Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1995, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1995, Side 32
562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gastt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIDSLA OG ÁSKRiFT ER OPIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 PCL 6-8 LAUGARDAGS. OG MÁNUOAGSMORGNA MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1995. Formaður Alþýðuflokks: Sama hegðunog hjáJóhönnu „Þetta mál er ákveðið í ríkisstjórn sem liður í sparnaðaraðgerðum við fjárlagaafgreiðslu og lagt fyrir í þing- —Öokkum. Það er hver einasti þing- maður stjórnarliða skuldbundinn af þessu. Athugasemdir, andstaða, aör- ar tillögur hefðu átt að koma fram fyrir löngu. Þetta er eins og Jóhanna Sigurðardóttir hegðaði sér gjarnan sem ég hélt að allir væru búnir að fá nóg af,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins, um gagnrýni Guðmundar Árna Stef- ánssonar á áform Sighvats Björg- vinssonar heilbrigðisráðherra að taka upp tilvísanakerfl í heilbrigðis- þjónustunni. „Viö ræddum þetta mál á þing- flokksfundi í vikunni og mér kom auðvitað ekki í hug að það mundi leiða til þess að varaformaður flokks- ___jns færi gegn heilbrigðisráðherra í erfiðum deilum hans við sérfræðinga í fjölmiölum. Það er hvorki á réttum stað né tíma. Þetta mál er afgreitt af hálfu ríkisstjórnar, samstarfsflokka og þingflokka beggja. Einn maður segir allt í einu eftir dúk og disk að hann sé ekki með. Ég vona að þetta sé einfaldlega á misskilningi byggt," segir Jón Baldvin. Fylgi Þjóð- vaka hrynur Minni hætta „Það er ágætisveður hérna og 10 stiga frost. Almannavarnanefnd mun koma saman í dag, eftir að snjóalög hafa verið könnuð, til að ákveða framhaldið," segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði. Hættuástandi hefur veriö aflýst á Patreksfirði og er búist við að það sama verði upp á teningnum á Flat- eyri, Súðavík, ísafirði og Hnífsdal. Veðurhorfur eru góðar á svæðinu í bih. -rt LOKI Þá virðast langir „starfsdag- ar" kennara vera framundan! Kennarar sam þykktu að boða verkfall 17. febrúar um5. Talningu atkvæða um hvort boða eigi til verkfalls hjá Kennarasam- bandi íslands og Hinu islenska kennarafélagi lauk i gærkvöldi. Niðurstöðutölur úr talningunni á að birta um hádegi í dag. Samkvæmt heimildum DV var samþykkt að boða til verkfalls 17. febrúar næstkomnandi hjá báðum félögunum. Verkfallsboðunin var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Þar með er Ijóst að ef kjarasamn- ingar fakast ekki fyrir 17. febrúar kemur til verkfalls um 5.500 kenn- ara í grunnskólum og framhalds- skólum landsins. Ef til verkfalls kemur má reikna meö að það standi það lengi að vorönn skaðist umtalsvert eða jafnvel sé fyrir bí í öllum skólum landsins. Fræðslu- stjórar, sem DV innti álits fyrir nokkru á afleiðingum kennara- verkfalls, ef til þess kemur, voru sammála um aö vorönn færi úr skoröum. Þeir talsmenn kennarasamtak- anna, sem DV hefur rætt við, eru mjög svartsýnir á að samningar takist fyrir 17. febrúar. Þeir segja að alls ekkert hafi rniðað í samning- um að undanfómu. Kennarasambandiö hefur ekki áður boðað tii verkfahs eftir að það öðlaðist rétt til verkfallsboðunar. Það á mjög digran verkfahssjóð eða um 400 milljónir króna og er búist við að félagar í Kennarasamband- inu fái greiddar yfir 50 þúsund krónur á mánuði ef til verkfalls kemur. Verkfallssjóður Hins is- lenska kennarafélags er mun veik- ari enda ekki langt síðan félagiö fór í verkfall. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun ÍM-Gallups hefur fylgi Þjóövaka hmnið. í síðustu könnun í desember mældist fylgi Þjóðvaka 25,8% en er núna 11,2%. Allir aðrir fiokkar bæta við fylgi sitt frá síðustu könnun nema Kvennalistinn. Könnunin var gerð 24.-29. janúar sl. Alþýðuflokkur er með 9,7% fylgi samkvæmt könnun Gallups, Fram- sóknarflokkur með 22,1%, Sjálfstæð- isflokkur 38,2%, Alþýðubandalag 12,2% og Kvennahsti 5,2%. Úrtakið var 1.150 manns af öllu landinu nema Vestfjörðum. Svarhlutfalhð var 71,4% en hlutfall óákveðinna eða "peirra sem neituðu aö svara var 18%. össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra, Jón Bragi Bjarnason formaður stórslysanefndar og Árni Þór Sigurös- son frá hafnarstjórn skoða flotgirðingar í nýju húsnæði fyrir mengunarvarnabúnað sem tekið var í notkun í Faxa- skála við Reykjavíkurhöfn í gær. DV-mynd GVA Veðriö á morgun: Hvassviðri um mest- allt land A morgun verður suðaustan hvassviðri um mestaht land. Norðanlands verður að mestu úrkomulaust en slydda eða snjó- koma í öðrum landshlutum. Veðrið í dag er á bls. 28 BaráttanumÚA: Ákvörðun vísað tilstjórnar? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hnúturinn sem bæjarfulltrúar á Akureyri þurfa að leysa til að fá botn í afurðasölumál Útgerðarfélags Ak- ureyringa hertist enn frekar í gær- kvöldi þegar þrjú flokksfélög í bæn- um funduðu um máliö. Svo virðist að máhð aht sé komið í slíka sjálf- heldu að menn geti engan veginn séð hverjar lyktir þess verða. Meiri- hlutasamstarf Framsóknarflokks og Alþýðuflokks riðar á barmi falls og í Álþýðubandalaginu sem er í lykil- aðstöðu í málinu er djúpstæður ágreiningur sem ekki er séð hvemig verður leystur. Það nýjasta er að til tals hefur komiö að láta stjórn ÚA skera á hnútinn og taka ákvörðun í máhnu. - sjá bls. 4 HelgiÁgústsson: Ræði ekki um þessa skýrslu „Ég ætla ekki að ræða þessa skýrslu. Hún hefur verið yfirfarin af Ríkisendurskoðun," sagði Helgi Ágústsson, sendiherra íslands í Lon- don, aðspurður um gagnrýni Ríkis- endurskoðunar á hans þátt í máli Jakob Frímanns Magnússonar menningarfulltrúa í skýrslu um bók- hald og íjárreiður sendiráðsins. Þar kemur meðal annars fram að telja verði óviðunandi að forstöðu- menn geti vikist undan ábyrgð og starfsskyldum gagnvart undirmönn- um eða samstarfsmönnum, en þar er átt viö Jakob Frímann, „þó svo að þeir hafi ekki verið sáttir við ráðn- ingu viðkomandi og áherslur í því sambandi". -Ótt Tilraun til íkveikju á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tilraun var gerð til íkveikju í húsi við Byggðaveg á Akureyri í gær- kvöldi en húsráðanda tókst aö koma í veg fyrir að eldur yröi laus. Húsráðandi fann reykjarlykt í hús- inu og kom hún frá bakdyrum en þar leyndist glóð í hurðarkarmi. Glóðin var slökkt með snjó áður en tjón hlaust af en ekki er vitað um hver þarna hefur verið að verki. lANDSSAMBAM) ÍSI.. KAKVKRK I AKA 4 f $ 4 4 LOTT* alltaf á Miðvikudögnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.