Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Blaðsíða 16
16 l>Kll)flUI)A(SUK 7. KKKKÚAK 15)95 ÞKIDJUDAtiUK 7. KKKKUAK 1996 Sjö íslenskir íþróttamenn styrktir fram að ÓL Sjö íslenskir íþróttamenn munu njóta styrkja frá ólympíusamhjálp- inni vegna ólympíuleikanna sem fram fara í Atlanta í Bandaríkjun- um á næsta ári. - „Ég er nýkominn frá Lausanne þar sem ég átti fund meö Juan Antonio Samaranch og þessi mál voru leyst á þessum fundi. Ég mætti mikilli vinsemd og er mjög ánægöur meö þessa niðurstöðu í málinu," sagöi Júlíus Hafstein, formaður íslensku ólympíunefnd- arinnar/viö DV í gær. Um tíma var óljóst hvort þeir Pétur Guðmundsson kúluvarpari, Vésteinn Hafsteinsson kringlu- kastari og Siguröur Einarsson, spjótkastari fengju styrk frá ólympíusamhjálpinni en nú er ljóst að þeir geta æft íþrótt sina viö bestu aðstæður fram aö íeikunum í Atl- anta. Einnig hefur verið gengiö frá samningum viö ólympíusamhjálp- ina varöandi Mörthu Ernstdóttur hlaupakonu. Vernharö Þorleifsson júdómann, Inga Tryggvason lyft- ingamann og Magnús Má Ólafsson sundmann. Alls verða því sjö ís- lenskir íþróttamenn á rausnarleg- um styrk frá ólympíusamhjálpinni fyrir næstu leika. Styrkir ólympíusamhjálparinnar felast í því aö farseðlar eru greidd- ir fyrir viökomandi íþróttamann og fjölskyldu hans til þess staðar þar sem hann stundar æfingar. Einnig greiöir ólympíusamhjálpin húsaleigu, allan æflnga- og þjálfun- arkostnaö og uppihald viökomandi íþróttamanns. Auk þessa eru greiddir dagpeningar. Um 150-170 íþróttamenn í heim- inum njóta styrkja frá ólympíus- amhjálpinni. íslensku íþrótta- mennirnir eru einu Norður- landabúarnir sem njóta styrkj- anna. „Þaö er vegna þess aö viö teljumst vanþróaðir og eins er það vegna fjarlægðarinnar," sagði Júl- íus Hafstein. IR - Snæfell(35-32) 76-62 13-4, 20-8, 25-20, 30-27, (35-32), 35-36, 41-40, 50-46,. 73-51, 73-62, 76-62. • Stig ÍR: Herbert 17, Guöni 12, Rhodes 11, Jón Örn 10, Björn 10, Halldór 7, Eiríkur 4, Gísli 3, Eggert 2. • Stig Snaefells: Hardin 22, Karl 10, Atli 9, Tómas 8, Hjörleifur 5, Eysteinn 4, Jón Þór 2, Ágúst 2. Fráköst: ÍR 45 (Rhodes 20), Snæfell 46 (Hardin 23). 3ja stiga körfur: ÍR 4, Snæfell 1. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson, sæmilegir. Áhorfendur: Unt 200. Maður leiksins: Raymond C. Hardin, Snæfelli. Góð barátta Snæfells íþróttir Fótbottaskóli Feyen- oordíBrasilíu? Eyþór Eðvarðsson, DV, HoBandi: Fótboltasérfræöingar Feyeno- ord, sem undanfarna mánuöi hafa kynnt sér fótbolta í helstu borgum Brasilíu, ieggja til aö stofnaöir veröi aö minnsta kosti tveir fótboltaskólar í Brasilíu þar sem þeim bestu verði geíinn kost- ur á ókeypis þjálfun og almennri skólagöngu. í Brasilíu eru mjög margir ungir og bráöefnilegir fótboltasnillingar sem búa við léleg kjör og fá engin tækifæri, til dæmis vegna skorts á boltum! Mikill áhugi er fyrir hugmyndinni en hingað til hefúr fótboltaþjálfun bama og unglinga hjá Feyenoord ekki skilað miklu í kassann. Þeir bestu myndu fá samning við Feyenoord eða veröa seldir til annarra