Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 10
26
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995
Tækrú - Hljómtæki
Á ekki geislaspilara
og ætla mér ekki að
eignast slí kan grip
- segir Jón Baldursson, áhugamaður um hljómtæki af gamla skólanum
Jón Baldursson. Trúr lampatækjum og plötuspilaranum. DV-mynd GVA
Það eru ekki margir sem enn þann
dag í dag hlusta eingöngu á gömlu
vinylplötuna og vilja ekkert annaö.
Og þeir eru sjálfsagt enn færri sem
eingöngu notast við lampatæki.
Jón Baldursson, smiður með
meiru, er einn slíkur. Hann er mik-
ill áhugamaður um hljómtæki,
smíðar sjálfur og endurbætir sín
tæki og er með í sínum hýbýlum
fullkomin hljómtæki, sem gefa frá
sér hreinan og tæran hljóm, og víst
er að í hljómtækjum Jóns kemst
það til skila sem ætlast er til að
skih sér þegar platan er spiluð. Jón
Baldursson er hafsjór af fróðleik
um hljómtæki og tónhst. Við heim-
sóttum hann einn daginn og tókum
hann tali. Það lá beinast við að
spyija hann fyrst hvort hann hefði
haft þennan áhuga á hljómtækjum
lengi.
„Eg hef verið með deUu fyrir
tækjum frá því ég var bam að
aldri. Fyrst var þetta mest fikt en
þegar ég var fjórtán ára fór ég að
setja saman þessi „kit“, sem voru
á markaðinum á þessum árum, en
ég er fæddur 1951. Þetta hefur síðan
þróast hjá mér en í gegnum tíðina
hef ég eingöngu fengist við lampa-
tæki. Lampinn er mitt áhugamál
og það er eins gott að kunna eitt-
hvað fyrir sér í smíðum á lampa-
tækjum því það er óhemjudýrt að
koma sér upp slíku setti ef ætti að
kaupa aUt tilbúið.“
Jón talar af mikUU virðingu um
lampann og segir að enn séu það
bestu tækin í heiminum þau sem
byggð eru á upprunalegum staðh
fýrir lampatæki: „Það sem hefur
breyst er að betra viðnám og betri
þéttar hafa verið framleiddir,
lampinn sjálfur er aUtaf sá sami
og verður það irni ókomna fram-
tíð.“
Hreifstekkiaf
geislaspilaranum
Jón segist ekki hafa hrifist þegar
geislaspilarinn kom á markaðinn.
„Þetta var bölvað drasl í byijun en
framfarir hafa verið miklar og það
eru ágætir geislaspUarar á mark-
aðinum nú. Það verður aUtaf mun-
ur á tækjum sem unnin eru með
stafrænni tækni og lampatækjum.
Hljómurinn kemur aUtaf tU með
að verða harðari í stafrænni tækni.
Ég hef aldrei eignast geislaspilara
og hef ekki hug á að fá mér slikan,
ég hef eignast nokkrar geislaplötur
en hef gefið þær strax aftur.“
En er ekki oröið eríitt að fá gömlu
grammófónplötuna? „Jú, það er
orðið Utið um innflutning á plötum.
Ég verð nánast að panta aUt sem
ég hef áhuga á að fá mér. Yflrleitt
panta ég plötur með öðrum. Það
tekur því ekki að vera að þessu
nema að keyptar séu nokkrar plöt-
ur í einu. Einstaka sinnum panta
ég eina og eina plötu hér heima.
Annars eru plötumar dýrar í dag.
í Bretlandi til dæmis hefur eftir-
spumin aukist mjög á plötum en
þar getur platan farið í allt að tutt-
ugu og fimm pund en áður fyrr var
verðið ekki nema um tíu pund. Þaö
sem hefur orsakað þessa aukningu
á sölu í plötum er að plötuspUarinn
hefur verið að taka miklum fram-
fórum á undanfómum árum og er
farinn að seljast aftur. Þá hefur
verð á geislaplötum ekkert lækkað
eins og spáð var og er talið að enn
sem komið er hafi geislaplatan ekki
náð nema um 30% af sölu plötunn-
ar þegar hún seldist mest. Þetta er
í raun alveg furðulegt þar sem
framleiðsla á geislaplötum er ódýr-
ari en framleiðsla á vinyl.“
Meira og minna
heimasmíóuð tæki
Jón er með tUkomumikU hljóm-
tæki sem hann hefur stUlt upp svo
að sem bestur hljómur náist í stof-
unni hans og vekur strax athygli
voldugur plötuspUari: „PlötuspU-
arinn er að mestu heimasmíðaður
en uppistaðan í honum er Oracle,
Delphi. Ég hef meðal annars skipt
um mótor í honum og smíðað á
hann arm sem flýtur á loftfllmu,
þannig að þaö er aðeins nálin sem
fer inn eftir plötunni."
