Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1995, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 26_____ jiSE>nyndir SAGA-BÍÓ Sími 5878900' Brady fjölskyldan ★ k Eins og segir í auglýsingunni er Brady fjölskyldan hallærisleg, en hún er einnig skemmtileg og einmitt það að hún er á skjön við allt og alla gerir myndina að ágætri fjölskylduskemmtun með nokkrum bráðfyndnum atriðum. -HK í bráðri hætt ★ ★ + Spennandi og vel gerð mynd um afleiðingamar þegar bráðdrepandi vírus verður laus. Dustin Hoffman er góður en ofleikur í einstaka atriðum og myndin missir aðeins flugið í lokin. -HK BÍÓBORGIN Sími 5511384 Hinlr aðkomnu ~k Vondar og slímugar geimverur gera sig heimakomnar í líkömum íbúa smábæjar í Ameríku og gera þá að þrælum sínum. Allt gott og blessað, nema hvað höfundum myndarinnar mistekst að byggja upp nokkra spennu og hrylling með gassaganginum í sér. -GB EdWood ★ ★★ Sérstök og heillandi kvikmynd frá Tim Burtons. Það sem er áhrifamest eru sterkar persónulýsingar og hápunktur myndarinnar er leikur Martins Landau í hlutverki Bela Lugosi. -HK Tvöfalt líf ★ Söguþráðurinn er ekki svo galinn, þótt kunnuglega hljómi og virðist í fljótu bragði hægt að gera spennandi sálfræðiþriller úr honum, en svo er nú ekki í þessu tilfelli og íyrir bragðið myndin einstaklega langdregin. - HK Strákar til vara ★ ★ Hugljúf mynd um þrjár ólíkar konur á ferðalagi um þjóðvegi Bandaríkjanna þar sem þær finna hver aðra og sjálfa sig. Þijár góðar leikkonur eiga hér góðan dag undir stjóm þins gamalreynda Hertberts Ross. -GB BÍÓHÖLLIN Sími 5878900 Rikkl ríki ★★ Það er sjálfsagt draumur hvers bams að geta veitt sér allt sem hugurinn gimist. Barnastjáma Macauley Culkin sýnir okkur hvað hægt er að gera í þeirri aðstöðu. Ágæt skemmtun fyrir böm á öllum aldri. -HK Fylgsnið ★ ★ Ágæt hryllingsmynd sem á sína góðu spretti og er spennandi en heldur ekki dampi í lokin þegar reynt er að reka endahnúta á allt saman á of stuttumtíma. -HK Fjör í Florida ★★ ^ Vel heppnuð gamanmynd með smávegis ádeilutón á nútíma hjónaband upp á bandaríska vísu. Það er helst að málæðið í persónunum sé stundum fullmikið en húmorinn í samtölunum þjargar miklu. -HK HÁSKÓLABÍÓ Sími 5522140 Vélin ★★* Gérard Depardieu er traustur að vanda í hörkuspennandi vísindatrylli um geðlækni sem skiptir á meðvitund við geðbilaðan glæpamann til að reyna að skilja hann betur. -GB Rob Roy ★ ★ ★ Stórmynd um hugumstóra hetju í Skotlandi á öndverðri 18. öldini og baráttu hennar við örgustu illmenni. Réttlætið sigrar og áhorfendur skemmta sér konunglega. -GB Star Trek: Kynslóðir ★★ Vel unnin kvikmynd og tæknilega séð mikið sjónarspil fyrir þá sem þyrstir í ævintýri. Myndin nær upp spennu þrátt fyrir að hún sé stundum illskiljanleg. -HK Höfuð upp úr vatni ★ ★ 'A' Sérlega vel úthugsuð saga um morð sem var kannski ekki morð. Leikarar hefðu mátt vera meira sannfærandi í túlkun sinni. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 5532075 Snilllngar ★ Albert Einstein, snillingur meðal snillinga, reynir að koma fluggáfaðri frænku sinni saman við bifvélavirkja sem er skömminni skárri en hundleiðinlegur unnusti hennar. Hér voru ekki snillingar að verki. -GB Heimskur, heimskari ★ ★ Stendur og fellur með Jim Carrey sem fær góða aðstoð frá Jeff Daniels. Mynd uppfull af atriðum sem eru misfyndin, en aðdáendur Carreys verða ekki fyrir vonbrigðum meö kappann.