Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 Fréttir Börn og menn sluppu er olíuflutningabill skall á kyrrstæðan bíl: Bfllinn kom fljúgandi og skall á jeppanum mínum - segir Jóhann Geirsson og telur Guðs lán hafa verið yfir mönnum og bömum Tvö börn og ökumenn fólksbíls og jeppa sluppu ómeidd þegar olíuflutn- ingabíll ók aftan á fólksbíl í djúpum snjógöngum á Steingrímstjarðar- heiði í fyrradag. Fólksbíllinn hafði lent í minni háttar árekstri við jepp- ann í göngunum og voru báðir bíl- arnir kyrrstæðir og nær óskemmdir þegar olíuflutningabíllinn kom aðvíf- andi og skall aftan á fólksbílnum. Mjög blint, skafrenningur og snjó- koma var þegar slysið varð. „Miðað við aðstæður var þetta meiri háttar lán. Veðrið var mjög slæmt og skemmdirnar óverulegar eftir að við höfðum lent saman í fyrra skiptið. Þess vegna nennti ég ekki út að kanna þær heldur ákváðum viö að hta á þær seinna þegar við hitt- umst. Við vorum að talast við gegn- um gluggann á mínum bíl þegar við sáum allt í einu fólksbílinn koma tljúgandi og síðan skall hann á jepp- anum minum. Hefðum viö farið út að kanna skemmdirnar þá hefði þetta orðiö ljótt. Við hefðum þá verið á milli bílanna að kanna skemmdim- ar en það hefur eitthvert Guðs lán verið yfir manni,“ segir Jóhann Geirsson, ökumaöur jeppans á Stein- grímsfjarðarheiöi í fyrradag. Tvö böm vom í aftursæti fólksbils- ins, sem er mikiö skemmdur. Aftur- hluti hans klesstist fram að aftur- hjólum og einnig kýldist hann inn að framan við að lenda á jeppanum í annað skiptið. Börnin sluppu hins vegar ómeidd en að sögn Höskuldar Erlingssonar, lögregluvarðstjóra á Hólmavík, voru þau í bílbeltum. Seg- ir hann „Guðs mildi“ að ekki skyldi hafa farið verr miðað við aðstæður á slysstað og útlit fólksbílsins sem þó var enn ökufær eða rétt svo. -PP Síldarsmugan: Fékk risakast ogsprengdi „Við köstuðum í dag og fengum 200 tonn. Það er mikið af síld hérna en hún stendur bara svo djúpt. Við er- um að leita núna,“ sagði Helgi Jó- hannsson, skipstjóri á Júpiter ÞH, í samtali við DV í gærkvöldi þar sem hann var staddur í Síldarsmugunni. Auk Júpiters eru á sömu slóðum þrjú skip, Guðrún Þorkelsdóttir, Sunnuberg og Kap. Að sögn Emils Thorarensens, út- gerðarstjóra hjá Hraöfrystihúsi Eskifjarðar, fékk skip hans, Guðrún Þorkelsdóttir, risakast og sprengdi nótina. Emil segir að kastið hafi ver- ið allt að þúsund tonn. Síldin sem þama fæst er stór og laus við átu. Samkvæmt heimildum frá Noregi eru írsk, hollensk og dönsk skip við veiðar í Síldarsmugunni líka en þau eru ekki á sömu slóðum og íslensku skipin. Óslóarfundur um norsk-íslenska síldarstofninn: Þjóðirnar sammála um nauðsyn stjórnunar - ekkert rætt um skiptingu stofnsins „Það er ljóst að þessar þjóöir eru sammála um að það verði að koma á stjórnunarfyrirkomulagi sem tryggi vernd og viðgang síldarstofns- ins og komi þar með í veg fyrir rán- yrkju. Þær fjórar þjóöir, sem hér sitja við samningaborð, bera höfuðábyrgð á þessum stofni og að það verði ekki stundaðar skefjalausar veiðar úr honum," segir Helgi Ágústson, for- maður íslensku sendinefndarinnar í Ósló sem fundar með Rússum, Norð- mönnum og Færeyingum um norsk- íslenska síldarstofninn. Embættismannanefndirnar fund- uðu í gær um síldina og halda áfram að funda í dag. Helgi segir að á fund- inum í gær hafi ekkert veriö fjallað um skiptingu stofnsins heldur ein- göngu um það hvernig koma mætti á nefnd vísindamanna til að taka út stofninn og hvernig hann hegðar sér. „Við höfum ástæðu til að fagna því að þessir fundir eru haldnir. Við höfum í mjög langan tíma óskað eftir því að viðræður færu fram um stjómunarfyrirkomulag og veiðar á síld. Það er á elleftu stundu sem þess- ar þjóðir setjast til borðs saman til að ræða þessi mál,“ segir Helgi. Fundir sendinefndanna hófust á ný í morgun og er reiknað með að þeim ljúki síödegis í dag. Skuldir heimilanna: Gríðarleg aukning á 14 árum Talið er að skuldir heimilanna gagnvart lánakeríi hafi vaxiö úr 36 milljörðum króna í árslok 1968 í 293 milljarða í árslok 1994, miðað viö verðlag um síðustu áramót. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Hagtalna mánaöarins hjá Seðlabankanum. Sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hafa skuldir heimilanna aukist gríð- arlega. Árið 1980 voru þær 24,1 pró- sent af ráðstöfunartekjum en hlut- fallið á síðasta ári fór í 136,4 prósent. Sem hlutfall af eignum námu skuld- irnar 40 prósentum á síðasta ári en námu 11 prósentum fyrir 14 árum. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Já _lj Nei _2j r ö d d FÓLKSINS 99-16-00 Á að leyfa sölu áfengs bjórs á HM í Laugardagshöll? Allir í stafræna kerflnu met tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjénustu. Gamla Ráðsmannshúsið á Bessastöðum hefur nú verið rifið og á grunni þess mun rísa nýtt iðúðarhús fyrir for- seta íslands. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum Ijúki vorið 1996. Kostnaðurinn er áætlaður 74 milljónir krónur. DV-mynd BG Norðurá í Borgarfirði: 32 milljóna tilboð - vilja leigja ána til fimm ára Skjálfti fór um stangaveiðiheiminn í gærdag eftir að Pétur Pétursson, kaupmaður í Kjötbúri Péturs, og fleiri gerðu tilboð í Norðurá í Borgar- firði sem markar ákveðin tímamót. Félögum í veiðifélagi Norðurár var afhent tilboðið og mættu þeir Pétur Petursson og Ingólfur Ásgeirsson með það. Tilboðið hljóðar upp á 32 milljónir og vdlja þeir félagar leigja ána til fimm ára. Líka vilja þeir byggja veiðihús á svæði tvö og munu bændur eiga húsið eftir fimm ár. „Það er rétt aö vdð höfum afhent þetta tilboö í Norðurá en vdð erum að tala um sumarið 19% og svo til ársins 2000,“ sagði Pétur Pétursson í samtali vdð DV í nótt. „Við ætlum aö selja veiðileyfi á allt öðrum markaði en áin hefur verið seld á erlendis og auðvitað á innlenda markaönum. Við erum búnir að reikna fram og til baka og erum bjartsýnir að þetta gangi upp,“ sagði Pétur enn fremur. Stangaveiðifélag Reykjavíkur leig- ir Norðurá í sumar og hefur gengið vel að selja í ána. En þeir Stanga- veiðifélagsmenn borga kringum 26 milljónir fyrir ána með öllu. Veiðileyfamarkaöurinn er engin • Pétur Pétursson, kaupmaður i Kjötbúri Péturs, hefur gert tilboð í Norðurá í Borgarfirði frá og með sumrinu 1996 til árins 2000. Ef tilboð- inu verður tekið gefur það landeig- endum viö Norðurá um 160 milljónir. DV-mynd G.Bender gullkista þessa dagana og hefur.sala gengið illa í margar stórar veiðiár. Leigan lækkaði fyrir skömmu um milljón í Víðidalsá og fundur var haldinn í veiðifélagi Vatnsdalsár ný- lega. Stuttar fréttir Bjórverólækkar Bjór lækkar í veröi um mánaða- mótin hjá ÁTVR. Ástæðan er nið- urfelling á 35% tolli sem braut í bága við EES-samningínn. Mbl. greindi frá þessu. Rannsóknarkrafisi Bæjarráð Bolungarvikur hefur krafist opinberrar rannsóknar á meintri fjölfóldun á undirskrift bæjarstjórans undir heimildir til flutnings á aflamarki milli ver- stööva. RÚV greindi frá. Innheimtustofnun sveitarfé- laga á 4.150 milijónir í meðlags- kröfur. Um 5.900 feöur skulda raeðlög með um 32 þúsund böm- um. Tíminn greindi frá þessu. Krianerkomin Krían kom til landsins í gær. Til hennar sást í Hornafirði. Skv. RÚV mun hún næstu dagana fljúga vestur með landinu. Skuldirsjöfaldast Skuldir heimilanna hafa sjö- faldast á undanfómum 25 árum, eða úr 36 milljörðum í 293 millj- aröa. Meirihluti skuldanna, eöa 162 milljaröar, er vdð Bygginga- sjóð ríkisins. Mbl. greindi frá. Flugfreyjur samþykktu Flugfreyjur samþykktu á fé- lagsfundi i gærkvöldi nýgeröan Kjarasamning við Flugleiðir. 107 greiddu atkvæði með samningn- umen20ámótL -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.