liða. Hópferð á leik Manchester United Rauðu djöflamir, stuðnings- mannafélag Manchester United á íslandi, standa fyrir ferð, i sam- vinnu við ferðaskrifstofuna Úr- val/Útsýn, á leik Man. Utd og Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrau á Old Trafford 4. mars næstkomandi ef næg þátt- taka fæst. Flogið veröur út að morgni laugardags, lent í Manc- hester klukkan 10 og leikurinn hefst klukkan 15. Morguninn eft- ir verður skoöunarferð um Old Trafford og um miðjan dag verö- ur haldiö með rútu til London og flogið til íslands um kvöldið. Verð á þessari ferð er 33.500 krónur og er innifalið flug, gisting á hóteli, miði á leikinn, skoöunarferð um Old Trafford og flugvallarskatt- ur. Pantanir og nánari upplýs- ingar em hjá Úrval/Útsýn í 's. 699300 (Þórir/Höröur). Valdi þrjá nýliða Terry Venables, landsliðsein- valdur Englendinga i knatt- spymu, valdi þijá nýliða í iið sitt sem mætir írum í vináttuleik í næstu viku. Þeir era Nick Barmby og Sol Campbell hjá Tott- enham og Tim Sherwood, fyrir- liöi Blacckbum. Ekker pláss er fyrir leikmenn á borð við Andy Cole, framherja Man. Utd, og Steve Collymore, framhetja Nott. Forest, og Venables gat ekki valiö neinn frá Liverpool þar sem liðið á að leika í undanúrslitunf deild- arbikarkeppninnar sama dag og landsleikurinn fer fram. Lands- liðshópurinn er skipaöur þessum leikmönnum: David Seaman, Arsenal, og Tim Flowers, Blackburn, eru mark- verðir, Vamarmenn eru: Warren Barton, Wimbledon, Tony Adams, Arsenal, Steve Howey, Newcastle, Sol Campbell, Tottenham, Gary Pallister, Man. Utd, Stuart Pearce, Nott. Forest og Graeme Le Saux, Blackbum. Miðjumenn eru: Darr- en;Anderton, Tottenham, Robert Lee, Newcastle, Tim Sherwood, Blackbura, Paul Ince, Man. Utd, David Platt, Sampdoria, Nick Barmby, Tottenham og Dennis Wíse, Chelsea. Framheijar eru: Peter Beardsley, Newcastle, Matt- hew Le Tissier, Southampton, Ian Wright, Arsenal, Les Ferdinand, QPR, Alan Shearer, Blackburn og Teddy Sheringham, Tottenham. Kim og Ingrid sigruðu Kim Magnús Nielsen sigraði í meistaraflokki karla á Sjóvá- Almennar skvassmótinu sem fram fór í Veggsporti ura helgina. Kim sigraði Arnar Arinbjamar í úrslitum, 3-0. í þriðja sæti varð Albert Guðmundsson. I meistara- flokki kvenna sigraði Ingrid Svensson Hrafhhildi Hreinsdótt- ur í úrslitaleik, 3-0, og í þriðja sæti varð Ásta Ólafsdóttir. í A- flokki karla sigraði Jón Eysteins- son, Stefán Pálsson varð í öðru sæti og Jóhann Steinn í þriðja sæti. í flokki 35 ára og eldri sigr- aöi Elvar Guðjónsson, Júlíus Guömundsson varð annar og Jó- hannes Gunnarsson í þriðja sæti. Víðir Sigurðsson skrifar: ÍR-ingar áttu í mestu vandræðum meö aö hrista baráttuglaða leikmenn Snæfells af sér í Seljaskólanum í gærkvöldi. Þó ljóst hafi verið í allan vetur að fall úr úrvalsdeildinni blasi viö Hólmurum hafa þeir sýnt að- dáunarveröa baráttu og í gærkvöldi stríddu þeir ÍR-ingum með því að ná forystunni í upphafi seinni hálfleiks. ÍR náði einum heilsteyptum kafla í leiknum upp úr miðjum síðari hálf- leik og skoraði þá 23 stig gegn 