Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 SAGA-BÍÓ Sími 78900' Rlkkl ríki ** Það er sjálfsagt draumur hvers barns að geta veitt sér allt sem hugurinn girnist. Barnastjama Macauley Culkin sýnir okkur hvað hægt er að gera í þeirri aðstöðu. Ágæt skemmtun fýrir börn á öllum aldri. -HK Slæmir félagar ** CIA reynir að ná yfirhöndinni í njósnaíyrirtæki í einkaeign. Köld mynd um kaldar manneskjur, ágætlega gerð og vel skrifuð en nokkuð innantóm.-HK Táldreginn *** Linda Fiorentino sýnir klassaleik í hlutverki hættulegustu konu sem sést hefur lengi á hvíta tjaldinu. Myndin er auk þess vel skrifuð og spennandi og býr yfir kynngikrafti sem erfitt er að losna frá. -HK Konungur Ijónanna * * * Enn einu sinni tekst snillingunum hjá Disney að gera hina „fullkomnu" teiknimynd. Sagan er ljúf og skemmtileg og íslenska raddsetningin tekst mjög vel. -HK Afhjúpun **l/2 Afhjúpun er fín skemmtun þrátt fyrir nokkra hnökra í atburðarásinni. Michael Douglas er í sömu sporum og í Fatal Attraction og Basic Instinct og Demi Moore er svöl. Atriðið sem allir vita um er sterkt í mynd og í tali. -HK ~ BÍÓBORGIN Sími 11384 í bráðrl hættu **l/2 Spennandi og vel gerð mynd um afleiðingarnar þegar bráðdrepandi vírus verður laus. Dustin Hoffman er góður en ofleikur í einstaka atriðum og myndin missir aðeins flugið í lokin. -HK BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Banvænn lelkur ** Sean Connery leikur lagaprófessor við Harvard sem tekur að sér að sanna sakleysi ungs blökkumanns í Flórída en útkoman er fremur bragðlaus og lítt spennandi kvikmynd. -GB HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Höfuð upp úr vatnl **l/2 Sérlega vel úthugsuð saga um morð sem var kannski ekki morð. Leikarar hefðu mátt vera meira sannfærandi í túlkun sinni. -HK Orðlaus ** Ást á milli tveggja ræðusmiða vísar ekki á gott þegar þeir vinna fyrir sinn hvorn frambjóðandann. Rómantísk gamanmynd sem hefur sínar góðu hliðar, en einnig slæmar. -HK Eln stór fjölskylda * Það leynist skemmtilegur húmor í myndinni en óvönduð vinnubrögð og viðvaningslegur leikur koma í veg fyrir að hann komist upp á yfirborðið. Með vandaðri vinnubrögðum hefði mátt gera betur.-HK Nell ** Jodie Foster er stjarna þessarar fremur dauflegu myndar um unga konu sem hefur ekki haft samneyti við umheiminn frá þvf hún fæddist og tilraunir vísindamanna til að skilja hana og jafnvel siðmennta.-GB Forrest Gump *** Einstaklega ljúf og mannleg kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. Undravérðar tæknibrellur og stórleikur Tbms Hanks er það sem hæst ber. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Helmskur, helmskari ** Stendur og fellur með Jim Carrey sem fær góða aðstoð frá Jeff Daniels. Mynd uppfull af atriðum sem eru misfyndin, en aðdáendur Carreys verða ekki fyrir vonbrigðum með kappann.-HK Inn um ógnardyr * * * Ein besta hryllingsmynd í langan tíma. John Carpenter hefur gert magnaða mynd þar sem bilið á milli raunveruleikans og skáldskaparins er nánast ekkert og tækni er beitt til hins ýtrasta - HK REGNBOGINN Sími 19000 Pret-a-Porter * * Það er engin ástæða til að örvænta um Robert Altman þótt Pret-a-Porter valdi nokkrum vonbrigðum. Altman tekur á þeirri gerviveröld sem tískuheimurinn er af krafti en myndin er of ruglingsleg. - HK Rita Hayworth og Shawshank fangelslð ***l/2 Áhrifamikil kvikmynd sem virkar ósköp venjuleg í byrjun en vinnur á með hverri mínútunni. Tim Robbins og Morgan Freeman sýna stórleik í hlutverkum tveggja ólíkra fanga. -HK Himneskar verur **** Áhrifamikið listaverk þar sem þungamiðjan er vinskapur þar sem ímyndunaraflið er óbeislað og blandast raunveruleikanum méð alvarlegum afleiðingum. Stórfenglegt myndmál sameinast frábærum leik og gerir myndina að eftirminnilegri reynslu. -HK. Reyfari **i/2 TöfF og smart Tarantino um undirheimalýð £ Los Angeles, ískalt en ekki nógu gott. -GB STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Ódauðleg ást * *l/2 Leit að stóru ástinni í lífi Beethovens í spennumyndastíl. Myndin hrífur