Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 13. MARS 1995
25
stýrði sínum mönnum til frækins sigurs. Hér tekur hann frákast með tilþrifum en Herbert Arnarson ÍR-ingur horfir á:
DV-mvnd Brvniar Gauti
fkkert svar
lírslitm eftir glæsilegan sigur á IR, 98-73
sinri fingur. Sérstaklega voru þeir
Alexander Ermolinskij og Tómas Hol-
ton gestunum erfiðir en þeir fóru bók-
staflega hamförum. Borgnesingar juku
muninn jafnt og þétt og þó að IR-ingar
sýndu smálífsmark undir lokin var
aldrei spurning hvorum megin sigur-
inn mundi lenda. ÍR-ingar urðu að játa
sig sigraða og Borgnesingar juku mun-
inn í 25 stig í lokin en það var mesti
munurinn í leiknum.
Frábær liösheild
Það var frábær liðsheild sem skóp sig-
ur Borgnesinga. Baráttan og leikgleðin
var gífurleg og leikmenn höfðu trú á
því sem þeir voru að gera. Eins og
áður sagði voru Ermolinskij og Tómas
bestu menn liðsins. Ari og Sveinbjörn
Sigurðsson áttu frábæra kafla og aðrir
stóðu vel fyrir sínu.
Ætlum lengra
„Þetta var mjög gott lengst af en ég er
óánægður með byrjunina hjá okkur.
Við settum markið hátt fyrir úrslitin
og ætlum lengra," sagði Tómas, þjálf-
ari Skallagríms, ánægður í leikslok.
ÍR-ingar náðu sér aldrei á strik og
fengu aldrei tækifæri til að leika sinn
bolta. Máttarstólparnir Herbert Arn-
arson og John Rhodes hafa oftast leik-
ið betur þó að þeir hafl verið atkvæöa-
mestir. Herbert lék reynar mjög vel í
lokin en það kom of seint. Jón Örn
Guðmundsson byrjaði vel en gekk lítið
þegar á leið og má segja það um flesta
leikmenn liðsins.
Misstum einbeitinguna
„Við misstum einbeitinguna eftir góða
byrjun. Þeir léku mjög vel og unnu
verðskuldað en ég er samt stoltur af
leikmönnum mínum. Þeir hafa leikið
frábærlega í vetur og það hefur verið
heiður að þjálfa þá. Við setjum nú
stefnuna á að gera betur á næsta tíma-
bili,“ sagði John Rhodes, þjálfari ÍR,
eftir leikinn.
Iþróttir
„Eg er mjog
svekktur"
Rábeit Róbertsson, DV, Borgaxnesi:
„Ég er eðlilega mjög svekktur að
hafa verið látinn fara frá Grindavík
á þeim forsendum sem gefhar eru
upp. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálf-
ari gefur þá skýringu að ég hafi
verið of þreyttur að keyra á mifli
Reykjavíkur og Grindavíkur en ég
bý hjá kærustu rninni í Reykjavík.
Ég vildi vera þar áfram í stað þess
að búa í Grindavík. Ég tel þessa
keyrslu á milli staða ekki hafa haft
áhrif á getu mína í leikjum né á
æfingum.
Það er ýmislegt annað nefnt eins
og aö ég hafi verið of dýr en ég var
ekki eini leikmaðurinn á launum.
Það er ekki ódýrara fyrir Grinda-
vík aö fá nýjan erlendan leik-
mann,“ sagði Franc Booker í spjalli
við DV eftir leik Skallagríms og ÍR
í Borgarnesi í gær.
Booker var sem kunnugt er rek-
inn frá úrvalsdeilarliði Grindavík-
ur á föstudag eftir fyrri leik liðsins
gegn Haukum í úrslitakeppninni.
Brottreksturinn kom mjög á óvart
þar sem Booker hefur verið einn
besti leikmaður liðsins og lék m.a.
frábærlega þegar liðið sigraði
Njarðvík í úrsfltum bikarsins fyrir
stuttu.
„En ég verð að taka þessu eins
og maður og ber alls engan kala til
Grindvíkinga. Þvert á móti á ég þar
marga vini í liðinu og ég vona að
þeir standi sig sem best í úrslita-
keppninni. En þaö er mjög leiðin-
legt að fá ekki að taka þátt í úrslita-
keppninni, sem framundan er, sér-
staklega af því aö mér finnst ég
hafa staöið mig vel með liðinu.
Nú mun ég einbeita mér að því
að ala upp ungan son minn og taka
mér smáfrí frá körfuboltanum. Ég
veit ekki hvað gerist á næstunni.
Ég mun reyna fyrir mér í Banda-
ríkjunum í sumar en hver veit
nema ég leiki aftur á íslandi næsta
haust,“ sagði Booker en hann hefur
leikið hér á landi í nokkur ár, bæði
með ÍR og Val, áður en hann gekk
til liðs við Grindavík.