5. Þaö réð úrslitum og ÍR vann, 76-62. Flestir ÍR-inganna léku undir getu. John Rhodes barðist af krafti að vanda, Guðni Einarsson komst vel frá leiknum og Herbert Arnarsson átti sína spretti. Raymond Hardin var besti maður Snæfells og vallarins en hann tók t.d. 14 fráköst í fyrri hálfleik. Mikið mæðir á honum í liði Snæfells, hann fær enga hvíld og þarf að gera mikið meira en miðherjar yfirleitt. Margir efnilegir strákar eru í liöi Snæfells og Ijóst er að Hólmarar þurfa ekki að kvíða framtíðinni. Þeir verða ekki lengi utan úrvalsdeildarinnar. Guðmundur og Atli til Breiðabliks? Tveir reyndir knattspyrnumenn hafa að undanförnu æft með 1. deild- arliði Breiðabliks. Það eru Guð- mundur Steinsson úr Fram og Atli Einarsson úr FH. „Ég veit ekki hvað ég geri, það hef- ur ekkert verið ákveðið og engar við- ræður hafa farið fram. Ég ætla að skoða þessi mál í rólegheitum," sagði Guðmundur viö DV í gærkvöldi. Ekki náðist í Atla. Skíöi: Ásta stóð sig vel í Svíþjóð Ásta Halldórsdóttir var í verð- launasætum á tveimur svigmótum sem fram fóra í Luleá í Svíþjóð um helgina. Hún varð í öðru sæti í fyrra mótinu á laugardaginn og hlaut fyrir það 25,24 punkta. Á sunnudaginn varð Ásta síðan í þriðja sæti og fékk 24,97 punkta. Körfubolti: Dalvíkingar í 1. deildina? Rúnar B. Gislason, DV, Laugum: Keppni í Norðurlandariðli 2. deild- ar karla í körfuknattleik er nú rúm- lega hálfnuð. Dalvíkingar og B-liö Þórs berjast um toppsætið og Dalvík hefur forystu en þessi tvö lið eru að mestu skipuð gömlum leikmönnum Þórs. Greinilegt er þó að uppgangur er í körfuboltanum á Dalvík og nokkrir efnilegir leikmenn eru í liðinu. Leiftur er eina liðið sem hefur út- lending innan sinna vébanda en það virðist ekki duga til. Staðan í riðlinum: Dalvík.......8 7 1 639-515 14 Þór.B........9 5 4 710-629 10 Leiftur......7 3 4 497-506 6 USAH.........6 0 6 370-566 0 í kvöld DHL-deildin i körfubolta: Þór-Valur.................20.00 1. deild kvenna: Keflavík - Njarðvík.......20.00 DvvIIÍIq9 I toppsætinu Eyjólfur Sverrisson og samherj- ar hans i Besiktas hafa eins stigs forskot i tyrknesku 1. deildinni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Beskitas vann 3-0 sigur á Vanspor og aöalkeppinauturínn, Galatas- aray, sigraði lið Altay meö sama mun. Besiktas hefur því enn eins stigs forskot á Galatasaray þegar 20 umferðum er lokið. Eyjólfúr var ekki á meðal markaskor- ara Besiktas. „Ég hef leikiö sem varnar- tengiliður á Eyjólfur Sverrls- miðjunni í son. undanföra- um leikjum og hef því ekki verið mikið í marktækifærum. Þetta var mjög öraggur sigur um helgina og þaö stefnir í einvígi okkar og Galat- asaray um meistaratitilinn. Við megum samt hvergi slaka á. Næstu þrír leikir era mjög mikílvægir upp á framhaldið, Við leikum viö Trabzonspor um næstu helgi, þá gegn Bursaspor á útivelli og 5. mars er stórleikurinn gegn Galat- asaray," sagði Eyjólfur við DV i gær en hann fékk sitt fjórða gula spjald í leíknum gegn Vanspor um helgina og tekur út leikbann um næstu helgi. Eyjólfur gerði eins árs samning við Besiktas