Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1995, Síða 2
20
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995
Bflar
Kynningarakstur á Scania 113M380:
lipur 40 tonna dreki
- með 18 metra tengivagni
Scania R113 MA 380 - öflugur dráttarbíll með 18 metra tengivagni og 40 tonna hlassi er ekki árennilegur fyrir óvana
í innanbæjarumferðina en kom þægilega á óvart í kynningarakstri úti í Svíþjóð á dögunurn, enda búinn nýrri tölvu-
stýrðri sjálfskiptingu.
Fullvaxinn dráttarbíll frá Scania,
með 18 metra tengivagni sem vegur
alls um 40 tonn með farmi, er
kannski ekki óskabíllinn til að
bregöa sér á í bæjarferð. í heimsókn
til Scania í Svíþjóð á dögunum var
okkur íslensku blaðamönnunum þó
kynntur einn slíkur og vegna þess
að undirritaður hefur meirapróf með
öllu tilheyrandi þá var heimilt að
fara í prufutúr. Nafni minn Tómas-
son frá Morgunblaðinu, sem ekki
státar af slíku ökuskírteini, kom hins
vegar með sem farþegi og ekki síður
til halds og trausts.
Ekki var laust við að það færi um
okkur þegar tilraunabílstjórinn
sænski leiddi okkur út undir hús-
vegg við verksmiðjurnar og sýndi
okkur gripinn, Scania R113 MA 380,
en síðasta talan stendur fyrir það að
bíllinn er með 380 hestafla vél.
Þrátt fyrir að undirritaður hefði
aldrei snert viðlika stórt og öflugt
ökutæki, og raunar aöeins einu sinni
gripið í dráttarbíl með tengivagni,
þá var ekki annað að gera en að snar-
ast um borð og hlusta á leiðbeining-
amar frá bílstjóranum sænska, sem
kom sér fyrir í kojunni fyrir aftan
okkur félagana, og hefja aksturinn
undir hans leiðsögn.
Mér varð hugsað til hans Kalla vin-
ar mins sem kenndi mér á vörubílinn
í meiraprófmu um árið þegar ég setti
í gang og fyrir lá að bakka þessu fer-
líki vel á annað hundrað metra eftir
þröngu húsasundinu á milh verk-
smiðjubygginganna. En kennslan
hans Kalla og reynslan frá heyvögn-
unum í sveitinni gerði sitt til að þetta
gekk áfallalaust og hægt var að snúa
sér að akstrinum.
Tölvustýrö skipting
Ástæðan til að við fengum þennan
umrædda dráttarbíl til kynningar-
aksturs var sú að hann er búinn al-
veg nýrri gírskiptingu sem þeir hjá
Scania kalla GRS 900 R, en R stendur
fyrir „retarder" eða innbyggða mót-
orbremsu. Þessi nýja skipting er
nokkurs konar blanda af sjálfskipt-
ingu og handskiptingu. Hún vinnur
þannig að stíga þarf á kúplinguna
þegar sett er í gír og ekið af stað en
upp frá því sér tölvustýring um að
skipta um gír eftir hraða og aðstæð-
um, alveg þar til bíllinn er stöðvaður
aftur.
Byrjað er á því að „forrita" kassann
áður en lagt er af stað en hægt er að
velja ákveðinn gír sem upphafsgír
og þá hærri gír ef bíllinn er til dæm-
is tómur. Hér var sá sænski búinn
að ákveða 4. gír sem upphafsgír þótt
bíllinn væri fullhlaðinn og það var
greinilegt að 380 hestafla vélin fór
létt með það að koma þessu 40 tonna
ferlíki áfram.
Þessi nýi gírkassi, sem raunar er
enn í þróun, kom verulega á óvart.
Hann skiptir svo léttilega á milli
hraðastiga að ef ekki væri lítill tölrit-
aður gluggi í mælaborðinu sem sýndi
í hvaða gír hann væri hverju sinni
og snúningshraðamælir sem sýnir
sveiílur í snúningshraða vélarinnar
þá hefðu sumar gírskiptingarnar
hreinlega farið fram hjá okkur í
akstrinum.
