Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 1 i Terence Trent D'Arby - Vibrator ★ ★★ + Lengi er von á einum Terence Trent D'Arby varð íyrir þeirri ógæfu ef svo má segja að verða stórstjama með fyrstu sólóplötu sinni sem kom út 1987. I framhaldinu var honum spáð mikilli velgengni en því miður hefur eiginlega hvorki gengið né rekið hjá honum síðan og sumir hreinlega búnir að afskrifa hann sem stjömu. En lengi er von á einum og með plötunni Vibrator er D'Arby tvímælalaust kominn aftur, og við skulum vona að hann haldi betur dampi aó þessu sinni. Ekki á ég þó von á að þessi plata hans nái neitt nálægt þeirri sölu sem fyrsta platan hans gerði enda eru þetta aó mörgu leiti ólíkar plötur þótt soulfönkið sé enn sem fyrr rauði þráðurinn í tónlist D'Arbys. Málið er að hann leggur miklu minni og nánast enga áherslu að þessu sinni á lög sem henta á vinsældarlistana. Þess í stað kafar hann dýpra í tónlistinni; lögin eru-lengri og flóknari að allri uppbyggingu og gerð og það sem uppúr stendur er hversu vel hann vandar til verka. Melódíumar em engu að síður á sínum stað, hver annarri betri, munurinn er bara sá að það er dýpra á þeim en áður og þess vegna þurfa lögin meiri yfirlegu. Hún gefur hins vegar vel af sér og það kæmi mér ekki á óvart ef þessi plata yrði talin ein albesta soulplata ef ekki plata ársins þegar upp verður staðið. D'Arby semur öll lög sjálfur; sér um útsetningar og upptökustjóm og þetta leikur allt í höndunum á honum. Svo syngur hann allt að sjálfsögðu og þeir gerast einfaldlega ekki betri soulsöngvararnir nú til dags. Við nneigjum okkur og bjóðum Terence TVent D'Arby velkominn aftur. - Sigurður Þór Salvarsson Vel byggl á gömlum grunni Boo Radleys • Wake Up! ★ ★★ Boo Radleys sló eftirminnilega í gegn með fyrstu plötu sinni 1993 og hafa miklar vonir verið bundnar við hljómsveitina síðan og mikið með hana látið. Með það í huga að oft reynist upprennandi hljómsveitum erfitt að fylgja góðri byrjun eftir, var næstu plötu sveitarinnar beðið með nokkurri eftirvæntingu. Og það verður að segjast einsog er að Boo Radleys stenst þetta próf með ágætum hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér. Tónlist Boo Radleys, sem reyndar er öll samin af gítarleikaranum Martin Carr, ber sterkan keim af poppi sjöunda áratugarins í bland við soultónlist. Og ef eitthvað er hefur létta poppið náð meiri tökum á Carr á þessari plötu en þeirri fyrri. Sumt sem hann ber hér á borð hefði til dæmis einhvemtíma verið flokkað sem hreinræktað kúlutyggjópopp! Og það sem verra er að það er ekki laust við að sumar melódíumar hljómi kunnuglega, svo rækilega þræðir Carr gömlu klisjumar á stundum. Sömuleiðis hika þeir félagar ekki heldur við að ganga í smiðju Bítlanna við útsetningar ef svo ber undir og beita til aó mynda gamla bragðinu með aó leika lagabúta afturábak til að krydda lögin örlítið. Ekkert af þessu dregur þó plötuna í sjálfu sér niður í gæðum, þvert á móti er gaman að heyra hvernig ungir menn í dag nýta sér gamlan grunn til að byggja eitthvað nýtt á. Og eftir stendur að Wake Up! er heilsteypt og sterk plata full af vandaðri, fjörugri og grípandi popptónlist sem ætti að geta komið hveijum sem er í gott skap. — Sigurður Þór Salvarsson -SHHKrTI es Bftlahljómsveitin Sixties - Bftilæði ★ ★^ Gamalt gleðipopp Höfuðkosturinn við Bítilæði, fmmraun hljómsveitarinnar Sixties á plötumarkaði, er spilagleðin. Sérstaklega tekst hljómsveitinni vel upp í Viltu dansa, Alveg ær og Memory. Þá er það vel til fundið að breyta gítarfrasanum í Vori í Vaglaskógi frá því sem hann hljómaði á plötu með hljómsveit Ingimars Eydals fyrir margt löngu. Og þá má ekki gleyma laginu Á heimleið sem Póló og Bjarki gerðu frægt í gamla daga. Það hljómar talsvert öðmvísi en upphaflega útgáfan og jafnvel betur nú. Tólf lög em á Bítilæði. Öll gömul og flest nutu þau vinsælda í sjómannaþættinum Á frívaktinni og Óskalögum sjúklinga í ríkisútvarpinu í gamla daga. Mörg era þau íöngu hætt að hljóma en ganga nú í gegnum endumýjun lífdaganna í flutningi Sixties. Fyrir vikið fá mörg böm og unglingar að kynnast poppi sem annars hefði að mestu eða öllu leyti farið fram hjá þeim. Hitt er annað mál að hugmyndin að baki Bítilæði er sérlega ófrumleg. Bítlavinafélagið var búið að leika nákvæmlega sama leikinn fyrir sjö ámm með plötunni Tólf íslensk bítlalög. Velgengni þeirrar plötu var hins vegar aldrei fylgt eftir þar eð Bítlavinafélagið gleymdi sér, fór að fást við metnaðarfullt popp og var hafnað af markaðinum. Bítlahljómsveitin Sixties hefur hins vegar fengið góðar viðtökur, platan selst og þýðir það þá ekki að eiiýiver tilgangur er með tiltækinu þótt ekki sé það fmmlegt? -Ásgeir Tómasson Hljómsveitin Spoon: Agreiningur um framtíðina varð til þess að hún hættir núna um hvrtasunnuna. Sú efnilegasta að hætta - lokadansleikur Spoon verður um hvítasunnuhelgina Liðsfólk hljómsveitarinnar Spoon hefur ákveðið að leggja hljómsveitina niður. Síðasti dansleikur hennar verð- ur að Logalandi í Borgarfirði 4. júní, nánar tiltekið aðfaranótt annars í hvítasunnu. Að honum loknum verð- ur lokið sögu hljómsveitar sem starf- aði stutt en náði eigi að síður merki- lega góðum árangri meðan hún var og hét. „Það voru komnir upp vissir sam- starfsörðugleikar í hópnum og við ákváðum bara að leggja hljómsveitina niður í góðum vinskap áður en þess- ir örðugleikar færu að eitra út frá sér, segir Friðrik Júlíusson trommuleik- ari. Hann vill ekki greina nákvæm- lega trá því í hveiju ágreiningurinn sé fólginn. Segir þó að skiptar skoðanir hafi verið um framtíðarstefhuna, mús- íklega og að ýmsu öðru leyti. „Það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma að skiptar skoðanir voru um ffamtíðina, segir Friðrik. „Því hafa ekki fylgt nein illindi eða þess háttar. Við höfum til dæmis haft mikið að gera í allan vetur, spilað um svo til hveija helgi og einnig á skólaböllum í miðri viku. Þá komum við einnig vel frá útgáfu plötunnar okkar fyrir jól. Hún stóð undir sér og það held ég að teljist gott miðað við útkomu flestra annarra sem sendu frá sér plötur fyr- ir jólin. Hver í sína áttina Liðsfólk Spoon fer hvert í sina átt- ina. Friðrik Júlíusson og Ingi Skúla- son bassaleikari verða reyndar sam- ferða í nýja hljómsveit sem hefúr hlot- ið nafnið Kirsuber. Höskuldur Lárus- son söngvari er einnig genginn tU liðs við hljómsveit, Hjörtur Gunnlaugsson gitarleikari var að athuga sinn gang síðast þegar fféttist og EmUiana Torr- ini söngkona hefur fengið tUboð frá er- lendri hljómplötuútgáfu. Upplýsingar um það tUboð liggja ekki á