en hefur eitthvað verið rætt um framhald? „Nei, það hefur ekkert veriö rætt en ég reikna með því að í byrjun april fari þetta eitthvað að skýrast. „Að rnörgu leyti ánægður meðdvölina iTyrklandi“ Ég er aö mörgu leyti mjög ánægður með dvölina í Tyrklandi. Þaö hefur gengið vel hjá mér og liðinu og maöur getur því ekki kvartað. Knattspymuáhugi i landinu er mikill og það heyrir til undantekn- inga ef heimavöllur okkar er ekki fúllur þegar viö erum að spila en hann tekur um 40.000 manns. Úrshtin í Tyrklandi uröu þannig: Ankaragucu - Zeytinburnuspor „2-2 Besiktas - Vanspor...........3-0 Antalyaspor - Bursaspor.......0-X Altay - Galatasaray..........3-0 Kayseríspor - Trabzonspor....0-0 Samsunspor - Adana Demirspor .5-1 Fenerbahce - Denizlispor.....3-0 Petrolofísispor Genclerbirligi ...1-2 Gaziantepspor - Kocaelispor..2-0 Staða efstu liða: Besiktas......20 14 4 2 47-15 46 Galatasaray...20 14 3 3 50-19 45 Trabzonspor .„.20 12 5 3 42-18 41 Fenerbache....20 12 4 4 49-21 40 Genclerbirl......20 10 6 4 31-25 36 Tim Hardaway og samherjar hans í Orlando Magic unnu New York Knicks i framlengd- um leik. Orlando hefur leikið geysilega vel í vetur og margir spá liðinu góðu gengi í úrslitakeppninni. NBA í nótt: Houston steinlá í slagsmálaleik Meistarar Houston fengu slæman skell í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar þeir töpuðu fyrir Portland með 38 stiga mun í slagsmálaleik þar sem tveir leikmenn úr hvoru höi voru reknir af leik- velli fyrir slagsmál, Otis Thorpe og Vernon Maxwell hjá Houston og Chris Dudley og Robert Horry hjá Portland. Portland gerði út um leikinn í öðrum leikhluta þegar lið- iö skoraði 30 stig gegn 10 frá Houston. Cliff Robinson skoraði 20 stig fyrir Port- land en Hakeem Olajuwon 22 fyrir Hous- ton. „Svona er NBA. í gær voru viö í skýj- unum með sigur okkar gegn Phoenix en í þessum leik vorum við langt niðri og lékum illa,“ sagði Olajuwon. Armon Gilliam skoraði 28 stig fyrir New Jersey gegn Detroit en þar á bæ var Joe Dumars með 27 stig. Steve Smith og Mookie Blaylock voru með 25 stig hvor fyrir Atlanta en Dana Barros skoraði 26 stig í liði Philadelphia. Úrshtin í nótt urðu þessi: New Jersey - Detroit.............101-97 Philadelphia - Atlanta........... 92-107 Portland - Houston...............120-82 Houston vann stórleikinn Meistararnir í Houston unnu góðan útisig- ur á Phoenix í fyrrinótt. Hakeem Olajuw- on skoraði 28 stig fyrir Houston og þeir Vernon Maxwell og Sam Cassell voru með 19 stig hvor. „Þegar þeir hitta svona vel úr þriggja stiga skotunum er nær ógerningur að vinna þá,“ sagði Charles Barkley hjá Pho- enix eftir leikinn. Barkley var stigahæstur hjá Phoenix með 24 stig og Danny Ainge setti niður 23 stig þar af voru sex 3ja stiga körfur. „Þetta var Houston Rocket körfubolti og þegar við leikum svona getum við sigrað öli lið,“ sagði Rudy Tomjanovich, þjálfari Houston. Shaquille O’Neal var í banastuði þegar Orlando lagði New York í framlengdum leik. Shaq skoraði 41 stig og tók 15 frá- köst. Kollegi hans í New York liðinu, Patrick