Handknattleikur kvenna:
Fram og Stjarn-
an standa vel
Helga Sigmundsdóttir skrifar:
Stjarnan og Fram eru með undir-
tökin í baráttunni um sæti í úrslitum
íslandsmóts k-venna í handknattleik.
Stjarnan vann ÍBV í Garöabæ á
fóstudagskvöldið, 28-24, og Fram
vann Víking í Framhúsinu á laugar-
daginn, 22-20. Öðrum leik ÍBV og
Stjörnunnar, sem fram átti að fara í
Eyjum í gærkvöldi, var frestað og
verður hann leikinn í kvöld klukkan
20. Önnur viðureign Víkings og Fram
verður sömuleiðis í kvöld og hefst
klukkan 18 í Víkinni.
Fyrri hálfleikurinn hjá Fram og
Víkingi var mjög jafn og skiptust lið-
in á aö hafa forystu. Staðan í leikhléi
var 10-10. Framliðið kom sterkt til
seinni hálfleiks og náði góðri forustu,
16-12. Víkingur náði að jafna, 20-20,
þegar 4 mínútur voru til leiksloka.
Það dugði skammt því Fram náði að
skora tvö seinustu mörkin í leiknum.
Kolbrún Jóhannsdóttir, markvörð-
ur Fram, stóð fyrir sínu og varði 15
skot og eitt víti. Hanna Katrín Frið-
riksen lék vel ásamt liðsheild Fram.
Díana Guðjónsdóttir stóð sig vel á
vítalínunni.
Hjördís Guðmundsdóttir, mark-
vörður Víkings, varði vel á köflum,
11 skot og þar af 2 vítaköst. Heiða
Erlingsdóttir og Halla María Helga-
dóttir voru allt í öllu í liöi Víkings
en Halla hefur samt oft leikið betur.
„Ég er mjög ánægð með leikinn.
Þetta var spurning um hvort liðið
gerði færri mistök. En þetta hafðist
í lokin á mikilli baráttu. Leikurinn á
mánudaginn verður rosalega erfiður
en við höfum oftast leikið vel í Vík-
inni svo að við tökum þetta í tveimur
leikjum," sagði Hafdís Guðjónsdóttir,
leikmaður Fram.
Gangur leiksins: 1-3, 4-3, 6-6, 9-8,
10-10.12-11,14-11,16-12,17-14,18-16,
19-17, 20-19, 20-20, 22-20.
Mörk Fram: Díana 5/5, Hanna 4,
Selka 3/1, Steinunn 2, Berglind 2,
Þórunn 2, Kristín 2, Arna 1, Hafdís 1.
Mörk Víkings: Halla 10/4, Heiða
6/1, Hanna 3, Guðmunda 1.
Stjarnan var betri
Stjarnan vann fyrri leikinn gegn ÍBV
í Garðabæ á föstudagskvöldið, 28-24.
Staðan í leikhléi var 13-12 fyrir
Stjörnuna. Stjarnan var yfir allan
leiktímann ef undan eru skilin tvö
skipti í fyrri hálfleik.
Mörk Stjörnunnar: Guðný 8, Lauf-
ey 8, Erla 5, Ragnheiður 4, Inga 2,
Hrund 1. Sóley varði 7 skot og Fann-
ey 3/1. ,
Mörk IBV: Andrea 7, Jutith 7, Elísa
3, Sara G. 3, Stefanía 2, Katrín 1,
María 1. Vigdís varði 3 skot og Lauf-
ey 3.
Skallagrímur - ÍR (45-32) 98-73
4-7, 7-17, 18-19, 26-28, 41-28, (45-32), 53-37, 58^12, 68^16, 73-53, 78-61, 84-65,
92-68, 98-73.
• Stig Skallagríms: Alexander Ermolinskij 30, Sveinbjörn Sigurðsson 20,
Tómas Holton 16, Ari Gunnarsson 14, Henning Henningsson 7, Gunnar Þor-
steinsson 4, Grétar Guðlaugsson 4, Hlynur Leifsson 2, Sigmar Egilsson 1.
• Stig ÍR: Herbert Arnarson 31, John Rhodes 17, Jón
Örn Guðmundsson 9, Eiríkur Önundarson 8, Björn
Steffensen 6, Eggert Garðarsson 2.
Fráköst Skallagrímur 33, ÍR 28.: ■
3ja stiga körfur: Skallagrimur 11, ÍR 5.
Vítanýting: Skallagrímur 13/9 (69%), ÍR 12/8 (66%).
Villur: Skallagrímur 17, ÍR 18.
Dómarar: Kristján Mölier og Kristinn Óskarsson,
stóðu sig vel.
Áhorfendur: Rúmlega 600 (troðfullt).
Maður leiksins: Alexander Ermolinskij, Skallagrími.