Hátalaramir vekja einnig at-
hygh, enda stórir með sérstaka
hönnun: „Þetta eru Apogee Caliper
hátalarar sem ég fékk 1988 og hafa
reynst mér vel en ég er orðinn hál-
fleiður á þeim í dag. Ég vU fara út
í litla og netta hátalara, elítan í
þessum bransa núna er einfaldleik-
inn. Síðan ér ég meö Conrad-
Johnson formagnara og Aragon
kraftmagnara, sem báðir hafa verið
endurbættir." Þetta segir ekki aUt
um þau hljómtæki sem Jón er með
en fyrmefnd tæki era uppistaðan
hjá honum. Hann er meðal annars
með miðjuhátalara, umhverfis-
magnara og sjónvarp sem tengt er
við tækin.
Menn eins og Jón Baldursson,
sem hrærast í heimi sem mörgum
er óskUjanlegur, hljóta að vera með
einhvem óskahsta og svo er um
Jón: „Það sem mig langar tíl að
koma mér upp er byggt á einfald-
asta forminu sem er tríóðan og það
er stefnan að koma upp tríóðukerfi
sem byggist á tveimur Utlum hátöl-
urum, tríóöumagnara og formagn-
ara en þótt kerfið sé einfalt í sjálfu
sér er það mjög kostnaðarsamt að
koma því upp.“
Jón er með hljómtæki sín í miðl-
ungsstóru herbergi og var hann
spurður hvort hann hefði eitthvað
gert við herbergið tU að fá betri
hljóm: „Ég hef byrjað að gera ýmis-
legt sem á að gefa betri hljóm en
hef ekki enn klárað dæmið. Það er
hægt að reikna út frá tækjunum
hvemig bestu aðstæður era fyrir
hljómburð og í þeim niðurstöðum
hjá mér kemur í ljós að ég þarf að
lækka lqftið hjá mér niður í 2,70
metra. Ég ætla að gera það ef ég
verð hér áfram en mér finnst pláss-
ið í heild orðið frekar Utið, það
rúmar varla allt sem er hér inni.
Ég væri alveg til í að fá mér stærra
húsnæði."
Léttrokkuð tónlist
og blús í uppáhaldi
Það er mikið af plötum í íbúð
Jóns, hillur yfirfullar og staflar á
gólfi. En hvað skyldi svo Jón hlusta
á? „Ég hef mjög vítt svið þegar að
tónlisinni kemur en bandarísk létt-
rokkuð tónUst stendur dáUtið upp-
úr, síðan má nefna blús og klassík
hlusta ég á annað slagið, svo að
eitthvað sé nefnt Ég kaupi ekki
nærri eins mikið af plötum í dag
eins og ég gerði áður. Það er orðið
breyting á hvemig maður hlustar.
Áður fyrr hlustaði ég til að læra
lögin og textana, nú hugsar maður
meira um hljóminn, hvaðan hann
kemur, hvar er tekið upp og hvem-
ig er tekið upp. Þegar hlustað er á
fullkomnustu lampatæki, segjum
til dæmis á kór, áttu að geta sagt
þér til um hvar kórinn er að syngja,
hvort það er í sal með opnum
glugga eða í sal sem er alveg ein-
angraður og þú átt einnig að geta
heyrt hvemig kórinn raðar sér
upp, hvort hann raðar sér í boga
eða er beinraðaður. Þetta og margt
fleira, sem tengist umhverfinu sem
upptakan fer fram í, er komið upp
á yfirborðið í miklu meira mæli en
áður.“
Að lokum segir Jón að hér á landi
séu ekki margir sem aðhyllast ein-
göngu plötuspilarann og lampa-
tækin en þeir era nokkrir. Mun
meira er um þetta úti í hinum stóra
heimi og er Jón í góðu sambandi
við marga aðila í útlöndum, auk
þess sem hann er umboðsmaður
hér á lartdi fyrir lampatækjafyrir-
tæki.
Til aö leyfa blaðamanninum, sem
eingöngu hlustar á geislaspilara,
að heyra hvernig tónlist á að
hljóma lætur Jón á fóninn Gling
gló með Björk og Guðmundi Ing-
ólfssyni og hljómurinn er, eins og
búast mátti við, mjög góður en það
sem vekur kannski meiri athygli
er aö það er einhver mýkt og fersk-
leiki, sem aðeins heyrist á hljóm-
leikum, sem berst úr vígalegum
hátölurum Jóns.