Ewing, stóð honum ekki langt aö baki en Ewing skoraði 38 stig og tók 13 fráköst. Shawn Kemp skoraði 26 stig fyrir Se- attle sem vann auðveldan sigur á Miami. í hði Miami var Billy Owens stigahæstur með 21 stig. Alonzo Mourning gerði 26 stig fyrir Charlotte gegn Washington en Juwan Howard skoraði 23 fyrir Washington. Scottie Pippen var í stuöi í liði Chicago gegn Golden State og skoraöi 35 stig og tók 11 fráköst. Hjá Golden State var Tim Hardaway stigahæstur með 28 stig. Dee Brown og Greg Minor skoruðu 23 stig hvor fyrir Boston í stórsigri liðsins á Minnesota. Úrslitin í fyrrinótt: Phoenix - Houston.............100-124 Orlando - New York............103-100 Miami - Seattle...............109-136 Charlotte - Washington........111-105 Boston - Minnesota............115-82 Golden State - Clúcago.........93-97 17 Hlynur Birgisson til Örebro? Munnlegt tveggja ára samkomulag - með þeim fyrirvara að Guðni Bergsson komi ekki Eyjólfiir Haröarson, DV, Svíþjóö: Hlynur Birgisson, knattspyrnu- maður með Þór á Akureyri, sem var við æfingar hjá sænska úrvals- deildarliðinu Örebro í nokkra daga fyrir síðustu helgi, hefur komist að munnlegum tveggja ára samningi við félagið. Samningur- inn er þó Hlynur Birgisson. gerður með þeim fyrirvara aö Guöni Bergsson- ar komi ekki til liðsins. Ef Guðni kemur ekki til liðsins vilja forráða- menn Örebro fá Hlyn í staðinn. Sven Dahlqvist, þjálfara Örebro, leist mjög vel á Hlyn sem komst mjög vel frá æfingum meö liöinu. Hlynur sýndi gott þrek og var þjálf- arinn mjög hissa á þvi þegar horft er til þess að Hlynur hefur ekki leikiö knattspyrnu síðan tímabil- inu lauk á íslandi sl. haust. Aö sögn forráðamanna Örebro vilja þeir hið fyrsta, helst í þessari viku, fá úr því skorið hvort Guöni Bergsson komi til liðsins en hann er eins og kunnugt er hjá Totten- ham þessa dagana til að leysa um hnútana sem snúa að enska liðinu, sem lúta að því aö Guðni yrði lán- aður til Örebro í eitt ár. Guðni hefur æft með Tottenham og leikið meðal annars tvo leiki með varaliðinu. Málin gætu allt eins þróast í þá veru að Guðni myndi semja við Tottenham. Guöni á fund með Gary Francis, framkvæmdastjóra Tott- enham, í dag eða á morgun þar sem reynt veröur að fá niðurstöðu í málið. íslandsmótiö í knattspymu -1. deild: Tveimur leikjum í 1 umferð víxlað Tveimur leikjum í fyrstu umferð 1. deildar keppninnar í knatt- spyrnu hefur veriö víxlað, til þess að hægt verði að spila þá á grasl Valur og ÍBV leika í Vestmanna- eyjum en samkvæmt töfluröð átti Valur heimaleikinn. Grasvellir eru jafnan tilbúnir fyrst í Eyjum, en eftir niðurröðuninni áttu Eyja- menn aö byrja mótið á tveimur útileikjum. Leiftur og Fram mætast i Reykja- vík, væntanlega á Valhjaraarvelli, en Leiftur átti heimaleik sam- kvæmt töfluröð. Ljóst er að leikið hefði verið á möl á Olafsfirði á þess- um tíma. Leiftur á síðan aftur heimaleik í 2. umferð, gegn KR, en ekki hefur verið hreyft við þeim leik. Nú bendír allt til þess að 1. um- ferðin veröi leikin fimmtudaginn 18. maí, tveimur dögum fyrr en áætlaö var. Sá