í þesssum kynningarakstri var ek-
ið um verksmiðjusvæðið og síðan um
nágrennið, ekki ósvipað svæði og
Grafarvoginn hér í Reykjavík, þann-
ig að ýmist var ekið upp eða niöur
brekku og teknar þröngar beygjur í
íbúðahverfi. Það var ótrúlega létt að
aka þessum 40 tonna þun'ga bíl við
þessar aðstæður og jafn átakalítið og
aka venjulegum fólksbíl, ef frá er
tahn sú staðreynd að taka varð tillit
til langa tengivagnsins, sem var á
þremur ásum, en fyrir einstakt
glópalán fór aldrei eitt hjól upp á
gangstéttarbrún þrátt fyrir þröngar
beygjur, nokkuð sem segir sitt um
það hversu hpur og hölegur bíhinn
er í akstri. Stórir hhðarspeglarnir
hjálpuðu líka til með að gefa góða
yfirsýn um hvað væri að gerast
þarna fyrir aftan.
Góð loftfjöðrun
Bilhnn sjálfur er með loftfjöðrun
sem gerir allar hreyfingar í akstrin-
um mun mýkri en á bíl með hefð-
bundnar blaöfjaðrir. Þá er stýrishús-
ið sjálft með loftfjöðrun sem gerir
vinnuaðstöðu ökumanns enn betri
en ella.
Það kom vel fram hjá tilraunabíl-
stjóranum sænska að vinnuum-
hverfi vörubílstjóra hefði gjörbreyst
á síðustu árum og að hann væri
minna þreyttur eftir langferð í þess-
um bíl en í góðum fólksbíl.
Umhverfi ökumannsins er allt fullt
af mælum og stjórntækjum sem
gera aksturinn álíka iéttan og á
venjulegum fólksbíi.
Aðstaöa ökumannsins í þessum
Scania var til fyrirmyndar. Öll
stjórntæki eru innan seilingar,
mælaborð stórt og greinilegt og
tölvustýrða gírskiptingin með inn-
byggðri mótorbremsu var punktur-
inn yfir allt saman.
Ekki tókst að fá uppgefið hvenær
við getum vænst þess að fá þessa
nýju gírskiptingu í vöruflutningabíla
hér á landi, en hún er eins og klæð-
skerasaumuð fyrir misjafnar akst-
ursaðstæður og vegi hér á landi. Eft-
ir prufutúrinn okkar var það næsta
verkefni bhstjórans sænska að halda
með bílinn til Norður-Svíþjóðar þar
sem reyna átti bíl og búnað í þeim
brunagaddi sem þar ríkir yfirleitt á
þessum árstíma.
-JR
Þrír nýir frumsýndir á bílasýningunni í Chicago
Toyota frumsýndi nýjan skúffubíl, Toyota Tacoma, á „Chicago
Auto Show“ á dögunum. Þessi nýi skúffubill er með lengdu
farþegahúsi, svipaö og Toyota extra cab, en mun stærri en
þeir skúffubílar sem eru í umferðinni hér á landi i dag.
Alex Trotman, stjórnarformaður Ford Motor Company, sýnir
hér stoltur hinn nýja Mercury Sable Wagon sem frumsýndur
var á sýningunni í Chicago. Simamynd Reuter
Infinity frá Nissan er einn þeirra bíla sem við þekkjum bara
af afspurn en á sýningunni í Chicago var frumsýnd ný gerð,
Infinity 1-30, sem samkvæmt fréttum frá Reuter er lúxusbíll í
millistærðarflokki.
bílasala, Bíldshöfða 3, sími 670333
Vantar fólksbíla og jeppa, 1993 og yngri, á skrá og á staðinn.
MMC Colt GLX ’89, hvítur, ssk.,
ek. 55 þús. km.
V. 670.000 kr., sk. é ód.
MMC L-200 double cab ’91, rauð-
ur, disil, ek. 57 þ. km, upph., 33*
dekk, spil, br. hjá Bílabúð Benna.
V. 1.550.000 kr., sk. á ód./dý.
Subaru Legacy 1,8 st. ’91, hvitur,
ek. 78 þús. km, 5 gíra, upph.
drkúla.
V. 390.000 kr., sk. á ód.
Toyota Corolia XL '91, hvitur, ek.
75 þús. km, 5 gira.
V. 650.000 kr.
Peugeot 505 GL station ’87, dísil,
rauður, uppt. vél og sjálfskipting.
Mikið endurnýjaður, 8 manna.
V. 700.000 eða 550.000 stgr.