Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1995, Blaðsíða 6
22
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995
Sýningar
Ásmundarsafn
Sigtúni
Þar stendur yfir sýning sem ber yfir-
skriftina „Stlllinn I list Asmundar
Sveinssonar '. Sýningin er opin fram á
haust kl. 10-16.
Gallerí Art-Hún
Stangartiyl 7, Rvík
Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu
Axelsdóttur, Helgu Armannsdóttur, El-
ínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar
Gunnarsdóttur og Margrétar Salome.
Gallerlið er opið alla virka daga kl.
12-18.
Gallerí Fold
Laugavegi118d
Þar stendur yfir sýning á skúlptúrum
Guðbjargar Hlífar Pálsdóttur. Verkin eru
unnin úr krossvið og járni. Sýningin
stendur til 4. júni. Opið er alla daga kl.
10-18 nema sunnudaga kl. 14-18.
Gallerí Guðmundar
Ánanaustum 15, simi 21425
Galleríið er opið virka daga kl. 10-18.
Gallerí List
Sklpholti 50b
Galleríið er opiö alla daga kl. 11-18
nema laugardaga kl. 11-14. Sýningar
I gluggum á hverju kvöldi.
Gallerí Stöðlakot
Bókhlöðustíg 6
Soffia Sæmundsdóttir hefur opnað
sýningu sem hún nefnir Álfahallir -
englabyggð. Á sýningunni eru hand-
þrykktar tréristur. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 14-18 til 20. júní.
Galierí Úmbra
Amtmannsstíg 1, Rvfk
Ulla Maija Vikman sýnir verk sín I gall-
eri Úmbru. Sýningin stendur til 21. júni
og er opin þriðjudaga til ‘ laugardaga
kl. 13—18, sunnudaga kl. 14-18. Lokað
á mánudögum.
Gerðarsafn
Kópavogi
Á laugardaginn kl. 16 verður opnuð
sýning á verkum Gerðar Helgadóttur
(1928-1975) myndhöggvara. Á henni
eru verk sem gefa yfirlit yfir þróunina I
þrividdarlist Gerðar frá þvi hún lauk
námi. Einnig eru á sýningunni allmarg-
ir glergluggar. Gerðarsafn er opið alla
daga nema mánudag kl. 12-18. Safnið
verður opið á hvitasunnudag en lokað
á annan I hvltasunnu. Sýningunni lýkur
16. júlí.
Hafnarborg
A laugardag verður opnuð samsýning
rúmlega 30 listamanna en sýningin ber
yfirskriftina „Stefnumót trúar og listar"
„Andinn".
Hlaðvarpinn
Þar stendur yfir sýning á verkum Önnu
Torfadóttur, Irisar Ingvarsdóttur, Margr-
étar Birgisdóttur og Nlnu Geirsdóttur.
Sýningin er opin til 10. júni á fimmtu-
dógum og föstudögum kl. 14-18. Opn-
unartími um helgar breytilegur.
Kjarvalsstaðir
Þar standa yfir þrjár myndlistarsýning-
ar. I vestursal stendur yfir yfirlitssýning
á vatnslitamyndum eftir Guðmund Ein-
arsson frá Miðdal. I vesturforsal sýnir
Bjarni Hinriksson teiknimyndasögur og
Kristján Steingrlmur Jónsson sýnir ný
verk. Sýningarnar eru opnar daglega
kl. 10-18 og er kaffiterfa Kjarvalsstaða
opin á sama tima.
Listasafn ASl
v/Grenrásveg
Sýningu Torfa Harðarsonar lýkur á
sunnudag. Torfi sýnir þar 24 verk, nátt-
úrustemningar og hestamyndir ásamt
myndskyggnum með útgrefti I málm.
Sýningin er opin kl. 14-19.
Listasafn Einars Jónssonar
Njaróargötu, sfml 13797
Safniö er opið alla daga nema mánu-
daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarður-
inn er opinn alla daga. Inngangur er frá
Freyjugötu.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugamestanga
Sýning á völdum andlitsmyndum eftir
Sigurjón Olafsson, „Þessir kollóttu
steinar". Verðlaunamyndband með
sama heiti einnig til sýnis.
Listhús 39
Strandgötu 39, Hafnarflrði
A laugardag kl. 15 opnar Margrét Guð-
mundsdóttir sýningu er ber heitið „Orð-
in Hans" og stendur sýningin til 26.
júnl. Listhúsið er opið virka daga kl.