dagur er frídagur í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik og því þótti hann tilvalinn opnunardagur iVrir íslandsmótið í knattspymu. Smáþjóöaleikar: Hjólreiðar með í fyrsta sinn íslendingar munu í fyrsta skipti keppa í öllum keppnisgreinum Smá- þjóðaleikanna sem haldnir veröa í Lúxemborg dagana 29. maí-3. júní í sumar. íslenskt íþróttafólk hefur fram að þessu keppt í blaki, borð- tennis, frjálsum íþróttum, júdói, körfuknattleik, skotfimi, sundi og tennis. Nú munu hjólreiðamenn bæt- ast í hópinn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslendingar taka opinberlega þátt í hjólreiðakeppni á erlendum vett- vangi. Þess má geta að aöalfarar- stjóri á Smáþjóðaleikunum verður Kolbeinn Pálsson og aðstoðarfarar- stjóri verður Margrét Bjarnadóttir, en þau sitja bæði í framkvæmda- stjórn ólympíunefndar íslands. Maradona ekki hættur - ætlar aö byrjar aftur þegar 15 mánaöa keppnisbanni lýkur Diego Maradona, argentínski knattspyrnusnillingurinn, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að leika knattspyrnu á ný þegar hann losnaði úr 15 mánaða keppnisbanninu sem hann fékk á síðasta ári fyrir lyfja- neyslu á HM. „Ég reikna með því að taka þráðinn upp að nýju, bæði til að sanna mig fyrir öllum skepnunum sem eru á móti mér og einnig vegna þess að trúin á það gefur mér aukinn kraft,“ sagði Maradona í gær. Maradona, sem er orðinn 34 ára gamall, hefur fengist við þjálfun í heimalandi sínu frá því í október en þá gaf Alþjóða knattspyrnusam- bandið honum leyfi til þess. Hann stýrði Mandiyu í tvo mánuði en liðið vann aðeins einn leik af 12 og Mara- dona hætti eftir ósætti við forráða- menn þess. Nú er hann kominn til Racing Club en hefur ekki náð að fagna sigri eftir þrjá leiki. KA fékk peningagjöf Knattspyma: Wohlfarthí tveggjamánaða keppnisbann Þýski knattspyrnumaðurinn Roland Wohlfarth, félagi Þórðs Guöjónssonar hjá Bochum, var í gær úrskurðaður í tveggja mán- aöa keppnisbann af þýska knatt- spyrnusambandinu. Wohlfarth féU á lyíjaprófi fýrir skömmu en hann tók lyf sem var á bannlista og hugöist með þvi grenna sig fljótar en ella. Wohlfarth viðurkenndi brot sitt en ætlar að áfrýja úrskurðinum. „Ég lít ekki á mig sem svindlara en þetta var heimskulegt af mér,“ sagði Wohlfarth i gær. Hann er íyrsti þýski knattspyrnumaður- inn sem verður uppvís að lyfja- notkun. Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: Bæjarstjórn Akureyrar ákvað að færa nýbökuðum bikarmeisturum, KA, 500 þúsund króna gjöf frá bæn- um fyrir sigurinn í bikarkeppninni um helgina. Félaginu hafa borist Sænski landsliðsmaðurinn Ola Lindgren tryggði Drott sigurinn gegn Irsta með skoti beint úr aukakasti eftir að leiktíma lauk í leik hðanna á sunnudaginn var. Lokatölur urðu 27-28, en eins og kunnugt er þjálfar Andrés Kristjánsson hö Irsta. Drott margar góðar gjafir og hamingju- óskir vegna sigursins. Þess má og geta að Flugfélag Norð- urlands styrkti KA-liðið með því að fljúga með það báðar leiðir í bikaúr- shtaleikinn í Reykjavík. er sem fyrr í efsta sætinu meö 39 