Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1995, Blaðsíða 6
ngar
26
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995
f
Sýningar
Ásmundarsafn
Þar stendur yfir samsýning á verkum
Ásmundar Sveinssonar (1893-1982)
og Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals
(1885-1972) undir yfirskriftinni „Nátt-
úra/náttúra". Sýningin stendur til 14.
maí og er opin daglega kl. 13-16.
Café Mílanó
Faxafenl 11
Garðar Jökulsson sýnir 15 olíu- og
vatnslitamyndir af íslensku landslagi.
Sýningin stendur fram í miðjan maí og
er opin kl. 9-19 mánudaga, kl. 9-23.30
þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1
föstud. og laugard. og kl. 9-23 sunnud.
Gallerí Art-Hún
Stangarhyl 7, Rvik
Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu
Axelsdóttur, Helgu Ármannsdóttur, El-
ínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar
Gunnarsdóttur og Margrétar Salome.
Galleriið er opið alla virka daga kl.
12-18.
Gallerí Fold
Laugavegi 118d
Þar stendur yfir sýning á olíumálverkum
Sossu, Margrétar Soffíu Björnsdóttur.
Þá stendur einnig yfir kynning á verkum
Grétu Þórsdóttur í kynningarhorni
Foldar. Sýning Sossu og kynning Grétu
standa til 14. maí. Opið er alla daga
kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18.
Gallerí Greip
Hverfisgötu 82
Þar stendur yfir sýning Sigriðar Sigur-
jónsdóttur sem ber yfirskriftina „Aðrir
kostir" og er sýning á húsgögnum.
Sýningin stendur til 21. maí og er opin
alla daga nema mánudaga kl. 14-18.
Gallerí Guðmundar
Ánanaustum 15, simi 21425
Galleriið er opið virka daga kl. 10-18.
Gallerí List
Skipholti 50b
Galleríið er opið alla daga kl..11-18
nema laugardaga kl. 11-14. Sýningar
í gluggum á hverju kvöldi.
Gallerí Regnbogans
Þar stendur yfir sýning á verkum
Tryggva Ölafssonar. Gallerí Regnbog-
ans er ávallt opið þegar kvikmyndasýn-
ingar standa yfir.
Gallerí Sólon íslandus
Bankastræti
Á morgun kl. 16 opnar Harpa Björns-
dóttir sýningu á olíumálverkum og
verkum unnum með blandaðri tækni.
Sýningin stendur til 30. maí.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
Victor Guðmundur Cilia opnar mynd-
listarsýningu í dag.
Gallerí Úmbra
Amtmannsstig 1, Rvik
Elísabet Haraldsdóttir sýnir skálar sem
unnar eru í postulín og steinleir, sem
myndaðist i jarðlögum löngu áður en
Island reis úr hafi. Sýningin er opin
þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og
sunnudaga kl. 14-18. Sýningunni lýkur
31. mai.
Hafnarborg
Á morgun kl. 14 opnar Harpa Björns-
dóttir sýningu á oliumálverkum í Sverr-
issal. Þetta er tólfta einkasýning Hörpu
og stendur hún til 28. maí. Þá verður
einnig opnuð málverkasýning Kjartans
Guðjónssonar sem stendur til 29. maí.
Hún verður opin alla daga utan þriðju-
daga kl. 12-18.
Kjarvalsstaðir
Á morgun verða opnaðar þrjár mynd-
listarsýningar. Yfirlitssýning í vestursal
á vatnslitamyndum eftir Guðmund Ein-
arsson frá Miðdal. Sýningu á teikni-
myndasögum eftir Bjarna Hinriksson í
vesturforsal og sýningu á nýjum verk-
um eftir Kristján Steingrím Jónsson.
Sýningarnar verða opnar daglega kl.
10-18 og er kaffitería Kjarvalsstaða
opin á sama tíma.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu, sími 13797
Safnið er opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarður-
inn er opinn alla daga. Inrigangur er frá
Freyjugötu.
Listasafn íslands
Á efri hæð Listasafns Islands stendur
yfir sýningin Náttúrustemningar Nínu
Tryggvadóttur 1957-1967. Sýningin
hefur verið framlengd um viku og
stendur til 14. mal og er opin daglega
Listasafn Kópavogs
Leifur Breiðfjörð sýnir verk sín I Lista-
safni Kópavogs, Gerðarsafni. Leifur
hefur valið verk frá siðustu 15 árum og
nefnir hann sýninguna Yfirsýn.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga
Sýning á völdum andlitsmyndum eftir
Sigurjón Ólafsson, „Þessir kollóttu
steinar". Verðlaunamyndband með
sama heiti einnig til sýnis. Fram til 1.
júni er safniö opið laugardaga og
sunnudaga kl. 14-17.
