Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Síða 6
22 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 Tækni - Hljómtæki Tómas R. Einarsson, bassaleikari og tónskáld: Ættlausir hátalarar „Hljómtæki mín eru nú ekki af dýr- ari gerðinni. Ég er með um það bil sjö ára gamla Samsung samstæðu sem var á góðu tilboði á sínum tíma og ég lét freistast til að kaupa. Með þeim er ég með gamlan og góðan Grundig plötuspilára. Það þarf að eiga góðan plötuspilara svo að hægt sé að sinna þessum metrum af djass- plötum sem maður á. Ég náði hins vegar að brenna upp geislaspilaran- um í Samsung settinu á fáum árum eða réttara sagt ég spilaði það mikiö að hann fór að endurtaka það sem honum fannst gott og ég var alls ekki sammála honum í vali hans á endur- tekningum, þannig að ég neyddist til að fá mér nýjan geislaspilara og varð þá Sony spilari fyrir valinu og gat ég tengt hann við Samsung tækin. Síðan er ég með tvo gamla hátalara í viðbót við þá sem fylgdu tækjunum til að fá meiri bassa. Þetta eru stórir hlunkar sem eru orðnir um tuttugu ára gamlir og ég held að þeir séu ættlausir, alla vega er ekkert merki á þeim.“ Þaö er Tómas R. Einarsson, bassa- leikari og tónskáld, sem hefur orðið en hann er meðal okkar þekktustu djassmanna og hefur viða komið við, leikið hér heima og erlendis auk þess sem hann hefur gefið út plötur undir éigin nafni og með öðrum. Tómas sagði aðspurður að hann fylgdist ekki mikið með tækninýjungum eða framfórum á hljómtækjamarkaðin- um: „Ég gæti samt alveg þegið nýtt kassettutæki, mitt hefur nefnilega tekið upp á því að fara aö ganga hálf- tóni of hratt og nýtt kassettutæki myndi létta mér staríið en ég nota kassettutækið nokkuð, tek stikkprufur, fer heim og set kassett- una í tækið og heymartólið á höfuðið Tómas R. Einarsson hugar hér að Samsung-tækjunum sínum. DV-mynd GVA og kem mér vel fyrir og hlusta.“ Tómas var spurður hvað hann væri að hlusta á heima hjá sér þessa dagana: „Ég keypti mér í gær safn- disk með Chet Baker en hann er einn af þeim sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. „Þegar ég lék með honum í íslensku óperanni fyrir nokkrum árum þá gerði ég mér ekki almenni- lega grein fyrir hversu góður hann er. Mér þótti hann önn þá en ég hef síðan legið í gömlum og nýjum plöt- um með honum og kann alltaf að meta hann betur og betur.“ Lítill Sony- Gunnar Þórðarson notar ekki flókin tæki við hlustun. „Það eru ekki fyrirferðar- mikil hljómtæki sem ég nota heima við í dag. Ég er með pínu- lítinn Sony geislaspilara sem ég tengi við heyrnartól. Þannig get ég hlustað í friði án nokkurra utanaðkomandi áhrifa, auk þess sem ég læt aðra í friði," segir hinn kunni tónlistarmað- ur Gunnar Þórðarson sem ekki er meö fyrirferðarmikil hljóm- tæki í stofunni heima hjá sér. „Eina hljómtækjasamstæðan sem er á heimilinu er í eigu sonar mins.“ Gunnar sagðist núna ein- göngu hlusta á geislaplötur heima hjá sér. Öll önnur hlust- un tilheyröi fortíðinni en Gunn- ar hefur verið starfandi tónhst- armaður í meira en þrjátíu ár: „Það er mjög langt síðan ég lagði plötuspilaranum. Hann hggur hérna hjá mér lúinn og hla farinn eftir mikla notkun. Og ahur sá fjöldi af plötum sem maður hefur sallað saman í gegnum tíðina er geymdur í geymslu." Gunnar sagðist nú hlusta langmest á klassíska tónlist. „Þessa dagana er ég að hlusta á Requiem eftir Gabriel Fauré. Ég hlustaöi aldrei áður á klass- íska tónhst en áhuginn á klass- ískri tónhst hefur aukist mikið hjá mér á undanfömum árum, auk þess sem þessi hlustun nýt- ist mér ákaflega vel í því sem ég er að gera.“ Gunnar sagði að hann hefði undanfariö verið að færa sig yflr á klassíska sviðið og þau áhrif mátti greinielga merkja í hinu fallega verki sem hann samdi vegna hörmungarat- burðanna í Súðavík." Gunnar var spurður hvort hann saknaði ekki að hafa stór- an og mikinn hljóm í stofunni hjá sér: „Jú, ég verð nú að segja það og hef oft hugsað út í að það væri gaman að hafa litla hátal- ara í hverju horni í stofunni, en ég hef aldrei látið verða af því.“ Gunnar sagði að lokum aö hann fylgdist ekki meö nýj- ungum í hljómtækjum og 'heföi aldrei gert.“ Egill Ólafsson: „Uppistaðan hjá mér er Kenwood tæki, geislasphari, kassettutæki og magnari, og svo er ég með hátalara, Little Gold, Tannoy. Plötusphara á ég einnig en sonur minn er þessa stundina áhugasamari um plötusafn- ið mitt svo hann er með plötusphar- ann hjá sér,“ segir hinn kunni tón- hstarmaður, Egih Ólafsson, þegar hann var spurður um hvemig hljóm- tæki hann væri með heima hjá sér. „Sjálfur hlusta ég mikið á kassettu- tækið. Bæði á ég mikið af alls konar efni á kassettum sem ég hlusta á og hlýði einnig á upptökur af efni sem ég er að vinna að. Ég sphaði þó nokk- uð plötur eftir að ég fékk geislasph- ara, en það verður æ minna og minna um að maður taki fram plöturnar, en plötuspilarinn er th staðar ef á þarf að halda og verður það áfram." Egill sagðist hlusta mikið á tónhst og væri hann með margt í takinu til að hlusta á: „Ég er með við höndina upptöku af Tannhauser sem ég fékk í afmælisgjöf frá tengdaíoður mín- um, einnig hef ég verið að hlusta á Candide eftir Leonard Bemstein og þá má nefna plötu með búlgörskum kvennakór og að gefnu tilefni er ég með við höndina plötur með Spil- verki þjóðanna, en sumt af því sem við gáfum út hefur verið endurútgef- ið á geisladiskum." Egill sagði aðspurður ekki fylgjast mikið með nýjungum í hljómtækj- um: „Á sínum tíma þóttu hátalaram- ir sem ég er með mjög fínir og þá var smááhugi fyrir tækjum fyrir hendi, en ég hef aldrei verið maður sem skipti út tækjum ef ég sé eitthvað sem mig langar í. Ég er ánægður meðan þau virka sem ég er með. Það er van- inn að fara með þetta einu sinni í viðgerð og svo er þetta búið og þá er kominn tími til að éndumýja. Hljóm- KENWOOD kraftur, gœði, ending Egill Olafsson hefur meðal annars veriö að hlusta á búlgarskan kvennakór. tækin sem ég er með eru um það bil era aðeins eldri og eiga eftir að end- fimm ára fyrir utan hátalarana sem ast næghega lengi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.