þótt ýmislegt megi finna að henni. Áhrifamikil tónlistaratriði. -HK Bardagamaðurinn *l/2 Yfirkeyrð slagsmálamynd sem lítið vit er í. Jean-Claude Van Damme fer troðnar slóðir í leik sínum tilraunir hans til að vera sniðugur misheppnast. -HK Vindar fortíðar **l/2 Epísk stórmynd sem segir frá örlögum þriggja bræðra snemma á öldinni. Lifandi persónur og góður leikur en mikill tilfinningahiti skapar stundum fullmelódramatísk atriði. -HK íSíSSSIIISWMíSSliapl _____ ____ <”■ f ■ : Bandaríkjunum - helgina 28. til 30. apríl í millj. dollara - i&X Meg Ryan oi ; Kevin Kline leika aðalhlutverkin í French Kiss. ■"--------‘ur - Sandra Bullock og mynd kvikmynd Lawrence Kasdan. Hefur French Kiss næstum á einni helgi leikararnir Jean Reno og Francois Cluzet. French Kiss er rómantísk 1 (-) French Kiss 8,5 2(1) While You Were Sleeping 3,9 3 (2) Friday 2,9 4 (3) Bad Boys 2,4 5(-). Panther 2,2 6 (-) My Family 2,1 7 (4) Rob Roy 2,0 8 (6) A Goofy Movie 1,9 9 (5) Village of the Damned 1,6 10 (7) Kiss of Death 1,1 11(9) Don Juan De Marco 14 12 (8) Top Dog 1,9 13 (12) Tommy Boy 0,8 14 (10) Circle of Friends 0,8 15 (11) j»>» ■>»•» 0,7 16 (13) Outbreak 0,4 17 (21) Legend of the Fall 0,4 18 (14) Forrest Gump 0,4 19 (18) Majour Payne 0,3 20 (26) Pulp Fiction 0,4 http://www.tilan.is/startrek Vi\" ’ ’i » t f* komtlu ogskoðaöti í kisláá mína (þíi gætir iinniö bol. eða miða á bíó) HASKOLABIO 12. Maí Stallone sem dómarinn Dredd Þannig lítur Sylvester Stallone út í nýjustu kvikmynd sinni Judge Dredd, sem bráðlega verð- ur frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin gerist á 23. öld þegar engir lögfræðingar eru til, engir dómarar og þar af leiðandi eru engin réttarhöld. En það eru til menn sem eru allt í senn ákær- andi, dómari og böðull og er Judge Dredd sá hættulegasti af þeim öllum. Með önnur hlutverk í myndinni fara Armand Assente, Diane Lane, Joan Chen Jurgen Prochnov og Max Von Sydow. Brúðkaup Muriel Sú ástralska kvikmynd sem hefur vakið hvað mesta eftirtekt er Muriel’s Wedding, sem hefur verið vinsælasta kvikmyndin í Englandi að undanförnu. Aðal- persónan í myndinni er Muriel, sem heldur úr sveitinni til Sidn- ey til að leita að draumaprinsin- um sem hún er viss um að bíði hennar þar. Mynd þessi er frumraun leikstjóran P.J. Hogan og skrifar hann einnig handritið. Muriel’s Wedding verður sýnd í 'Háskólabíói í næsta mánuði. Þjóðsagna- persónan Rob Roy Háskólabíó mun einnig bráð- lega taka til sýningar stórmynd- ina Rob Roy sem hefur verið of- arlega á bandaríska vinsældalist- anum. Myndin er byggð á ævi skosku frelsishetjunnar Robert Roy MacGregor, sem uppi var á sautjándu og átjándu öld. Aðal- leikaramir eiga örugglega þátt í vinsældum myndarinnar, en það eru Liam Neeson sem leikur Rob Roy og óskarsverðlaunahafinn Jessica Lange. Fjöldi þekktra leikara er í minni hlutverkum, má nefria John Hurt, Tim Roth, Eric Stolz og Brian Cox. Leik- stjóri er Michael Caton-Jones. Ferð Apollos 13. Einhver dýrasta kvikmyndin í ár er Apollo 13., sem Ron Howard leikstýrir, en kostnaður viö hana fór hátt í sextíu milljón- ir dollara. En þegar vinsældir Tom Hanks eru hafðar i huga, en hann leikur aðalhlutverkið, þá ætti sá kostnaður að skila sér, auk þess sem myndin fjallar um eina af áhugaverðustu og dramatískustu geimferðum í sög- unni, ferð Apollos 13., sem hófst 13. apríl 1970. Hanks leikur geim- farann James Lowell, sem var stjómandi ferðarinnar, Kevin Bacon leikur Jack Swigert og Bill Paxton leikur Fred Haise, sem einnig vom um borð. Spike Lee að storfum í New York Spike Lee er um þessar mund- ir að hefja tökur í New York á Girl 6 og mun hann bæði leik- stýra og leika í myndinni, sem fjallar um unga leikkonu sem berst fyrir lifibrauði i New York. Til að hafa fyrir mat tekur hún að sér að staífa hjá kynlífssíma- linu. Theresa Rantlle leikur stúlkuna, en meðal annarra leik- ara era Halle Berry, John Turt- urro, Madonna, Quentin Tar- antino, Ron Silver, Peter Berg og Naomi Campbell.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.