Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 29 K VI K M Y H,D A iiiNifll Háskólabíó - Dauðataflið: irk Hver drap riddarann? Dauðataflið (Uncovered) er sakamálamynd sem býr yfir heillandi og mystískum söguþræði sem minnir um margt á kiassískar sakamálasögur fyrri ára, sögur sem hafa margar persónur og hefjast á morði og í hægt sígandi spennu er verið að leita að morðingjanum, sem finnst aldrei fyrr en í lokin. En það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að Dauðataflið hafi áhugaverðan söguþráð er gallinn við úrvinnsluna að með lítilli fyrirhöfn er hægt að sjá út hver morðinginn er og þar með er hálf skemmtunin fokin út í veður og vind. Dauðataflið gerist í klassísku umhverfi Barcelonaborgar sem er góður bakgrunnur fyrir sakamálsögu sem að miklu leyti fjallar um gamalt og verðmætt málverk af tveimur mönnum sem sitja að tafli. Það uppgötvast að undir yfirborði málverksins er skrifað „Hver drap riddarann?" og er setningin á latínu. Þessi setning verður til þess að §etja af stað flókna atburðarás, sem þó reynist að sumu leyti gegnsæ. I myndinni er í raun verið að segja tvær sögur. Ung stúlka, sem hefur fengið það verk að lagfæra q^álverkið, heillast af gátunni og byijar að púsla saman atburðarás sem átti sér stað fyrir mörgum öldum, en lendir á sama tíma sjálf í morðmáli þegar elskhugi hennar er drepinn. Einhvern veginn held ég að Dauðataflið hefði orðið betri mynd hefði verið meira gert úr því sem gerðist fyrr á öldum. Nútímasagan, sem að vísu tengist óbeint gamla málinu, er allt of ruglingsleg og ósannfærandi. Til að mynda er lokaatriðið hálfmisheppnað og langdregið. Leikur allur er nokkuð yfirborðskenndur, en hin unga Kate Beckinsale stendur sig þó nokkuð vel í stærsta hlutverkinu. Leikstjóri: Jim McBride. Handrifc Michael Hirst, Jim McBride og Jack Baran. Kvikmyndun: Affonso Beato. Tónlist: Philippe Sarde. Aðalhlutverk: Kate Beckinsale, John Wood, Sinead Cusack og Michael Gough. -Hilmar Karlsson Bíóborgin - Strákar til vara: ★ Íf Stelpur á ferðalagi Strákar til vara eftir hinn gamalreynda leikstjóra Herbert Ross slengir saman þremur ólíkum konum á ferðalagi frá austurströnd Bandaríkjanna til vesturstrandarinnar, konum sem eiga það sameiginlegt að vera að flýja undan einhveiju. Söngkonan Jane, svört lesbía (Goldberg), er að stinga af frá stöðnun í starfi og vonast eftir að finna frægð og frama í Los Angeles. Alnæmissmitaða fasteignasölukonan Robin (Parker) er á flótta undan sjálfrfsér og vandræðagemlingurinn Holly (Barrymore), ólétt eftir kærastann sem hún kálaði af slysni, er á flótta undan löngum armi laganna. Stúlkurnar komast aldrei á upphaflegan áfangastað en það skiptir minnstu máli því á hinni löngu leið um þjóðvegi Bandaríkjanna finna þær hver aðra og sjálfa sig, eignast fjöiskylduna sem þær þráðu en áttu ekki. Mynd þessi er eins konar sneið af lífinu, kannski aðeins ýkt, ekta sápuópera með fullt af vandamálum, ástarmálum og löggumálum og ekki laust við að lopinn sé stundum teygður óhóflega, einkum eru atriðin út á þjóðvegunum oft óþai-flega löng. En Herbert Ross og félagar hans bjarga þessu yfirleitt alltaf fyrir horn og þegar best tekst upp er ekki laust við að viðkvæmar sálir þurfi að seilast eftir vasaklútnum. Væmnin fær þó aldrei að taka öll völd. Það er ekki síst góðum samleik leikkvennanna þriggja að þakka að mjwidin nær að verða þokkalegasta skemmtan. Þær standa sig líka vel hver í sínu