-HK REGNBOGINN Síml 5519000 Eltt slnn stríðsmenn ★★★'*' Sérlega áhrifamikil mynd um áfengisbölið, heimilisoíbeldi og firringu meðal frumbyggja Nýja-Sjálands þar sem engu og engum er hlíft. Ljósið í myrkrinu eru tengslin við fortíðina.-GB Litla úrvalsdeildin ★ kr Nokkur prýðileg boltaatriði forða mynd þessari frá botnsætinu en hér segir frá því er tólf ára piltur eignast og tekur við stjórninni á lánlausu hafnaboltaliði í úrvalsdeildinni. -GB Kúlnahríð á Broadway ★ ★ ★ Woody Allen er aftur kominn á kreik og skemmtir áhorfendum í farsakenndri mynd um ungt leikskáld á Broadway sem verður að selja sig til að fá stykkið uppsett. Frábær leikur og fyndin samtöl og furðulegar persónur. -GB Rita Hayworth og Shawshank fangelsið: ★ ★ Áhrifamikil kvikmynd sem virkar ósköp venjuleg í byrjun en vinnur á með hverri mínútunni. Tim Robbins og Morgan Freeman sýna stórleik í hlutverkum tveggja ólíkra fanga. -HK STJÖRNUBÍÓ Sími 5516500 Exotica ★ ★★ Það tekur nokkurn tíma á að átta sig á persónunum í myndinni og hver tilgangurinn er, en þegar á heildina er litið þá hefur kanadíski leikstjórinn. Atom Egoyan skapað eftirminnilega og áhrifaríka kvikmynd. - H.K. Litlar konur ★ ★ ★ Úrvafymynd frá hinni áströlsku Gillian Armstrong, sem skilur mikideftir sig. Einstaklega hugljúf kvikmynd, sem er vönduð í alla staði og vel leikin. -HK Ódauðleg ást ★★'*' Leit að stóru ástinni í lífi Beethovens í spennumyndastíl. Myndin hrífur þótt ýmislegt megi finna að henni. Áhrifamikil tónlistaratriði. -HK Vindar fortíðar ★ ★ Epísk stórmynd sem segir írá örlögum þriggja bræðra snemma á öldinni. Lifandi persónur og góður leikur en mikill tilfinningahiti skapar stundum fullmelódramatísk atriði. -HK Hugh Grant í Níu / Bandaríkjunum - helgina 9.-11. júní í millj. dollara - Engar stórstjörnur leika í Congo. Á myndinni eru aðalleikararnir, Ernie Hudson, Dylan Walsh og Laura Linney. Congo fær fljúgandi start Paramount kvikmyndafyrirtækió hafði vonaðist eftir þvi að Congo fengi góða aðsókn, enda um óhemju dýra mynd að ræða, en þeir bjuggust alls ekki við hinni gríðarlegu aósókn á myndina um síðustu helgi og segja kunnugir í Hollywood að þetta sé óvæntasta aósókn á kvikmynd í langan tíma. í Congo eru engar stórstjörnur og leikstjóri er Frank Marshall, sem að vísu hefur gert tvær ágætar spennumyndir, Arachnophobia og Alive, en aðsókn á þær var ekki í líkingu við aðsóknina á Congo. Það sem gerir gæfumuninn er að myndin er gerð eftir skáldsögu Michael Crichton og hafa markaðsmenn notað nafn hans óspart og hefur það greinilega skilað árangri, en þess má geta að Crichton skrifaói Congo fyrir mörgum árum. Annað sem einnig hjálpar til er að engin önnur af stórmyndum sumarsins var frumsýnd um þessa helgi. Aðsókn í kvikmyndahúsin í Bandaríkjunum var mjög góð um þessa helgi, innkoma var 103 milljónir dollarar á móti 90 milljónum á sama tíma í fyrra. 