Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 18 Tækni - Hljómtæki_________________________________________________________________dv Það á að vera spenn- andi og lærdómsríkt að kaupa hljómtæki Aö kaupa sér hljómtækjasamstæðu í heilu lagi eða staka hluti í hljóm- tækjasamstæðu, hátalara, magnara, geislaspilara eða annað, svo að ekki sé talað um að koma sér upp heima- bíói, á að vera skemmtileg stund. Sjálfsagt kannast flestir við smá- kvíða sem stundum fylgir þessu, kvíða sem er auðskiljanlegur; er ver- ið að kaupa það eina rétta? var þaö betra sem ég hlustaði á í gær? Shkar hugsanir þjóta um huga margra sem eru í þessum hugleiðingum enda er til svo mikið úrval af hljómtækjum. Fyrir þann sem ekki hefur reynslu af að hlusta á misgóð tæki er oft erf- itt að heyra hvað er góður hljómur og hvað er slæmur og fyrir þann sama er enginn munur á hljómi hvort sem vöttin í magnaraTium eru 30 eða 40. Það er óþarfi að taka allt það sem stendur á blaði alvarlega þótt vafa- laust sé allt rétt sem þar stendur, best er að treysta á sjálfan sig. Og kvíðinn er einnig óþarfur vegna þess að þaö er varla mögulegt að gera af- gerandi mistök. Gæði og peningar fylgjast nefnilega að í þessum geira sem og öðrum og ef á að kaupa til að mynda mini-samstæðu fyrir sex- tíu þúsund krónur er munurinn á tegundum tilfallandi. Sjálfsagt er samt að leita fyrir sér, reyna að gera upp á milli og að endingu kaupa það sem eyra og augu segja að sé best þótt á einhveiju blaöi segi að annað sé aðeins betra. Aftur á móti hafa þeir sem eru að leita að fuhkomnum tækjum oftast nær lesiö sér til um þaö sem er á markaðinum en eru margir hverjir óákveðnir og þá er fyrir öhu að gefa sér góðan tíma til að hlusta vel í verslunum, jafnvel fá lánað heim tæki til að prufa við það sem fyrir er. Það er nefnilega ótrúlega mikiö til af góðum geislaspilurum, góðum mögnurum og góðum hátölurum. Þegar kemur að því að velja einstak- an hlut er hátalaravalið það vanda- samasta en að lokum eru það eigin eyru sem segja til um hvað er best fyrir viðkomandi. Hér á eftir fara nokkur algild ráð sem ágætt er fyrir hinn almenna kaupanda, sem ekki hefur aUt of mikla þekkingu á tækn- inni, að fylgja og vonandi eiga þau eftir -að auðvelda vaUð þótt einnig megi segja áð þessi heillaráð veki upp spumingar. Undirbúningur Það veit ekki á gott að fara alveg óundirbúinn í verslun með það í huga að kaupa tæki sem viðkomandi getur verið ánægður með. Það er sjálfsagt að undirbúa sig vel, til að mynda að vera búinn að Uta á auglýs- ingar með þaö í huga hve há peninga- upphæðin er sem kaupa á fyrir. Ág- ætt er að vera búinn að fletta sérrit- um um hljómtæki en þau eru yfir- leitt uppfull af prófunum og verö- samanburðum og ber þá að hafa í huga að taka aUs ekki aUt bókstaflega sem þar stendur. Þegar lagt er af stað er gott ráð að vera með geislaplötu meðferðis, plötu sem hefur verið í uppáhaldi og vitað er hvemig hljóm- ar í gömlu tækjunum. Á þessu ágæta ráði er þó einn gaUi. Yfirleitt er frek- ar þröngt í hljómtækjaverslunum og margir á ferU og aðstaða tíl sérstakr- ar hlustunar kannski ekki fyrir hendi. Það er því ágætt að reyna að fara á