10-12, laugardaga kl. 12-18 og sunnu-
daga kl. 14-18.
Listhúsið í Laugardal
Engjatelgl 17, simi 680430
Þar stendur yfir myndlistarsýning á
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju:
Hátíðarmessa og
orgeltónleikar
Francois-Henri Houbart organisti við hið viðfræga orgel Madaleine kirkjunn-
ar í Paris.
Kirkjulistahátíð 95 verður haldin í
Haligrímskirkju í Reykjavík 3.-18.
júní. Á efnisskránni er frumsamið
íslenskt efni og frábærir erlendir
gestir. Einkenni hátíðarinnar í ár er
að sérstök áhersla er lög á efni fyrir
og eftir böm. Kirkjulistavika hefur
verið haldin annað hvert ár síðan
1987 og aðstandendur hennar eru
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og
vestra, Listvinafélag . Hallgríms-
kirkju og þjóðkirkjan.
Á hvítasunnudag verður hátíðar-
messa í Hallgrímskirkju kl. 11 þar
sem sérstaklega verður vandað til
tónlistarflutnings. Um kvöldið kl. 20
verða síðan orgeltónleikar Francois-
Henri Houbart. Houbart er organisti
og leikur á hið víðfræga orgel Mada-
leine kirkjunnar í París en forverar
hans í því embættí eru meðal annars
Saint-Saéns og Fauré. Á efnisskránni
er frönsk orgeltónlist frá fjórum öld-
um.
Frumsamið efni
Listavikan verður sett við hátíð-
lega athöfn í Hallgrímskirkju laugar-
daginn 3. júni kl. 14.00. Frumfluttir
verða nýir íslenskir bamasálmar og
opnaðar tvær sýningar. Við setning-
una verður leikin tónlist eftir þá
Hafliða Hallgrímsson og Þorkel Sig-
urbjörnsson.
Englamyndir
Englar em þema myndiistarsýn-
ingar barna og unglinga, 6-16 ára úr
Myndlistarskólanum í Reykjavík,
sem haldin verður í Hallgrímskirkju
meðan á kirkjuhstahátíð stendur.
Englar er kunnuglegt myndefni úr
listasögunni og var það heildarverk-
efni allra deilda Myndhstarskólans á
haustmisseri. Þar voru 110 börn.
Verkefnið var lagt fyrir með fyrir-
lestrum frá séra Karh Sigurbjöms-
syni og Aöalsteini Ingólfssyni list-
fræðingi.
Nýir íslenskir barnasálmar
Við setningarathöfn kirkjuhstahá-
tíðar á laugardaginn verða fluttir níu
sálmar sem hátíðarnefnd fékk Krist-
ján Val Ingólfsson tíl að semja og em
ætlaðir til söngs í bamakórum.
Hjálmar H. Ragnarsson hefur samið
ný lög við sálmana og verða þeir
fluttir af samkór bamakóra í Reykja-
víkurprófastsdæmunum báðum.
Rúmlega 200 böm taka þátt í flutn-
ingnum. Aðalstjómandi kórsins er
Þórunn Bjömsdóttir og undirleikari
Jón Stefánsson.
Glergluggi í Gerðarsafni, geröur af
Gerðl.
Kópavogsbær 40 ára:
Verk Gerðar
í Gerðarsafni
Á laugardag kl. 16 verður opnuð
sýning á verkum Gerðar Helgadóttur
myndhöggvara í Gerðarsafni i Kópa-
vogi. Þessi sýning er framlag Geröar:
safns á 40 ára afmæh Kópavogs. Á
henni em verk sem gefa yfirht yfir
þróunina í þrívíddarhst Gerðar frá
því aö hún lauk námi. Einnig em á
sýningunni allmargir glergluggar.
Gerður Helgadóttir var fjölhæf
hstakona. Hún stundaði fyrst nám
hér á íslandi en síöar í Flórens og
París. Með geómetrískum jámverk-
um, sem Gerður gerði á 6. áratugn-
um, ávann hún sér sess sem fram-
kvöðuh þrívíðrar abstraktlistar hér
á landi.
Gerðarsafn er opið frá klukkan 12
til 18 alla daga nema mánudaga.
