Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1995, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 7. JÚLl 1995
9
Færeyjar:
Færrifæðingar
Fæðingum hefur snarfækkað í
Færeyjum á þessu ári. Fyrstu
fimm mánuði ársins fæddust
fjórðungi færri börn en á sama
tíma í fyrra. Hafði þá einnig orðið
veruleg fækkun fæðinga. Orsök-
in er brottflutningur ungra
kvenna frá eyjunum sem aftur
má rekja til efnahagserfiðleika.
í fyrra fæddust 688 börn í Fær-
eyjum og höfðu þá ekki fæðst
færri börn í 25 ár. Nýjustu tölur
sýna að enn fækkar fæðingum
verulega. Á síðustu fimm árum
hefur konum á aldrinum 20-24
ára fækkað um nær helming á
eyjunum. Árið 1989 voru konurn-
ar.á þessum aldri 1.914 en í fyrra
voru þær aðeins 1.089. Sömu tölur
fyrir 25-29 ára konur eru 1.650
árið 1989 á móti 1.351 í fyrra.
Fleiri einstæðir
foreldraráís-
landieníESB
Þaö eru fleiri einstæðir foreldr-
ar á íslandi en meðaltalstölur fyr-
ir 15 lönd Evrópusambandsins og
landanna fjögurra í Evrópusam-
starfinu segja til um. Samkvæmt
nýlegri könnun á vegum ESB eru
11,4 prósent fjölskyldna í þessum
19 löndum fjölskyldur einstæðra
foreldra. Flestir einstæðir for-
eldrar eru á írlandi, eða 15 pró-
sent. Þá kemur Belgía með 14,1
prósent. Á íslandi eru einstæðir
foreldrar 12,6 prósent en sama
tala fyrir Noreg er 12,8 prósent,
Finnland 12,4 prósent 8,5 prósent
fyrir Svíþjóö og Danmörku.
Einstæðir feður eru mun færri
en einstæðar mæður. Einstæðir
feður í löndunum 19 eru 1,9 pró-
sent. Á íslandi eru þeir 0,9 pró-
sent. Hið nýja fjölskyldumynstur
tengist færri hjónaböndum, fleiri
skiinuðum og færri fæðingum.
Grænland:
Grálúðukvóti
verðiskertur
Talsmenn sjómannasamtaka og
líffræðinga á Grænlandi eru sam-.
mála um að skerða verði verulega
grálúðukvóta Grænlendinga eigi
stofninn ekki að snarminnka.
Aðilarnir eru sammála um aö
fina verði skynsamlega leið til
nýtingar grálúðustofnsins, þrátt
fyrir fyrirséð mótmæh frá sjó-
mönnum sem grundvalla útgerð
sínaáveiðigrálúðu. Ritzau
Tískudrottning sendir konu breska ríkisarfans tóninn:
Díana lætur tísk-
una stjórna sér
Díana prinsessa, sem af mörgum
er tahn vera með best klæddu konum
heimsins, fær heldur kaldar kveðjur
fyrir klæðaburð sinn frá tískudrottn-
ingunni Vivienne Westwood.
„Ég þoli ekki skóna hennar, þessar
hræðhegu pumpur. Það er eins og
fótin hennar eigi aö gefa manni til
kynna að hún sé í senn kvenréttinda-
kona og kynþokkafull. Það er mála-
miðlun sem gengur ekki upp,“ segir
hin 53 ára gamla Westwood, sem eitt
sinn fékk viöurnefnið pönkdrottn-
ingin vegna afskipta sinna af pönk-
hreyfmgunni á áttunda áratugnum,
í viðtah við kvennaritið Women &
Home Magazine. Westwood hefur
tvívegis verið kjörin tískuhönnuður
ársins í Bretlandi.
„Prinsessan gefur ekki tóninn í
tískunni. Tískan stjómar henni, sem
Díana
kona.
prinsessa
þykir glæsileg
Símamynd Reuter
er dapurlegt þar sem hún er einstak-
lega glæsileg kona.“
Pönkdrottningin fer ekkert í laun-
kofa með það að henni finnst Díana
ekkert sérlega smart og hún á góð
ráð að gefa henni.
„Hún kemur kannski th mín ein^
hvem daginn. Það væri stórkostlegt
fyrir hana ef hún gerði það. Árangur-
inn mundi ekki láta á sér standa. Ég
gæti gert hana að glæsilegustu konu
heimsins."
Konungsfjölskyldan fær einnig á
baukinn hjá Westwood sem segir að
hún eigi að tjá sig meira um siðmenn-
inguna.
„Flestir í konungsfjölskyldunni
virðast hafa gleymt því. Þeir eru of
önnum kafnir við að vera miðstéttar-
fólk,“ segir tískuhönnuðurinn Vivi-
enne Westwood. Reuter
Það er glatt á hjalla í borginni Pamplona á Spáni þessa dagana en þar stendur nú yfir hin árlega San Fermin
hátið. Þúsundir manna komu saman á aðaltorgi bæjarins i gær við upphaf hátíðahaldanna. Á hverjum morgni
hlaupa bæjarbúar svo á undan sex nautum um miðbæinn að nautaatshringnum. Símamynd Reuter
________________Útlönd
Gingrich selur
bækuroggefur
framboðískyn
Newt
Gingrich, for-
seti fulltrúa-
deildar Banda-
ríkjaþings,
ferðast þessa
dagana um
Bandaríkin
þver og endi-
löng til aö kynna og selja bók
sína, Að endumýja Ameríku.
Samtímis gefur þingforsetinn í
skyn að hann kunni aö leita eftir
útneihingu Repúblikanaflokks-
ins fyrir forsetakosningarnar á
næsta ári.
„Ég sagði að ég mundi senni-
lega ekki bjóða mig fram en
vegna áhugans sem er á okkur
og alls þess fjölda stuðnings-
manna sem viö höfum útiloka ég
það ekki,“ sagði Gingrich í sjón-
varpsviðtaliívikunni. Reuter
Mjólkursamlag Kl
dryhhur
í 2 lítra fernum
á góðu verði
í næstu búð