Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 31 Heimskringlan býður upp á fjöldann allan af hljómtækjum I mörgum merkj um. Á myndinni er Hermann Auðunsson að leiðbeina viðskiptavinum. Tækni - Hljómtæki Þjófavamarkerfí og samlæsingar í alla bfía. Radioþjónusta Síðumúla 17 símar 813433 - 678282 Heldur yinylplat- anvelli? Heimskringlan: Framfarir hafa orðið í gerð plötuspilara ekki siður en annarra hljómtækja og nú eru margar gerðir góðra plötuspilara framleiddar. Margir spáðu því fyrir nokkrum árum að geislaplat- an mundi ganga af gömlu vinylplötunni dauðri og satt best að segja hefur sú þróun nærri orðið hér á landi. Það er orðið leitun að plötum í hljómplötverslunum og þeir fáu sem enn halda tryggð við grammófóninn þurfa orðið að panta plötur utan frá. Hér á landi er geislaspilarinn alls- ráðandi og líklegast er hvergi í heiminum jafn htil notkun á kassettutækjum og plötu- spilurum. Þróunin hefur ekki orðið eins hröð úti í hinum stóra heimi þótt geislaspilarinn hafi svo sannarlega tekið völdin. í einstaka heimshlut- um hefur kassettan enn for- ustuna og í stað þess að plötu- spilarinn hverfi af sjónar- sviðinu hafa orðið framfarir í gerð þeirra og nú þegar mikið er rætt um náttúruleg hljóð í hljómtækjum hefur vandaður plötuspilari vinn- inginn yfrr geislaspilarann. Sama tækni er enn notuð viö plötuspilara, það er helst að framleiðendur hafr verið að reyna nýjar gerðir af örm- um, en undirstaðan er sú sama. Gerð plötuspilara hef- ur breyst úr fjöldafram- leiðslu yfrr í gæðaframleiðslu þótt ódýrir plötuspilarar standi einnig til boða. En með minnkandi eftirspurn hefur vinylplatan hækkað í verði og það verður örugglega eng- in breyting á því fyrr en plötuspilarinn nær fyrri vin- sældum, sem sjálfsagt verður aldrei. Þeim íjölgar samt stöðugt sem hafa aftur tekið plötuspilarann í gagnið og þeir mörgu hér heima sem eiga marga metra af lítt nýtt- ** um plötum ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeim er fargað eða seldar. í Kringlunni er rekin hljómtækja- verslunin Heimskringlan. Hún sker sig nokkuð úr öðrum verslunum þar sem hún er ekki með eigin umboð sem lögð er áhersla á að selja frá, heldur býður Heimskringlan upp á fjölbreytt úrval tegunda af hljóm- tækjum. Verslunarstjóri í Heims- kringlunni er Hermann Auðunsson og var hann tekinn tah og fyrst spurður hvers vegna hann væri meö þetta mörg hljómtækjamerki: „Okkur var það íljótt ljóst að með því að bjóða flest af helstu tilboðum á markaðinum næðum við best að þjóna þeim fjölda sem f Kringluna kemur. Við bjóðum ávallt upp á lægsta fáanlega verðið, annað væri ekki hægt. Við erum í góðu sam- starfi við Heimilistæki, Hljómbæ, Hljómco, Radíóbæ, Sjónvarpsmið- stöðina, Radíónaust og fleiri og bjóð- um vörur þeirra á sama verði og þeir bjóða í sínum verslunum." Undanfarin ár hafa hljómtæki ver- ið ein vinsælasta fermingargjöfin. Bendir nokkuð til að breyting verði á þessu: „Ég á ekki von á því. Um ferming- araldurinn sýnist mér aö áhugi á hljómlist vakni hjá þessu unga fólki. Söngvarar, hljómsveitir og geisla- plötur verða þá oft mikið í umræð- unni hjá krökkunum og því eðlilegt að áhuginn beinist að hljómtækjum og verðið á hljómtækjasamstæðum er mjög innan þeirra marka sem for- eldrar setja sér í sambandi við ferm- ingargjöf, en hljómtækjasamstæður í dag eru á bihnu 29.900 kr. til 79.900 kr. Hjá okkur er hægt að bera saman tilboðin og gæðin, allt á einum stað, enda er það mikilvægt að réttu hljómtækin séu keypt. Þetta er hlut- ur sem fólk kaupir sjaldan og því mikilvægt að keypt séu réttu tækin fyrir það verð sem á að eyða í hljóm- tæki.“ Hermann var beðinn að segja nán- ar frá einni hljómtækjasamstæðunni og kaus hann að sýna það nýjasta á markaðinum, samstæðu frá Aiwa: „í þessari samstæðu er einnig hægt að spha svokallaða grafíska geisladiska. Með því að tengja tækin við næsta sjónvarpstæki og spila umrædda diska birtist texti laganna á skjánum. Með einum takka má taka út sönginn sem sunginn er og viðkomandi getur tekið við söngnum.“ Hermann sagöi að lokum að það væri þónokkuð um slíka geisladiska og þeim færi ört fjölgandi." Helstu ferming- artilboðin TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA RAOGRF.IOSLUR VISA TILVALl RMIN6AR6J0F! 6.900.- YOKO YHA-4000 Mikro- hljómtœkjasamstœðan er með útvarpi, kassettutœki, 16 bita geislaspilara, 2 x 20 W magnara og góðum hótölurum. Tengi fyrir heyrnartól. TIL ÁLLT ÁO 24 MÁNAOA Hraðþjónusta vio lanasayggoina: r-» ú m «=>»-; (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdœgurs) Grensósvei Sími: 886 886 Fox: 81 li n 6 888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.