Safniö verður opið á hvítasunnudag
en lokað á annan í hvítasunnu. Sýn-
ingunni lýkur 16. júh.
New York í Nýló
Sumarsýning Nýlistasafnsins 1995
verður opnuð á morgun laugardag,
kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina New
York - Nýló / 10 eyjarskeggjar í
Ameríku. Um er að ræða samsýn-
ingu 5 íslenskra myndlistarmanna
frá Puerto Rico en þeir eiga það sam-
eiginlegt aö vera ahir búsettir í New
York. Sýningin er sjálfstætt fram-
hald annarrar sýningar sem haldin
var í Puerto Rico 1994. Form og efnis-
tök em margbreytt en hstamennim-
ir vinna með innsetningar, skúlptúra
og málverk.
Sýningin er opin aha daga frá 14-19
og henni lýkur sunnudaginn 25. júní.
listhúsið:
Thors-þing
Laugardaginn 3. júní kl. 9.15 heldur
Félag áhugamanna um bókmenntir
árlegt vorþing sitt í Listhúsinu í
Laugardal. Þingið verður að þessu
sinni helgað verkum Thors VU-
hjálmssonar.
Á þinginu halda fræðimenn og rit-
höfundar erindi um ýmsa þættí í
höfundarverkum Thors en einnig
verður leiklestur úr verkmn skálds-
ins og almennar umræður. Þingið er
öhum opið gegn þúsund króna að-
gangseyri. Innifahð í því gjaldi er
kaffi. Reiknað er með að dagskráin
standi til kl. 17.
Þóra við eitt verka sinna.
Heilagur andi
Á laugardag kl. 16 opnar Þóra Þór-
isdóttir myndhstarsýningu í tilefni
hvítasunnunnar undir yfirskriftínni
Hehagur andi. Sýningin er haldin í
hsthúsinu við Hamarinn, Strandgötu
50 í Hafnarfirði. Með sýningunni leit-
ast Þóra við að tjá persónulegan
skUning sinn og upplifun á heUögum
anda. Meðal verka á sýningunni em
málverk, vatnsskúlptúr og friðardúf-
ur.
Sýningin stendur tíl 18. júní.
Roðlist á Akranesi:
Sjö fískar af fjöllum
Steinunn Guðmundsdóttir roð-
hstakona hefur opnað sýninguna Sjö
fiskar af fjöllum í Listahorninu í
Upplýsingamiðstöð ferðamála á
Akranesi. Myndimar em unnar með
akrýl á ýsuroð. Þetta er þriðja einka-
sýning Steinunnar sem einnig hefur
tekið þátt í tveimur samsýningum.
Sýningin stendur tíl 15. júní.
Bláa lónið:
Málverkasýning
Málverkasýning Ástu Páls verður
opnuð á hvítasunnudag kl. 14 í Veit-
ingahúsinu við Bláa lónið. Þetta er
fimmta einkasýning Ástu en einnig
hefur hún tekið þátt í samsýningum
hérlendis sem erlendis. Sýningin
stendur fram eftir sumri og í tengsl-
um við hana verður kaffihiaðborð
um hverja helgi í Veitingahúsinu við
Bláa lónið.
Gallerí Úmbra:
Ulla-Maija Vikman
í gær hófst sýning í Gaherí Úmbm
á þráðmálverkum finnsku hstakon-
unnar UUu-Maiju Vikman. Uha-Majja
hefur haldið margar einkasýningar
og einnig tekið þátt í mörgum sam-
sýningum á ferlinum, m.a. alþjóðlega
tviæringnum í Lausanne árið 1992.
Sýningin stendur til 21. júní.
Kirkjulistahátíð:
Vefnaöur
í nýuppgerðum safnaðarsal Hah-
grímskirkju verður haldin vefjarhst-
arsýning norsku hstakonunnar Else
Marie Jakobsen. Hróður hennar hef-
ur borist víða um lönd og sterkt
myndmáhð, sem tekur afstöðu til
vanda manns og samtíma, vekur ahs
staðar mikla eftirtekt. Verk eftir Else
er að finna i mörgmn kirkjum og
opinberum byggingum i Noregi og
þar á meðal era ellefu ofnar altaris-
töflur. Sýningin verður opin þá daga
sem kirkjulistahátíð stendur yfir.
