Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 17 : iÍS3a= Skekkja í áætlun Sania dag og Jack sleppur úr fangelsi, en þar hefur hánri sétiö saklaus í fimm ár, heldur hann til síns heima þar sem hann telur sig eiga ýmislegt ósagt viö systrn- sina sem á óbeinan þátt í að hann var settur í fangelsi. Þaðan heldur hann í rútu til Seattle. Meöal farþega i rútunni er Jack Davis og hefur hann meðferöis lausnargjald fyrir eiginkonu sina, sem hann ætlar sjálfúm sér og er honum al- veg sama hvað verður um eiginkonuna sem tveir glæpamenn, Ray og Del, halda fanginni. Þeir verða alveg æfir þegar þeir sjá að Jack hefur leikið á þá og eru fljótir að hafa uppi á honum. En þegar þeir ætla áð stöðva rútuna fer ekki betur en svo að rút- an fer út af og hefst nú eltingaleikur upp á líf og dauða í skógivöxnu fjafflendi. Incident at Deception Ridge er spennandi mynd og ágætlega leikinn. Það má við nánari skoðun ftnna ýmsa vankanta i hand- ritinu og einstaka persónur eru ekki trúverðugar, eins og til að mynda Helen, eiginkona Jack Davis. Þessir annmarkar skipta ekki miklu máli, þegar á heild- ina er litiö, þar sem tekist hefur að skapa mikla spennu með góðri uppbygg- ingu. myn Vitni á flótta Það getur verið hættulegt að veröa vitni aö morði, sérstaklega þegar í hlut á voldugur mafiu- foringi. Þetta fær Michael (Tony Goldwin) að reyna í Taking the Heat, þegar hann er að versla í íþróttaverslun og inn kemur hópur manna undir stjórn Tommy Canard (Alan Arkin), sem rekur smiðshöggið þegar verslunareigandinn er myrtur. Um leið og Canard fréttir að vitni sé að moröinu sendir hann flokk á eftir Michael, sem lendir á flótta ásamt lögreglukonunni Carolyn (Lynn Whit- field). Þurfa þau á allri sinni kænsku að halda ásamt hjálp annarra til að komast af, en stefhan er tekin á réttarsal þar sem saksóknarinn Kepler (Ge- orge Segal) sárvantar vitni til að geta sakfeffl Can- ard. Taking the Heat er hröö og stundum spenn- andi og skemmtileg. Helsti gallinn við myndina er að það er eins og leikstjórinn hafi ekki gert upp við sig hvort myndin ætti að vera gamanmynd éða sakamálamynd. Stundum tekst að sameina þetta en alltof oft fer þetta tvennt ekki saman í myndinni. TAKING THE HEAT - Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjórl: Tom Mankiewlcz. Aðalhfutverk: Tony Goldwln, Lynn Whitfleld og George Segal. Bandarísk, 1994. Sýningartíml 112 mín. -HK I Philadelphia lék Tom Hanks lögfræðing sem rekinn er úr vinnu vegna þess að hann er með eyöni. Tom Hanks: Góður leikari og góður drengur ég veit að sú áhætta borgaði sig. Ég er leikari og hef áhuga á að leika hlutverk sem mér fínnast áhuga- verð og vil vinna með hæfileika- fólki, fólki sem þorir að taka áhættu af því að það veit að það getur gert hlutina áhugaverða." Hér á eftir fer listi yflr þær kvik- myndir sem Tom Hanks hefur leik- ið í en márgar þeirra má fá á mynd- bandaleigum: He Knows You’re Alone, 1981 Bachelor Party, 1984 Splash, 1984 The Man with One Red Shoe, 1985 Volunteers, 1985 Every Time We Say Goodbye, 1986 The Money Pit, 1986 Nothing in Common, 1986 Dragnet, 1987 Big, 1988 Punchline, 1988 The Burbs, 1989 Turner and Hooch, 1989 Joe Versus the Volcano, 1990 Bonefire of the Vanities, 1990 A League of Their Own, 