Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 21 Listamannalíf í París LAVIL DLBOHLML Það hefur ávallt verið viss rómantík yflr lífl flstamanna í Paris. Og það ekki síst fyrr á öldinni þegar menn eins og Picasso og Hemmingway settu svip sinn á borgina. En máltækið segir að fjarlægð- in geri flöllin blá og víst er að mörgum mun snúast hugur um listamannalíf i París eftir að hafa horft á La vie de Boheme sem gerist á sjötta áratugnum i París. Mynd þessi er grimmileg lýsing á lífi manna sem reyna að lifa á listinni, einn er rithöfundur, annar tónskáld og sá þriðji er listmálari. Þeir láta hverjum degi nægja sína þjáningu, neita að gefa upp hið frjálsa líf þótt á móti blásL Vindurinn blæs reyndar á móti þeim alla myndina. En þótt yfir- borðið sé hijúft eftir öldugang lífsins þá er inni- haldið gott þegar á reynir. Aki Kaurismaki fær meiri raunsæisblæ á myndina með því að hafa hana í svart/hvítu Það er húmor i myndinni en hann er nokkuð dökkur og dramatíkin er þung. La vie de Boheme er heilsteypt og áhrifamikil en persónumar vekja ekki nógu mikinn áhuga og samkennd. LA VIE BOHEME - Útgefandi: Háskólabíó. Lelkstjóri: Akl Kaurismaki. Aðalhlutverk: Matti Pellonpaa, Evelyne Didl og Andre Wilms. Finnsk/frönsk, 1992. Sýnlngartíml 111 m(n. Bönnuð bömum Innan 12 ára. -HK Bíræfið bankarán r»:v -e ytLiixi c' ua Leikstjórinn og handritshöfundur Killing Zoe, Roger Avery .er örugglegá mikill aðdáandi Quent- ins Tarantinos og sjálfsagt vinur hans einnig en Tarantino er einn framleiðenda myndarinnar. Það má sjá glefsur sem vel gætu verið í mynd eftir Tar- aniino og Avery hefur örugglega séð Reservoir Dogs oftar en einu sinni. Myndin gerist í París á tveimur sólarhringum. Til borgaririnar kemur Bandaríkjamaðurinn Zep að beiðni vinar síns Er- ics en hann undirbýr bankarán. Zep á að vera til halds og traust við að opna fjárgeymslur bankans. Það má strax vera ljóst að þessi hópur er ekki til stórræðanna eftir skemmtun kvöldsins fyrir ránið, þar sem eiturlyfja er neytt i ómældu magni. Og Zep hefði átt að sjá að vinur hans er orðinn bijálaður að eiturlyfjanotkuninni. Killing Zoe er áreitin kvik- mynd. Persónur eru fráhindrandi fyrir utan Zoe sem Zep hittir fyrir hildarleikinn. En myndin hefúr einnig nokkuð sérstakan stíl sem gerir hana áhugaverða. Roger Avery á samt margt ólært af meistara sínum. KILUNG ZOE - Útgefandl Skífan. Leikstjóri: Roger Avery. Aðalhlutverk: Ertc Stoltz, Jean-Huges Anglade og Julle Delphy. Bandarísk, 1993. Sýnlngartiml 96 mín. Bönnuð bömum innan 16 ára -HK : < Demantaránið er eins og þeir sem gera The Diamond hafi lagt upp með hugmynd að sögu í saka- rnálamynd þar sem við sögu kemur stærsti dem- antur veraldar en fljótt komist í vandræði með hvað hver þersona á að gera. Sjáifsagt er það þess vegna sem leikaramir virðast úti á þekju. Ben Cross leikur meistarþjóf sem leystur er úr fangelsi þar sem hann er talinn hæfastur að gæta dýr- mætasta demants í heimi. Þetta virðist vera eins og að sleppa mink inn í hænsabú og treysta á að hann láti hænsnin í friðL Kate NeUigan leikur fombóka- vershmareiganda og virðist aðeins vera til staðar í myndinni þar sem nauðsynlegt hefúr þótt að hafa kvenmann og Brian Dennehy leikur ófyrirleitinn lögregluforingja sem hugsar aðeins um