Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 25 K V I K M YILD A Háskólabíó-Vélin idc^ Vitundarlíf glæpamannsins Heilasérfræðingurinn og geðlæknirinn Marc Lacroix, aðalpersóna frönsku myndarinnar Vélarinnar, minnir um margt á hinn fræga doktor Frankenstein; framúrskarandi vísindamaður sem vill ganga skrefinu lengra en starfsbræður hans. Frankenstein vildi skapa nýjan mann en Marc Lacroix hefur mestan áhuga á því að kynna sér og reyna að skilja vitundarlíf sálsjúkra glæpamanna. Til þess að svo megi verða hefur Lacroix (Depardieu) hannað og smíðað sérstaka vél sem getur flutt vitundarhluta heilans milli manna, ekkert óáþekka appírötum Frankensteins nema hvað hér er nýjasta tölvutækni í hávegum höfð. Lacroix sannfærir Michel Zyto (Bourdon), geðbilaðan kviðristi sem hefur líf íjögurra kvenna á samviskunni (hér grípa Frakkarnir til billegs freudisma til útskýringa, eins og svo oft áður), um að taka þátt í tilraun sinni til vitundarflutnings. Vísindamaðurinn og glæpamaðurinn fara saman á autt og yfirgefið æskuheimili þess fyrrnefnda, tengja sig vélinni og setja í gang. Tilraunin tekst en með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðkomandi og ýmsa fleiri, svo sem eiginkonu Lacroix (Baye), son (Baynaud) og hjákonu (Woerner). Leikstjórinn Francois Dupeyron velur þann kostinn að koma til leiks þegar langt er liðið á söguna, gefa áhorfandanum til kynna hvað í vændum sé og hverfa síðan átján mánuði aftur í tímann til að byrja á byrjuninni. Ahorfandinn veit því allan tímann, eða grunar að minnsta kosti, að óhugnanlegir atburðir eigi eftir að gerast. Það skemmir þó ekki ánægjuna heldur eykur hina óhugnanlegu spennu sem oft og tíðum verður töluvert mikil. Um tíma framan af var þó útlit fyrir að dæmigert Fransmannablaður mundi kæfa allt þegar Lacroix, sem á sinn hátt er ekki síður sálsjúkur en kviðskerinn, er að ánetjast samtölum sínum við glæpamanninn. En Dupeyron og leikarahópur hans, með prýðilegan Depardieu í broddi fylkingar, rífa sig upp úr doðanum og setja allt á fulla ferð. Leikstjóri: Francois Dupeyron. Handrit: Dupeyron, eftir sögu René Belletto. Kvikmyndataka: Dietrich Lohmann. Leikendur: Gérard Depardieu, Nathatie Baye, Didier Bourdon, Erwan Baynaud, Natalia Woerner. - Guðlaugur Bergmundsson Stjörnubíó - Exotica I greipum fortíðar Exotica fer nokkuð ruglingslega af stað. Við fylgjumst með ungum, manni sem smyglar inn eggjum sjaldgæfra fugla. Frá honum er atburðrrásinni beint í nektardansklúbbinn Exotica, þar sem Zoe ræður ríkjum, Zoe er ófrísk eftir diskótekarann, sem er fyrrum kærasti aðalstjörnu klúbbsins, Christinu, en annað hvert kvöld er Christina nánast með einkasýningu fyrir endurskoðandann Francis. Þetta eru aðalpersónurnar í myndinni ásamt barnfóstru sem Francis fær heim til sín þegar hann fer í klúbbinn. Undarleg ákvörðun, þar sem barnið hans var myrt fyrir nokkrum árum. Þetta er ekki það eina undarlega við Exotica og í byrjun er erfitt að átta sig á hvernig samband er á milli persónanna, sem allar virðast eitthvað skrýtnar. Þarna hjálpar ekki til skiptingar í myndinni, sem eru örar og hefði mátt að ósekju dvelja meira við hverja persónu fyrir sig í byrjun til að fá einhvern grunn. Þetta lagast þó allt þegar líða tekur á myndina og allt það furðulega fær útskýringar. Þegar allt er komið heim og saman kemur í ljós að á baki alls sem gerist er mannlegur harmleikur. Atom Egoyan er sjálfsagt besti leikstjóri Kandaamanna í dag af þeim sem enn starfa á heimaslóðum. Þær tvær myndir hans sem athygli vöktu, The Adjuster og Calendar voru á mun