horni og vert er að geta góðs söngs Whoopiar, hvort sem er í hröðu blúsrokki eða viðkvæmnislegri ballöðu. Leikstjóri: Herbert Ross. Handrit: Don Roos. Kvikmyndataka: Donald E. Thorin. Leikendun Whoopi Goldberg, Mary-Louise Parker, Drew Barrymore, Matthew McConaughey, James Remar, Billy Wirth, Anita Gillette. Guölaugur Bergmundsson Laugarásbíó - Háskaleg ráðagerð: ★ . v/j l'í’ ' Þrír hrekkjalómar Snemma beygist krókurinn. Vinirnir þrír, sem Háskaleg ráðagerð segir frá, voru miklir prakkarar á unga aldri, rétt eins og flestir strákar eru á meðan þeir eru enn innan við ferm ingu. Þremenningarir vaxa hins vegar ekki upp úr hrekkjunum og þegar sagan sem hér um ræðir gerist eru þeir komnir undir tvítugt. Þeir ákveða að fremja prakkarastrik aldarinnar til að ná sér niðri á pabba eins þeirra. Prakkarastrikið felst í því að fremja þykjustumorð fyrir utan banka í litlum syfjulegum bæ. Það flækir hins vegar málin allnokkuð að tvö illmenni ætla að fremja alvörubankarán í sama banka á nákvæmlega sama tíma. Þessum tveimur hópum lýstur því saman, með ófyrirséðum afleiðingum. Hér er ekki verið að hætta sér út fyrir hinar vel troðnu slóðir. Það er sosum allt í lagi ef afurðin er góð, sem ekki er í þessu tilfelli. Persónurnar eru gamalkunnar. Vinirnir þrír sam anstanda af menntamanninum tilvonandi, töffaranum og foringjanum sem aldrei komst frá krummaskuðinu og loks skugga foringjans sem gerir eins og honum er sagt. Bófarnir eru svipaðrar gerðar. Annar samviskulaus fantur sem baunar út úr sér fimmauraspekinni í gríð og erg, hinn kolklikkuð undirlægja. Það er því varla von á góðu þegar svona gaurar etja kappi hver við annan. Af ofbeldinu er nóg í mynd þessari en einstaka sinnum er reynt að slá á léttari strengi, eins og þegar verið er að bíða eftir að stund glæpsins renni upp, stílfærðir bófar í jakkafótum, með bindi, hatt og sólgleraugu, eða þegar móðir eins piltanna heldur áfram að búa til kirsubeijabökuna eins og ekkert sé á meðan eiginmaður hennar úthúðar syninum fyrir að stela fína kádiljáknum hans. Það sem annars hijáir mynd þessa mest er spennuleysið, þar sem þetta á að vera spennumynd. Leikstjóri: Paul Wamer. Handrít: Steve Alden og Paul Skemp. Kvikmyndataka: Mark Gordon. Leikendur. Stephen Baldwin, Sheryl Lee, Mickey Rourke, Jason London, David Arquette, Jonah Belchman. Guölaugur Bergmundsson Bíóhöllin: Miami Rhapsody Miami Rhapsody, sem Bióhöllin frumsýnir á morgun, er stjörnum prýdd, rómantísk gamanmynd. Að- alpersónan er Gwyn Marcus, sem starfar sem textahöfundur auglýs- inga. Þegar myndin hefst hefur hún ákveðið að taka bónorði kærasta síns. Það er draumur hennar aö búa í jafn hamingjusömu hjónabandi og foreldrar hennar hafa gert. Áður en að giftingu kemur kemst hún að því að nánast allir í hennar fjölskyldu eiga í ástarsambandi fyrir utan hjónabandið og eru foreldrar henn- ar engin undnatekning. Þetta verður til þess að Gwyn sest niður og fer að hugsa sitt ráð. Það er Sarah Jessica Parker sem leikur Gwyn. í öðrum stórum hlut- verkum eru Gil Bellows, Antonio Banderas, Mia Farrow, Paul Mazur- sky og Kevin Polack. Leikstjóri og handritshöfundur er David Frankel sem með Miami Rhapsody leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd. Hann hefur áður skrifað handrit og leikstýrt sjónvarpsþáttum. Sarah Jessica Parker hefur hægt og sígandi verið að koma sér fyrir í efstu hæðum í Hollywood. Þessi geð- þekka leikkona fæddist í