það eitt að koma þjófmum aftur í steininn. Tvær þessara per- sóna em þó alls ekki það sem geflð er í skyn. Það er ekki vert að láta uppi hver er hvað svo að væntanlegir áhorfendur hafi eitt- hvað til að undrast yfir því það er eina tilfinningin sem þessi mislukkaða saka- málamynd veldur. THE DIAMOND FLEECE - Útgefandi: Myndform. Lelkstjórl: Al Waxman. Aöalhlutverk: Ben Cross, Kate Nelllgan og Bryan Dennehy. Bandarísk, 1993. Sýnlngartíml 92 mín. Bönnuö bömum innan 12 ára. -HK Ruglað hafnaboltalið Hafriabolti er íþrótt sem er sér-amerískt fyrir- brigði og er öðram óskfijanleg. Kvikmyndagerðar- menn em einhverra hluta vegna sérlega hrifhir af þessari iþrótt og á undanfornum árum hafa verið gerðar nokkrar dýrar kvikmyndir sem snúast að miklu leyti um þessa íþrótt. Major League n er ein þeirra og er hún framhaldsmynd um hafnarboltalið sem er skipað frekar slökum íþróttamönnum, liði sem tekst þó ávaUt að sigra á endasprettinum. Þetta er gamanmynd og það má kannski tU sanns vegar færa aö þeir sem skUja eitthvað i íþróttinni eiga auðvelt með aö skUja grínið en fyrir undirrit- aðan er leiðinlegt að sjá nokkra ágæta leikara eyða kröftum sínum í leik í jafn innantómri mynd og Major League H er. Tom Berenger er með mæðu- svip nær aUa myndina af því að hann var ekki val- inn í liðið og Charlie Sheen, sem leikur aðalstjömu liðsins, hefúr látið frægðina stíga sér tU höfuðs og stundar hið ljúfa líf af krafti og skUur svo ekkert í þegar hann er hættur að geta kastað bolta. Að sjálfsögðu sigra okkar menn í lokin. Siöpp gamanmynd sem hefði ekki átt að hleypa út fyrir BandarUcin. MAJOR LEAGUE II - Útgefandi: SAM-myndbönd. Lelkstjóri: Davld S. Ward. Aðalhlutverk: Charlle Sheen, Tom Berneger og Corbin Bernsen. Bandarísk, 1994. Sýnlngartimi 98 mfn. Leyfð ðllum aldurshópum.-HK myndt Dustin Hoffman leikur lækni og vísindamann í Outbrake. Dustin Hoffman: Þekktur fyrir full- komnunaráráttu Fullkomnunarárátta Dustin Hofftnans er alþekkt innan kvik- myndaiðnaðarins. Sjálfúr segir hann að of mikið sé gert úr þessari áráttu í fjölmiðlum. Hvað sem hann segir þá eru tU margar sögur af hon- um og hegðun hans á upptökustað. Handritshöfundurinn WUliam Gold- man kynntist þessu við tökur á Marathon Man en þar tafði Hoffman tökur í marga Mukkutíma vegna þess að hann var endalaust að rifast við leikstjórann, John Schlesinger, um það hvort ætti að vera lampi fyrir ofan rúmið hans eða ekki. Sid- ney PoUack segir að hann mundi skipta um starf ef hann ætti að end- urtaka þá níu mánuði sem hann starfaði með Dustin Hoffman við gerð Tootsie. Ekki eru aUir svona harðorðir um þennan mikiihæfa leikara. Rene Russo, sem leikur á móti honum í Outbreak, segir: „Þegar Dustin var erfiðrn- og stappaði niður fótunum og neitaði að gera hlutina eins og honum var sagt kom ávaUt í ljós að hann hafði rétt fyrir sér. Þegar hon- um mislíkar þá öskrar hann en hann er einnig einhver fyndnasti maður sem ég hef unnið með.“ Leikstjóri Öutbreak, Wolfgang Petersen, er fuUur vinsemdar í garð Hoffmans en segist hafa verið hik- andi tU að byrja með vegna þess orðspors sem af honum fer, þar að auki hafði hann ætiað þetta Itiut- verk fyrir Harrison Ford í fyrstu. Peterson segir þó að það hafi ekki verið eins auðvelt að vinna með Dustin Hoffman og Clint Eastwood en hann leikstýrði honum í In The Line of Fire: „Clint kom á tökustað snemma á morgnana og vUdi aldrei meira en tvær tökur í hvert atriði. Upp úr hádegi var hann búinn að öUu og sagði: „Strákar, komum og leikum golf.