Sýningin á verkum Bjarna Hinrikssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar byrjar á morgun.
Þrjár sýningar á Kjarvalsstöðum:
Teiknimyndir og
iðnaðarteikningar
Þrjár sýningar verða opnaöar
formlega á Kjarvalsstöðum á morg-
un. í vestursal er yfirlitssýning á
vatnslitamyndum Guðmundar Ein-
arssonar frá Miðdal í tilefni af aldar-
minningu listamannsins og í vestur-
forsal eru teiknimyndasögur Bjama
Hinrikssonar og ný verk eftir Kristj-
án Steingrím Jónsson.
Vatnslitamyndir Guðmundar frá
Miðdal eru afmarkaður kafli á löng-
um og fjölþættum listferli hans.
Hann fékkst við vatnsliti í æsku,
lagði þá síðan til hliðar í áratugi en
tók upp þráðinn að nýju um 1950.
Á sýningu Bjama gefur að líta
frummyndir af nýjum teiknimynda-
sögum en hann hefur um nokkurt
skeið verið einn af leiðandi lista-
mönnum í þessari listgrein.
Myndverk Kristjáns Steingríms
eru sett saman úr iðnaðarteikning-
um og stærðfræðilegum táknum.
Þau bera með sér skýrar vísindaleg-
ar tilvísanir handan við myndramm-
ann en miðla okkur um leið ljóð-
rænni náttúrusýn.
Akrýlmyndir á striga
Jóhann Torfason opnar á morgun
sýningu á verkum sínum í sýningar-
salnum Við Hamarinn. Á sýningunni
Eva Benjamínsdóttir opnar mynd-
listarsýningu í Listhúsi 39 í Hafnar-
firði á morgun og ber hún yfirskrift-
ina „Flæði & Fræhús". Þetta er þriðja
einkasýning hennar en í Listhúsi 39,
sem er á Strandgötu 39, sýnir Eva
27 lítil verk, unnin á þessu ári meö
Harpa Bjömsdóttir opnar sína
tólftu einkasýningu í Sverrissal í
Hafnarborg á morgun. Myndir henn-
ar eru í hinum ýmsu htbrigðum af
rauðu og eru samsettar úr fleiri ein-
Grannagys, samsýning fimm nor-
rænna skopteiknara, stendur nú yfir
í Mokka-kaffi við Skólavörðustíg.
Hér er um norrænar pólitískar
skopteikningar að ræða en Msta-
mennimir sem sýna eru Sigmund
í Hafnarfirði eru 27 listaverk, eink-
um akrýlmyndir á striga en einnig
grafik og skúlptúrar.
blandaðri tækni, akrýl og olíu.
Auk einkasýninga hefur listamað-
urinn tekið þátt í sjö samsýningum
hér heima, í Frakklandi og Banda-
ríkjunum. Sýning Evu stendur til 28.
maí.
ingum.
Sama dag opnar Harpa einnig sýn-
ingu á Sóloni íslandusi. Þar sýnir
hún olíumálverk og verk unnin með
blandaðri tækni.
Jóhannsson frá íslandi, Kari Suo-
malainen frá Finnlandi, Klaus
Albrectsen frá Danmörku, Finn
Graff frá Noregi og Ewert Gustaf
Adolf Karlsson (EWK) frá Svíþjóð.
Skálar
Elísabetar
Elísabet Haraldsdóttir hefur opnað
sýningu á skálum í Galleríi Úmbru.
Skálarnar eru unnar í postulín og
steinleir.
Þrír í Ný-
listasafninu
Þrjár myndlistasýningar verða
opnaðar í Nýlistasafninu á morgun.
Þór Vigfússon sýnir í neðri sölum
og Anna Eyjólfsdóttir í efri sölum og
porti. Jóhann Valdimarsson er gest-
ur í setustofu safnsins.
Victor hjá
Sævari
Victor Guðmundur Cilia opnar í
dag myndlistarsýningu í Galleríi
Sævars Karls. Á sýningunni eru þrjú
málverk, unnin með ohu á striga.
Önnur hæð
Listamennirnir Jan Voss, Henri-
ette van Egten, Andrea Tippel og
Tomas Schmit sýna nú verk sín á
Annarri hæð að Laugavegi 37. Öh
fást þau við teikningar, skriftir og
einhvers konar samruna þessara
greina.
Kjartan í
Hafnarborg
Kjartan Guðjónsson opnar mál-
verkasýningu í Hafnarborg á morg-
un og þá stendur yfir kynning á verk-
um hstamannsins í Gallerí Fold við
Rauðarárstíg.
