Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Page 1
13. MARS 1995 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn: 2xx-222-x11-1111 ítalski boltinn: 1x2-111-1x2-1211 Lottó 5/38: 1 18 252938(3) //////////////////////////////////// Skallagn pV-mynd Brynjar GautLgg Mark Mitchell, nýr Bandaríkjamaður í körfuknattleiksliði Grindvíkinga: Hélt að það væri irland Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Grindvíkingar fengu í gær til liðs við sig nýjan erlendan leik- mann fyrir lokaátökin um íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik en þeir sögðu Franc Booker upp störfum á föstudaginn. Sá heitir Mark Mitchell og er 25 ára gamall Bandaríkjamaður. Mitchell er leikstjórnandi, að- eins 1,80 m á hæð, en hefur lengst af leikið með Pittsburgh í banda- rísku CBA-deildinni. Hann hefur tvo síðustu mánuðina spilað með félagsliði á Filippseyjum og kemur beint þaðan. „Þegar umboðsmaðurinn hringdi í mig og sagðist vera með lið handa mér heyrðist mér hann segja írland og leist ágætlega á þaö. En hann ítrekaði að þetta væri ísland og satt best að segja var ég smeykur um að það yrði of kalt fyrir mig!“ sagði Mitchell þeg- ar DV hitti hann í gær. „En hingað er ég kominn og mér líst mjög vel á mig í Grinda- vík. Ég hef verið að skoða mynd- bönd með íslensku liðunum og vona að ég geti hjálpað Grindvík- Francis á förum? Gerry Francis, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufé- lagsins Tottenham, var orðaður við Arsenal í enskum fjöl- miðlum í gær. Francis er aðeins á mánaðarlegum samningi við Totten- ham sem er endurnýjaður reglulega og ensk blöð sögðu í gær frá deilum miili hans og Alans Sugars, eiganda félags- ins. „Ég hef ekki fengið neinar vísbendingar um að Sugar viiji hafa mig áfram eftir þetta tímabil," er haft eftir Franc- is, en Sugar svarar: „Gerry má fara ef hann vill.“ Francis hefur náð frábærum árangri með Tottenham síö- an hann tók við liðinu i vetur og glæsilegur útisigur á Liverpool á laugardaginn kom því í undanúrslit bikar- keppninnar. Halldór fer á EM Halldór Hafsteinsson tryggði sér á laugardaginn þátttöku- rétt í Evrópumeistaramótinu í júdó þegar hann náði 7. sæti í -86 kg flokki á opna tékkneska meistaramótinu í Prag. Þar með er öruggt að tveir íslendingar keppa á mótinu sem fram fer í Birmingham í Englandi 11.-14. maí því Vemharð Þorleifsson tryggði sér þátttökurétt þar um fyrri helgi. Vernharð heim vegna meiðsla Vemharð náði líka 7. sæti í sínum flokki, -95 kg flokki, í Prag en meiddist á öxl í lokaglímunni. Hann kemur því heim í stað þess að fara aftur í æfingabúðirnar í Barcelona, og hvílir sig 2-3 vikur fyrir íslandsmótiö í næsta mánuði. - sjá nánar um mótið í Prag á bls. 28.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.