Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1995, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1995, Síða 3
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995 29 Bílar Heimsókn til Scania í Svíþjóð: Framleiddu32 þúsund vörubíla og hópbifreiðir - ætla sér aukinn hlut í vaxandi markaði Scania-umboðið á Islandi hefur haft vistaskipti og er nú komið í hendur Heklu hf. eins og áður hefur komið fram á síðum DV-bíla. Scania-verk- smiðjumar sænsku eru stórfyrir- tæki með um 20.000 starfsmenn í vinnu í 6 löndum. Ef litið er til baka þá á Scania ræt- ur að rekja til loka síðustu aldar og var í raun tvö fyrirtæki í upphafi. Vabis í Södertalje, skammt sunnan Stokkhólms, var stofnaö árið 1891 og framleiddi í upphafl lestarvagna. Scania hóf starfsemi aldamótaárið í Malmö og í upphafí var framleiðslan einkum reiöhjól. Fljótlega upp úr aldamótunum hófu bæði fyrirtækin framleiðslu vörubíla og á árinu 1911 voru þau sameinuð undir heitinu Scania-Vabis og undir því nafni þekkja margir fyrirtækið. Á árinu 1969 var Scania-Vabis steypt saman við Saab, sem framleiddi bæði fólks- bíla og flugvélar, undir heitinu Saab-Scania, en við kaup GM á Saab var aftur skilið á milli fyrirtækjanna og nú heita verksmiðjurnar einfald- lega Scania. Byggja á þungaflutningum „Við viljum vera leiöandi í gæðum en horfum um leið mikið til um- hverfisverndar," segir Per-Erik Nordström, en hann, ásamt þeim Ulf Ekström og Olov Larsson, fræddi okkur íslensku blaðamennina sem vorum í heimsókn í aðalstöðvum Scania í Södertalje ásamt Sverri Sig- fússyni, framkvæmdastjóra Heklu, um starfsemina á dögunum. Scania setti sér nýlega ný markmið sem byggjast á gæðum, afköstum, hagkvæmni og umhverfl. „Umhverf- isvænn“ er í raun ekki til í okkar orðabók, bætir Per-Erik við, því í eðli sínu getur stór vörubíll ekki flokkast sem slíkur, en á móti kæmi að hjá verksmiðjunum væri lögð mikil áhersla á að draga sem mest úr skaðlegum áhrifum sem bæði framleiðslan og notkun vörubílanna ylli. Ríflega 85 af hundraði framleiðslu Scania í dag eru vörubílar, 16 tonn eða stærri. Um ellefu af hundraði eru hópflutningabílar og hðlega 3 pró- sent eru vélar, einkum fyrir báta. Aukin sala Á síðasta ári framleiddi Scania um 32 þúsund vörubíla og hópferðabíla, sem er veruleg aukning frá fyrra ári, og að sögn Ulfs Ekströms, fjár- málastjóra fyrirtækisins, var árið 1994 eitt það besta hjá Scania um Auk framleiðslu í sex verksmiðjum í Svíþjóð fer framleiðsla á vörúbílum og hópbifreiðum fram i fimm löndum og einnig er byggt yfir hópbifreiðir i nokkrum löndum til viðbótar. Framleiðsla a vélum fyrir báta og vinnuvelar er stór Sænskt gæðastál hefur borið hróður sænskra iðnaðar- þáttur í framleiðslu Scania. langt árabil. Heildarsala vörubíla í heiminum er nú á bilinu 400 til 500 þúsund bílar á ári og þar hefur hlut- ur Scania farið vaxandi. Betri mark- aðshlutdeild hefur náðst í Evrópu og nýir markaðir hafa unnist í Suðaust- ur-Asíu. Að mati Scania-manna mun Evrópumarkaður vaxa úr 150.000 bíl- um á árinu 1994 í 200.000 bíla árið 2010. Markaðurinn í Suður-Ameríku tvöfaldist og sömuleiðis í Asíu. Þá má reikna með verulegri aukningu, bæði í Miðausturlöndum og eins í Afríku. Stærsti markaöur Scania fyrir hóp- bifreiðir er í Suður-Ameríku en á síð- asta ári voru smíðaðar meira en 3.100 slíkar bifreiðir og helmingur þeirra í Suður-Ameríku. Scania rekur verksmiðjur í mörg- um heimsálfum og fer framleiðslan fram í Argentínu, Brasilíu, Frakk- manna víða um landi og Hollandi, auk Svíþjóðar. Auk þess eru samsetningarverk- smiðjur fyrir bíla frá þeim í öðrum löndum, bæði í Asíu og Afríku. Vegna aukinnar eftirspumar í Austur-Evrópu hefur veriö komiö á fót verksmiðjum til yfirbygginga á hópbifreiðum á því svæði og meðal annars verið byggt yfir slíka bíla bæði í Póllandi og Ungveijalandi. Aukin framleiðsla Stefna Scania í dag er einkum að bæta