lausu en eftir því sem næst verð- ur komist er um stórfyrirtæki að ræða og samningurinn sem í boði er er einn hinn glæsUegasti sem íslenskum tón- listarmanni hefur boðist. „Hljómsveitin Kirsuber er komin nokkuð af stað og ætlar að hita upp fyrir Spoon að Logalandi um hvíta- sunnuna," segir Friðrik. „Við erum þegar búnir að taka upp eitt lag og það er væntanlegt á salhplötu frá útgáfu- fyrirtæki Rafhs Jónssonar. Þetta er lagið Veronica eftir Elvis CosteUo sem hefur fengið íslenskan texta. Hljóm- sveitin, sem Höskuldur er í, á reynd- ar einnig lag á þeirri plötu. Hljómsveitina Kirsuber skipa auk Friðriks og Inga bræðumir Örlygur Smári söngvari og Bergþór Smári gít- arleikari. Þótt Spoon starfaði ekki lengi varð ferillinn glæsilegur. Hljómsveitin vakti fyrst athygli í fyrra þegar lag hennar, Taboo, fór að heyrast á öldum ljósvakans. Þótt það kæmi ekki út á plötu fyrr en í nóvember náði það eigi að síður fyrsta sæti íslenska listans og er eina óútgefna lagið sem hefur náð þeim áfanga ennþá. Þetta gaf liðsfólki Spoon byr í seglin og fuU bjartsýni tóku þau bankalán, gáfu hljómplötu- útgáfunum langt nef og gáfu plötu sína, Spoon, út sjálf. Það var áræði sem borgaði sig því aö platan seldist vel og skUaði útlögðum kostnaði. Platan fékk lofsamlega dóma og þeg- ar árið 1994 var gert upp á Hótel ís- landi á útmánuðum var hljómsveitin Spoon sæmd titlinum bjartasta von síðasta árs. EmUiana hlaut sama titU sem einstaklingur og var að auki kos- in söngkona ársins. Platan Spoon var ofarlega í kosningunni um hljómplötu ársins 1994 og lagið Taboo var nálægt því að vinna titUinn lag ársins. Mið- að við þennan glæsUega árangur kom- ungrar hljómsveitar bjuggust flestir við að framtíðin væri björt hjá Spoon- fólkinu. „Við höfðum nóg að gera við að spUa á tónleikum og dansleikjum og raun- ar stoppar síminn ekki ennþá hjá mér vegna fólks sem vUl bóka okkur. En, því miður. Við erum búin að ákveða að hætta núna og sú ákvörðun stend- ur, segir Friðrik Júlíusson. BoysOn The Side Freak Power Hootie and the Blowfish -Tónlist úr kvikmynd: -DriveThru Booty: -Cracked RearView: ★★★Á irkkk irkk Kvikmyndin Boys On The Side hefur víðr Drive Thru Booty er ein besta fónk dans- Það sem gerir gæfumuninn fyrir Hootie ast hvar fengiö prýöisdóma. Diskurinn með plata sem ég hef heyrt lengi og verð eigin- and The Blowfish eru glæsilegar lagasmíð- tónlist úr myndinni er í sama dúr. Einkar lega háifskömmustulegur fyrir það aö hafa ar og framúrskarandi hæfileikaríkir ein- vel hefur tekist með lagavalið. -ÁT ekki uppgötvað hana fyrr. -GB staklingar. -SÞS Bruce Springsteen The Chieftains Bob Dylan-Unplugged: - Greatest Hits: -The Long BlackVeil: irkirk irkirk Eftir að hafa hlustað á þessa plötu um ★★★ Þetta safti sannar það sem löngu var vit- Paddy Maloney, pródúsent plötunnar, skeiö er ljóst aö biðin hefur verið þess virði að að Bruce Springsteen er bestur þegar sveigir aila gestina að sinni steftiu og tekst því þetta er aldeilis mögnuð plata þar sem rokkið er þanið og sér í lagi þegar hann hef- það vel. Það er raunar erfitt að hrósa ein- meistarinn og meðreiðarsveinar hans fara ur sér til fulltingis hljómsveitina E-Street um fremur en öðrum. á kostum. Band. -ÁT -SÞS -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.