Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Qupperneq 2
22
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995
íþróttir_____________
HMáskautum:
Gritschukog
Platovmeistarar
Oksana Gritschuk og Jevgeny
Platov M Rússlandi sigruðu í
parakeppninni á heimsmeistara-
mótinu i listdansi á skautum sem
frara fór í Birmingham á Eng-
landi um helgina. Susanna Ra-
hkamo og Petri Kokko frá Pinn-
landi hlutu silfurverðlaunin.
. %
ChenLubest
hjá konunum
í einstaklingskeppni kvenna
varö kínverska stúlkan Chen Lu
hlutskörpust. Surya Bonaly frá
Frakklandi tók silfrið og Nieole
Bobek frá Bandaríkjunum hafn-
aði i þriöja sæti.
Golf:
HamiKonlék
bestíTokyo
Bandaríkjamaðurinn Todd
Hamilton sigraði á PGA móti
kylfmga sem fram fór í Tokyo í
Japan um heigina. Hamilton lék
á samtals 281 höggi eða einu höggi
færra en Ástralinn Peter Senior.
Devers vann
íKuala Lumpur
í Kuala Lumpur varð það
Bandaríkjamaðurinn Clay De-
vers sem fagnaði sigri. Hann lék
á 276 höggum. Daniel Chopra frá
Svíþjóð, Kevin Wewntsworth,
Bandaríkjunum, og Bretinn
Darren Clarke komu næstir á 277
höggum.
Skautahlaup:
Enneinn
sigur hjá Blair
Bandaríski ólympíumeistarinn
Bonnie Blair vann enn einn sig-
urinn í skautahlaupi í gær þegar
hún kom fyrst í mark í 500 metra
skautahlaupi á heimsbikarmóti
sem íram fór í Hamar í Noregi.
Susan Auch frá Kanada varö
önnur og Svetlana Zhurova varð
þriðja.
Lopuyetvann
háHmaraþonið
Simon Lopuyet frá Kenía sigr-
aði í Lissabon hálfmaraþoninu
sem þreytt var á götum Líssabon
í Portúgal í gær. 8.000 hlauparar
hlupu maraþonið og kom Lopuy-
et í mark á tímanum 1:26,00
klukkustundum.
AIHII
9 9*17*00
Verö aöeins 39,90 mín.
t ifsramn
1\ Fótbolti
2 | Handbolti
[3] Körfubolti
41 Enski boltinn
51 ítalski boltinn
pSfl Þýski boltinn
51 Önnur úrslit
NBA-deildin
Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Ármanni, önnur frá hægri, er hér að tryggja sér sigur i 50 metra hlaupinu eftir harða keppni við Sunnu Gestsdóttur og
Helgu Halldórsdóttur. DV-mynd Brynjar Gauti
Meistaramótið 1 frjálsum íþróttum:
FH-ingar sigursælir
Eitt Islandsmet leit dagsins ljós á
meistaramótinu í frjálsum iþróttum
sem fram fór um helgina. Sigríöur
Anna Guðjónsdóttir stökk 12,56
metra í þrístökki en gamla metið,
sem hún átti sjálf, var 12,45 metrar.
Hörð keppni var í 1500 metra hlaupi
karla en þar varð Finnbogi Gylfason
úr FH íslandsmeistari eftir harða
keppni við Sigmar Gunnarsson,
UMSB. Þeir komu í mark á sama
tíma, 4:02,4 mínútum, sem er nýtt
meistaramótsmet, en Finnbogi var
sjónarmun á undan og var úrskurð-
aður sigurvegari.
Jón Oddsson úr FH sýndi að lengi
liflr í gömlum glæðum. Þessi snjalli
frjálsíþróttamaður, sem er orðinn 37
ára gamall, varð íslandsmeistari í
þrístökki með því að stökkva 14,48
metra og hafnaði í öðru sæti í lang-
stökki eftir harða keppni við félaga
sinn úr FH, Bjarna Þór Traustason.
„Ég er mjög sáttur við mína
frammistöðu miðað við að ég hef
ekki getað eytt miklum tíma í æfing-
ar. Ég hef ekkert stokkið síðan í júní
eða frá því ég meiddist og því bjóst
ég kannski viö of miklu. Ég er ekk-
ert á þeim buxunum að hætta, þó svo
Keila:
Ágústa
og Ásgeir
meistarar
Ásgeir Þórðarson, ÍR, og Ágústa
Þorsteinsdóttir, keilufélagi Reykja-
víkur, urðu íslandsmeistarar í karla-
og kvennaflokki í keilu en íslands-
mót einstaklinga fór fram í Keilu-
salnum í Mjódd um helgina.
Ásgeir, Valgeir Guðbjartsson og
Björn Sigurðsson urðu í þremur
efstu sætunum í karlaflokki og léku
í úrslitum. Þar léku Valgeir og Ás-
geir til úrslita og sigraði Ásgeir eftir
æsispenndi viðureign með einum
pinna, 418—417.
