Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1995, Side 8
8
Útlönd
Bresk stjómvöld sökuð um að nota lík bama til rannsókna á geislamengun:
Krufðu 6 þúsund lík
án vitundar foreldra
Bresk stjórnvöld eru sökuð um að
hafa staðið fyrir hundruðum rann-
sókna á beinum látinna barna í þeim
tilgangi að rannsaka áhrif geisla-
mengunar. Þá eru stjórnvöld einnig
sökuð um að hafa notað fólk sem til-
raunadýr í slíkum rannsóknum án
vitundar þess.
í sjónvarpsþætti á Channel Four
sjónvarpsstöðinni í gærkvöld var
fullyrt að stjórnvöld hefðu fjarlægt
hluta af 6 þúsund barnslíkum á árun-
um 1955-1970. Var fullyrt að líkams-
hlutarnir hefðu verið fjarlægðir og
sendir til rannsóknar án vitundar
foreldranna. Áhuga rannsóknaraðil-
anna á börnunum mátti rekja til þess
að bein barna verði frekar fyrir
áhrifum af geislavirkni en bein full-
orðinna.
Talsmaður yfirvalda vísar þessum
ásökunum á bug og ásakar þátta-
gerðarmenn um ónákvæmni og að
efna til æsinga. Hins vegar viður-
kenndi talsmaðurinn að það hefði
ekki verið regla á umræddum tíma
að aíla leyfls frá aðstandendum til
slíkra rannsókna.
í þættinum var rætt við foreldra-
látinna barna sem fullyrt var að
hefðu verið notuö til nefndra rann-
sókna. Ein móðir, sem samþykkti
krufningu eftir að sonur hennar lést
af völdum heilaæxlis, var skelfd að
heyra um rannsóknirnar. Sagöi hún
vitneskjuna um þær eyðileggja þá
ímynd sem hún hefði af syni sínum
sem fyrirmyndarbarni.
Önnur móðir lýsti því hvernig
henni var meinað að klæða lík barns-
ins síns fyrir greftrun. En næstum
þremur áratugum síðar komst hún
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Hagamelur 50, jarðhæð, norðvestur-
hluti, þingl. eig. Gunnar Páll Rúnars-
son og Sigríður Erla Brynjarsdóttir,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ííkisins, Landsbanki íslands og Spari-
sjóður Hafharíjíirðar, 11. júh 1995 kl.
14.30.
Kleppsvegur 34, íbúð á 3. hæð, austan-
megin, þingl. eig. Elísabet Magnús-
dóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan
í Reykjavík, Húsfélagið Kleppsvegi
34-38 og Landsbanki Islands, 11. júlí
1995 kl. 16.30.___________________
Kleppsvegur 4, Mð á 6. hæð t.v.,
þingl. eig. Sigríður Sjöfo Einarsdóttir,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík,
Landsbanki íslands og Sjóvá-Almenn-
ar hf„ 11. júlí 1995 kl. 16.00.
Lindarbyggð 11, Mosfellsbæ, þingl.
eig. Öm Guðmundsson og Hulda
Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Mosfells-
bær, 11. júlí 1995 kl. 11.30.
Markland 10, 1. hæð t.h„ þingl. eig.
Einar Friðriksson, gerðarbeiðandi ís-
landsbanki hf„ 11. júlí 1995 kl. 15.30.
Mánagata 19, íbúð á 1. hæð, þingl.
eig. Hjördís Ingvarsdóttir, gerðarbeið-
endur A.B.C. hf. heildverslun, Bygg-
ingarsjóður ríkisins, Hans Petersen
hf. og Landsbanki íslands, Miklu-
braut, 11. júh 1995 kl. 15.30.
Sólvallagata 11, efrí hæð og 1/2 bíl-
skúr m.m„ merkt 0201, þingl. eig. Jak-
obína Eygló Friðriksdóttir, gerðar-
beiðendur Ferðamálasjóður, Lands-
banki íslands og Takmark hf„ 11. júlí
1995 kl. 14.00.____________________
Tungusel 7, 3. hæð 0301, þingl. eig.
Sigurður V. Ólafsson, gerðarbeiðandi
Gjaldheimtan í Reykjavík, 11. júlí 1995
kl. 13.30.
SÝSLUMAÐUMN í REYKJAVÍK
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í
eftirtöldum flokki:
4. flokki 1992 - 7. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 1995.
öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa-
fyrirtækjum.
cSg húsnæðisstofnun ríkisins
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900
að því að það hafði verið limlest í
krufningu.
í þættinum var einnig fjallað um
rannsóknir á ófrískum konum á
sjötta og sjöunda áratugnum þar sem
athuguð voru áhrif geislamengunar.
Var konunum gefin geislavirk fæða
í rannsóknaskyni án vitundar þeirra.
Rannsakendur frá þeim tíma segja
ekkert leynilegt við þær rannsóknir,
niðurstöðurnar hefðu birst í vísinda-
tímaritum og að geislavirknin hefði
verið afar lítil. Þáttagerðarmennirn-
ir segja á móti að niðurstöður slíkra
rannsókna hafi einungis verið birtar
í tímaritum sem náðu til afar þröngs
hóps vísindamanna og að skjöl hafi
verið merkt í bak og fyrir sem trún-
aðarmál. Reuter
x.
Desmond Tutu og Mikki mús.