1 (-) Congo 24,6 2 (1) Casper 10,9 3 (2) The Bridges of Madison County 9,3 4 (3) Die Hard With a Vengeance 6,6 5 (4) Braveheart 5,5 6 (5) Crimson Tide 5,1 7 (6) Forgett Paris 2,5 8 (8) While You Were Sleeping 2,4 9 (7) Johnny Mnemonic 1,6 10 (9) Mad Love 1,2 11 (12) French Kiss 1,1 12 (10) Tales From the Hood 1,0 13 (11) Fluke 0,7 14 (15) A Little Princess 0,6 15 (13) The Glass Shield 0,6 16 (14) Friday 0,5 17 (16) The Englishman 0,5 18 (19) My Family 0,4 19 (17) Major Payne 0,4 20 (-) Jury Duty 0,3 mánuðum í Júlí verður frumsýnd nýjasta kvikmynd Hugh Grants, Nine Months,: og eru aðstandendur myndarinnar að gera sér vonir um að hún nái að vera jafnvin- sæl og Fjögur brúðkaup ... Leik- stjóri er Chris Columbus, sem meðal annars leikstýrði Home Alone. Aðrir leikarar í myndinni eru Robin Williams, Jeff Goldbl- um, Julianne More, Tom Amold og Joan Cusack. Nine Months er endurgerð franskrar kvikmyndar um sambýlisfólk sem býr í róm- antísku sambandi þar til hún verður ófrísk. Dr. Jekyll og ungfrú Hyde Dr. Jekyll og ungfrú Hyde er nýjasta kvikmyndaútgáfan af sögunni frægu. Er farið lauslega með persónur á gamansaman máta. Aðalhlutverkið leikur Tim Daly, ungan og myndarlegan af- komanda Dr. Jekyll. Hann kemst yfir dagbækur langalangafa síns og fer að eiga við formúlurnar, og viti menn, um kvöldið breyt- ist hann í kynþokkafulla konu sem Sean Young leikur. Carrington vakti athygli í Cannes Ein af bresku myndunum sem kepptu í Cannes er Carr- ington,sem Háskólabíó mun taka til sýningar. Þetta er sönn saga sem byggð er á sambandi tveggja listamanna, málarans Doru Carr- ington og rithöfundarins Lytton Strachey. Aðalhlutverkin leika Emma Thompson og Jonathan Pryce. Leikstjóri og handritshöf- undur er leikritaskáldið Christopher Hampton og er þetta fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir en þekktastur er hann fyrir að vera höfundur handrits af Dangerous Liasons. 50 milljón dollar- ar fyrir þrjár myndir Mikil er trúin á Sylvester Stallone í Hollywood. Hann hefur nú samið um gerð þriggja kvik- mynda sem munu færa honum 50 milljónir dollara. Fyrir Uni- versal leikur hann í Daylighten áður leikur hann í The Assassins sem leikstýrt er af Richard Donner, og þriðja verkefnið er ekki ákveðið en hann skrifaði undir samning við Savoy Picture og þar kom toppurinn, 20 mfllj- ónir doflarar. Talið er að þessi upphæð muni verða til þess að Schwarzenegger, Gibson, Willis og fleiri leikarar í hæsta verð- flokki komi til með að vflja fá meira. Háskólabíó Keaton hætti við Peter Farrelly, sem leikstýrði Dumb and Dumber, þáði ekki til- boð Jim Carreys um að leikstýra framhaldi af Ace Ventura þar sem hann var með Kingpin í undirbúningi og búinn að semja við Michael Keaton um að leika aðalhlutverkið. Farrelly varð því meira en lítið undrandi þegar hann las í dagblaði að Keaton væri hættur við. Farrelly náði sér þó fljótlega, enda nóg af góð- um leikurum sem vildu hlut- verkið, og valdi hann Woody Harrelson. Tólf apar Terry Gilliam er byrjaður að leikstýra Twelve Monkeys en hann hefur ekki leikstýrt frá því hann gerði The Fisher King.Bruce Wiflis leikur aðal- hlutverkið, fanga á 22. öldinni sem sendur er til baka til ársins 1996 til að koma í veg fyrir að vírus breiðist út og verði milljón- um að bana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.