Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 12
28 - MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995
Tækni - Hljómtæki_______________________________________________________________________pv
Framtíðin:
A þessari mynd má sjá hvernig hægt er aö nýta
möguleika á að velja kvikmynd í gagnvirku sjónvarpi.
Þaö þarf aö fara í gegnum þrjár rásir. Fyrst kemur á
skjáinn val um tegundir kvikmynda. Þegar því hefur
verið lokið kemur upp á skjáinn val á leikurum og að
lokum er að velja mynd með tilteknum leikara sem
þessu tilfelli er Arnold Schwarzenegger.
Heimabíóin hafa rutt sér til rúms
og efdr því sem verðið á stórum
sjónvarpsskermum og spilurum
lækkar þá verður algengara að fólk
sitji í sinni eigin stofu og horfi á
bíó. En hve lengi verður heimabíó
á toppnum? Sjálfsagt ekki í mörg
ár. Það sem mun að öllum líkindum
taka við er gagnvirkt sjónvarp (Int-
eractive TV). Þessi bylting er að
komast inn í stofurnar og ekki
verða mörg ár þar til einstakling-
urinn fer að stjórna sinni eigin
sjónvarpsdagskrá og jafnvel inn-
kaupum og bankaviðskiptum í
gegnum sjónvarpið.
í gagnvirku sjónvarpi getur við-
komandi horft á þá kvikmynd eða
þann sjónvarpsþátt sem löngun er
fyrir að horfa á, séð um bankavið-
skipti, verslað, greitt atkvæði, farið
í leiki og margt fleira, allt þetta úr
sófanum heima.
Þannig er gagnvirkt sjónvarp
auglýst og sjálfsagt er þetta allt
rétt, Gagnrýnisraddir hafa þó
heyrst og þá fyrst og fremst vegna
þess að mönnum þykir nóg komið
í sjónvarpsmiðlun og að gagnvirkt
sjónvarp muni í orðsins fyHstu
merkingu stjóma lífi fóiks.
Gagnvirkni
erekkiný
Eins og allt sem er „nýtt“ í þess-
um bransa hefur gagnvirkni verið
lengi við lýði. í hvert skipti sem
verið er að nota fjarstýringu er
verið að nýta sér gagnvirkni. Gagn-
virknin er jafnvel enn meiri í
myndböndum en þar er verið að
horfa á efni sem yiðkomandi hefur
sjálfur ákveðið og tekið upp. Þá er
síminn notaður mikið í þessu sam-
bandi. Eins má nefna bæði CD-i og
3DO sem gefur mikla stafræna
möguleika en þá er aðeins verið að
spila af geisladiski og er maður
bundinn við það sem er á honum.
Það sem gerir gagnvirkt sjónvarp
frábrugðið öllu sem að framan er
taliö og meira til er að allt er á sama
staö.
Gagnvirkt sjónvarp hefur verið
nokkurn tíma í þróun og þar sem
þróunin í miðlun á öllum sviðum
hefur verið ör þá er gagnvirkt sjón-
varp í dag einfalt í notkun og er
ekkert til fyrirstöðu að notfæra sér
gervihnattasendingar, kapalsend-
ingar, símann og útvarp til að full-
komna heimadagskrána. Og eitt er
víst að þegar gagnvirkt sjónvarp
verður að veruleika fyrir almenn-
ing þá verður spjótunum beint að
öllum aldursfiokkum, ungum sem
gömlum, og íjölbreytnin verður gíf-
urleg.
Útsendingar stutt
á veg komnar
Hvenær verður gagnvirkt sjón-
varp komið til almennings? Mikið
af þeirri tækni sem þarf til hefur
ekki verið prufuð svo heitið geti og
hvað þá að búið sé að kanna hvað
kúnninn er til í að borga fyrir þessa
þjónustu. Það er ekki hægt að nota
gamla sjónvarpið fyrir 'þessar út-
sendingar heldur verður fjöldinn
allur að kaupa sér hýtt sjónvarp.
Nokkrar gagnvirkar sjónvarps-
stöðvar hafa verið opnaðar í til-
raunaskyni í Bandaríkjunum og
einnig eru Bretar famir af stað með
tilraunaútsendingar. Lagt er út í
þessar tilraunir með það fyrir aug-
um að sjá hvort það borgar sig að
vera með slíkar stöðvar. Þaö á síð-
an eftir að koma í Ijós hver kostn-
aðurinn verður en víst þykir að
hann verður mikill og á móti þarf
mikið af auglýsingum og hátt gjald
sem verður örugglega hærra en nú
tíðkast.
Kostnaðurinn liggur að hluta til
í miklum fjölda samninga sem þarf
að gera en aðalkostnaðurinn liggur
í risastóru tölvuneti sem mun kosta
milljarða að setja upp og verður
dýrt að reka.
Gagnvirkt sjónvarp er spennandi
á pappímum og á eftir að freista
margra en kostnaðurinn í byrjun
verður mikill fyrir þann sem ætlar
að nýta sér þessa þjónustu og svo
er það spumingin hvort það sé þess
virði að ánetjast sjónvarpsskjá á
þennan hátt?
Sá besti í frumskógi
góðra géislaspilara
Miklar framfarir hafa orðið í gerð Geislaspilarabyltingin fór frekar geislaspilaramir stóðu alls ekki und-
geislaspilara á undanfómum ámm. skrykkjótt af stað og fyrstu almennu ir þeim væntingum sem kaupendur
gerðu til þeirra og sjálfsagt em flest-
ir, sem á sínum tima ruku upp til
handa og fóta og keyptu næsta spfi-
ara, búnir að skipta fyrir löngu.
í dag eru margir gæðageislaspilar-
ar framleiddir og hafa margir fengið
ipjög góða einkunn hjá vandfýsnum
gagnrýendum. Meðal þeirra er Pion-
eer PD-S703 geislaspilarinn sem ný-
lega var vahnn besti geilsaspilarinn
árið 1994 í flokknum hagstæð kaup í
tímaritinu What HI-FI. Þar segir að
þaö hafi verið erfitt að taka einn fram
yfir annan í flokki margra sigurveg-
ara eins og komist er aö orði. Þar
segir einnig að til þess aö fá þennan
KEI N IWÖOD kraftur, gceöi, ending
mn jp Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840
Geislaspilarinn Pioneer PD-S703.
titil þurfi margt að koma til og það
sé ekki nóg að hljóma vel með einum
tilteknum magnara heldur þurfi að
geta passað vel við mismunandi
gerðir hljómtækja og Pioneer PD-
S703 uppfylli öll slík skilyrði og sé
jafnvígur á popp og klassík. Allar
nánari upplýsingar um Pioneer PD-
S703 er að fá í Hljómbæ við Hverfis-
götu sem er umboðsaðili fyrir
Pioneer.