1992 Sleepless in Seattle, 1993 Philadelphia, 1993 Forrest Gump, 1994 Apollo 13, 1995 INCIDENT AT DECEPTION - Útgefandi: ClC-myndbönd. Lelkstjóri: John McPherson. Aðalhlutverk: Michael O’Keefe, Ed Begley jr. og Linda Purl. Bandarísk, 1994. Sýnlngartími 90 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK I fótspor annarrar í Sensation leikur Eric Roberts prófessor Ian Burton sem kennir sálfræði auk þess sem hann stendui^ í rannsóknum á yfirskilvitlegum atburð- um. Einn nemanda hans er Laila, ung og falleg stúlka sem hefur eitt fram yfir aðra, hún er skyggn. Ef hún fær einhvern hlut i hendumar birt- ist henni sýn. Burton býður henni vinnu. Hann færir henni nokkra pakka með ýmsum hlutum og alltaf fær hún sömu sýnimar, það er verið að myrða unga stúlku og Laila sér ekki betur en að Burton sé morðinginn. Laila vffl komast aö sann- leikanum, en um leið finnst henni hún vera að fara í gegnum ferli sem hin myrta hefur farið í gegnum. Handritið er ágætlega skrifað og sagan tekur stundum óvænta stefnu auk þess sem ekki er auð- séð hver morðinginn er. Á móti er nokkuð um end- urtekningar sem draga myndina niður, auk þess sem leikur er ósannfærandi. Eric Roberts, sem áöur fyrr var með efnilegri leik- urum er oröinn staðnaður í b-myndum á borð við þessa og virðist- ekki eiga neina útkomuleið. SENSATION - Útgefandl: Myndform. Leikstjórl: Brlan Grant. Aðalhlutverk: Eric Roberts, Kati Wuhrer og Ron Perlman. Bandarísk, 1994. Sýningartími 94 mín. Bönnuð börnum Innan 16 ára. -HK Tom Hanks hefur þegar skráð sig í dögu kvikmyndanna sem eini karl- leikarinn sem hefur fengið ósk- arsverðlaun tvö ár í röð fyrir leik í aðalhlutverki. Þetta gerðist í ár og í fyrra og kvikmyndimar eru að sjálf- .sögðu Philadelphia og Forrest Gump. Nú fer að líða að frumsýn- ingu nýjustu kvikmyndar hans, Apollo 13, og enginn efast um að sú kvikmynd eígi eftir að verða ein af vinsælustu kvikmyndum ársins og víst er að margir bíða spenntir að sjá hvemig Tom Hanks tekst upp í hlutverki James Lovells ofursta sem stjómaði þessum óheillaleiðangri til tunglsins. í síðustu viku kom út á mynd- bandi Forrest Gump sem nú er orð- in ein af vinsælustu kvikmyndum allra tíma. Eins og búast mátti við fór hún strax í efsta sæti mynd- bandalistans. Eins og allir vita sem séö hafa myndina fer Tom Hanks á kostum í erfiðu hlutverki og átti óskarsverðlaunin skOin, alveg eins og fyrir leik sinn í hlutverki eyðni- sjúks lögfræðings í Philadelphia. Hvort hann í hlutverki Lovells í Apollo 13 sýnir sama stórleikinn er enn ósvarað. Víst er að hann undir- bjó sig vel fyrir hlutverkið, dvaldi meðal geimfara, fór í æfingabúðir til að venja sig við að vera í lofttómi og hafði allan tímann James Lovell sér til aðstoðar. Byrjaði í klassíkinni Tom Hanks fæddist og ólst upp í Oakland í Kaliforníu. Hann nam við California State University í Sacra- mento og þar byrjaði hann fyrst að koma fram í leikritum á vegum skólans og sótti námskeið. Lék hann meðal annars í Kirsuberjagarðinum. Leikstjóri þeirrar sýningar hét Vincent Dowling sem einnig var leikstjóri og stjórnandi árlegrar Shakespeare-hátíðar í Cleveland. Hann bauð Hanks vinnu á hátíðinni sem Hanks þáði. Þar lék hann í mörgum klassískum verkum eftir Shakespeare