stig. Redbergslid sigraöi Kristianstad, 23-27, á útivelli og er í öðru sætinu með 33 stig. GUIF er í þriðja sætinu með 32 stig en liðiö sigraði Sávehof, 33-23. Þá vann Skövde hð Polisen, 30-29. Sænskur handknattleikur: Sigurmark beint úr auka- kasti eftir að leiktíma lauk íþróttir Bjöminn sigraði Bjöminn sigraði Skautafélag Reykjavíkur, 10-8, á íslandsmót- inu í ísknattleik en leikurinn fór fram á skautasvellinu í Laugar- dal á sunnudagskvöldið. í kvöld er einn leikur á íslandsmótinu. A og B lið Skautafélags Akureyrar leiða saman hesta sína og hefst leikurinn klukkan 21. Hafnarfjarðarmet Á innanfélagsmóti FH í irjáls- um íþróttum á dögunum setti hin 16 ára gamla Sigrún Össurardótt- ir, FH, nýtt Hafnarfjarðarmet í hástökki þegar hún stökk 1,70 metra. Á sama móti jafnaöi Kristján Gissurarson, UMSB, ís- landsmet öldunga í 40 ára flokki þegar hann stökk 4,70 metra í stangarstökki. Buyo heldur hreinu Paco Buyo, hinn 37 ára gamli markvörður spænska stórliðsins Real Madrid, hélt marki sínu hreinu um helgina og hefur nú ekki fengið á sig mark í síðustu sjö leikjum. Mínúturaar eru orðnar 631 síöan hann þurfti að sækja boltann í netiö og er þetta met hjá Madridarliöinu. NýttBðáSkaganum Skagaiiöunum fjöigar um helm- ing á íslandsmótinu í knatt- spyrnu í sumar. Á Akranesi hef- ur verið stofnað Boltafélagiö Bruni sem mun taka þátt í 4. deffdar keppninni í sumar. ÍH verður líka með í Hafnaríirði heíúr liðmium fjölgað úr tveimur í þrjú því ÍH verður með í 4. deildinni í fyrsta skipti. ÍH hefur reyndar spiiað utan deilda síðustu árin. JónÞóríLeiftur Jón Þór Andrésson, knatt- spyrnumaður úr Val, er genginn til liðs við Leiftur, nýliöana í 1. deíldinni. Jón Þór var einn efni- legasti leikmaöur Vals, hætti vegna meiðsla 1989 en byrjaði aft- ur síðasta sumar og náöi aö spila einn leik í 1. deildinni. Leikniríúrslit Leiknir úr Reykjavík er kom- inn í úrslitakeppnina um sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir sigur á Selfyssingum, 73-69, í siðustu viku. Þór úr Þorláks- höfn og Leiknir fara í úrslitin úr B-riðli en Breiðablik, ÍS og KFÍ berjast um sættn tvö úr A-riöli. MHIerrekinn Willie Miller, fyrrum landshðs- maður Skota í knattspyrnu, var 1 gær rekinn úr starfi sem fram- kvæmdastjóri Aberdeen. Liðið er nú næstneöst í úrvalsdeildinni og í mikilli fallhættu. Norðmenn unnu Eista Norömenn sigruðu Eista, 3-0, í vináttulandsleik í knattspyrnu í Lamaca á Kýpur í gærkvöldi. Ivar Jakobsen 2, Lars Bohinen 2, Harald Brattbakk 2, og Gunnar Halie skoruðu mörk Norömanna. Báðar þjóðimar æfa á Kýpur þessa dagana fyrir komandi átök í riðlakeppni Evrópumótsins, Undirbúningur hafinn Undirbúningstímabil sænsku liðanna í knattspyrnu stendur nú yfir á fullum krafti. Rúnar Krist- insson og félagar hans í Örgryte fara til Flórída í febrúar í æfinga- fe'rö. Frölunda, lið Kristófers Sig- urgeirssonar, er á förum til Kýp- ur. Enn hefur ekki verið ákveðið hvert Örebro, sem Arnór Guð- johnsen og Hlynur Stetansson leika með, fara í keppnisferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.