Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Kolkrabbinn kortlagður Skýrsla Samkeppnisstofnunar um stjórnunar- og eignatengsl í atvirmulífinu skýtur tölulegum grunni und- ir umræðuna um kolkrabbann. Hún sýnir samtvinnað bármálaveldi umhverfis ráðamenn Eimskipafélagsins, Sjóvá-Almennra, Skeljungs og Flugleiða. Höfuðfyrirtæki kolkrabbans eiga hlutafé hvert í öðru og ráðamenn hvers þeirra sitja í stjómum hinna. í kring- um þau eru önnur fyrirtæki, sem em að hluta í eigu höfuðfyrirtækjanna og sækja þangað stjómarmenn. Þetta er allt kortlagt í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Hitt stóra afliö er ekki nema svipur af fornri frægð. Það er smokkfiskurinn, sem felur í sér leifar veldis Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. Þungamiðja hans er í Olíufélaginu og Vátryggingafélaginu og aðrar helztu birt- ingarmyndir í Samskipum og íslenzkum sjávarafurðum. Minna fer fyrir öðmm valdamiðjum fjármálaheims- ins. Landsbanki íslands hefur fært út kvíarnar með yfir- töku ýmissa fyrirtækja, sem hafa farið halloka í lífsbar- áttunni. Og Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur verið iðinn við að kaupa smáhluti í öflugum fyrirtækjum. Fyrrum var jafnvægi milli kolkrabbans og smokkfisks- ins. Þá réðu oft ríkjum helmingaskiptastjómir Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þær gættu hagsmuna stórfyrirtækjanna og notuðu miðstýringu og skömmtun- arvald ríkisins óspart í þágu þeirra sameiginlega. í þá daga skipti til dæmis meira máh að fá að vita um gengislækkun með dags fyrirvara heldur en að hafa góð tök á sjálfum rekstrinum. Með hægfara opnun þjóðfélags- ins minnkuðu forréttindin. Og verðtrygging fjárskuld- bindinga varð til þess, að Sambandið féll í vahnn. Kolkrabbinn lagaði sig betur að breyttum aðstæðum og sat að lokum einn eftir með yfirburðastöðu í peninga- heiminum. Þegar*forréttindin minnkuðu, notaði hann heljartök sín á markaðinum til að mynda einokun eða fáokun eftir aðstæðum og hindra viðgang nýrra aðha. í samgöngum hafa Eimskip og Flugleiðir nánast einok- un, hvort á sínu sviði, og Flugleiðir þar á ofan í ferðaþjón- ustu. Olíufélögin þrjú mynda fáokun á sínu sviði og sömu- leiðis tvö tryggingafélögin stóru. Þessi fáokun á sér einn- ig hhðstæðu í bankakerfinu og í útflutningi á freðfiski. Með ýmsum hætti, einkum með ítökum í stjórnmálum og bönkum, hefur kolkrabbanum, oftast einum sér og stundum í fáokun með leifum smokkfisksins, tekizt að bægja frá innlendri samkeppni, sem hefur látið á sér bæra af vanefnum, einkum í milhlandasamgöngum. Með aukinni þátttöku landsins í alþjóðlegum við- skiptasamkundum hefur ný hætta steðjað að yfirburða- stöðu kolkrabbans í þjóðlífinu. Það er samkeppni af hálfu erlendra aðha, sem hafa margfalt meira bolmagn en hin- ir innlendu aðhar, sem hafa att kappi við kolkrabbann. Þannig geta Flugleiðir ekki lengur einokað vöruaf- greiðslu á Keflavíkurvelh og komið þannig óbeint í veg fyrir erlenda samkeppni. Um síðir verða stjórnvöld líka neydd th að afnema einokun félagsins á farþegaflugi. Erlend ohu- og tryggingafélög eru einnig komin á stjá. Einstök bæjarfélög, með Reykjavík í broddi fylkingar, geta flýtt fyrir hruni einokunar og fáokunar með því að veita nýjum aðhum hafnaraðstöðu og aðrar lóðir th umsvifa. Aðstaða kolkrabbans th að hindra þetta hefur farið versnandi að undanfómu og mun versna enn. Við sleppum síðan undan oki kolkrabbans, þegar er- lendir bankar stofna hér útibú með eðhlegum viðskipta- háttum. Það verður upphaf að endalokum kolkrabbans. Jónas Kristjánsson Framsóknarflokkurinn hefur markað róttæka framfarastefnu sem ætti að auka þjóðarframleiðslu og bæta lífs- kjör, segir m.a. í grein Guðna. Hvað gerist 8. apríl? Uppgjöriö nálgast, ríkisstjóm Davíös Oddssonar leggur verk sín í dóm kjósenda eigi síöar en 8. apríl nk. Hver og einn verður þá að svara spurningu; er ég sáttur eöa sátt við Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðu- flokkinn? Fel ég þeim mitt umboð eða vil ég breytingu? Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að kreppuna, gjaldþrotin og lifskjaraskerðinguna má fyrst og fremst rekja til aðgerða og aðgerða- leysis ríkisstjórnarinnar sl. 4 ár. Davíð Oddsson hefur alls ekki brugöist stórgróðafyrirtækjum. Ríkisstjórn hans hefur flutt skatta og álögur af slikum fyrirtækjum yfir á launafólk en launafólkið veröur sjálft að svara fyrir sig 8. apríl nk. Enda hafa heimilin verið að auka skuldir sínar um einn milljarð á mánuði í stjórnartíð Davíðs Oddssonar, meðan fyrir- tækin eru að lækka skuldir um 500 millj. kr. á mánuði. „Pólitískt munnangur" Þau tíðindi gerðust í vetur að einn af seðlabankastjómm lands- ins steig út úr musterinu og óttað- ist þessa þróun, hvernig heimilin væm að fara en Steingrímur Her- mannsson sagði m.a. „án þess að fullyrða nokkuð um það spyr ég, gætu vaxandi skuldir heimilanna valdið bankakreppu hér á landi.