þeim tíma þegar lítið er að gera og gefa sér góöan tíma. Hljómtækin og tæknin Flestir hafa tekið eftir að hljómtæki geta verið stöðluð frá mörgum fram- leiðendum og önnur mismunandi í úthti. Þá er takkafjöldinn einnig mis- mikill og eins gott að láta ekki blekkj- ast af mörgum tökkum því oftast eru þau tæki ofhlaðin. Það má tU dæmis nefna fuUkomna gerð af mini-hljóm- tækjum en hingað til hefur ekki vantað takka á slíkar stæður. Þessir takkar eru aldrei notaðir því öUu sem er nauðsynlegt er komið fyrir á fjarstýringu. Sölumenn eru yflrleitt mjög fróðir um það sem þeir eru að selja og tala oft mál sem almenningur ekki skU- ur. Það getur því verið best að tíl- kynna vankunnáttu sína á tækninni strax í upphafi og vera óhræddur að segja áUt sitt á hveiju sem er. Það' er gott að taka ábendingum sölu- manna en fyrst og fremst er það eig- in tilfinning sem á að segja tU um hvað hentar og hvað hentar ekki. Hvernig á að hlusta Eftirfarandi er gott að hafa í huga þegar hlustað er á hljómtæki sem jafnvel á að fara að kaupa. Fyrst þarf að finna út þann hávaða sem notaður er í heimahúsum. Við kunn- uglegan hávaða kemur yfirleitt í ljós hvort hlustun veldur vefiíðan eða hvort eitthvað er að. Þá er gott að hyggja að textaflutningi en hann má aldrei vera þannig aö óþægilegt sé að hlusta á hann. Ódýrari samstæður gefa oft ekki mikla möguleika á fyU- ingu í hljómi en það getur verið per- sónulegt hvernig textinn á að hljóma þannig aö sum tæki passa sumum, önnur ekki. Ef verið er að kaupa hljómtæki í háum verðflokki er sjálf- sagt að fara fram á að fá viðkomandi tæki lánað til að prufa það í því umhverfi sem ætlunin er að hafa það í. Ef kaupandinn er jafn ánægður með hljóminn og í versluninni þá fyrst getur hann verið sáttur við kaupin. Saba T 7049 hefur nokkuð sérstaka hönnun. Surround magnari sem gefur mikinn og góðan umhveríishljóm Bónus Radíó er verslun sem hef- ur það að leiðarljósi að vera meö góð tæki á góðu verði og meðal annars til að halda birgðunum í lágmarki er ekkert lagerpláss í búðinni, öllu er stillt upp og það sem er á gólfinu og í hillum er það sem til er. Bónus Radíó er með umboð fyrir Samsung og Saba en selur auk þess vörur frá fleiri fram- leiðendum. Verslunin býður upp á margar gerðir af hljómtækjum. í Bónus Radíói er hægt að fá aUt frá smæstu rafhlöðum, snúrum og tengjum upp í stærstu sjónvarps- og hljómflutningstæki. Meðal þess sem Bónus Radíó býð- ur upp á þessa dagana er hið eigu- lega sjónvarpstæki Saba T 7049, sem er 28" sjónvarpstæki með Nic- am Stereo, innbyggðum 2x20 vatta surround magnara, sem gefur góð- an umhverflshljóm, Black Matrix skjá, aðgerðarstýringum á skjá, möguleika á móttöku á 16:9 breið- tjaldsmynd, tímarofa, vekjara, tveimur Scart tengjum, hátalar- tengjum fyrir flóra hátalara, S- VHS-tengi, Pal, Secam og NTSC vídeómóttöku. Þá er fjarstýringin, sem fylgir tækinu, nokkuö sérstök en hún er gerð með það fyrir aug- um að hún falli vel að hendinni sem heldur utan um hana. Verðið á Saba T 7049 er 79.900 kr. ef stað- greitt er. Allar nánari upplýsingar er aö fá í Bónus-Radíói við Grensás- veg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.