verður gott framhald á þessu máli. Sundmenn hafa mátt búa Bjarni Frostason úr Haukum. Eftirtaldir markverðir hafa náð að verja 10 vítaköst eða fleiri í vetur: SigmarÞröstur Óskarsson, KA........18 Bjarni Frostason, Haukum........15 Bergsveinn Bergsveinss, Afture.....14 GuðmundurHrafnkelsson, Val.........14 Hallgrímur Jónasson, Selfossi......13 klukkan 18 og áætlað er að honum ljúki um klukkan 21. Verðlaunaaf- hendingin fyrir þessar greinar verð- ur hins vegar annað kvöld. Margir af bestu keilurum heims taka þátt í Norðurlandamótinu, bæði heims- meistarar, heimsbikarmeistarar og mönnum. Við höfum verið að finna landsleik hér heima seinni partinn í maí. Enn sem komið er hefur ekk- ert komið út úr því en við höfum ekki ennþá gefist upp,“ sagði Egg- ert Magnússon. Ferðalagið til Chile tekur hátt í 16 klukkutíma og verður lagt upp frá íslandi 18. apríl með viðkomu í London. við erfið skilyrði og því brýnt að hefjast handa hið fyrsta enda skammur timi til stefnu. Það var al- veg ljóst aö ekkert sund yrði meðal keppnisgreina á smáþjóðaleikunum 1997 ef ekki yrði ráðist í byggingu á yfirbyggðri sundlaug," sagði Guð- frnnur Ólafsson, formaður Sundsam- bands íslands, í samtali við DV í gærkvöldi. Kannaðir möguleikar á að byggja yfir skautasvellið Steinunn staðfesti einnig í viðtali við DV að búið væri að skipa nefnd sem ætti að kanna möguleika á því að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Magnús Ámason, FH..............12 Baldur Baldursson, HK..........11 Ingvar Ragnarsson, Stjömunni...10 Magnús Sigmundsson, ÍR.........10 Frammistaða Baldurs er athyglis- verð því hann er varamarkvörður HK og er langefstur af þeim sem ekki eiga fast sæti í byrjunarliði. Evrópumeistarar, þannig að áhuga- menn um íþróttina geta séð hana eins og hún gerist best. Mótið stend- ur til laugardags og fer allt fram í Öskjuhlíöinni. ivan Snoj er látinn Ivan Snoj, sem er íslendingum að góöu kunnur á handknatt- leikssviðinu, lést í Zagreb 18. september sl., sjötugur að aldri. Hann var leikmaður og fyrirliði júgóslavneska landsliðsins um árabil, þjálfari liðsins og skömmu fyrir andlátið var hann geröur aö heiðursfélaga IHF þar sem hann starfaði lengi. Cantona til Barcelona? Breskir fjölmiölar hafa undan- farna daga sagt frá þvi að til greina komi aö Eric Cantona verði leigður frá Manchester Un- ited til Barcelona. Cantona varaður við Martin Edwards, stjómarfor- maður hjá Manchester United, hefur sagt að verði Eric Cantona aftur uppvís að svipuðu atviki og átti sér stað á velli Crystal Palace á dögunum verði hann látinn fara frá félaginu. Atletico Madrid er hætt Hið þekkta spænska félag At- letico Madrid leggur ekki lengur stund á handknattleik. Fjárhags- erfiðleikar handknattleiksfélaga á Spáni eru gríöarlegir og brott- hvarf Madrídarliðsins úr hand- boltanum má rekja til þeirra. Llka erfitt í fótbolta Atletico Madrid er eitt þekkt- asta íþróttafélagið á Spáni og get- ur státað af sjö meistaratitlura í handbolta þar í landi. Þá er knatt- spumuliö félagsins í kröppum dansi og berst félagið á þeim víg- stöðvum viö fall i 2. deild. Mattháushættur? Allt hefur gengið á afturlöppun- um hjá Bayern Múnchen í vetur þrátt fyrir þolanlegt gengi í þýsku úrvalsdeildinni. Lykilmenn liðs- ins hafa meiðst hver af öðrum og Trappatoni þjálfari hættir í vor meö bullandi heimþrá. Lothar Mattháus er meiddur og leikur ekki meira með á tímabilinu. Strunzafturheim Forráðamenn Bayern Múnchen hafa keypt Thomas Strunz á ný til félagsins og kemur hann frá Stuttgart þann 1. júlí. Strunz er þýskur landsliðsmað- ur, hefur leikið 59 landsleiki. Þá mun Andreas Herzog, Austurrík- ismaðurinn hjá Bremen, leika meö Bayem á næsta timabíli. Barretttil Everton Enska knattspyrnufélagið Everton hefur keypt varnar- manninn Earl Barrett frá Aston Villa. Vísaðfrá þinginu Breska þingið vísaði í fyrra- kvöld frá tillögu um aö rikisvald- ið gripi inn í ýmis mál í knatt- spymunni, eins og ásakanir á hendur framkvæmdastjórum um að hafa hagnast á sölum leik- manna. Þingið gaf enska knatt- spyrnusambandinu fulla trausts- yfirlýsingu um að það gæti ráöið sjálft fram úr sínum málum. Martin sleppw Alvin Martin, leikmaður raeð enska knattspymuliðinu West Ham, slapp við þriggja leikja bann í gær þegar Paul Danson dómari viöurkenndi að hafa gert mistök þegar hann rak Martin af velli í leik liösins gegn Sheffield Wednesday í úrvalsdeildinni. Ungverjar, ein fremsta sund- þjóð heims, hafa sagt lyfjanoktun í íþróttinni stríð á hendur og hafa meðal annars boöið Alþjóða sundsarabandinu að lyfjaprófa ungverskt sundfólk hvar sera er og hvenær sem er. Loks hillir undir yf irbyggða sundlaug - fimm millj ónir veittar 1 hönnun á verkinu Bjarni í Stjörnuna Bjarni Sigurðsson. Bjami Sigurösson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knatt- spymu, ákvaö í gærkvöldi að ganga til liðs við 2. deildar liö Sfjörnunn- ar. Bjarni lék á siðasta tímabili með Brann í Noregi og má ætla að reynslan hans komi Stjörnunni að góðum notum í baráttu liðsins aö endurheimta sætið í 1. deildinni sem það missti á sl. hausti. „ Við höfum gengið frá tveggja ára samningi við Bjarna og teljum hann gífurlegan góðan feng fyrir félagið. Koma hans til félagsins mun örugglega hjálpa mikið til að við vinnum aftur sætið í 1. deild- inni sem við misstum. Áriö í fyrra ollí okkur vonbrigðum en við erum ákveönir að sýna hvaö í okkur býr í sumar,“ sagöi Þórður Ingason, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við DV í gærkvöldL 1. deild karla 1 handknattleik: Sigmar Þröstur mesti vítabaninn Norðurlandamótið í keilu sett í dag - margir af bestu spilurum heims meðal þátttakenda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.