Blönduð tækni í Listhúsi 39
Harpa á tveimur stöðum
Pólitík í Mokka-kaffi:
Norrænir skopmyndateiknarar
Sýningar
Listhús 39,
Strandgötu 39, Hafnarfirði
Myndlistarsýning Evu Benjamínsdótt-
ur, sem ber heitið Flæði & Fræhús,
verður opnuð á morgun kl. 14. Sýning-
in stendur til 28. maí og er opin virka
daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Listhúsið í Laugardal
Engjateigi 17, simi 680430
Þar stendur yfir myndlistarsýning á
verkum eftir Sjofn Har. Sýningin ber
yfirskriftina „Islensk náttúra, íslenskt
landslag". Sýningin er opin virka daga
kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Þá
sýnir Guðrún E. Ólafsdóttir málverk. A
sýningunni eru um 30 olíumyndir. Sýn-
ingin stendur til 21. maí og er opin
mánudaga til laugardaga kl. 13-18 og
sunnudaga kl. 14-18.
Mokka kaffi
Skólavöröustíg
Þar stendur yfir samsýning 5 norrænna
skopteiknara. Sýningin stendur til 29.
maf.
IMesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Safnið opið samkvæmt samkomulagi.
Upplýsingar I sima 611016.
Norræna húsið
Sigrún Eldjárn sýnir olíumálverk. Þetta
eru um það bil 30 verk, máluð á sið-
ustu þremur árum. Sýningin stendur til
14. maí og er opin daglega kl. 14-19.
í anddyri hússins stendur yfir sýning á
grafíkverkum eftir sænsku listakonuna
Hjördis Johansson-Becker. Sýninguna
kallar hún I biðsal, I vántans rum. Sýn-
ingin er opin alla daga kl. 9-19 nema
sunnudaga kl. 12-19.
Nýlistasafnið
Vatnsstig 3b,
Á morgun kl. 16 verða opnaðar þrjár
myndlistarsýningar í Nýlistasafninu.
Þór Vigfússon sýnir málverk i neðri
sölum safnsins og Anna Eyjólfsdóttir
sýnir umhverfisverk 1 efri sölum og
porti. Sýning Önnu ber heitið Hringrás.
Gestur I setustofu safnsins er Jóhann
Valdimarsson. Safnið er opið daglega
kl. 14-18 og lýkur sýningunúm 28. maí.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, Hafnarl., simi 54321
Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18.
Safn Ásgríms Jónssonar
Bergstaðastræti 74
Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms
Jónssonar. Sýningin stendur til 7. maí
og er opin laugardaga og sunnudaga
frá kl. 13.30-16.
Snegla
Listhús við Klapparstíg
Þar stendur yfir sýning á handgerðum
leirvösum. Að sýningunni standa sex
af fimmtán listakonum Sneglu. Sýning-
in stendur til 13. mai og er opin mánu-
daga til föstudaga kl. 12-18 og laugar-
daga kl. 10-14.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
sýnir í vinnustofu sinni
Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir málverk
á vinnustofu sinni að Suðurlandsbraut
26. Opið kl. 14-16 virka daga nema
mánudaga og frá kl. 14-18 um helgar.
Sýningunni lýkur 21. maí.
Þóra Sigþórsdóttirsýnir
hjá Jens
Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir
i verslun Jens Guðjónssonar gullsmiðs
að Skólavörðustig 20, Reykjavík. Sýn-
ingin er opin á verslunartíma til 28. mai.
Við Hamarinn
Strandgötu 50, Hafnarfirði
Á morgun opnar Jóhann Torfason list-
sýningu í sýningarsalnum Við Hamar-
inn. Á sýningunni verða 27 listaverk,
einkum akrýlmyndir á striga en einnig
grafík og skúlptúrar. Sýningin stendur
til 28. maí.
Önnurhæð
Laugavegi37
Opnuð hefur verið sýning á verkum Jan
Voss, Henriétte van Egten, Andrea
Tiþpel og Tomas Schmit. Til sýnis eru
teikningar, munir og bækur gerðar af
listamönnunum. Sýningin stendur til
loka júní og er opin á miðvikudögum
kl. 14-18.
Listasafn Akureyrar
Þar standa yfir tvær sýningar. Sýning
norsku veflistakonunnar Else Marie
Jakobsen og sýning á 7 silkiþrykkjum
eftir Bandaríkjamanninn Peter Halley.
Slunkaríki
isafirði
Ljósmyndasýningin „Við minnumst
þeirra" stendur yfir í Slunkaríki. Sýning-
in er til minningar um þá 27 Islendinga
sem látist hafa úr alnæmi. Hún sam-
anstendur af 27 táknrænum myndum
eftir Sólrúnu Jónsdóttur Ijósmyndara.
Málverkasýning í Nesbúð
Gunnar Guðjónsson sýnir málverk í
Nesbúð, Nesjavöllum. Helstu viðfangs-
efni hans eru landslags- og sjávar-
myndir. Flestar myndirnar eru unnar
með olíulitum á striga.