Simamynd Reuter
Tutu hjá Mikka mús
Desmond Tutu, erkibiskup í Suð-
ur-Afríku, hefur verið á ferð um
Bandaríkin að undanfórnu. Ferð
Tutus er annað og meira en heim-
sóknir í kirkjur og fundir með guðs-
mönnum. Eins og margir aðrir ferða-
menn lagði hann leið sína um Flórída
og notaði þá tækifærið til að fara í
skemtigarðinn Disney World. Þar
hitti hann fyrir hina frægu teikni-
myndapersónu Mikka mús. Er ekki
annað að sjá en að vel fari á með
þeim félögum.
Reuter
Húsnæðishneyksliö í París:
Juppé segist borga
eðlilega húsaleigu
„Þarna var ekkert óeðlilegt á ferð-
inni, engin lögbrot og ég borga eðli-
lega leigu fyrir þá tegund byggingar
sem ég bý í,“ sagði Alain Juppé, for-
sætisráðherra Frakklands, í sjón-
varpsviðtali í gær um húsnæðis-
hneykslið sem nú skekur Parísar-
borg. Juppé veifaði þykkum skjala-
bunka máli sínu til sönnunar.
Umræðan um hneykslismál þetta,
sem hefur verið kallað „Chirac-
bær“, færðist öll í aukana í gær þeg-
ar íhaldsblaöið Le Figaro birti lista
yfir enn fleiri frægar manneskjur og
stjórnmálamenn sem búa í ódýru
leiguhúsnæöi á vegum Parísarborg-
ar. Meðal þeirra sem hafa notið hús-
næðisfríðinda eru vinstrimenn og
listamenn, blaðamenn, forstjóri rík-
isflugfélagsins Air France og sonur
leikarans Alains Delons. Sumir
vinstrimannanna sögðu upplýs-
ingamar vera úreltar.
A sama tíma hafa efnaminni París-
arbúar þurft að bíða árum saman
eftir að komast í ódýrar félagslegar
leiguíbúðir.
Uppljóstranir blaða um húsnæðis-
hneykslið hafa komið sér ákaflega
illa fyrir bæði Jacques Chirac for-
seta, sem var borgarstjóri Parísar í
átján ár^þar til í vor, og Juppé forsæt-
Alain Juppé, forsætisráðherra
Frakklands. Simamynd Reuter
isráðherra.
Juppé vísar á bug að hann greiði
lægri húsaleigu fyrir sex herbergja
íbúð sína á vinstribakkanum en
gengur og gerist. Hann las stuðnings-
yfirlýsingu frá nágranna sínum sem
greiðir enn minna en hann fyrir
hvem fermetra. Juppé sagði að leig-
an hefði þrefaldast þegar hann tók
við íbúðinni. Þá varði hann þá
ákvörðun sína að láta lækka húsa-
leigu sonar síns þar sem íbúð hans
hefði veriö í slæmu ásigkomulagi.
Reuter
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995
Stuttar fréttir pv
Tyrkárinníírak
Tyrkneskar hersveitir, sem
berjast gegn uppreisnarmönnum
Kúrda, hafa enn á ný farið ínn í
norðurhluta íraks á eftir skæru-
liðum.
Tískukóngar fyrir rélt
Rannsóknardómari hefur fyrir-
skipað mörgum helstu tísku-
kóngum ítaliu aö mæta fyrir rétt
vegna spillingarmála.
Dökkarhorfur
Carl Bildt,
sáttaserojari
Evrópusara-
bandsins í
Bosníu, var
heldm* svart-
sýnnáaðfriður
kæmist á í bráð
og á sama tíma
bárust frétt-
ir af nýjum átökum í Srebrenica.
Grant í sjónvarpið
Hugh Grant ætlar að segja frá
viðskiptum sínum við hómna í
Hollywood í viðtölum á banda-
rískum sjónvarpsstöðvum en
kærastan, Elizabeth Hurley, fer
ein til Frakklands að hugsa mál-
iö.
Vextir lækkaðir
Bandaríski seðlabankinn lækk-
aði vexti í fjTsta sinn í nærri þrjú
ár til að örva hagvöxt og er það
stefnubreyting.
KohlstyðurPóllantí
Kohl Þýskalandskanslari ætlar
að styðja umsókn pólskra stjórn-
valda að NATO og Evrópusam-
bandinu.
Bill ákveður sig bráðum
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
seti mun fljót-
lega ákveða
hvort tekið
verðuruppfuilt
stjómmála-
samband við
Víetnam og
embættismenn í Washington
segja að svarið verði jákvætt.
Færeyingarlika
Færeyingar vilja fa svör frá
dönskum stjórnvöldum um hvort
þau hafi heimilað flugvélum meö
kjarnavopn að fljúga yfir landið,
eins og yfir Grænland.
VegiðaðMajor
Bæði hægrimenn innan íhalds-
flokksins og stjórnarandstæðing-
ar veittust aö John Major, forsæt-
isráðherra Bretlands, á þingi í
gær.
Ungir í uppreisnarhug
Breskir unglíngar kveiktu í
skólum, rændu og rupluðu og
köstuðu bensinsprengjum á lög-
regluna í Luton í nótt.
Stöðuhækkun í Moskvu
Borís Jeltsín
Rússlandsfor-
seti hefur gert
yfirmann her-
afla síns í
Tsjetsjeníu að
innanríkisráð-
herra og er
búist við
að fríðarviðræður fari aftur af
staö.
Franski ræðismaðurinn í Syd-
ney í Ástralíu er hættur við að
halda þjóðhátíðarveislu 14. júlí
af öryggisástæðum.
Bjartari horfur
Auknar líkur eru nú á því aö
fulltrúar Evrópusambandsins og
Marokkóstjórnar komist aö sam-
komulagi um flskveiðimál.
Router, Ritr.au