lægri nótum en Exotica, sem stundum virðist ætla að sprengja allt utan af sér með torræðnum söguþræði og áleitnum atriðum. Það sem gerir hins vegar Exotica að góðri kvikmynd er gott handrit og flott samspil milli sögu, tónlistar og kvikmyndunar. Eftir miðbik myndarinnar þegar maður er farinn að gruna hvernig á hegóan Francis stendur er samt nóg eftir til að hægt sé að gefa hugmyndafluginu lausan taumin. Og í lokin þegar allt smellur saman hefur þessi draumkennda kvikmynd skapaó vellíðan af þeirri tegund sem góðar kvikmyndir gera einar. Leikstjóri og handritshöfundur: Átom Egoyan. Kvikmyndun: Paul Saroosy. Tónlist: Michaerl Danna. Aöallleikarar: Bruce Greenwood, Mia Kirshner, Don McKellan og Elias Koteas. - Hilmar Karlsson. Sagabíó - Bradyfjölskyldan i^i^ Einstök fjölskylda Hallærislegt getur verið skemmtilegt. Þaó sannar Brady fjölskyldan (Brady Bunch) í samnefndri kvikmynd. Fjölskylda þessi sker sig frá öðrum í einu og öllu. Þar sem myndin er hyggð upp á vinsælli sjónvarpssseríu eru persónurnar vel afmarkaðar og allar með sín sérkenni. Við fylgjumst með þessari fjölskyldu í gegnum súr og sætt, fjölskyldu, sem alltaf er hamingjusöm, klæðist í föt frá hippatímanum, lítur alltaf á jákvæðu hliðarnar á lífinu, öðrum til mikillar armæðu og er einstaklega samhent. Að vísu koma hrotalamir í samheldnina þegar miðjustúlkan finnst hún vera útundan vegna þess hversu falleg stóra systir er. Þegar myndin hefst eiga þau í nágrannaerjum án þess að vita af því. Nágranni þeirra er sem sagt búinn að telja alla íbúa götunnar á að selja hús sín, svo hann geti selt byggingarfyrirtæki lóðirnar, það er að segja allir eru tilbúnir að selja nema Brady, sem hannaði sitt eigið hús. þar líður honum og fjölskyldunm vel, og sér hann enga ástæðu til að flytja. Það er ekki bara að Brady fjölskyldan sé hallærisleg í útliti, heldur er allt hallærislegt sem hún gerir, þegar miðað er við þarfir og skemmtanir í nútímaþjóðfélagi. Og það er einmitt þetta sem gerir myndina að skemmtilegri afþreyingu þótt stundum sé komið nóg af því góða og lákúran tekur við af skemmtuninni. Fjölskyldan nær sér samt jafnharðan á strik aftur og eru mörg atriði bráðfyndin. Það hefur verió sagt um Shelley Long (Staupasteinn) að á aðeins tveimur árum tókst henni að kíúóra ferli sínum með leik í misheppnuðum kvikmyndum. Hún réttir samt aðeins úr kútnum hér og Gary Cole, sem einnig kemur úr sjónvarpinu á einnig ágæta spretti, en senuþjófurinn er Christine Taylor í hlutverki elstu systurinnar, sem að sjálfsögðu er hallærislegust af þeim öllum. Leikstjóri: Tim Burton. Handrit: Scott Alexander og Larry Karasewski. Tónlist: Howard Shore. Kvikmyndun: Stefan Czapsky. Aðaileikarar: Johnny Depp, Martin Landau, Sarah Jessica Parker, Patricia Arquette og Bill Murray. -Hilmar Karlsson. kvikjjfraTtff Kerry Fox, Christopher Eccleston og Ewan McGregor leika ungt fólk í leit.að meðleigjanda. Stjörnubíó: í grunnri gröf í grunnri gröf (Shallow Grave) er bresk kvikmynd sem vakið hefur at- hygli. í myndinni segir frá þremur vinum, Juliet, David og Alex. Þau Ieigja saman íbúð en vilja finna fjórða mann til að leigja með þeim. Fjölmargir sækja um en flestir eru eitthvað undarlegir að mati þeirra. Loks kemur hinn þægilegi Hugo tfl sögunnar og hann er einróma sam- þykktur. Það líður þó ekki á löngu þar tfl þau finna Hugo dauðan inni í herbergi sínu og tösku fulla af pen- ingum undir rúmi hans. Nú þurfa þau að ákveða hvort þau eiga að gera það sem er skynsamlegt og til- kynna atburðinn til lögreglunnar eða þá að halda peningunum og losa sig við