framleiðsluna enn frekar frá því sem nú er. Aukin framleiðsla með færra fólki er eitt markmiðanna sem stefnt er að og við uppbyggingu nýrrar verksmiðju í Frakklandi hef- ur þetta tekist mjög vel. Þar var reiknað með hámarksframleiðslu sem næmi um 30 bílum á dag en heim. raunin varð 34 bílar vegna aukin'nar hagkvæmni. Hvað varðar umhverfisvernd hef- ur verið gripið til nýrra aðferða við málningu bílanna. Notuö er vatns- blönduð málning sem er sterkari en sú sem áöur var notuð og þolir til dæmis vel að hlutir séu sveigðir til eftir málun án þess að yfirborð máln- ingarinnar springi, sem er mikill kostur við smíði grindarhluta, svo dæmi sé tekið. Það var auðsjáanlegt þegar gengið var um verksmiðjur Scania í Söder- talje að þar er hugur í mönnum og þar horfa menn björtum augum fram á veginn. Vegna aukinnar eftirspurn- ar er reiknað meö því að bæta þurfi við að minnsta kosti um 400 manns í þeim sex verksmiðjum Scania sem eruíSvíþjóð. -JR Frumvaip um laekkun vörugjalds á bílum: 60-70 þúsund króna lækkun á meðalstórum bíl - og allt aö 300 þúsund á stórum dísiljeppa Verð á meðalstórum fólksbíl sem Lækkun á dísilbílum verður enn aö lækka vörugjald af hópbifreið- lendrar ferðamannaþjónustu en kostar um tvær milljónir króna raeiri, eða um 15%, og það þýðir um fyrir 10-17 farþega, en þó ekki eitt háværasta umkvörtunarefni lækkar um 60 til 70 þúsund krónur aödísiljeppiístaírrikantinum,sem niðurfyrir20%, enídageráþeim erlendra ferðamanna sem sækja þar sem írumvarp fiármálaráðherra kostar um 4 milljónir króna, lækk- 30% gjald. Þá er einnig lagt til að okkur heim er hátt verð á bílaleigu- umlækkunvörugjaldsafökutækjum ar um allt að 300 þúsund krónur. heimilað verði að lækka vörugjald bílum sem lækkar þar sem frum- var samþykkt á þinginu en frum- Fleiri breytingar eru í þessu afbiiumsemætlaðirerutilútleigu varpiö var samþykkt. varpiö var lagt fram 1 síðustu viku. frumvarpi. Þar á meðal má nefna á bilaleigum en þó ekki niður fyrir -JR Samkvæmt frumvarpinu lækkar að vörugjald afhópbifreiðum lækk- 30%. vörugjald af bíl i öðrum gjaldflokki ar úr 15% i 5% og sömuleiðis að Þessar siðast töldu heimildir eru úr 45% í 40% fiármálaráðherra fær heimild til ætlaöar til að jafha aöstöðu inn- $ SUZUKI •mv- Tegund Árg. EkinnStgrverð Suzuki Swift GLX, 5 d. '90 83 þ. 550 þ. Suzuki Swift sedan, 4 d.. ssk. '91 66 þ. 730 þ. Suzuki Swift sedan, 4 d.. ssk. '93 27 þ. 990 þ. Suzuki Vitara JLX, 3 d. '91 82 þ. 1.150 þ. SuzukiFox410.langur '86 134 þ. 350 þ. Suzuki Fox 413. blæju '88 100 þ. 430 þ. Suzuki Fox 413, blæju. 33" dekk '88 91 þ. 470 þ. Suzuki Fox 410,33" dekk, 820 vél '88 77 þ. 490 þ. Suzuki Samuiai 413. '92 46 þ. 900 þ. Suzuki Samurai 413, '91 66 þ. 795 þ. Subaru coupé 1808. ssk.. 4x4 '89 83 þ. 760 þ. Ford Bronco XLT '87 80 þ. 990 þ. Dodge Dakota pickup, ssk.. vsk. '90 34 þ. 1.450 þ. Dalhatsu Charade TS. 3 d. '87 81 þ. 280 þ. MMC Pajero. 3 d. '85 160 þ 620 þ. Volvo 240 GL, 4 d.. ssk. '87 100 þ. 750 þ. Subaru 1800station '89 105 þ. 880 þ. Daihatsu Feroza ELII. króm '90 77 þ. 990 þ. Nissan Cherry, 3 d.. ssk. '85 107 þ. 210 þ. Citron... BX. 16TRX. 5d.. ssk. '88 96 þ. 580 þ. Fíat Panda 4x4.3 d. '92 12þ. 590 þ. MMC L 200 pickup. 4x4 '91 38 þ. 1.040 þ. Toyota Camry GLi, 4 d. '88 99 þ. 790 þ. MMC Pajero. 3 d. '86 185 þ. 630 þ. Toyota Corolla, 3 d. '90 58 þ. 580 þ. Toy. LandCruiser, 5 d„ disil, ssk. '88 172 þ, 1.750þ. Lada Samara, 3 d. '89 85 þ. 180 þ. $ SUZUKI —*** .... SUZUKI BÍLAfí HF. Skeifunni 17 sími 568-5100 Munid eftir 6-36, 6 mánaða ábyrgð og 36 mánaða greiðslukjörum eða Visa-Euro-greiðslum. Sími 642610 Ford Escort CL 1,3 ’92, 5 gira, 3 dyra, hvítur, ekinn 25 þús. km. Wagoneer Limited 2,8 ’86, ssk., 5 dyra, svartur, ekinn 130 þús. km. Verð 1.050.000 kr. Opið: virka daga frá kl. 9.00-18.00, laugardaga frá kl. 12.00-16.00 NOTADIRBlLAR Skeljabrekka 4, Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.