í kvennaflokki komust Ágústa Þor-
steinsdóttir, Elín Óskarsdóttir og
Heiðrún Þorbjörnsdóttir í úrslitin og
eftir tvöfaldan úrslitaleik fagnaði
Ágústa sigri en hún fékk 235 í síðasta
leiknum sem tryggði henni íslands-
meistaratitilinn.
að ég sé að nálgast fertugsaldurinn.
Ég hef hugsað mér að vera með á
fullu í sumar og ég ætla ekki að
hætta fyrr en ég kemst yfir 15 metr-
ana,“ sagði Jón Oddsson við DV,
skömmu eftir að hann hafði tryggt
sér íslandsmeistaratitilinn í þrí-
stökki. Úrslitin á meistaramótinu
urðu annars þessi:
50 m hlaup karla
1. Friðrik Agnarssn, Á.........5,7
2. Haukur Sigurðsson, Á........5,8
3. Bjarni Þ. Traustason, FH....5,8
50 m hlaup kvenna
1. Geirlaug B. Geirlaugsd., Á..6,3
2. Sunna Gestsdóttir, USAH.....6,5
3. Helga Halldórsd., FH........6,6
Langstökk karla
1. Bjami Traustason, FH.......7,15
2. Jón Oddsson, FH............7,14
3. Ólafur Guðmundss., HSK.....6,85
Þrístökk kvenna .
1. Sigríður Guðj., HSK.......12,56
2. Rakel Tryggvad., FH.......11,66
3. Sigrún Össurard., FH......11,45
800 m hlaup karla
1. Finnbogi Gylfason, FH....1:58,8
2. Steinn Jóhannsson, FH....1:59,3
3. Guðm. Þorsteinss., UMSB..2:02,4
800 m hlaup kvenna
1. Laufey Stefánsd., FH.....2:22,3
2. Ása Guðmundsd., UMSB.......2:25,7
3. Steinunn Benediktsd., ÍR.2:29,8
Stangarstökk karla
1. SigurðurT. Sigurðss., FH...4,71
2. Kristján Gissurarson, UMSB..4,60
3. Tómas Gunnarsson, Árm......4,20
Kúluvarp karla
1. Eggert Bogason, FH........15,46
2. Bjarki Viðarsson, HSK.....15,10
3. Gunnar Gunnarsson, UFA....13,31
Hástökk kvenna
1. Ema Sigurðard., Á..........1,65
2. Sigrún Óssurard., FH.......1,65
2. Sigríður Guðjónsd., HSK.....1,65
Kúluvarp kvenna
1. Guðbjörg Viðarsd., HSK....12,44
2. Sigrún Hreiðarsd., HSK....12,39
3. Þuríður Þorsteinsd., UMSS.11,77
Hástökk karla
1. Einar Kristjánss., FH......2,06
2. Bjami Þ. Traustason, FH....1,98
3. Gunnar Smith, FH...........1,98
50 m grindarhlaup kvenna
1. HelgaHalldórsd., FH.........7,2
2. Geirlaug Geirlaugsd., Á.....7,8
3. Guörún Guðm., HSK...........7,9
50 m grindahlaup karla
1. Ólafur Guðmundss., HSK......7,0
2. Bjarni Traustason, FH.......7,2
3. Þórður Þórðarson, ÍR ..«,...7,3
1500 m hlaup karla
1. Finnbogi Gylfason, FH....4:02,4
2. Sigmar Guðmundsson, UMSB .4,02,4
3. Steinn Jóhannsson, FH....4:02,5
1500 m hlaup kvenna
1. Laufey Stefánsd., FH.....4:57,2
2. SigríðurÞórhallsd., UMSE.5:09.2
3. Þorbjörg Jensdóttir, ÍR..5:20,2
Þrístökk karla
1. Jón Oddsson, FH...........14,48
2. Ólafur Guðmundsson, HSK...14,12
3. Björn Traustason, FH......13,99
Langstökk kvenna
1. Sunna Gestsdóttir, USAH....5,80
2. Sigríður A. Guðjónsd., HSK.5,53
3. Helga Halldórsd., FH.......5,41
MótanefndHSÍ:
Stjarnan
leikurfyrir
tómu húsi
Mótanefnd HSÍ úrskurðaði um
helgina að fyrsti heimaleikur
Stjörnunnar í l. deild karla næsta
vetur yrði leikinn fyrír tómu húsi
í Garðabæ, án áhorfenda. Aö auki
ætti handknattleiksdeild Stjörn-
Unnar að greiða 25 þúsund króna
sekt til HSÍ.
Veist var að dómurunum
Gunnari Kjartanssyni og Óla P.
Ólsen eftir þriðja og siðasta leik
Stjörnunnar og KA í 8-liða úrslit-
unum á dögunum og þeir sendu
inn skýrslu til mótanefndar um
atvikið.
Stjarnan kærir
úrskuróinn
Handknattleiksdeild Stjömunn-
ar tilkynnti skrifstofu HSÍ í gær
að úrskurðurinn yrði kæröur til
framkvæmdastjórnar HSÍ.
Ásgeir Þóröarson og Ágústa Þorsteinsdóttir íslandsmeistarar i keilu.