og má þar nefna The Taming of the Shrew og Two Gentlemen of Verona, en fyrir leik sinn í síðarnefnda verkinu fékk hann gagnrýnendaverðlaun hjá gagnrýnendum í Cleveland. Tom Hanks settist að í Los Angel- es og fékk fljótt hlutverk í sjón- varpsþáttum, meðal annars hlut- verk í þáttaröðinni Bossom Buddies, en sú þáttaröð lifði ekki nema í eitt ár. Með fram sjónvarpinu lék hann smáhlutverk í tveimur kvikmynd- um, He Know’s You’re Alone og Bachelor Party. Það var síðan í þriðju kvikmynd sinni, Splash, sem hann sló í gegn. Fyrir leik sinn í þeirri mynd urðu einnig þekkt John Candy og Daryl Hannah. Leikstjóri Tom Hanks í hlutverki James Lovells ofursta í Apollo 13. Splash er Ron Howard en þess má einnig geta að Howard er leikstjóri Apollo 13. Allt frá því Tom Hanks lék í Splash hefur hann eingöngu leikið í kvikmyndum og verið iðinn við kol- ann. Hefur hann þegar á heildina er litið valið hlutverk skynsamlega. Það er helst að upp í hugann komi Bonefire of the Vanities sem stóru mistökin á leikferli hans. Auk óskarsverðlaunanna fékk Tom Hanks tilnefningu tO ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í Big og hann var valinn besti leikarinn 1988 af gagnrýnendum í Los Angeles fyr- ir Big og Punchline. Um að vera búinn að fá ósk- arsverðlaun segir Torn Hanks: „Ég er enginn Sir Tom Hanks í dag. Ég geri mér grein fyrir að í nánustu framtíð mun ávallt verða klínt aftan við nafn mitt „óskarsverðlaunahafi" og það er skömminni skárra heldur en að fyrir aftan nafnið standi „til- nefndur til óskarsverðlauna . . Þessi verðlaun hafa í sjálfu sér ekki svo mikið að segja fyrir mig en þetta er mikil og góð viðurkenningu fyrir þá vinnu sem ég stunda. Mér þykir vænna um þegar ég les eða heyri að ég hafi tekið áhættu með því að velja hlutverkin sem veittu mér óskarsverðlaun vegna þess að Þær skila árangri AUGLYSINGAR 563 2700 Skuggi í New York .íykMC B B L 0 W I N Teiknimyndahefjur eru hinar einu sönnu ofur- hetjur og hafa margar þeirra veriö endurlífgaöar í leiknum myndum. Síðasta ofUrhetjan sem fær slika meðhöndlun er The Shadow. Kvikmyndatækninni hefUr farið það mikið fram að flutningur á teikni- myndahetjum yfir i leiknar myndir tekst yfirleitt vel og er The Shadow engin undantekning. Myndin er hröð og uppfull af brellum. Alec Baldwin leikur Lamont Cranston sem enginn veit að er Skuggi en staðreyndin er að Cranston er í eins konar álögum. Áður en honum var skipað að verða refsivöndur glæpamanna var hann verstur þeirra, búsettur í Kína þar sem allir óttuðust hann. Eftir að við höf- um fylgst með örlögum hans er sögusviöið fært til New York þar sem Skuggi starfar. A yfirborðinu er hann glaumgosinn Lamont Cranston. Inn í söguna blandast síðan arfleifö Gengis Khan og smíði fyrstu atómsprengjunnar. The Shadow er fjörug og skemmtileg ævintýramynd en aö vísu hefði mátt vanda betur gerð hins talaða texta en þegar á heildina er litiö er myndin ágæt afþreying. THE SHADOW. - Útgefandl: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Russell Mulcahy. Aðalhlutverk: Alec Baldwln, Penelope Ann Miller og John Lone. Bandarísk, 1994. Sýnlngartími 103 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK S/ratfow

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.