Sýningar
verkum eftir Sjofn Har. Sýningin ber
yfirskriftina „Islensk náttúra, íslenskt
landslag". Sýningin er opin virka daga
kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16.
Mokka kaffi
Skólavörðustlg
Harpa Arnadóttir opnar sýningu á
teikningum 2. júní. Sýningin stendur
til 20. júni.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Safnið opið á sunnudögum, þriðjudög-
um, fimmtudögum og laugardögum kl.
13- 17.
Norræna húsið
Þar stendur yfir sýning á sérvöldum
verkum nemenda við Myndlista- og
handiðaskóla Islands. Sýningin stendur
til 5. júní. Sýning sem tengist ferð
sænska rithöfundarins og listamanns-
ins Alberts Engströms til Islands 1911
verður opnuð I anddyrir Norræna húss-
ins I dag kl. 17. Sýningin verður opin
daglega kl. 9-19, nema sunnudaga kl.
12-19, og henni lýkur 21. júni.
Nýlistasafnið
Vatnsstig 3b
Laugardaginn 3. júnl kl. 16 verður sum-
arsýning Nýlistasafnsins 1995 opnuð.
Sýningin ber yfirskriftina New York-
Nýló / 10 eyjaskeggjar I Ameríku. Eftir-
farandi myndlistarmenn taka þátt I sýn-
ingunni: Anna Rosa Rivera Marrero,
Annex Burgos, Arnaldo Morales,
Carmen ■ Olmo, Charles Juhasz Al-
varado, Hrafnhildur Arnardóttir, Ingi-
björg Jóhannsdóttir, Kristín Hauksdótt-
ir, Magnús Sigurðsson og Stefán Jóns-
son. Sýningin er opin alla daga kl.
14- 18 og lýkur henni sunnudaginn 25.
júní.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, Hafnarl., sími 54321
Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18.
Safn Ásgríms Jónssonar
Bergstaðastræti 74
Vormenn I íslenskri myndlist nefnist
sýning á verkum eftir Asgrim Jónsson
og nokkra samtíðarmenn hans. Sýning-
in stendur til 3Í. ágúst og er opin alla
daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Snegla
Listhús við Klapparstig
Slæðudagar standa yfir I Sneglu. Að
sýningunni standa sex af fimmtán lista-
konum Sneglu, þær Björk Magnús-
dóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hrafnhildur
Sigurðardóttir, Ingiríður Óðinsdóttir,
Jóna Sigriður Jónsdóttir og Þuriður
Dan Jónsdóttir. Sýningin stendur til
16. júní og er opin mánudaga til föstu-
daga kl. 12-18 og laugardaga kl.
10-14.
Við Hamarinn
Strandgötu 50, Hafnarfirði
Þóra Þórisdóttir opnar á morgun kl. 16
myndlistarsýningu i tilefni hvítasunn-
unnar með yfirskriftina „Heilagur andi".
Verkin á sýningunni eru ýmiss konar.
m.a. vatnsskúlptúr, málverk og hvitar
friðardúfur. Sýningin stendur til 18.
júní.
önnurhæð
Laugavegl 37
Opnuð hefur verið sýning á verkum Jan
Voss, Henriétte van Egten, Andrea
Tippel og Tomas SchmiL Til sýnis eru
teikningar, munir og bækur gerðar af
listamönnunum. Sýningin stendur til
loka júnl og er opin á miðvikudögum
kl. 14-18.
Kjaminn
Keflavik
Kristín Andrésdóttir heldur slna 5.
einkasýningu I Kjarnanum „bókasafni,
Exo, flugkaffi og göngugötu" I Kefla-
vik. Sýningin stendur út júnímánuð.
Minjasafnið
Aðalstræti 58, Akureyri
Opið alla daga frá kl. 11 -17 til 15. sept-
ember. Frá 20. júnl til 10. ágúst einnig
þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl.
20-23.
Slunkaríki
baflrði
Eygló Harðardóttir sýnir innsetningu
(Ijósmyndir og teikningar) þar sem hún
teflir saman brotakenndum myndum
úr raunveruleikanum. Sýningin er opin
fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18
og lýkur henni 4. júnl.
Gallerí ASH
Lundi, Varmahliö
Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður
hefur opnað sýningu á „Nytjalist I
svefnherbergjum". Sýningin er opin alla
daga nema fimmtudaga kl. 13-18 og
stendur til 8. júnl.