“ Dustin aftur á móti lif- ir sig svo inn í sína vinnu að það kemst ekkert annað að. Hann átti það tU að hringja í mig á morgnana klukkan fimm og spyrja mig út í þau atriði sem átti að gera þann daginn." Ætlaði sér að verða konsertpíanisti Dustin Hoffman hefur verið ein- hver eftirsóttasti og besti leikarinn í Hollywood síðastiiðin þrjátíu ár. Hann hefur tvisvar unnið tií óskars- verðlauna (Rain Man, Kramer 'vs. Kramer) og fengið tilnefningu fjór- um sinnum að auki. (The Graduate, Outbreak, 1995 Midnight Cowboy, Lenny og Tootsie). Aðrar eftirminnUegar kvikmyndir sem hann hefur leikið í eru AU the Presidents Men, Littie Big Man, Straw Dogs, PapUlon, Mar- athon Man, Straight Time og Hook. Dustin Hoffman fæddist og ólst upp í Lus Angeles. Hann lagði aðal- áherslu á píanónám og var það æti- un hans að gerast konsertpíanóleik- ari. Þegar hann var nítján ára var honum boðið að vera með í leiksmiðjunni Pasadena Playhouse og fljótiega eftir það gaf hann upp á bátinn aUa drauma um frama á pí- anóið. Dustin Hoffman flutti brátt tti New York þar sem hann hafði varla ofan í sig og á í nokkur ár en þegar loksins tækifærið kom sló hann í gegn. Það var í leikritinu The Jour- ney of the Fifth House sem sýnt var utan Broadway. Fékk hann Obie verðlaunin fýrir leik sinn í verkinu. Það var siðan í öðru leikriti, Eh, sem Mike Nichols sá hann og mundi eftir honum þegar hann var að leita að ungum leikara í The Graduate. Þá var Dustin þrítugur en Benjamin Bradley átti að vera tvítugur. Það hefur síðan loðað við Dustin Hoffman að leika aUtaf persónur sem era yngri en hann sjálfur. í kjölfarið fylgdi Midnight Cow- boy og önnur óskarstilnefning. Þrátt fyrir mikinn frama í kvikmyndum hefur Dustin Hoffman aldrei yfirgef- ið leiksviðið og tU að mynda var miktil rómur gerður að frammi- stöðu hans í Sölumaður deyr árið 1984 þar sem hann lék Wtily Lomax og einnig í hlutverki Shylocks í Kaupmanninum í Feneyjum. Á dögunum var Dustin Hoffman spurður að því hvort hann væri tU í að gera framhald af The Graduate. Hann svaraöi þvi játandi ef gott handrit væri í boði: „En þá mundi ég vUja vera Mrs. Robinson, það er að segja að tæla imga stúlku tU lags við mig.“ Hér á eftir fer listi yfir aUar kvik- myndir sem Dustin Hoffman hefur leikið í. The Tiger Makes Out, 1967 The Graduate, 1967 Madigan’s Million, 1968 Midnight Cowboy, 1969 John and Mary, 1969 Little Big Man, 1970 Who Is Harry Kellerman..., 1971 Straw Dogs, 1971 Alfredo Alfredo, 1972 Papillon, 1973 Lenny, 1974 All the President’s Men, 1976 Marathon Man, 1976 Straight Time, 1978 Agatha, 1979 Kramer vs. Kramer, 1979 Tootsie, 1982 Ishtar, 1987 Rain Man, 1988 Family Buisness, 1989 Dick Tracy, 1990 Billy Bathgate, 1991 Hook, 1991 Hero, 1993 tx~ r: rrr ~ .-vrr SSm auBssrrr m g w rí r? M ^ ^ aa sas 9 9*1 7*00 Verö aöeins 39,90 mín. Dagskrá Sjónv. St. 2 rásar 1 41 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 51 Myndbandagagnrýni listinn -topp 40 : 7-| Tónlistargagnrýni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.