smábæn- um Nelsonville í Ohio, en flutti snemma til Cincinatti þar sem hún stundaði klassískt ballettnám. Eftir að hafa starfað með Cincinatti ball- ettinum var hún ráðin til American Ballet Theatre í New York. Auk þess kom hún fram í nokkrum upp- færslum í hinu fræga óperuhúsi, Metropolitan Opera. Hún byrjaði leikferil sinn á Broadway en flutti sig um set í sjónvarpið þar sem hún lék í nokkrum vinsælum sjónvarps- seríum, (Equal Justice, Squere Pegs). Áður en hún lék í Miami Rhapsody lék hún í hinni umtöluðu kvikmynd Ed Wood. Sarah Jessica Parker og Antonio Banderas í hlutverkum sínum í Miami Rhapsody. Regnboginn: North Elijah Wood fyrir miðju. Honum sitt á hvora hönd eru Dan Aykroyd og Reba McEntire sem leika foreldra sem biðla til hans um að fá að taka hann að sér. Regnboginn frumsýnir í dag nýj- ustu kvikmynd Robs Reiners, gam- anmyndina North, sem fjallar um ellefu ára dreng sem heitir North. Hann er ekki ánægður með foreldra sína og ákveður að segja skilið við þá og fmna sér nýja sem gera sér betur grein fyrir því hversu snjáll og góður hann er. North vantar ekki hugmyndaflugið þegar kemur að því að velja nýja foreldra en spumingin er hvort hann finnur einhverja betri. Hlutverkaskráin er stjömum prýdd en aðalhlutverkið leikur Eli- jah Wood. Auk hans koma fram í myndinni Bmce WUlis, Jason Alex- ander, Julia Louis-Dreyfus, Alan Arkin, Ryan O’Neill, Jon Lovitz, Kathy Bates, Graham Greene, Dan Aykroyd, Kelly McGillis og John Ritter. Elijah Wood er meðal vinsæl- ustu bamaleikara og hefur getið sér gott orð í nokkrum kvikmyndum, meðal annars í The Adventures of Huck Finn, Forever Young, The Good Son, Avalon, Paradise og Radio Flyer. Nýjasta kvikmynd hans er The War þar sem hann leik- ur á móti Kevin Costner. Rob Reiner er meðal vinsælustu leikstjóra í Hollywood en myndir sem hann hefúr leikstýrt hafa flest- ar náð miklum vinsældum, nægir að nefna A Few Good Men, Stand by Me, Misery og When Harry Met Sally. Háskólabíó: Star Trek kynslóðirnar Nýjasta Star Trek kvikmyndin Star Trek Generations er nokkuð frábrugðin öðrum kvikmyndum í þessum myndaflokki, þar sem í myndinni hittast gömlu kempurnar sem margir kannast við og þær nýju persónur, sem hafa verið að gera garðinn frægan í sjónvarpsserí- unni Star Trek Genaration sem hef- ur notið mikilla vinsælda í Banda- rikjunum. Mikið var lagt í að gera mynd þessa sem besta úr garði og hefur Paramount fyrirtækið aldrei lagt út í jafn kosnaðarsama auglýsingaher- ferð í því skyni að kynna Star Trek mynd. Sú auglýsingaherferð hefur greinilega borgað sig því myndin hefur ekki aðeins orðið vinsæl í Bandaríkjunum, heldur einnig víða um heim, en hingað til hefur Banda- ríkjamarkaðurinn verið sterkasta vígi Star Trek myndanna. Vinsældir Star Trek myndanna og sjónvarpsseranna hefur gert það að verkum að það hafa verið stofn- aðir alls konar klúbbar í kringum þær persónur sem þar koma fram og halda þessir klúbbar árlegar sam- komur þar sem meðlimir klæðast búningum í líkingu við þá sem not- aðir eru í kvikmyndunum. Aðalhlutverkin í Star Trek Gener- ation leika William Shatner, Patrick Stewart, Jonathan Frakes, LeVar Burton, Michael Dom, Brent Spiner og Malcolm McDowell sem leikur brjálaðan vísindamann sem erfitt er að fást við. Þá kemur Whoopi Gold- hprp fram í litln hlntvprki Patriok Stftwart nn William Shatnpr Iftika skinstinrana tvo á Enternrise.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.