Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 19 Reyndum hvað við gátum en áttum ekkert svar - sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn „Þeir voru mun betri en viö í þess- um leik. Viö reyndum hvað viö gát- um en áttum ekkert svar. Sigur þeirra var þó allt of stór að mínu áliti. Mér fannst við leika vel í 35 mínútur, sérstaklega í vöminni. En sókn okkar réð ekki við sterka vörn þeirra í síðari hálfleik og þeir refsuðu okkur með hraðaupphlaupum. Rúss- ar léku mjög vel, mun betur en áður í keppninni og við réðum einfaldlega ekki við þá,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, þjálfari íslenska landshðs- ins, á þlaðamannafundi eftir tapleik- inn í gærkvöldi. „Undirbúningur var góður og markviss" „Ég vil meina að allur imdirbúning- ur hafi verið góður og markviss. Við erum með bestu handboltamenn ís- lands að undanskildum Héðni Gils- syni, sem er meiddur. Það var slæmt að hafa ekki Héðin, sérstaklega í leik sem þessum, því hann er okkar stærsta skytta og getur skotið yfir hávaxna vöm. Þaö var vitað að 16 Uða úrshtin mundu skipta öUu máU og það var óheppni að lenda gegn Rússum. Við getum ekki ætlast til að vinna Rússa í heimsmeistara- keppni eða ólympíuleikum. En við mætum ótrauðir í næsta leik,“ sagði Þorbergur. „Bæði liðin voru undir pressu" sagði Vladimir Maximov „Þetta var erfiðari leikur en töl- urnar segja til um. íslenska Uöið baröist aUan tímann þó að leikur- inn væri tapaður. Bæði Uð voru undir pressu þvi leikurinn var gíf- urlega mUdlvægur. Pressan var meiri á íslenska liðinu og það kom berlega Tljós því nokkrir leikmenn þess léku undir getu sem betur fer fyrir okkur. Víð mætum nú Þjóö- verjum og það verður mjög erfiður leíkur," sagði Vladimir Maximov, þjálfari Rússa, eftir leikinn. Undirbúningurinn betri en áöur „Ég veit ekki hvað er hægt að segja eftir svona leik. Undirbúningurinn hefur verið góður fyrir alla leikina og betri en áður. Láðið er í góðri æfingu en það er eitthvað sem brestur, en ég get ekki útskýrt það nánar. Við ætlum ekki aö gefast upp og berjumst áfram,“ sagöi Geir Sveinsson, fyrirliði islenska lands- Uðins. Ægilegur skellur „Þetta var ótrúlegur endir og ægi- legur skeUur eftir góðan fyrri hálf- leik. Okkur fannst við ekki vera með síðra lið en þeir og ætluöum okkur sigur. Eg er mjög ánæðgur með fyrri hálfleikinn og viö vorum óheppnir að vera ekki með betri stöðu þá. Þeir skiptu um vöm í síð- ari hálfleik og þá gekk ekkert upp. Þeir áttu toppleik og við áttum ekk- ert svar við þvi. Þá höfðum við enga heppni með okkur og mér fannst dómgæslan frekar með þeim í tæpum atriðum. Nú verður við aö klára næsta leik og tryggja okk- ur sæöð dýrmæta í Japan,“ sagði Valdimar Grímsson eftir leikinn. Sóknarleikurlnn brást í leiknum „Það var fyrst og fremst sóknin sem brást í þessum leik og liðið skorar ekki nema 4 mörk í síðari hálfleik sem er afleitt Það er rot- högg að tapa með svona míklum mun. Fyrrí hálfleikur var prýöileg- ur en jafnframt mjög erfiöur og þaö var eins og strákamir hefðu ekki kraft í síðari hálfleik. Það em margar spurningar sem vakna eftir síðustu 3 leUú. Liðiö er greinilega ekki á toppnum á réttum tíma og það er ekki nógu gott. Framhaldið veröur erfitt en ég vona að Uðið komi til,“ sagöi Kristján Arason, fyrrum landsUösmaöur, eftir leik- inn. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari svarar spurningum á blaða- mannafundi eftir ieikinn gegn Rússum í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti Þorgils Óttar Mathiesen: Menn hafa enga afsökun „Ég er að sjálfsögðu mjög óánægður. Leikirnir gegn S-Kóreu og Sviss vora vonbrigði og afleiðing- in var sú að við lentum á móti Rúss- um. Við þurftum því að snúa Uðinu í nýjan gír vegna þess að tveir lélegir leikir í röð kalla á ákveðin átök og ætla að fara snúa Uðinu gjörsamlega við á móti Rússum var kannski of mikið,“ sagði Þorgils Óttar Mathies- en, formaður landshðsnefndar, eftir leikinn. „Menn hafa enga afsökun. AUur undirbúningur var eins og best verð- ur á kosið. Það er margt sem hefur brugðist hjá Uðinu, sóknin, vörnin, markvarslan og okkur hefur vantað hraðaupphlaupin. Nú verða menn bara að mta á jaxlinn og skilyrðis- laust eiga menn að stefna á 9. sætið. Það er krafa úr því sem komið er. Heiðurinn er í veði og það skiptir auðvitað máli í handboltaheiminum hvar við erum á heimshstanum upp á þátttöku í mótum og fleira," sagði Þorgils. Andrey Lavrov: „Ég átti ekki von á því að við mynd- um vinna leikinn með svona miklum mun en við náðum upp frábærri vöm í síöari hálfleik og náðum að bijóta niður íslenska Uðið. Það var óþægi- legt fyrir íslenska Uðið að þurfa að mæta okkur í 16-Uöa úrsUtunum. Þetta var besti leikur okkar í keppn- inni og við eigum vonandi eftir að gera enn betur í mótinu," sagði An- drey Lavrov, markvörður Rússa, eft- ir leikinn. „Sóknarleikurinn hef ur verið vandamál undir stjórn Þorbergs“ - segir Viggó Sigurösson, þjálfari Stjömunnar Viggó Sigurðsson. „Fyrri hálfleikurinn var góður en svo virðist sem sú barátta hafi kostað mikla orku. Frammistaða Uðsins hlýtur að teljast mikfi von- brigði. Ég get ekki svarað því hvers vegna Uðið er að leika svona Ula, það er þjálfarans að segja frá því. Sóknarleikurinn hefur hins vegar verið vandamál frá því að Þorberg- ur tók við Uðinu," sagði Viggó Sig- urðsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtaU við DV eftir leikinn í gær- kvöldi. „Nú er það ljóst að við verðum ekki með á stórkeppnum næstu þijú árin og því komnir á byijunar- reit. Það er alveg ljóst að einhver endumýjun verður á Uðinu fyrir næstu keppni. Rússamir era að koma upp núna, vaxa með hveijum leik, og það kæmi mér ekki á óvart að þeir kæmust aUa leið í úrsUta- leikinn," sagði Viggó. íþróttir Túnis villHM '99 Túnis hefur sótt um að fá að halda heimsmeistarakeppnina í handknattleik árið 1999. Tún- isbúar hafa staðið sig frábærlega í keppninni hér og komið einna mest á óvart. Forráðamenn tún- iska sambandsins eru því bjart- sýnir aö þeir fái gestgjafahlut- verkið eftir 4 ár, en langt er þó í að málið sé komið í höfn. Kúba fékk stuðning Kúbumenn fengu heldur betur stuðning frá áhorfendum í Laug- ardalshöU í gær þegar þeir léku gegn Svisslendingum. Rúmlega 2 þúsund áhorfendur voru mættir í Höllina og létu vel í sér heyra. Hvöttu þeir Kúbumenn með miklum látum og bauluðu óspart á svissnesku leikmennina. Þessi hvatning hleypti Kúbumönnum langt í leiknum en þeir urðu þó að játa sig sigraða eftir æsispenn- andi lokamínútur og óhagstæða dómgæslu. Alsírbúar grófastir íslenska landsliðið er í 11. sæti í keppninni um prúðasta Uöiö á HM. íslendingar hafa fengið 24 brottvísanir í kepnninni og verið utan vallar í 48 mínútur. Alsírbú- ar era í neðsta sæti en þeim hefur verið vísað af leikvelli í samtals 76 minútur, 6 mínútum oftar en Rúmenum, sem eru næstir. Suð- ur-Kóreubúar eru sem fyrr prúð- astir en þeir hafa verið aðeins 28 mínútur utan vallar. Lækka núðarnir? Verð aðgöngumiða hefur verið mikið til umræðu frá því heims- meistarakeppnin hófst og mörg- um hefur fundist verðið hátt. í kjölfar ófara íslenska Uðsins er reiknað með að miðaverðið lækki nokkuð á næstu leiki. Fatalisti, kr. 350 Nýr tækjalisti, kr. 850 Blaðalisti, kr. 850 Videolisti, kr. 850 Sendingarkostnaður innifalinn vör Erótík Unaðsdraumar Pöntunarsími: 96-25588 Póstsendum vörulista hvert á land sem er!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.