líkið. Aðalhlutverkin í myndinni leika Kerry Fox, Christopher Eccleston, Ewan McGregor og Keith Allen. Leikstjóri er Danny Boyle sem hefur lengi starfað hjá BBC og leikstýrði meðal annars þáttum um Inspector Morse. Þess má geta að The Shallow Grave er gerð í Skotlandi og var frumsýnd í janúar. Ekki fór mikið fyrir frumsýningunni en fljótt fór myndin að spyrjast út og dómar voru góðir. Það endaði með að Col- umbia keypti dreifingarréttinn og dreifir henni víða um heim. Bíóborgin: Undir sama þaki. Peter Falk og D.B. Sweeney leika aðalhlutverkin í Undir sama þaki. Undir sama þaki (Roommates) er gamansöm mynd en þó með alvar- legum undirtóni. Aðalpersóna myndarinnar er Rocky Holeczek (Peter Falk) sem er 107 ára og elsti starfandi bakarinn í Pittsburgh. Karlinn er þó ekkert farinn að slá af og lætur sig ekki muna um að stjórna einkalífi sonarsonar síns sem deilir húsnæði með honum. Saga þeirra í myndinni spannar þrjá áratugi og er komið víða við. Sonarsonurinn eignast eiginkonu og börn og verður virtur skurðlæknir en aldrei lítur sá gamli af honum eitt augnablik og ætlar sér ekkert að yflrgefa lífið fyrr en sá ungi er kom- inn í örugga höfn. Peter Falk, sem flestir þekkja sem Columbo, hefur ekki mikið leikið í kvikmyndum á undanfórnum árum en þykir standa sig vel í hlutverki þess gamla og hefur eins og myndin fengið ágætis dóma. Aðrir leikarar í myndinni eru D.B. Sweeneyt, Juli- anne Moore, Ellen Burstyn og Jan Rubes. Gamla kempan Peter Yates leik- stýrir myndinni. Hann á að baki langan og farsælan feril og hefur tvisvar verið tilnefndur til ósk- arsverðlauna, fyrir Breaking Away og The Dresser. Yates er breskur, fæddur í Surrey og lauk námi frá RADA. Hann var aðeins nítján ára þegar hann hóf að leikstýra á sviði og fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði var Summer Holiday með Cliff Richards. Fyrsta bandaríska kvikmynd hans var hin þekkta spennumynd Bullit. Meðal annarra kvikmynda, sem hann hefur leik- stýrt, má nefna John and Mary, Suspect, Murphy’s War, The Deep, The Hot Rock og Robbery. Hann er nú að leikstýra á heimaslóðum The Run of the Country með Albert Finney. Muriel (Toni Collette) telur að draumaprinsinn sé að finna í Sidney. Háskólabíó: Brúðkaup Muriel Brúðkaup Muriel (Muriels Wedd- ing) er áströlsk kvikmynd sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin misseri auk þess sem dómar um hana hafa verið góðir. Aðalpersóna myndarinnar er Muriel Heslop, sem er dálítið á skjön við aðra í hinum ósköp venjulega heimabæ sínum, Porpoise Split, en þar býr hún ásamt fjölskyldu sinni, hlustar á Abba og bíður þess að draumaprins- inn hennar birtist og bjargi henni frá ruddafengnum föður og stríðn- um vinkonum en fyrst og fremst frá þessu óþolandi smábæjarlífi. Muriel sér að ekki er hægt að bíða til eilífðar eftir einhverjum sem kannski aldrei lætur sjá sig og tekur því málin í sínar hendur og flyst til Sydney þar sem allt er í ne- onljósum og smáborgarahátturinn þekkist ekki. Þar ætlar hún að velja sinn draumaprins. Sú sem leikur Muriel heitir Toni Collette og hefur fengið hrós fyrir leik í leikritum en hún hefur verið kosinn besti nýliði á sviði, auk þess sem hún fékk verðlaun áströlsku kvikmyndaakademíunnar fyrir aukahlutverk í Spotswood þar sem hún lék á móti Anthony Hopkins. Leikstjóri og handritshöfundur er P.J. Hogan og er þetta fyrsta kvik- myndin sem hann leikstýrir. Hogan kemur úr sjónvarpinu þar sem hann hefur í nokkur ár jöfnum höndum skrifað og leikstýrt. EIN MAGNADASTA MYND ÁRSINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.