“ Þessi aðvörun um stöðu fjölskyld- unnar og ógnvænlegrar þróunar í skuldasöfnun hét á mannamáli hjá forsætisráðherra, þegiðu, þér kem- , ur þetta ekki við. Þó sjá allir að athugasemd seðla- bankastjórans var mjög eölileg miðað við þróun mála og hefði í flestum löndum haft þau áhrif að sjónir manna hefðu beinst að vandamálinu. Hér var hins vegar gefið til kynna aö svona athuga- semdir kölluðu frekar á aftöku á sendiboðanum sem flutti slæmar fréttir en að til stæði að marka stefnu og aðgerðir gagnvart fólki sem í mörgum tilfellum er að missa Kjallariim Guðni Ágústsson alþingismaöur allt sitt. Fullyrða má að lánastefna og svik séu á forsendum til íbúðakaupenda af hálfu núverandi ríkisstjórnar og Jóhanna þjóðvaki þar ekki undan- skilin enda boriö fulla ábyrgö á málefnum heimilanna á þessari eyðimerkurgöngu. Svikamylla og brotin fyrirheit Hver er ástæða þess að 9 þúsund manns eru í vanskilum meö sín húsnæöislán? Kaupmáttur launa hefur hrapað, yfirvinna dregist saman, þúsundir manna ganga um án atvinnu, þrengst hefur um að unglingar fái sumarvinnu. Þessu öllu ber ríkisstjórnin ábyrgð á. Enn fremur að tekjuskattur hefur hækkaö, jaðarskattur aukist og skattleysismörk lækkað til að þyngja byrðar á láglaunafólki. Svo hafa vaxtabætur verið lækkaðar, affólhn af húsbréfum, sem engin áttu að verða að sögn Jóhönnu Sig- urðardóttur, fóru upp í 25% hæst haustið 1991 og hafa gjörsamlega ruglað allar greiðsluáætlanir fólks. Ný ríkisstjórn, ný von Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á tvennt öðru fremur í komandi kosningum, að í landinu hefjist framfaraskeið og hjól at- vinnulífsins snúist á ný. Um þetta hefur flokkurinn markað róttæka framfarastefnu sem ætti að auka þjóðarframleiðslu sem aftur þýðir að lífskjör batna og atvinnuleysið tilheyrir fortíðinni eins og ríkis- stjórnin sem innleiddi það. Hitt aðalmálið er að endurreisa heimilin og grípa til markvissra björgunaraðgerða til að afstýra gjaldþroti þúsunda heimila. Þessa aðgerð hefur Halldór Ásgrímsson kallað „skuldbreytingu aldarinn- ar“, en málið þolir enga bið. Staðan er sú ef ekki tekst að móta nýja stefnu meö „fólkið í fyrirrúmi". Eftir 8. apríl verða átök í þessu landi sem ekki sér fyrir endann á. Hvet ég því alla til að gera upp hug sinn til flokkanna og þess hverjum megi treysta best í málefnum þjóð- arinnar. Guðni Ágústsson „Kaupmáttur launa hefur hrapað, yfir- vinna dregist saman, þúsundir manna ganga um án atvinnu, þrengst hefur um að unglingar fái sumarvinnu. Þessu öllu ber ríkisstjórnin ábyrgð á.“ . Skoðanir annarra Kjarabætur og kauphækkun „Á sú kjarabót sem sjúkraliðar sömdu nýlega um eftir að breiðast til allra launþega? Fyrir áratug heföi enginn vafi leikið á þvi, en breytt efnahagsstefna stjórnvalda gerir það að verkum að nú er trúlegra að einstök stéttarfélög, sem semja um kauphækkun, haldi henni fyrir sig. Við það minnkar hætta á að hækkunin eyðist í verðbólgu. Af þessum sökum kunna sum verkalýðsfélög nú að sjá ný sóknarfæri og setja fram meiri kröfur en menn hafa átt að venj- ast undanfarin fimm ár.“ Sigurður Jóhannesson hagfr. í 4. tbl. Vísbendingar. Ótraust bataeinkenni „Batinn í þjóöarbúskapnum segir til sín með ýms- um hætti: byrjandi hagvexti, betri rekstrarstöðu út- flutningsgreina, hagstæðum viöskiptajöfnuöi, hærri ríkissjóðstekjum og niðurgreiðslu erlendra skulda . . . Því miöur eru þessi bataeinkenni ekki fóst í sessi. Og ríkissjóður er eftir sem áður rekinn með miklum halla og tilheyrandi skuldasöfnun. En árangur sá, sem náðst hefur í ríkisbúskapnum með aðhaldsaðgerðum, hagræðingu ogsparnaði, er mikil- vægt skref til réttrar áttar.“ Úr forystugrein Mbl. 5. febr. Ókyrrð á næstu vikum „Ef ríkisvaldið vill greiða fyrir kjarasamningum, geturþurftbreytingarálöggjöf . . . Efeinhveráætl- un er til hjá ríkisstjórninni varðandi kjaramálin, er líklegt að stuðlað verði að samningum við ASÍ og reynt að útfæra þá á hina sem í deilum standa. Þetta verður áreiðanlega erfiður róður á þeim umbrota- tíma sem framundan er. Þaö er því líklegt að ókyrrð- in verði mikil á næstu vikum, og ekki séð fyrir end- ann á þeim slag.“ Jón Kristjánsson í Tímanum 4. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.